Alþýðublaðið - 04.01.1990, Page 3

Alþýðublaðið - 04.01.1990, Page 3
Fimmtudagur 4. jan. 1990 3 FRETTASKÝRING Selur Sambandið Samvinnubankann? Fyrirhuguö kaup Landsbankans á Samvinnubankanum hafa nú verið í farvatninu um nokkurn tíma. Mikill styrr hef- ur staðið um verðlagningu bankans og sýnist sitt hverjum. í haust náðu forsvarsmenn Sambandsins, sem á 52% Sam- vinnubankans, og bankastjórar Landsbankans samkomu- lagi um söluverð á eignarhlut SÍS í bankanum að upphæð um kr. 828 milljónir. Bankaráð Landsbankans gat hins vegar ekki fellt sig við þær verðhugmyndir sem þar lágu til grund- vallar og hafa nú gert Sambandinu gagntilboð sem er um 200 milljónum krónum lægra. Þetta mál hefur dregiö dilk á eft- ir sér. Mikil uppstokkun hefur átt sér stað í bankaráði Landsbankans og Kjartan P. Kjartansson, sem hefur verið framkvæmdastjóri Sambandsins í tuttugu ár, hefur látið af störfum og ber við m.a. óánægju með framgang mála vegna sölu Samvinnubankans. Sjálfstæðismenn sáu ekki ástæðu til að skipa Pétur Sigurðsson frá- farandi formann bankaráðs Landsbankans í stjórn hans áfram enda hafði hann verið hlynntur því samkomulagi sem gert var í haust. Tilboð Landsbankans nú í eign- arhlut Sambandsins í Samvinnu- bankanum hljóðar upp á 605 millj- ónir. Stjórn Sambandsins mun funda á föstudaginn þar sem hún mun væntanlega taka afstöðu til þess tilboðs. Staða Sambandsins hefur verið mjög erfið að undan- förnu og á það því væntanlega ekki margra kosta völ og ólíklegt að aðrir og betri kaupendur að Samvinnubankanum finnist en Landsbankinn. Auk þess er Lands- bankinn viðskiptabanki Sam- bandsins og skuldar það bankari- um stórar upphæðir. Pólitískar hræringar________ Á bak við sameiningar- og sölu- Deilur um hvaö er ,,rétt verd“ fyrir bankann. Afstada manna mótast fyrst og fremst af pólitískum viöhorf- um. Fundur stjórn- ar Sambandsins á föstudaginn. mál bankanna má greina mjög ákveðnar pólitískar hræringar. Framsóknarflokkurinn vill vita- skuld Sambandinu vel á meðan flestum sjálfstæðismönnum finnst það nánast drottinssvik að gera eitthvað það sem reynist sam- vinnuhreyfingunni til hagsbóta. Þá spinnst inni í málið verðið sem fékkst fyrir Útvegsbankann og það notað sem viðmiðun til að meta hvort söluverð hans var of lágt eða hvort verið sé að greiða of hátt verð fyrir Samvinnubankann. Þeir sem harðast gagnrýndu Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra fyrir að söluverð Útvegsbankans hafi verið allt of lágt munu óspart nota söluverð Samvinnubankans til að réttlæta gagnrýni sína sjái þeir þess nokkurn kost. Á sama hátt hafa ýmsir sjálfstæðismenn notað verðið sem fékkst fyrir Út- vegsbankann til að halda því fram að kaupverð Samvinnubankans sé allt of hátt. Virðist sem öll umræða um þessi mál mótist að meira eða minna leyti af þeirri pólitísku af- stöðu sem menn til málsins taka. Fleygur Sverris Afstaða Sverris Hermannssonar vegna kaupa Landsbankans á Samvinnubankanum hefureflaust komið mörgum gömlum flokks- bræðrum hansspánskt fyrir sjónir. En með því að leggja blessun sina yfir kauptilboðið