Tíminn - 01.06.1968, Blaðsíða 3
!'•»»*! * * >I i i 11 /' i f f » : «
LAUGAEDAGUK 1. júní 1968.
TÍMINN
HLJÓMAR TIL LONDON
SEXTETT ÓLAFS GAUKS TIL EYJA
Ritstjóm Tímans hefur ósk-
að þess, að ég yrði aftur „með
á .nótunum", og hef ég ekkert
nema gott eitt um það að segja.
Þar af leiðandi hverfur þátt-
urinn „Á hljómplötumarkaði“
fyrir fuílt og allt.
Eins og áður verður gagn-
rýni á ísl. diægurlagaihljómp'ót-
ur látin ganga fyrir öðru efn'
í þættinum „Með á nótunum".
Þess á milli verður saigt rrá
því, sem er efst á baugi í
músikheiminum og siðast en
ekki sízt birt gagnrý.ni á at-
hyglisverðar, erlendar hljóm-
pilötur.
Síðasti sjónvarpsþáttur Ríó-
Gunnar ÞórSarson hefur samið
fimm af þeim 12 lögum, er verða
á næstu plötu Hljóma.
(Timamynd: Gunnar)
tríósins var einkar forvitnileg-
ur og vel unninn. Uppbygging-
in var allnýstárleg og hlutur
stjórnanidans, Andrésar Ind-
riðasonar, þar sérstak'lega lofs-
verður. Þá vöktu þeir félagar
mikla athygli í H-tíð sjónvarps
ins. Það er alltenigt síðan fjög-
ur lög voru hljóðrituð með
þeim fyrir Hljómplötuútgáf-
una s.f. — vonandi verður ekki
langt að bíða eftir plötunni.
Það er gróska í íslenakri
hiljómplötuútgáfu þessa dag-
ana. Nýlega var endanlega
gengið frá hljóðritun, þar sem
sextett Jóns Sig. og Stefán
láta til sí.n heyra. Upptakam
var send express til vinns'lu
á hljómplötu og kemur fyrsta
sendingin hingað eftir 2—3
vikur. Það, sem er athyglis-
vert við þessa hljóðritun, er
það, að hún er í stereo og
mium þá verða fyrsta isl. dseg-
urlagaplatan, sem tekin er npp
í stereo hér- heima. Um þá
hlið málsins sá Pétur Stein-
grímsson. Útgefandinn er
Tónabúðin, Akureyri.
Saenska hljómsveitin Sven
Ingvars hefur leikið í sinni
fyrstu kvikmynd, sem ber heit-
ið ,Uinder ditt parasell“. Við
frumsýningu myndarinnar í
Noregi voru þeim afhentar
tvær guliLplötur, sem viður-
kenning á eintakasölu þriggja
platna þeirra þar í landi, en
þaer seldust a'llar í yfir 50 þús
und eintökum. Var þeim einn
ig afhent eim silfurplata (fyr-
ir 25 þúsund eintölk seld).
Ég hafði frétt, að hljómsveit
Ólafs Gauks hyggðist leggj.a
land undir fót í sumar. Til
að forvitnast nánar um þetta.
hringdi ég í hljómsveitarstjór
ann. Hann var ekki viðlátinn,
en Svanhildur svalaði forvitni
minni i hans stað.
—• Meiningin er aö ferðast
um allt iandið, hóf Svanhild-
ur mál sitt, — og troða upp
á öllum ballfœrum stöðum.
Svavar Gests verður með 1 'erð
inni og kemur hann til með
að setja á svið þátt sinn „Út
og suður“, þ.e.a.s. spurningarn
ar og samtölin. Þá munum við
flytja nokkur atriði úr sjón-
varpsþættinum „Hér gala Gauk
ar“. Sdðan á dansinn að duna.
—• Þetta leggst bara vel í
mig, og ef miðað er við mót-
tökurnar, sem við höfum feng-
ið í Vestmannaeyjum, þá þarf
engu að kvíða. Hljómsve't.m
skemmtir reyndar þar um hvita
sunnuna og svo á hinni vin-
sælu þjóðhátið.
—• PÍata væntanleg?
