Alþýðublaðið - 09.01.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.01.1990, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 9. jan. 1990 5 FRETTASKÝRING Samkeppni fjölmiöla um fréttir: Að „STELA" frélt og gera að sinni HLÞYÐUBLÍ mnæsBiimnsBÍ mmliMlagnr ». jamíar I»y0 ., * ^ " ■* I / Ixiusn á Fossvonsdeilu Kópamus og Reykjavíkur / tiui’sýn: Göng undir dalinn leysa ágreininginn Satnkvwml heimlldam AiþýAuhladsins híllír undir tausn I deila K*-> kjavíkurlKirgar og Kópovogskaupstaöar uni frmutíð Fossvngs- dnlslns. rorsvarsmenn Kópovogs hafa sam- kvæmt helmildum bUðs- ins, lýst vilja sínum til nð setja Jarðgöng undlr d»t- inn, frá svæði Ðygging- arvöruverslunar Kópa- vogs í Breiddinni svo- kölluðu og nivrg niður i enda datsins. Það rnutr hafa Verið horgnrstjór- inn i Re> kjavík sem viðr- aði þcssa tausn á mátimi og Kópavogur tók já- kvwlt I tiana. Alþýðublaðinu er kunn- ugt um að Davið Oddsson. borgarsijóri í Reykjavík og hacjarstjðrinn í Kóp,ivogi, Kristján Guðmiindsson. sátu á tundi i iyrradag og rieddu málið. V'egagerð rík- isins helur þegar hafist handa við að kanna þenn- an múgulcika og sam- kva.-mt heímildiini blaðsiits tiafa þa*r rcynsi á þann veg að gcrð þessara jarð- gangna getiir reynst góður kostutf F.kki er cnn tarið að rteða nelnar kostnaðartúlur í þessn samþandi, enda skiptir þá nrntang gangn- anna veruJcgu máli og samkvicint þvi scm Waðið kemst na-st eru urnræður ekki koinnar svo iangt. Sveilarlélógin tvð deildu Iwrt um íramiið Fossvogs- dalsíns sl. sumar og haust, Keykvikingar vildu hrað- braut en Kópavogsbúar vildu setja svacðið uiidir líli- vistarsvieði. - Á endanum skoðunar scm nú vcra aó k-iða til greíndrar tausnar. Það er býsna algengt og algengara en lesendur fjölmiðla gera sér grein fyrir, að stóru fjölmiðlarnir notfæri sér fréttir litlu fjölmiðlanna og gera að sínum án þess að geta þess hvaðan frumkvæðið kom. DV og Ijósvakamiðlar hafa ósjaldan skákaö í því skjóli að lesendahópur Alþýðublaös- ins, Þjóðviljans og Tímans er takmarkaður en ritstjórnirnar ekki siður öflugar í fréttaleitinni. Þá er fréttum gjarnan hnuplaó þaðan, án þess að geta heimildar. Iðulega er þá horfið framhjá þeirri sjálfsögðu reglu samviskusamra fjöl- miðlamanna, að „gefa kredit." Þegar Alþýðublaðið kannaði 1hií> fréttastjóra Þjóðviljans og Tímans könnuðust þeir strax við þann hvimleiða sið að ..stela frétt- um" oi> þá einkum af hálfu DV og Ijósvakamiðla. Skoðum eitt nýj- asta da?mið af fréttasíðum Alþýðu- hlaðsins þar sem I)V gerði frétt þess að sinni. Göngin undir Fossvogsdal Fimmtudaginn d. janúar sl. hirti Alþýðuhlaðið eitt fjölmiðla frétt um mögulega lausn á deilu Keykjavíkur og Kópavogs um l'ossvogsdalinn og mögulega braut i gegnum hann. „Samkvæmt heimildum Al- þýðuhlaðsins hillir undir lausn í deilu Reykjavíkurhorgar og Kópa- vogskaupstaðar um framtíð Foss- vogsdalsins. Forsvarsmenn Kópa- vogs hafa samkvæmt heimildum hlaðsins lýst vilja sínum til að setja jarðgöng undir dalinn, frá svæði Byggingarvðruverslunar í Breidd- inni svokölluðu og alveg niður i enda dalsins. Það mun hafa verið horgarstjórinn í