Alþýðublaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 6. des. 1989 fLMIHlKLÍIHII Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið. LODDARABRÖGÐ Á ÞINGI Stjórnarandstaðan á Alþingi hefur stundað loddarabrögð til að ná athygli fjölmiðla og slá ryki í augu fólks, segir Jón Sigurðsson ráðherra í grein sem birtist í Alþýðublaðinu í gær. í fyrsta lagi hafi hún haldið því fram að ekki sé samstaða innan ríkisstjórnar um stöðu íslands í Evrópuviðræðunum, og að utanríkisrráðherra hafi vanrækt mikilvægustu hagsmuni íslendinga í viðræðunum við Evrópubandalagið. í öðru lagi hafi stjórnarandstaðan haldið því fram að ekki sé samstaða um virðisaukaskattinn og í þriðja lagi hafi rjkisstjóminni mistekist að stjórna efnahagsmálum. Viðskiptaráðherra rekur lið fyrir lið stöðu mála og bendir á að ríkisstjórnin hafi þvert á röksemdir andstæðinga náð góðum ár- angri í efnhagsmálum þrátt fyrir erfitt árferði. Alþýðuflokknum hafi tekist að ná fram lækkun á fyrirhuguðum virðisaukaskatti þegar Ijóst var að tvegja þrepa skattur yrði engin töfralausn til þess að lækka matvælaverð. Samkomulag stjórnarflokkanna tryggi hins vegar umtalsverða lækkun. Það sé alrangt aö utanrík- isráðherra vanræki að gæta hagsmuna íslendinga og bendir á að Evrópubandalagið muni ekki Ijá máls á tvíhliða viðræðum eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur krafist. Sjálfstæðismenn vita betur. Þeir komast hins vegar upp með loddaraskap eins og skoðanakannanir benda til. Það er aldrei vin- sælt að stjórna þegar illa árar. Vonandi vænkast hagur þjóðarbús- ins. Þá kynnu niðurstöður skoðanakannana að breytast. BESTA JÓLAGJÖFIN Jafnaðarstefna er í eðli sínu alþjóðleg. Það er kjarni hennar að berjast gegn ranglæti og fy rir réttlæti. Boðskapur hennar er f riður og frelsi öllum til handa, jafnrétti og bræðralag með mönnum og þjóðum. Jafnaðarmenn hafa ævinlega beitt sér fyrir því að að- stoða þjóðir sem eru efnhagslega afskiptar eða búa við óréttlæti í stjórnmálum. Jafnaðarstefnunni verður ekki framfylgt nema með samvinnu þjóða. Islendingum ber að berjast fyrir umbótum í alþjóðamálum. Sanngjörn skipan heimsmála byggir ekki síst á jöfnun lífskjara. Við verðum að gera okkur Ijóst að sá jöfnuður næst ekki nema mestar byrðar verði lagðar á auðugustu þjóðirnar, þar á meðal ís- land. Sameinuðu þjóðirnar hafa stefnt að því að aðildarlöndin legðu 1 % þjóðartekna til þróunarhjálpar. Við höfum fallist á þetta ákvæði án þess að framfylgja því. Við erum víðsfjarri settu marki. En við verðum að taka okkur á. Alþýðublaðið skorar á þingmenn að taka höndum saman og auka til muna þróunarhjálpina til fá- tækra þjóða, og stefna að því í áföngum að framfylgja settu marki. Samstaða okkar með fátækum þjóðum stuðlar að friði og frelsi í heimi. A aðventunni, sem er gengin í garð, er bankað upp á hjá okkur. Fjölmörg samtök og stofnanir hafa undanfarin ár unnið að marg- víslegum mannúðarmálum og stólað á velvilja landsmanna. Margir rétta líka hjálparhönd. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur safnað peningum á aðventunni undir yfirskriftinni Brauð handa hungruðum heimi. Stofnunin reiðir sig að langmestu leyti á jóla- söfnuna, en um 80% af fé Hjálparstofnunarinnar fæst þannig. Meðal verkefna sem stofnunin glímir sérstaklega við um þessar mundir er að styrkja fátæk börn á Indlandi til skólagöngu. Á ann- að hundruð indversk börn njóta skólagöngu vegna framlaga frá íslandi, en nú stendur til að styrkja enn fleiri börn. Mað kostar fimmhundruð krónur á mánuði að veita einu barni skólagöngu á Indlandi. Rík þjóð á að deila með þeim sem minna bera úr býtum. Og okkur ber að svara kallinu. Verkefnin eru út um allt. Réttum þeim sem þjást hjálparhönd. Það væri velþegin jóla- gjöf sem auðug þjóð gæfi sjálfri sér, ef sérhver íslendingur legði fimmhundruð krónur í söfnunarbauk Hjálparstofnunarinnar. ÖNNUR SJONARMIÐ ALÞYÐUBLAÐIÐ birti leiðara í !