Alþýðublaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 8
MÞYBUBUBIB Miövikudagur 6. des. 1989 Háskólinn á Akureyri: Sjávarútvegsbraut ekki í gang um áramotin? Noröanmenn skora á alþingismenn aö auka framlög til skólans. Óttast aö ekki ueröi hœgt aö halda allri kennslu áfram sem byrjaö er á. Engin kennsla getur orðið á sjávarútvegs- braut við Háskólann á Akureyri ef ekki verður stórlega aukin fjárveit- inga til skólans frá því sem nú er áætlað í fjár- lögum ársins 1990. Sömuleiðis er óvíst að hægt verði að halda áfram allri þeirri kennslu sem þegar er hafin. Þetta kemur fram í áskorun nokkurra stjórnmála- og skóla- manna á Akureyri sem þeir hafa sent til alþing- ismanna með kröfu um að þetta fáist leiðrétt og hærra framlag fáist til skólans en áætlað er nú á fjárlögum. 1 áskoruninni segir m.a. að stofnun Háskólans á Ak- ureyri og það sérstaka hlut- verk sem honum hafi verið ætlað, hafi markað tíma- mót í byggðamálum í land- inu. Skilningur fjárveitinga- valdsins á þörfum skólans meðan á uppbyggingu standi sé mikilvægur enda ákveði alþingismenn nú hvaða möguleika skólinn hafi til að rækja hlutverk sitt. Á það er bent að Háskól- inn á Akureyri muni hafa mikil og jákvæð áhrif á byggð á Akureyri og í ná- grenni bæjarins, bæði beint og óbeint. Ætla megi að ýmis starfsemi blómstri i skjóli skólans og það starf sem þar verði unnið verði hvati til stofnunar fyrir- tækja af ýmsu tagi. Gera verði ráð fyrir því að nem- endur skólans muni í ríkum mæli skila sér í störf á landsbyggðinni þar sem lengst af hafi vantað menntað fólk. Um áramót var ætlað að sjávarútvegsbraut tæki til starfa við skólann, en mein- ingin var að hún yrði burð- arás hans og segir í áskor- uninni að ekki verði annað séð en að með því gæfist tækifæri fyrir stjórnvöld að beina til Akureyrar þeirri starfsemi ríkisins sem lýtur aö stjórnun sjávarútvegs og rannsóknum. Því miður hafi skólanum hinsvegar verið svo naumt skammtað fé af fjárlögum, bæði til rekstrar og stofnbúnaðar að útilokað sé með öllu að kennsla geti hafist á sjávar- útvegsbraut eins og til stóð. Dagmæður í stríð við Verðlagsróð Verölagsráö tók til baka gjaldskrár- hækkun og dagmœöur krefjast rann- sóknar á ákvöröuninni. Hjálparstofnun kirkjunnar: Árleg jóla- söfnun í gang Hjálparstofnun kirkj- unnar hefur hafið sína ár- legu landssöfnun til styrktar hungruðum heimi og stendur hún fram til jóla. Um þessar mundir er verið að dreifa gíróseðlum og söfn- unarbaukum á öll heimili landsins og einnig munu fást keypt friðarkerti. Um síðustu jól söfnuðust um 20 milljónir króna, sem er 80% af tekjum stofnunarinnar. Helstu verkefni stofnunar- innar eru bygging heimilis fyrir vangefin börn í Indlandi og styrkir til skólagöngu 130 barna í sama landi, þátttaka í samnorrænu verkefni til styrktar skólum í Namibíu, bygging heilsugæslustöðvar í Eþíópíu og fleira. Stjórnin lítt vinsæl Dagmæður í Reykjavík ætla að krefjast rannsókn- ar á afgreiðslu Verðlags- ráðs á dagmæðrataxtan- um, en um síðustu mán- aðamót tók ráðið frammí fyrir dagmæðrunum er þær hugðust hækka taxta sína. Akvað ráðið með vís- an til laga um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti að hækkun taxtans skyldi einskorðast við 500 krón- ur, miðað við 8 klst. vistun. Dagmæður höfðu hækkað taxta sína mun meir eða um 2.500 krónur og greip Verð- lagsráð því til þessa úrræðis. í fréttatilkynningu