Reykjavík sem viðraði þessa lausn á málinu og Kópavogur tók jákvætt í hana', sagði m.a. í frétt Alþýðublaðsins. Samdægurs kom fimmtudags- hlað DV úl, með uppsláttarfrétt á haksíðu undir fyrirsögninni: „Bæj- aryfirvöld í Kópavogi og Reykja- vík: Kanna jarðgöng undir byggð- ina." I frétt DV kom fram eftirfarandi: „Sveitarstjórnarmenn í Kópavogi og Reykjavík hafa átt fundi vegna lausnar á legu Fossvogshrautar. A þeim fundum hefur ekki verið rætt um að leggja braut í Fossvogs- dal. Tveir kostir hafa helst verið ræddir. Báðir kostirnir gera ráð fyrir jarðgönguni undir byggðina á Digraneshálsi. í háðum tilfellum er verið að ræða um tveggja kíló- metra löng göng" o.s.frv. Bréf Stefáns til formannanna í þessu tilfelli var Alþýðuhlaðið fyrst fjölmiðla með frétt. DV tekur upp fréttina, símtali er hætt við til að fá fram viðbótarupplýsingar, en þess vandlega gætt að geta í engu um frumkvæði Alþýðublaðsins, það sem fjölmiðiamenn kalla al- mennt „að gefa kredit." Um leið hefur þaö gerst að „stór" fjölmiðill hirðir upp frétt úr „litlum" fjölmiðli og gerir að sinni, væntanlega í trausti þess að all- flestir dragi þá ályktun að DV hafi veriö fyrst fjölmiðla með fréttina, enda lesi sárafáir Alþýðublaöiö. Hér er ekki um einangraö dæmi að ræða. l. Þann 17. janúar hirti Alþýðu- blaöiö eitt fjölmiðla frétt um að vegna viðræðna ríkisstjórnar- flokkanna viö Borgaraflokkinn hafi Stefán Valgeirsson Samtök- um um jafnrétti og félagshyggju sent formönnum stjórnarflokk- anna hréf um æskilegar hreyt- ingar og umfjöllunarefni í við- ræðunum. (ireindi hlaðið frá lielstu kröfum Stefáns í því hréfi, sem það sagði að túlka mætti sem kröfur gegn áframhaldandi stuöningi Stefáns við stjórnina. Haft var eftir heimildarmanni í Borgaraflokknum aö tillögur Stefáns féllu mjög vel að tillíig- um Borgaraflokksins. Sama dag hirti DV frétt þar sem m. a. kom fram eftirfarandi: „Stef- án og félagar lians í Samtökum um jafnrétti og félagshyggju liafa sent ríkisstjórninni hréf þar sem þeir (ara fram ‘á að ýmis atriði verði rædd í tengslum við viðræöur stjórnarinnar við Borgaraflokk- inn. I þessum punktum Stefáns er margt líkt með kröfum Borgara- ílokksins." Nánar var rætt viö Stef- án um mál þessi. Kkki var í einu orði minnst á frumkvæði Alþýðu- hlaðsins. Myglaða kjötið og___________ hugmynd Jóns _______________ 2. Þann 3. maí birti Alþýðuhlaöið eitt fjölmiðla frélt um að um miðjan mánuðinn á undan hafi mikið magn af ósölu- og óneysluhæfu nautakjöti utan af landi fariö á markaö á stór-Reykjavíkursvæðinu, mygl- að kjöt sem þó hefði sloppiö fram hjá eftirliti SÍS og hins op- inbera, kjöt sem heföi skemmst við slátrun, í geymslu eða í flutningum. Að viö sýnatöku matvælaeftirlitsmanna á veg- um kjötkaupmanna hafi óheyri- legur gerlafjöldi komiö í Ijós og mygla aö auki. Haft var eftir matvælaeftirlitsmanni aö hann hefði fyrirskipaö kaupinönnum aö skila kjötinu þegar í stað. Sama dag í)irti DV frétt um sama efni en haföi hætt viö. „Nálægt tuttugu skrokkar af nautakjöti skemmdust í flutningum til Reykjavíkur vegna óþrifa í flutn- ingagámi. . . Við rannsóknir hjá nokkrum kaupendum var kjötið dæmt óneysluiiæft, skilaö til haka og því hent. Fkki fékkst uppgefið hve mikiö magn er hér um að ræöa." Ekkert var greint frá frum- kvæði Alþýðublaðsins. 