>ær um vantraust Morgunblaösins á forystu Sjálfstæðisflokkinn varð- andi umræðurnar á Alþingi í fyrri viku um LB/EFTA-málefni. Van- traust Morgunblaðsins kom fram í Keykjavíkurbréfi sem birtist sl. sunnudag. En þaö eru fleiri talsmenn hægri- aflanna sem eru óhressir með þátt og frammistööu forystu Sjálfstæðis- flokksins í utanríkismálum þessa dagana. Hægripressan DV birti leið- ara í fyrradag sem einnig er hrein vantraustsyfirlýsing á Þorstein Pálsson formann Sjálfstæðisflokks- ins og þingflokkinn allan. Ritstjóri DV og fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ellert Schram ásakar forystu Sjálfstæðisflokksins harðlega fyrir að hafa notað utan- rikismál og teflt hagsmunum ís- lands í tvísýnu í umræðunum um vantraustiö á ríkisstjórnina á Al- þingi í fyrri viku. Grípum fyrst niður í leiöara Ellerts þar sem hann fjallar um frammistöðu ríkisstjórnarinnar og utanríkisráðherra í Evrópumál- um og sjávarútvegsmálum sem tengjast hagsmunum okkar á Evr- ópumarkaði: „Ekki verður dregið í efa að ríkisstjórnin hafi í hvívetna gætt hagsmuna íslendinga varðandi verslun með fisk. Ekkert bendir til annars en að utanríkisráð- herra hafi staðið sig með mikilli prýði í þeim könnunarviðræð- um sem hann hefur stýrt. Og enn er tækifæri til að taka upp tví- hiiða viðræður við EB nú ef nú- verandi vinnubrögð duga ekki.“ Og Ellert er ekki að spara þungu skotin á forystu Sjálfstæðisflokksins þegar Ijóst er orðið að formaður flokksins og aðrir forystumenn hans eru farnir að gera bandalag við Hjörleif Guttormsson í Alþýðu- bandalaginu um íslenska utanrikis- stefnu: „Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í góðum félagsskap þegar hann gerir bandalag við Hjörleif Guttormsson um íslenska utan- ríkisstefnu. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur hingað til ekki notað utanríkismái til upphlaupa. Sjálfstæðisflokkurinn tekur vonandi ekki upp á því í þessu mikilvæga hagsmunamáli ís- lensku þjóðarinnar að hlaupa frá áratuga gamalli grundvallar- stefnu sinni til þess eins að koma höggi á andstæðinga sína.“ Ellert: Ásakar forystu Sjálfstæðisflokksins fyrir að gera bandalag viö Hjörleif Guttormsson um utanrikismái. Hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn næst? Sækir um inngöngu í heima- varnarliö Birnu Þórðardóttur? JÓLABÓKAFLÓÐIÐ er runnið af stað og á hverjum degi getur að líta umsagnir um bókmenntir hátíð- anna. Margt er misgáfulega skrifað, en klippara þessa þáttar þykir tilefni að birta glefsu úr ritdómi Arnar Ól- afssonar í DV um helsta bókmennta- verkið i ár, „Fyrirheitna landiö" eft- ir Einar Kárason: ,JBygging sögunnar er vönduð og áhrifarík, eins og vonandi sést að framan. En strengir sög- unnar tengjast einnig á annan hátt margvíslega. T.d. þegar sagt hefur verið frá löngu umliðinni tilraun Bóbó til að myrða Badda í 5. k„ er hann mjög umhyggju- samur við Badda í Bandaríkjun- um í 6. k. Og það er grátbroslegt, að einmitt þessi úrslitatilraun Bóbó til að vernda ungabarn sitt og halda þannig í eiginkonuna, varð til þess að hún yfirgaf hann. Sagan er full af váboðum fram- anaf, t.d. saga Bóbó í 1. k. um fyrstu utanlandsför hans. Það þótti nú aldeilis fínt að eiga ömmu í Danmörku, en vonbrigð- in með að finna þar fyrir niður- drabbað rónabæli eru forboði þeirrar ferðar sem nú er að hefj- ast.