Alþýðublaðið - 04.01.1990, Blaðsíða 6
6
Fimmtudagur 4. jan. 1990
Erfiðleikar okkar* • •
Framh. af bls. 4.
úthluta í samræmi við raunveru-
lega byggðaáætlun eða þeir leigja
siíkar heimildir út tímabundið til
tekjuöflunar. Flestum ætti að vera
Ijóst að við getum ekki haldið í nú-
verandi atvinnustefnu, haldið
vonlausum fyrirtækjum í rekstri
með niðurfærslum skulda eða
víkjandi lánum sem eru oftast
beinir styrkir. Hér eru breytingar
óumílýjaniegar en aiiir sijórn-
málaflokkar eiga það sameigin-
legt að forðast að ræða slíkt þótt
brýnt væri.
Slíkar byggðabreytingar ættu að
leiða til betri lífskjara allra lands-
manna, ekki síst hjá landsbyggða-
mönnum sem fengju betri þjón-
ustu og tryggari atvinnu í stærri
byggðakjörnum eða bæjarfélög-
um.
Annað vandamál í íslenskri
atvinnuþróun er hröð og
illa undirbúin uppbygging
nýrrar atvinnustarfsemi þar sem
ríkir kappsemi fremur en skyn-
semi. Þegar iðnaðarþjóðfélög
byggja upp nýjan atvinnurekstur
þá gefa menn sér tíma til að afla
nauðsynlegrar þekkingar, kanna
forsendur og þær aðstæður sem
gætu gefið nýrri framleiðslu og
nýjum fyrirtækjum rekstrargrund-
völl. Við hins vegar sleppum slíku
rannsókna- og þróunarstigi en
hefjum framleiðslu í fjölda fyrir-
tækja án þess að þekkja þann
grundvöll sem atvinnustarfsemin
hvílir á.
Menn verða svo undrandi og
vonsviknir þegar atvinnurekstur-
inn mistekst og fyrirtækin verða
gjaldþrota, þá er þetta kölluð til-
raunastarfsemi. Slíkt vinnulag er
ekki viðhaft af þeim sem kunna til
verka, tilraunir eru ekki geröar á
þennan hátt, til þess eru þær of
dýrar. Tilraunir eru gerðar til að
svara vel skilgreindum spurning-
um, einni af annarri, af þolin-
mæði uns nauðsynlegur þekking-
argrunnur er fyrir hendi til að
byggja atvinnustarfsemina á. Slík
mistök gerum við i raun aftur og
enn á ný, en lærum ekki af fyrri
mistökum, af þeirri kostnaðar-
sömu reynslu að rannsókna- og
þróunarstarfsemi er nauðsynlegur
liður og mikilvægt skref í upp-
byggingu nýrra framleiðslufyrir-
tækja.
Atvinnustefna undanfarinna
ára, þ.e. rekstur vonlausra fyrir-
tækja um dreifðar og fámennar
byggðir landsins ásamt illla undir-
búinni uppbyggingu nýrrar at-
vinnustarfsemi að viðbættri of-
framleiðslu í landbúnaði er mikil-
vægur þáttur efnahagsvandans og
versnandi lífskjara. Með slíkri at-
vinnustefnu verða lífskjörin ekki
bætt, slík atvinnustefna sogar æ
meir til sín af ríkistekjum. Slík só-
un á orku og atgervi landsmanna
torveldar í raun eðlilegan fram-
gang nýrra viðfangsefna, hvort
heldur á sviði atvinnu- eða vel-
ferðarmála.
Nú um jólin minntumst við
fæðingar frelsarans og
boðskaparins um frið á
jörðu. Frelsisbarátta Austur-
Fvrópuþjóða hefur átt óskipta at-
hygli heimsbyggðarinnar nú síð-
ustu daga og vikur. Það frelsi sem
Kristur veitir er af öðrum toga,
það er frelsi frá mannlegum veik-
leika, frá ágirnd og öfund, frá hatri
og öðru því sem þjakar mannssál-
ina. Frelsi Krists er hið andlega
frelsi einstaklingsins.
Við ræðum oftar um annarskon-
ar frelsi, um þjóðfrelsi og við-
skiptafrelsi ýmisskonar, um ein-
staklingsfrelsi til athafna en við
ræðum ekki um þá fjötra sem
Kristur vill leysa með kærleika.
Vonandi tekst okkur að nálgast
hið andlega frelsi á nýju ári.
Mér hefur orðið tíðrætt um
menntun og mannúðar-
mál, um atvinnumál og
byggðaþróun. Þessir þræðir eru
litsterkir í menningarvef íslensku
þjóðarinnar og gefa tilverunni lif
og lit. Við eigum að vísu í erfiðleik-
um, við erum ráðvillt en við verð-
um og munum ná áttum á ný.
Afram munum við deila um leiðir
að markmiðum en markmið okk-
ar er þó hið sama, að skapa betra
líf í lýðfrjálsu landi.