3. Þann 30. maí hirti Alþýöublaöiö sérstaka frétt með viötali við Jón Sigurösson ráðherra, þar sem Jón lýsti því yfir aö leiötog- ar stjórnarílokkanna vildu ræða við Borgaraflokkinn að nýju um formlega aðild að ríkisstjórn- inni, jafnvel þannig að upp- stokkun kæmi til greina. Áður hafði Borgaraflokkurinn klofn- aö og helstu.andstæðjngar ríkis- stjórnaraðildífr gengið úr flokknum. Sama dag kom frétt í DV, þar sem frumkvæði Alþýöublaösins hafði leitt hlaðamenn DV til Olafs Ragnars Grímssonar um viðræður við Borgar<v .....sagði Oláfur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra þegar hann var spuröur út í þá hugmynd Jóns* Sigurðssonar viðskiptaráöherra að hefja aftur viðræður við Borgaraflokkinn í sumar." Greint er frá hugmynd Jóns, en ekki livar hún kom fram! Nokkrum dögum síöar ritaöi Haukur Helgason „Sjónarhorn" um vilja krata til að íá Borgara- flokkinn i stjórnina og þar stóð m.a.: „Þannig birtist fyrir nokkr- um dögum viðtál um þetta við Jón Sigurösson viðskiptaráðherra í hlaði hans, Alþýðuhlaöinu." Formennskan og Útvegsbankahúsið______________ A. Þann (i. júní greindi Alþýðu- blaöiö fyrst fjölmiðla frá því að Stefán Kriöfinnsson yrði for- maður stjórnar Islenskra Aðal- verktaka og að annar fulltrúi ríkisins yrði Ragnar Halidórs- son húsasmiðameistari. Kngin fréttatilkynning um þetta hafði veriö gefin út. DV birti frétt um mennina tvo samdægurs en ekki var minnst einu orði á frumkvæði Alþýöublaösins. 5. Þann H>. júni birti Alþýðuhlaðið eitt fjölmiðla frétt um að í samn- ingi rikisins og þeirra þriggja hanka sem voru í sameiningar- viðræöum væri ákvæði þess efnis „að ríkið hafi kauprétt að þeim eignum Útvegshanka ís- lands sem ekki nýtast hinum nýja hanka . . . Hér er án efa átt viö eignina Lækjartorg 1, sem svo heitir í fasteignamati, en er oftast talin vera Austurstræti 19." Var frá því greint að húsið stæði ríkinu til boða fyrir 172,5 milljónir króna, sem var fast- eignamatsverðiö að viöhættu byggingarvísitölu og að áhugi væri fyrir því að nota húsið und- ir Stjórnarráð íslands. Samdægurs birti DV frétt um að við sölu Útvegshankans hafi veriö sett ákvæði „í samninginn sem veitir ríkissjóði forkaupsrétt að húseiguum Útvegsbankans . . . Þaö er sérstaklega húseignin við Lækjartorg sem gæti fallið undir þetta. Brunahótaverö eignarinnar er 273 milljónir en fasteignamats- verö mun vera rúmlega 170 millj- ónir. Það myndi þá veröa kaup- verðiö á húsinu að viðhættri hygg- ,,Litlu“ blööin veröa iöulega fyrir því aö stóru fjöl- miölarnir „stela “ frá þeim fréttum, gera aö sínum og skáka þá í skjóli tak- markaörar útbreiöslu hinna smáu. Hér fara fremstir í flokki DV og Ijósvaka- miölarnir. ingarvísitölu fram að söludegi . . . Rætt hefur veriö um að forsætis- ráðherra taki húsið undir ráðu- neyti sitt . . ." Lnginn viðmælandi eöa heimildarmaður er tilgreind- ur í frétt DV og ekki minnsta á frumkvæði Alþýöublaösins. Sorphaugar á Kjalarnesi 