frá því í haust sundraði hann hinum óformlega meirihluta fulltrúa ríkisstjórnar- ílokkanna í bankaráðinu, þar sem fulltrúi Framsóknarflokksins vildi ganga að því tilboði en fulltrúar Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags ekki. Með því móti styrkti Sverrir stöðu sína innan bankans og telur sig sjálfsagt eiga inni prik hjá framsóknarmönnum. Sölumál bankanna eru í senn pólitísk og viðskiptalegs eðlis. Þau er pólitísk að því marki aö upp- stokkun i bankakerfinu og sam- eining í stærri og færri banka er pólitískt markmið sem margir hafa haldið á lofti en Jón Sigurðs- son haft forgöngu um. Söluverö einstaka banka ætti hins vegar að lúta viðskiptalegum lögmálum. Engu að síður er auðvelt að þyrla upp pólitisku moldviðri í málum Fellst stjörn Sambandsins a kauptilboö Landsbankans i hlut þess i Samvinnubankanum? sem þessum og halda því fram aö greitt hafi veriö allt of hátt eöa of lágt verð fyrir einstaka banka. Ólíklegt veröur að teljast að ís- landsbanki hefði orðið til ef að- standendur hans hefðu þurft að greiða fyrir hann það verð sem ýmsir töldu „rétt verð." Á sama hátt má spyrja hversu skynsam- legt það er af Landsbankanum, þrátt fyrir að hann hafi ákveðiö haustak á Sambandinu, að pína verðið á Samvinnubankanum svo niður að það grafi verulega undan einum af sínum stærsta viðskipta- vini, Sambandinu. TRYGGVI HARÐARSON FRÉTTASKÝBING Hver eignast meirihlutann? Eftir miklar sviptingar í málefnum Stöövar 2 síöustu dag- ana fyrir áramót er staöa mála um margt enn óljósari en fyrr. Svo virðist sem fyrrverandi aðaleigendum hafi lánast aö bjarga sér fyrir horn og tryggja stöðu sína innan fyrir- tækisins a.m.k. í nánustu framtíð. Þetta er þó alls ekki jafn Ijóst og virðist við fyrstu sýn. Staða Jóns Ottars og félaga er vægast sagt hæpin. Hópurinn sem stofnaði Stöð 2 á ekki lengur meirihluta. Svo mikið er víst, en á hinn bóginn er þess að gæta að samningar þeir sem undirritaðir voru á gamiársdag eru fullir af fyrirvörum og skilyrðum sem þurfa að uppfyllast áður en endanleg niðurstaða þessa máls kemur í Ijós. Kaup Verslunarbankans á ríf- lega 60% hlut í Stöð 2, sem ákveð- in voru á gamlársdag, eru ekki framtíðarlausn heldur eins konar neyðarráðstöfun til bráðabirgða. Samkomulagiö sem gert var á gamlársdag felur jafnframt i sér ráðningarsamning við fyrri aðal- eigendur til þriggja ára. Til að þessi samningur öðlist gildi þurfa þeir þó væntanlega fyrst að standa við hlutafjárloforð sín upp á 150 milljónir. Jafnframt var ákveðið að ganga að riftunarkröfu Páls G. Jónssonar í Pólaris sem keypti hlut í Stöð 2 í fyrra. Þetta má setja í samhengi viö þau yfirlýstu áform að útvega 100 fnilljón króna hlutafé til við- bótar þeim 405 milljónum sem teljast hlutafé íslenska sjónvarps- félagsins eftir samningana á gaml- ársdag. Takist þetta er 155 millj- óna eign gömlu aðaleigendanna þó ekki nema innan við þriðjung- ur af heildarhlutafé. Meirihlutinn verður seldur aftur___________________ Það er yfirlýst af hálfu bankans aö hlutabréf hans séu til sölu og heita má alveg vonlaust að Jón Óttar Ragnarsson