Alþýðublaðið - 04.01.1990, Page 1

Alþýðublaðið - 04.01.1990, Page 1
Bjarni P. Magnússon: Minnihlut- inn vildi styðja tilraun ASÍ og YSÍ Bjarni P. Magnússon borgarfulltrúi segir að ekkert bendi til þess að hækkanir á gjaldskrá Raf- magnsveitu Reykjavíkur séu það knýjandi að ekki hafi mátt fresta þeim á meðan gerð kjarasamn- inga stæði yfir. Þessvegnal hafi minnihlutinn sett fram hugmynd um frestun í kjölfar umleitunar iðnað-, arráðherra þar sem hann fór þess á leit við orku- sölufyrirtæki að þau frest- uðu hækkunum sínum þar til útkoma kjarasamninga yrði ljós. Tillagan var hinsvegar felld í borgarráði með atkvæðum sjálfstæðismanna. Bjarni P. Magnússon sagði við Alþýðu- blaðið í gær aö hugsun minnihlutans hefði verið sú að ef gerð kjarasamninga byggði að einhverju leyti á því að hækkanir á töxtum orkusölufyrirtækja yrðu minni en ráð var fyrir gert, þá væri ástæða til að fara ofan í framkvæmdaáætlun og skera hana niður ef þurfa Iþætti. Verkalýðsfélögin hafa lýst því yfir að gerð þeirra samn- inga sem standa fyrir dyrum standi og falli með því að hækkunum á opinberri þjón- ustu verði stillt í hóf eða frest- að. ,,Við viljum einfaldlega að borgin geri allt sem hún getur til þess að þessi tilraun takist. Bn það er eins og Davíð Oddsson sé orðinn hræddur við Einar Odd, kannski Einar Oddur sé farinn að ógna hon- um," sagði Bjarni P. Magnús- son við Alþýðublaðið í gær. Lausn á Fossvogsdeilu Kópauogs og Reykjavíkur í ciugsýn: Göng undir dalinn leysa dgreininginn Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins hillir undir lausn í deilu Reykjavíkurborgar og Kópavogskaupstaðar um framtíð Fossvogs- dalsins. Forsvarsmenn Kópavogs hafa sam- kvæmt heimildum blaðs- ins, lýst vilja sínum til að setja jarðgöng undir dal- inn, frá svæði Bygging- arvöruverslunar Kópa- vogs í Breiddinni svo- kölluðu og alveg niður í enda dalsins. Það mum hafa verið borgarstjór- inn í Reykjavík sem viðr- aði þessa lausn á málinu og Kópavogur tók já- kvætt í hana. Alþýðublaðinu er kunn- ugt um að Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík og bæjarstjórinn í Kópavogi, Kristján Guðmundsson, sátu á fundi í fyrradag og ræddu málið. Vegagerð rík- isins hefur þegar hafist handa við að kanna þenn- an möguleika og sam- kvæmt heimildum blaðsins hafa þær reynst á þann veg áð gerð þessara jarð- gangna getur reynst góöur kostuiV Ekki er enn farið að ræða neinar kostnaðartölur í þessu sambandi, enda skiptir þá umfang gangn- anna verulegu máli og samkvæmt því sem blaðið kemst næst eru umræður ekki komnar svo langt. Sveitarfélögin tvö deildu liart um framtíð Fossvogs- dalsins sl. sumar og haust, Reykvíkingar vildu hrað- braut en Kópavogsbúar vildu setja svæðið undir úti- vistarsvæði. Á endanum var málinu vísað til nánari skoðunar sem nú virðist vera að leiða til ofan- greindrar lausnar. Háskólarektor deilir hart á íslenska atuinnustefnu: Úrelt byggðastefna Telur innflutning á erlendum ofbeldis- myndum mannskemmandi „Erfiðleikar okkar í at- vinnumálum og efnahags- vandi eru að hluta til af- leiðing úreltrar byggða- stefnu sem gerir ráð fyrir að í framtíðinni verði byggt og búið með sama hætti og tíðkast hefur,“ sagði Sigmundur Guð- bjarnason háskólarektor í áramótahugleiðingu sem hann flutti í Bústaðakirkju á nýársdag. Alþýðublaðið birtir hugleiðingu há- skólarektors í heild í dag. Sigmundur segir ennfrem- ur í hugleiðingu sinni: „Veru- leikinn og framtíðin kalla á nýja búskaparhætti. Við get- um þrjóskast við enn um nokkur ár og sóað verðmæt- um tíma og þjóðartekjum en erfiðar byggðabreytingar verða ekki umflúnar.' Háskólarektor gagnrýnir atvinnustefnuna á Islandi í heild og segir að flestum sé orðið ljóst, að ekki sé hægt að halda vonlausum fyrirtækj- um í rekstri um hinar dreifðu byggðir landsins. Annað vandamál sé ennfremur hröð og illa undirbúin uppbygging nýrrar atvinnustarfsemi þar sem ríkir fremur kappsemi