— Það er búið að taka upp
tvaer plötur með hljómsvei1-
inni. Sú fyrri er fjögurra laga
og kemur á markaðinn í byt)-
un júni. Þar á er m.a. lag eft-
ir Rúnar Gunnarsson, „Það e;
svo merlkilegt með unga
menn“, og ísl. útgáfan af „If
I were a rioh man“. Um miðj-
an jiúlí kemur út L.P. plata
með sextettinum, sem hefur
að geyma 14 lög.
Að lokum gat Svanhildur
þess, að siðasti sjónvarpsþátt
urinn af „Hér gala Gaukar“
mundi birtast á skerminum í
þessum mlánuði.
Shadie, söngkona Óðmanna,
er hljómsveitinmi ákaflega mik
iil styrkur. Hún hefur frjáls-
lega sviðsframkomu og rödd-
in er hreinasta afbragð. ’Ég
hitti Pétur Östlund á förnum
vegi fyrir nokkru og hann u^gp
lýsti, að Óðmenn væru í plötu-
hugleiðingum- Ef úr yrði, væri
mjög líklegt, að textarnir yrðu
allir á ensku.
— Við förum út 20. ágúst,
sagði Gunnar Þórðarson, er ég
innti hann frétta af H'ljómum.
Erimdið er að leika 12 lög inn
á hljómplötu í London fyrir
S.G.-hljómplötur.
— Er eitthvað af lögunum
eftir þig?
— Já, þau eru fimm talsins,
hitt eru erlend lög. Við leggj
um svo mikið upp úr þessari
plötu, að B'llt annað er lát:ð
sitja á hakanum. Þar af leið-
andi munurn við ekki ferðast
neitt um landið i sumar, við
höfum einfaldlega ekki tíma til
þess.
— Svo er sjónvarpsþáttur á
■rtton, og EngHbert Jenien er alveg á sama máli. (Tímamynd: G.E.)
dagskrá f lok júni. Við hðf-
um 30 mínútur til umráða og
það er von okkar, að það
verið fjörugur hálftíml.
— Hvað með plötuna, sem
gefin var út með Hljómum í
Bandarikjunum?
—• Blessaður vertu, það var
algert púðurskot. Blöðin hér
heima gerðu einhver ósköp úr
þessu, en mér fannst það harla
litíar fréttir, þó platan kæm-
ist í þritugasta sætið á vin-
sældarlistanum, nei, ekki í
Bandarikjunum, þetta var að-
eins í Miehigan-fylki. Svo
frétti ég, að hún hefði líka*
komizt á lista í Florida. Þetta
voru öll ósköpin, lauk Gunnar
Þórðarson miáli sínu.
Hafið þið tekið eftir, hvað
við höfum eignazt margar nýj
ar sömgkonur? María Baldurs-
dóttir syngur í Þjóðleikhús-
kjallaranum, Þuríður Sigurðar-
dóttir á Röðli, Shadie Ovens
í Silfurtunglinu og Sigrún
Harðardóttir er að koma suð-
ur til að syngja með Orion.
Þær gætu bara slegi'ð saman
í kvartett .og hann ekki af
lakara taginu.
Benedikt Viggósson.
Svanhildur Jakobsdóttir í hlut-
verki heimasætunnar í sjónvarps
þættinum Hér gala Gaukar..
(Ljósmynd: SiónvarpiS, Sigur-
Ii8i GuSmundsson).
VEIÐIMENN
Góður ánamaðkur til sölu. Sendur licim að kvöldi ef pantað er fyrir kl. 5. Upplýsingar í síma 23324 kl. 9—5 og í 41224 á kvöldin.
r TRÚLOFUNARHRINGAR
VELALEIGA Fljót afgreiðsla
Sendum gegn póstkrófc.
Símonar Símonarsonar. Simi 33544, GUÐM ÞORSTEINSSON
Önnumst múrbrot, og flesta loftpressuvinnu. — gullsmiður
Einnig skurðgröft. Bankastræti 12.
UTANKJÖRFUNDAR-
ATKVÆÐAGREIÐSLA
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Reykjavík við
forsetakosningarnar fer fram í Melaskólanum
(gengið um aðaldyr), dagana 2. júní til 30. júní
n. k. alla virka daga kl. 10.00 — 12.00 kl. 14.00
— 18.00 og kl, 20.00 — 22.00.
Á annan í hvítasunnu, 17. júní og á sunnudög-
um kl. 14.00—18.00.
Borgarfógefaembættið í Reykjavík.
VEUUM fSLENZKT (Jl|) ÍSLENZK ANIÐNAÐ