“ Nú veif sem sagt lesandinn af hverju bygging sögunnar er vönduð og áhrifarík. Hvar værum við ef ekki væru til krítíkerar til að segja okkur hvaö meistaraverkin fjalla Einn með kaffinu — Hvernig frétti drottningin að hún væri barnshafandi? — Það var í öllum blöðun- um! DAGATAL Ofbeldisseggur Reykjavíkur Aðalmál dagsins er ofbeldið í Reykjavík. Það er alveg sama hvaða fjölmiðil litið er í eða hlust- að er á; ávallt glymur sama við- kvæðið við, ofbeldið í Reykjavík. Lögreglustjóri kemur fram í hverju viðtalinu á fætur öðru og ber hendur fyrir höfuð sér, segist ekki hafa mannskap og löggurnar séu bara hættar að þora út á götuna. Lögregluþjónum sé meira að segja bannað að fara fáliðaðir á vett- vang sakir hættu á því að vera lamdir. En eins og kunnugt er fara lögregluþjónar aðeins á stúfana ef þeir eru í meirihluta og þá til að lemja aðra og handjárna. Lúlli léttlyndi var á vappinu á gangstéttinni í morgun og heilsaði mér eins og venjulega. Við fórum auðvitað sem gamlir Reykvíking- ar að ræða mál málanna, ofbeldið í Reykjavík. — Það er ekki nema von að krakkarnir hagi sér svona, sagði Lúlli, þeir gera bara eins og haft er fyrir þeim. — Já, þú meinar áhrif sjónvarps- ins? spurði ég. — Já, já, einmitt áhrif sjónvarps- ins, sagði Lúlli. — Já, þessar ofbeldismyndir á Stöð 2 eru stórhættulegar fyrir ungar og viðkvæmar sálir, sagði ég- — Já, sennilega eru þær það, sagði Lúlli. En það er ekki það versta. — Nú? — Nei, nei. Versta ofbeldið er náttúrlega beinu sjónvarpssend- ingarnar frá Alþingi. Og þetta eiga að heita ráðamenn þjóðarinnar! Það er bara leitun að öðru eins of- beldi þegar rambóar þingsins vaða hver yfir annan með svívirð- ingum og skömmum. — Já, þú meinar það, sagði ég hugsi. Lúlli glotti. — Og ekki nóg með það. Heldur þú ekki að sjónvarpsfréttirnar hafi áhrif? Þar eru allir helstu áhrifa- menn þjóðarinnar að skammast hver út í annan og hóta hverjum öðrum og ógna. Hvernig líður ungmennum þessa lands eftir að hafa hlustað á talsmenn sjávarút- vegsins tjá sig um kvótann? Eða þegar forysta launþegasamtak- anna og málsvarar vinnuveitenda hafa skipst á nokkrum vel völdum skotum? — Þú segir nokkuð, sagði ég. — Já, já og ekki nóg með það, sagði Lúlli. Svo er það allt prent- aða ofbeldið. — Prentaða ofbeldið? — Já, í dagblöðunum. Það hefur nú ekki góð áhrif á æsku þessa lands að lesa allar svívirðingarnar sem menn skrifa hver um annan. Unglingur sem álpast til að lesa grein eftir Hannes Hólmstein get- ur fengið skrýtnar flugur í höfuðið. Og lamið aðra unglinga í höfuðið þangað til að þeir sjá skrýtnar flugur einnig. — Þetta er vandamál, samsinnti ég með hnyklaðar brýr. Nú var Lúlli kominn á flug. — En aðalmálið Dagfinnur minn, er náttúrlega fyrirmyndin sem ungingarnir fá í sjálfum borg- arstjóranum. — í Davíð? spurði ég efins. — Já, Davíð veður yfir alla menn og lemur frá sér til hægri og vinstri ef einhver reynir að standa í vegi fyrir honum. Hann er hinn sannkallaði ofbeldisseggur Reykjavíkur. Þegar starfsdegi Dav- íðs lýkur, taka ofbeldisseggir göt- unnar við. Og löggan þorir hvorki í Davíð né hina götustrákana. Svo kvaddi Lúlli léttlyndi og skildi mig eftir í þungum þönkum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.