en skynsemi. Háskólarektor fjallar einn- ig um menningarmál og deil- ir hart á innflytjendur kvik- mynda en Sigmundur telur að erlendar ofbeldiskvik- myndirséu mannskemmandi og innræti ofbeldi hjá börn- um og unglingum: „Áhrifa- miklar eru kvikmyndir og virðast ofbeldismyndir eiga verulegan þátt í vaxandi of- beldi í okkar eigin umhverfi hér í borg. Innflutningur á slíku efni kann að vera gróða- vænlegur en hann er mann- skemmandi." Háskólarektor telur það ennfremur öfuga þróun að spara í menntun barnanna, einmitt þar sem þarf að styrkja starfsemina og styrkja grunninn. SJÁ BLS. 4 Sigmundur Guðbjarnason há- skólarektor gagnrýndi marga þætti íslensks atvinnu- og þjóðlífs. Gudmundur Oddsson um tilbod Reykjauíkur í Vatnsendalandiö: Allt gert til að skapa ágreining og deilur „Ég veit ekki hvers sveit- arfélög í kringum Reykja- vík eiga eiginlega að Frumvarp til skipulags- og byggingarlaga: Hert ákvæði um ábyrgð og samráð við íbúana Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til skipulags- og byggingar- laga, sem meðal annars gerir ráð fyrir því að fram- kvæmd skipuiagsáætlana færist til sveitarstjórna en landsskipulag sé í höndum ríkisins og komið verði á fót Skipulags- og bygging- arstofnun ríkisins. Með frumvarpinu er í raun verið að sameina í einn laga- bálk skipulagslög og bygging- arlög. Meðal nýmæla eru að ráðherra skipar 5 fulltrúa í skipulagsstjórn, þar af 3 sam- kvæmt tilnefningu Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, að skylt verður að gera aðal- skipulag fyrir öll sveitarfélög, aukin áhersla er lögð á kynn- ingu aðalskipulagstillögu, ákvæði eru um ágreinings- mál um skipulag á mörkum sveitarfélaga, ákvæði eru um landsskipulag, kröfur eru hertar til hönnunar og efnis- vals og ábyrgð byggingar- stjóra og iðnmeistara er skil- greind. Þá má nefna að sam- kvæmt frumvarpinu verður sveitarfélögum með 700 íbúa eða færri skylt að stofna byggðasamlög með ná- grannasveitarfélögum um sameiginlega skipulags- og byggingarnefnd. „1 heild má segja að með þessu sé verið að styrkja stjórn sveitarfélaganna og setja skýr ákvæði um sam- ráðsrétt almennings að því er varðar mótun byggðar í land- inu," segir félagsmálaráð- herra. gjalda. Það er eins og eilíf- lega sé verið ad leita eftir efni til illinda og deilna og engu líkara en þessi borg- arstjóri finni það helst sér til dundurs að finna upp ágreiningsefni,“ sagði Guðmundur Oddsson for- seti bæjarstjórnar Kópa- vogs um tilboð Reykjavík- ur í Vatnsendalandið. Kópavogur á forkaupsrétt- inn að Vatnsendalandinu en tilboð Reykjavíkur í landið, sem hljóðar upp á 162 millj- ónir króna og rennur út í dag, gerir ráð fyrir því að sá for- kaupsréttur falli niður. Ekki virðist Ijóst hvort Reykjavík hefur gert tilboð í allt landið eðýi hluta þess og Guðmund- ur Oddsson segir fregnir af því vera misvísandi. „Ég vil líka sérstaklega benda á það að það hefur aldrei gerst að lögsögumörkum sveitarfé- laga hafi verið breytt án sam- þykkis beggja aðila." Guðmundur segir að miðað við þær skipulagsforsendur sem Kópavogur hafi fariö eft- ir sé þarna byggð fyrir um 5.000 manns, alls ekki 15.000 eins og borgarstjóri hafi talaö um. Hann bendir enn fremur á að þetta sé síðasta landið sem Kópavogur eigi eftir til að byggja á, eftir að Fífu- hvammsíandiö verður byggt, sem sennilega verður á önd- verðri 21. öldinni. Guðmund- ur segist furða sig á þeirri hugmynd Reykjavíkur að taka eina byggingarsvæðið sem Kópavogur á, borgin eigi nægileg byggingarsvæði. „Við okkur hefur ekkert verið talað nema óformlega og ég er í senn illur og hneykslaður á þeim vinnu- brögðum. Það virðist allt vera gert til að koma af stað illindum. Kópavogur á for- kaupsréttinn en hvað þýðir það? Ekki annað en það að verið er að knýja okkur til að greiða stórfé fyrir land sem við þurfum ekki að nota fyrr en eftir 30—40 ár."

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.