Verðlags- ráðs segir m.a.: „Ákvörðun þessi er enn fremur studd þeim rökum, að gjaldskrá dagmæðra hefur verið byggð á sama grunni um mörg und- angengin ár og hækkanir skv. þeim grunni hafa verið kynntar verðlagsyfirvöldum og samþykktar af þeim. Breytingar á taxta dagmæðra umfram þessa viðmiðun fær því ekki staðist án samþykkis verðlagsyfirvalda." , Dagmæður í Reykjavík hafa sent frá sér fréttatilkynn- ingu þar sem þær bregðast ókvæða við ákvörðun Verð- lagsráðs og ætla sem fyrr seg- ir að krefjast rannsóknar á ákvörðuninni. Þær hóta jafn- vel að leita hjálpar fyrir mannréttindadómstólum annarra landa. „Dagmæður eru verktakar sem hafa flestallar tekið mjög langt fyrir neðan venjulegt verktakagjald vegna tillits- semi við forráðamenn þeirra barna sem vistast hjá þeim. Þær eru með lægstu dagvist- argjöldin og verður fólk að varast að tala um gjöld sem foreldrar borga á móti ríki og sveitarfélagi. Það er aðeins brot af raunverulegum dag- vistargjöldum. Samtökin hafa gefið sínum félagsmönnum leiðbeinandi gjaldskrá og hafa félagsmenn gengist und- ir meiri kvaðir hvað varðar námskeið, skiptingu vöggu- barna og eldri barna og starfsaldurslaunaskref en fé- lagsmenn annarra samtaka. Hver dagmóðir hefur fullan sjálfsákvörðunarrétt um við- skipti sín og viðskiptavina sinna innan íslenskra við- skiptalaga" segir meðai ann- ars í frétt Samtaka dagmæðra í Reykjavík. Samkvæmt skoðana- könnun Skáis, sem gerð var um helgina, fengi Al- þýðuflokkurinn 6,6% at- kvæða ef kosið væri nú, ef miðað er við þá sem tóku afstöðu. Það gerðu 55% aðspurðra. 54,8% sögðust styðja Sjálf- stæðisflokkinn, 15,2% Fram- sóknarflokkinn, 9,3% Al- þýðubandalagið, 8,8% Kvennalistann, 1,3% Borg- araflokkinn, 1,3% Frjáls- lynda hægrimenn, 0,8% Flokk mannsins, 0,8% Þjóð- arflokkinn og 0,5% Samtök um jafnrétti og félagshyggju. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust tæp 68% vera and- vígir ríkisstjórninni en 32% hlynntir. Fólk I ljósi sparnaðarum- ræðunnar um óeðlilegan fjölda deildarstjóra innan ráðuneyta og ríkisstofn- ana og afnám æviráðn- ingar hlýtur það að koma einkennilega fyrir sjónir að leggja til að í hverju ráðuneyti verði tveir ráðuneytisstjórar. Það finnst Asgeiri Harinesi Ei- ríkssyni hins vegar ekki, en hann hefur flutt þings- ályktunartillögu um að tvískipta starfi ráðuneyt- isstjóra, þannig að annar starfi á faglegum grunni en hinn stjórni fjármálum ráðuneytisins. Ásgeir Hannes hefur áhyggjur af því að æðstu menn ráðu- neytanna skorti fjármála- kunnáttu. „Mikilvægi fjármálanna er því van- metið hjá hinu opinbera" segir Ásgeir. ★ í dag á 65 ára afmæli GeirS. Björnsson prentari á Akureyri, fram- kvæmdastjóri Bókafor- lags Odds Björnssonar til margra ára. Hann er einn af stofnendum ís- lensk-ameríska félagsins á Akureyri og formaður þess um árabil. Þá er hann einn af stofnendum Lionsklúbbsins á Akur- eyri og einn af æðstu mönnum Frímúrararegl- unnar þar í bæ. ★ I kvöld verður haldinn borgarafundur um hverfaskipulag miðbæj- arins að Hótel Borg. Nán- ar tiltekið er fundarefnið Gamli bærinn, þ.e. svæð- ið vestan Snorrabrautar og norðan Hringbrautar. í hverfaskipulagi er kveðið nánar um skipu- lag en i aðalskipulagi og er einnig tilgangur þess að auka tengsl borgarbúa og skipulagsyfirvalda. Á fundinum verður óskað eftir athugasemdum og ábendingum íbúanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.