6. Þann 28. júlí greindi Alþýöu- hlaðið eitt fjölmiöla frá eftirfar- andi: „Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins stendur Reykja- víkurhorg í óformlegum sanm- ingaviðræöum viö Kjalnesinga um framtíðarstað fyrir sorp- hauga . . . Þaö mun vera um land viö Blikastaöi aö ræöa eftir því sem heimildarmenn Al- þýöublaösins segja." Hugmynd- in var gömul, en greint frá því að i fyrsta skipti virtust Kjalnes- ingar vilja Ijá máls á hugmynd- inni. Sama dag hirti DV frétt um sorp- haugaviðræður. „Undanfariö hafa staðið yfir viðræður um Kjalarnes sem framtíðarstað undir sorpiö sem til íellur á höfuðborgarsvæð- inu . . .“ og liafði frétt Alþýöu- blaðsins leitt DV-menn til við- ræöna við sveitarstjóra Kjalarnes- hrepps. Einhver fleiri dæmi mætti tí- unda, en hér veröur staðar numið. Og hér hefur veriö staldraö við DV eingöngu, en Ijósvakamiðlar eru einnig duglegir aö fá fréttir að „láni" og er þá ýmist að þau fá „kredit" eða ekki. Og „lántakan" viröist alls ekki hundin við Al- þýðublaðiö, samkvæmt orðum fréttastjóra Þjóðviljans og Tímans. Þekkt á Þjóðvilja og Tima „Lg þekki slík dæmi, þau hafa margoft komið fyrir" segir Sigurð- ur Lriðþjófsson fréttastjóri Þjóð- viljans. „Þetta á við um DV en ein- skorðast ekki við það hlað, heldur hafa Ijósvakamiðlar einnig verið duglegir á þessu sviði. Það er sjálf- sagt stundum mistök að heimilda er ekki getið eða „kredit" gefið, en stundum finnst mér óneitanlega eins og reynt sé að gera frétt sem aörir hafa náð að sínum og þá kannski skákað í skjóli útbreiösl- unnar. Þetta er vitaskuld hvimleitt og hjá okktir er það regla að gefa kredit" segir Sigurður. „Við höfum vissulega séö fréttir sent hirst liafa hjá okkur að morgni komnar í lítt hreyttri mynd í DV um hádegi sama dag, oft án þess að nokkru liafi veriö bætt við og án þess að heimildarinnur hafi veriö getið. Og þetta gera fleiri en DV. Út af fyrir sig notfærir Tíminn sér fréttir úr útvarpi eða sjónvarpi að kveldi í hlaðið daginn eftir, en við höfum þá kurteisi að geta heimilda, eins og alltaf ætti að gera" segir Lggert Sktílason frétta- stjóri hjá Tímanum. Líka gert viö okkur segir Jónas Alþýöublaöiö har undir Jónas Haraldsson fréttastjóra DV það sem hér Itefur komið fram. „Við á DV lesum okkar fréttir oft í öðrum blööum daginn eftir hirtingu liér eöa heyrum og sjáum í útvarpi og sjónvarpi samdægurs. Slíkt er eöli- legt, það er hluti af starfi blaða- mannsins að fylgjast með fréttum útvarps, sjónvarps og daghlaöa. Meö sama hætti fara blaöamenn DV yfir fréttir morgunhlaða og fylgjast með fréttum útvarps- og sjónvarpsstöðva. Sé þar um nýjar fréttir aö ræða er þaö DV rétt og skylt aö skoöa þá hluti nánar, at- huga nýja fleti á málinu og hirta sem fyrst, lielst samdægurs. Það er misjafnt eftir fréttum og vinnslu þeirra hvort þess fjölmiöils er get- ið þar sem fréttin var (yrst. Sama viröist mér oft gilda um þær fréttir sem aðrir taka augljóslega upp úr DV. Blaösins er stundum getið, stundum ekki, án þess aö viö höf- um gert okkur mikla rellu úr því" segir Jónas.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.