Alþýðublaðið - 04.01.1990, Side 7
Fímmtudag'jr 4. jan. 1990
7
ÚTLÖND
Flest fór úrskeiðis við af-
hendingu Felix-verðlaunanna
Hafi Felix-verðlaunaafhendingin í Berlín í fyrra þótt litlaus
er ekki hægt að segja það um afhendinguna í París á dögun-
um — þó að í neikvæðum skilningi sé. Flest fór úrskeiðis sem
gat farið svo á hátíð sem þessari. Vesalings kynnirinn, Fred-
eric Mitterrand (frændi forsetans), er þekktur og vinsæll
sjónvarpsmaður í Frakklandi reyndi með „gálgahúmor" að
gera gott úr því sem hægt var.
Miskunnarlausir áhorfendur
með þekktustu nöfn í evrópskum
kvikmyndaiðnaði og menningar-
málaráðherra Frakklands, Jack
Lang, í fararbroddi, veinuðu af
hlátri þegar ein vitleysan af ann-
arri tók við í þessari beinu útsend-
ingu. Ekkert virtist ganga upp.
Þeir sem afhentu verðlaunin virt-
ust ekki hafa hugmynd um hvað
þeir (þau) áttu að gera, hátalarar
voru ekki á réttum stöðum eða alls
ekki fyrir hendi, röng nöfn voru
kynnt, hljómlistin kom ekki inn í
þar sem ætlast var til, röng nöfn á
myndum sem atriði voru sýnd úr
o.s.frv. Menn sögðu að Mitterrand
kynnir hefði verið sá eini á sviðinu
sem hélt ró sinni þó að greinilegur
svipur örvinglunar færðist smám
saman yfir andlit hans og þótti
engum mikið. Það sem sérstak-
lega kom hláturgusum af stað var
þegar hinn aldni framleiðandi
Pierre Braunberger, sem átti að af-
henda ein verðlaunin gerði hrein-
lega grín að allri uppákomunni.
Aftur og aftur var þó minnst á hve
nauðsynleg þessi verðlaun væru
sem mótvægi gegn veldi banda-
rísks kvikmyndaiðnaðar og voru
þær Liv Ullmann og Melina Mer-
Franski kvikmyndaleikarinn Philippe
Noiret yppti öxlum á franskan hátt
þegar hann þakkadi fyrir verdlaunin á
dögunum og sagði síðan: ,,Eitt er víst
að svona hefði þetta ekki gengið í
Hollywood.“
Liv Ullmann og Sir Richard Attenborough voru meðal þeirra sem svitnuðu
þegar hver mistökin töku viö af öörum viö verölaunaafhendinguna.
couri, fyrrverandi menntamála-
ráðherra Grikklands og kvik-
myndaleikkona, þar fremstar í
flokki. Mercouri ávarpaði fyrrver-
andi starfsbróður sinn, Jack Lang
(menntamálaráðherra Frakk-
lands) með fallegum orðum því
hann hefur verið ótrauður í að
koma á framfæri frönskum og evr-
ópskum kvikmyndum og mikil
driffjöður á því sviði. Flest þau tár
sem þarna voru felld voru vegna
hláturs en sumir táruðust þó ,,al-
vörutárum" þegar Mitterand
kynnti aldraða, fræga franska leik-
ara, sem höfðu raðað sér upp á
sviðinu.
x
SJONVARP
Stöð 2 kl. 20.30
ÓÐALSBÓNDI
Á ERLENDRIGRUND
Þáttur um íslendinginn Magnús
Steinþórsson sem rekur hótel í
Torquay á Englandi. Hann er einn af
þeim mönnum sem látið hefur
drauminn rætast, rak hér heima
gullsmíðafyrirtækið Gull og Silfur
með bróður sinum en kastaði öllu
frá sér og keypti gamalt hótel í
Torquay á suðurströnd Englands,
Manor House heitir það. Eftir þvi
sem sagan segir sótti hefðarfólk
mjög í Manor House framan af öld-
inni, enda veðurlag þar betra en
gengur og gerist i Englandi. Magnús
komst að því eítir að hann hafði
keypt húsið að hann hafði hreppt
hinn mesta fjársjóð eítir því sem
segir í dagskrárkynningu.
Sjonvarpið kl. 20.35
ÍÞRÓTTIR -
ÍÞRÓTTAMAÐUR
ÁRSINS
Bein útsending þar sem lýst verður
kjöri íþróttamanns ársins 1989. Al-
þýðublaðið veðjar á Alfreð Gíslason
handknattleiksmann, Ragnheiði
Runólfsdóttur sundkonu, Ásgeir
Sigurvinsson knattspyrnumann og
Sigurð Einarsson spjótkastara í efstu
sætin.
Stöð 2 kl. 21.15
UMHVERFIS JÖRÐINA
Á 80 DÖGUM
(Around the World in 80 Days)
Bundarísk frumhaldsmynd í þrem-
ur hlulum, adalhlutverk Pierce
Brosnan, Eric Idle, Peter Ustinov,
Julia Nickson.
Myndin er byggð á hinu sígilda æv-
intýri Jules Verne um hefðarmann-
inn Fileas Fogg, sem veðjar við ann-
an hefðarmann um að hann geti
ferðast umhverfis hnöttinn á 80
dögum. Og svo er haldið af staö
ásamt þjóninum góða, Paspartout
(eða eitthvaö svoleiðis) og þeir fé-
lagar rata í margvísleg ævintýri á
leið sinni, bjarga konum og lenda í
svaðilförum hverskonar. Aldrei glat-
ar hinn glæsilegi enski hefðarmað-
ur þó virðingu sinni, enda fer svo að
hann vinnur veðmálið að lokum.
Sjonvarpið kl. 22.10
SJÓNVARPSBÖRNÁ
NORÐURLÖNDUM
1. þáttur af fjórum og ber yfirskrift-
ina Hvert á að fara í kvöld. Þessir
þættir eru sænskir og lýsa því
hvernig börn og unglingar mótast af
þeim alþjóðlegu áhrifum sem gervi-
hnattasjónvarp hefur á þau. í kvöld
verður sýnt frá úthverfi í Stokk-
hólmi en þar eru nokkur fjölbýlis-
hús tengd sjónvarpskerfi um gervi-
hnött.
% sröo 2
17.50 Eldfærin. Tékknesk teiknimynd 15.35 Meö afa 17.05 Santa Barbara 17.50 Alli og ikorn- arnir
1800 18.20 Sögur uxans. Hollenskur teikni- myndaflokkur 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Yngismær (48) 18.20 Dægradvöl
1900 19.25 Benny Hill 19.50 Tommi og Jenni 20.00 Fréttir og veöur 20.35 íþróttir. Lýst er kjöri íþróttamanns ársins. Bein útsending 20.55 Fuglar landsins. 9. þáttur — Æöar- fuglinn 21.05 Þræðir. Þáttaröd um íslenskar hand- menntir 21.20 Samherjar. Bandarískur mynda- flokkur 22.10 Sjónvarpsbörn á Noröurlondum. 1. þáttur af fjórum. Hvert á aö fara í kvöld. Sjá umfjöllun. 19.1919:19 20.30 Öðaltbóndi á erlendri grund. Sja umfjollun. 21.15 Umhverfis joröina á 80 dögum. 2. hluii framhalds- myndai 22.45 Sérsveitin
2300 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok. 23.35 Dauðaleitin. Mynd byggö á sam- nefndri metsölubók Lawrence Sanders 01.05 Dagskrárlok