Ég óska ykkur öllum árs og frið-
ar á nýju ári.
Verkalýös- og stjórnmálanefnd SUJ:
Kaupmátturinn þegar
i stað aukinn
SMAFRETTIR
Ljoðatonleikaroð stendur nú yfir í Gerðubergi.
Verkalýðs- og stjórnmála-
nefnd Sambands ungra jafnaðar-
manna hefur samþykkt ályktun
þar sem meðal annars er lýst
þungum áhyggjum vegna þeirr-
ar kaupmáttarrýrnunar sem al-
mennt launafólk hefur mátt þola
frá undirritun síðustu samninga
og beinir því til ráðherra AI-
þýðuflokksins að leggja fyrir
ríkisstjórnina ákveðnar tillögur
sem megi auka kaupmátt að
nýju.
I ályktuninni segir m.a.: „Nefndin
leggur áherslu á að ráðstöfunartekj-
ur heimilanna verði auknar, meðal
annars með því að tekjuskattur á al-
mennum launatekjum verði afnum-
inn í áföngum, í samræmi við stefnu
flokksins. Stórt skref í þá átt verði
tekið með stórhækkun persónuaf-
sláttar og hækkun á tekjumörkum
barnabótaauka.
Til að mæta þeim tekjumissi sem
ríkissjóður verður fyrir vegna lækk-
unar á skatttekjum þessum leggur
nefndin til að lagður verði á sérstak-
ur hátekjuskattur og sérstakur tíma-
bundinn stóreignaskattur. Raun-
vaxtatekjur verði skattlagðar eins
og gert er við aðrar fjármagnstekjur
og launatekjur. Skattadómstóll
verði stofnaður og skattsvik með-
höndluö sem auðgunarbrot.
Þá leggur nefndin til að skorið
verði niður í ríkisrekstri og dregið
úr millifærslum til velferðarríkis fyr-
irtækjanna (sjóðakerfi, styrkir
o.s.frv.). Þess í stað verði fyrirtækj-
um gefinn kostur á að auka eigið fé
sitt, meðal annars með því að gera
það að arðvænlegum kosti fyrir al-
menning að eignast hlutabréf í fyrir-
tækjum landsins. A þann hátt verði
um leið stuðlað að valddreifingu
innan fyrirtækjanna og hlutur
launafólks við stjórnun þeirra auk-
inn.
Nauðsynlegur liður í þessu sam-
bandi er að opna fyrir möguleika á
erlendri lántöku og eigin fjáröflun
erlendis frá. Um leið verði skjótt og
markvisst dregið úr beinum og
óbeinum ríkisábyrgðum.
Ríkið beiti sér fyrir uppstokkun á
núverandi landbúnaðarkerfi og
stuðli að nýju kerfi, sem hafi hags-
muni þjóðarheildarinnar að leiðar-
Ijósi, en ekki hagsmuni úrelts milli-
liðakerfis. Nefndin gerir kröfu um
að komið verði á svæðaskiptingu
mjólkur- og sauðfjárframleiðslu. Þá
kröfu verður að gera til nýs land-
búnaðarkerfis, að búvörur lækki
umtalsvert til neytenda og framlög
skattgreiðenda til landbúnaðarmála
lækki verulega frá því sem nú er.
Það er forsenda þess að sátt náist
um að íslenskur landbúnaður haldi
velii.
Nefndin leggur höfuðáherslu á að
i komandi kjarasamningum veröi
kaupmáttur launafólks aukinn til
muna, en þó einkum kaupmáttur
láglaunafólks."
Ljóðatónleikar
í Gerðubergi
Þriðju tónleikar í Ijóðatónleika-
röð Gerðubergs verða mánudag-
inn 8. janúar kl. 20.30. John
Speight, bariton, syngur við
undirleik Jónasar Ingimundar-
sonar. A þessum tónleikum
verður fluttur lagaflokkur eftir B.
Britten svo og sönglög eftir Pur-
cell, H. Wolf, F. Schubert, R.
Schumann, C. Ives o.fl.
John Speight stundaði tónlist-
arnám við Guildhall Scholl of
Music and Drama 1964—72,
einnig nam hann tónsmíðar hjá
Richard Rodnei Bennet. Hann
hefur sungið víða á Englandi og
Irlandi bæði í óratoríum, óperum
og á Ijóðatónleikum. John hefur
tekið þátt í mörgum óperusýn-
ingum bæði í Þjóðleikhúsinu og
Islensku óperunni. Auk söngsins
er John afkastamikið tónskáld.
Hann kennir við Tónskóla Sig-
ursveins D. Kristinssonar.
3 sýningar á
Kjarvals-
stöðum
Laugardaginn 6. janúar verða
opnaðar þrjár sýningar að Kjar-
valsstöðum.