og félagar hans eigi nokkurn minnsta möguleika til að ná aftur meirihlutaeign í fé- laginu. Samkvæmt heimildum Al- jjýðublaðsins er af hálfu Eignar- haldsfélags Verslunarbankans ekki stefnt að því að efna til opin- bers hlutafjárútboös, heldur er meiningin að selja sem mest og sen\fyrst. Þetta þýðir í raun að sá mötjuleiki er enn opinn aö ein- Jón Óttar Ragnarsson og félagar töpudu slagnum um meirihlutann í Stöd 2. Ad ödru leyti shýrdust línur ekki ad rádi vid samningana á gamlársdag. Þessir samningar eru uppfullir af skilyrdum og fyrirvörum. hver þeirra fyrirtækja sem fyrir jól stóðu í samningaviðræðum kaupi hlut Verslunarbankans. Því má ekki gleyma að Eignar- haldsfélag Verslunarbankans þarf ekki lengur að spyrja neinn leyfis í samningaviðræðum um sölu hlutabréfa. Að þessu leyti hefur staðan gjörbreyst frá því fyrir ára- mót, þegar bankinn átti einungis kröfu á hendur Stöð 2. Haidlítill ráðningarsamningur Tveir möguleikar standa |)á opn- ir til að stofnendur Stöðvar 2 geti áfram haldiö völdum, eða a.m.k. áhrifum. Annar er sá að þeim tak- ist að ná inn „velviljuðum" hlut- höfum til að kaupa hlut fyrir a.m.k. hátt í 100 milijónir króna, hinn er sá að halda dauöahaldi í ráöningarsamninginn. Hvorugur kosturinn viröist líklegur þannig að útlitið er ekki tiltakanlega bjart fyrir stofnendur stöðvarinnar. Að því er ráöningarsamningn- um viðkemur, gæti hann sem best reynst haldlítill. Gildi hans fer einkum eftir afstöðu meirihluta- eigenda, hverjir sem þeir kunna að verða í framtíðinni. Þannig gæti t.d. formleg staða sjónvarps- stjóra orðið áhrifalítil ef yfir hann væri settur starfandi stjórnarfor- maður, sem í krafti meirihluta- valds í stjórn fyrirtækisins tæki all- ar raunverulegar ákvarðanir. Trú- lega ætti Jón Óttar Ragnarsson erfitt með að sætta sig við slíka stöðu mála. Stjórnmálamenn hafa áhuga Tilraun Jóns Óttars Ragnarsson- ar á síðustu stundu til að fá ríkis- ábyrgð fyrir 400 milljóna erlendu láni vakti mikla athygli. Sú staö- reynd að málið var rætt í ríkis- stjórninni og komst svo langt að ráðherrar báru þau boð til baka að til greina kæmi að leggja málið fyrir Alþingi síðar í vetur, sannar hins vegar þaö sem raunar var vit- að áður aö í þeim herbúðum ríkir áhugi fyrir að koma í veg fyrir aö Stöð 2 komist endanlega í hendur stóráhrifamanna í Sjálfstæðis- flokknum. Af þessum sökum er ekki unnt aö útiloka þann möguleika að frá æðstu stöðum verði á einhvern hátt reynt aö hafa áhrif á fram- vindu málsins, t.d. þannig að Stöð 2 yrði gerð að almenningshlutafé- lagi. Flest jafn óljóst og fyrr Að öllu samanlögðu hefur staða mála ekki skýrst við hina sögu- legu samninga á gamlársdag. Ef til vill er hægt aö tala um gálgafrest fyrir stofnendur Stöðvar 2. Það er þó hæpið, því það sem óneitan- lega hefur gerst, er það að meiri- hlutaeign í íslenska sjónvarpsfé- laginu er ekki lengur í höndum stofnendanna. Þeim slag töpuðu stofnendurnir og hvað sem í skerst verður að teljast afar ólíklegt að þeir eignist aftur meirihluta í fé- laginu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.