í austursal verður opnuð sýn-
ing á verkum J.S. Kjarval í eigu
Reykjavíkurborgar.
í vestursal sýnir Margrét Jóns-
dóttir olíumálverk.
í vesturforsal sýna Helgi Þor-
gils Friðjónsson og Hallgrímur
Helgason portrett.
Kjarvalsstaðir eru opnir dag-
lega frá kl. 11.00 til 18.00 og er
veitingabúðin opin á sama tíma.
Gamla
Kompaníið hf.
og Kristján
Siggeirsson hf.
sameinast
Fimmtudaginn 21. desember
1989 var stofnað nýtt fyrirtæki í
húsgagnaiðnaði, gks hf. Að
stofnun hins nýja fyrirtækis
standa fyrirtækin Gamla Komp-
aníið hf. og Kristján Siggeirsson
hf., en þessi fyrirtæki hafa starfið
síðan 1908 og 1919. Þróunarfé-
lag íslands er einnig stofnaðili að
hinu nýja fyrirtæki, en Félag ís-
lenskra iðnrekenda hefur aðstoð-
að við undirbúning. Hið nýja fyr-
irtæki, gks hf. mun um áramót
yfirtaka alla framleiðslu Gamla
Kompanísins hf. og Kristjáns
Siggeirssonar hf.
„Tilgangurinn með sameining-
unni er að koma á fót einu öfl-
ugu fyrirtæki sem á arðsaman
hátt byggir á hönnun, fram-
leiðslu, kaupum og sölu á hús-
gögnum, innréttingum svo og
öðrum skyldum vörum og þjón-
ustu," segir í frétt frá gks. hf.
Hlutafé hins nýja fyrirtækis er
ákveðið 82,5 milljón króna og
eru þegar fengin hlutafjárloforð
fyrir um 75 milljónum króna. Af-
gangurinn 7,5 milljónir verður
seldur á næstu vikum á opnum
markaði. í samþykktum hins
nýja félags eru engar kvaðir
lagðar á viðskipti með hlutabréf
félagsins og við það miðað aö
þau verði skráð á opnum hluta-
bréfamarkaði í framtíðinni.
Nýr
opnunartími
Listasafns
íslands
Listasafn íslands vill vekja at-
hygli á breyttum opnunartíma
safnsins. Til að koma á móts við
óskir gesta mun safnið fram-
vegis vera opið alla daga nema
mánudaga, kl. 12.00—18.00. Veit-
ingastofa safnsins er opin á
sama tíma.
Sýning á íslenskri myndlist
1945—1989 í eigu safnsins,
stendur nú yfir í öllum sýningar-
sölum. Aðgangur er ókeypis svo
og að auglýstum leiðsögnum.
Ættarskömm
Bach-
ættarinnar í
Norræna
Það verður lítið um dýrðir í
Norræna Húsinu fimmtudags-
kvöld kl. 20.30. Þá mun söng-
hópurinn Emil ásamt Önnu
Siggu og vel völdum hljóðfæra-
leikurum þó reyna að gera sitt
besta í að túlka „tónlist" ættar-
skammar Bach-fjölskyldunnar,
P.D.Q. Bachs (1807—1842?)!
Listrænum hæfileikum P.D.Q.,
yngsta og sísta syni Jóhann
Sebastians Bach, er best lýst
með því að segja að það sé hin
mesta óheppni að latneska orða-
sambandið „DIABOLUS in
MUSICA" hafi verið tekiö í
notkun á tímum P.D.Q., (það
hefði verið ákjósanlegast viður-
nefni fyrir hann). Honum var lýst
af bræðrum sínum sem bólu á
andliti tónlistarinnar!
Eftirlifandi afkomendur Bachs
reyndu þar af leiðandi að útmá
öll verksummerki um tilvist hans
þegar hann dó. Þó ekki með
betri árangri en svo að bandar-
íski hljómfræðingurinn og préd-
ikarinn Peter Schickele fann
nokkur handrit af verkum hans
og ákvað að helga líf sitt rann-
sóknum á lífi og verkum P.D.Q.
Bachs. Peter hefur nú skrifað
ævisögu P.D.Q. og staðið að út-
gáfu og hljóðritun fjölda verka
hans.
Uppfærsla á nokkrum af þess-
um verkum fer sem áður segir
fram í Norræna húsinu firhmtu-
daginn 4. janúar kl. 20.30. Ekki er
mælt með þessari uppákomu
fyrir viðkvæmar eða veikar sálir!
Jólatrésskemmtun
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur jólatrés-
skemmtun fyrir börn félagsmanna sunnudaginn 7.
janúar kl. 15.00 á Hótel íslandi.
Miöaverð fyrir börn kr. 500 og fyrirfulloröna kr. 200.
Miðar eru seldir á skrifstofu VR, Húsi verslunarinn-
ar, 8. hæð.
Upplýsingar í síma 687100.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.