Alþýðublaðið - 16.01.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.01.1990, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 16. jan. 1990 MMBIMÐ Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Askriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið. BREYTINGAR A ÞJÓÐLEIKHÚSI M ikið hefur verið þráttað um fyrirhugaðar breytingar og við- hald á Þjóðleikhúsinu. Það er athyglisvert, að þegar fjárveiting hefur fengist til endurbóta og viðhalds á húsinu, skuli skyndilega vera skiptar skoðanir um það, hvort nýta eigi fjárveitingu hins op- inbera eða ekki. Tekið skal fram, að hér er um tvö mál að ræða. í fyrsta lagi verð- ur veitt af opinberu fé til nauðsynlegs viðhalds hússins og er varla deilt um þá tímabæru aðgerð. Hins vegar hafa verið miklar deilur um þær hugmyndir að breyta áhorfendasal Þjóðleikhúss- ins. Eins og rækilega hefur komið fram í fréttum er fyrirhugað að fækka úr þrennum áhorfendasvölum í tvennar og hækka gólfflöt salarins verulega þannig að betri sjónlína náist fyrir gesti hússins. Flestallir eru sammála um, að breytingar þessar yrðu til góðs fyrir áhorfendur og starfsfólk hússins, hvað varðar aðstöðu til sýn- inga, öryggi, og fjárhagsafkomu hússins. Agreiningurinn snýst um varðveislu Þjóðleikhússins sem slíks; tillit til Guðjóns Samúelssonar fyrrverandi húsameistara ríkisins sem teiknaði húsið. Þótt slíkar menningarsögulegar forsendur hafi fullt gildi í sjálfu sér, eru rökin fyrir breytingunni miklu þyngri á metunum. í fyrsta lagi er Þjóðleikhúsið ungt hús. Með allri virð- ingu fyrir húsameistaranum heitnum, eru stórir gallar á áhorf- endasalnum; bæði er hljóðburður veikur á ákveðnum stöðum í salnum og efstu salirnar lítið sem ekkert notaðar enda vart bjóð- andi gestum sem leikhússæti. Þar sem fyrirliggjandi er að taka þarf upp gólf Þjóðleikhússins vegna viðgerða sem meðal annars taka mið af brunavörnum, væri óðs manns æði að ráðast í slíkar endurbætur án þess að taka tillit til nauðsynlegra heildarbreyt- inga á áhorfendasalnum. IVIörgum hefur vaxið sá kostnaður í augum sem leggja þarf í viðgerðir og breytingar á Þjóðleikhúsinu. Það er reyndar ekkert nýtt að menn fái svimaköst þegar rætt er um fjárútlát til menn- ingar og lista. Helstu frjálshyggjuboðberar þjóðarinnar eru farnir að gaspra um framboð og eftirspurn, hagnaðarvonir og bein- harða peningahyggju um leið og ríkið tekur minnstu ákvarðanir um að styrkja menningu landsins og starfsemi í þágu lista. Ríkis- stjórnin á að láta slíka gagnrýni sem vind um eyru þjóta. Sið- menning kostar fé, og víst er að útgjöld til menningarmála og lista hafa alltaf verið skorin við trog, meðan björgunaraðgerðir ríkisins við villtustu atvinnuframkvæmdir í stíl við loðdýrarækt og Kröfluævintýri hafa löngum talist eðlileg ríkisútlát. Fjárstuðn- ingur ríkisins við gjaldþrota pilsfaldakapítalista hafa ennfremur verið metnar sem eðlileg fyrirgreiðsla og sjálfsögð greiðasemi til að halda uppi samkeppni í landinu, eins og það er orðað. Þjóðleikhúsið er lifandi starfsstofnun listamanna. Ljóst er að fyr- irhugaðar endurbætur og breytingar á áhorfendasal þess munu bæta mjög starfsaðstöðu leikara og leikstjóra og annarra starfs- manna. Ekki síst munu endurbæturnar á salnum stuðla að stór- bættu húsi fyrir áhorfendur sem njóta munu betur þess sem fram fer á sviðinu. Þjóðleikhúsið er ekki dautt steinsafn yfir fyrr- verandi húsameistara ríkisins. Nauðsynlegar endurbætur í Ijósi reynslu og nýrra tíma eiga fullkomnlega rétt á sér, ekki síst vegna þess að húsið er ungt og áhorfendasalurinn er ekki upphaflega teiknaður í fastmótaðri stílhefð. Nauðsynlegar breytingar eyði- leggja alls ekki heildarmynd salarins, heldur bæta hana að öllu leyti. Fjárveiting hefur verið samþykkt. Þær mótbárur sem enn standa í vegi fyrir endanlegri ákvörðunartöku um framkvæmdir, eru bæði óhyggilegar og einkennast af íhaldssamri viðkvæmni og sérvisku. ÖNNUR SJONARMID HEITUSTU fylgismenn frjálshyggj- unnar gleyma yfirleitt ad hugsa út i afleiðingar eigin kenninga. Þannig beita frjálshyggjupostularnir yfir- leitt fyrir sig kenningum hagspek- inga og annarra kennismiða í stað þess aö horfast í augu við þann veruleika sem frjálshyggjan býr til, fái hún að leika lausum hala. í Guðs eigin landi, Bandaríkjunum, hefur liðinn áratugur verið mjög í anda frjálshyggjunnar. Enda er svo komið að efnahagur Bandaríkjanna er í rúst, erlendar skuldir aldrei meiri og félagsleg aðstoð og velferðarkerfi gjörsamlega í molum. Morgunblaðið, sem að öllu jöfnu, er eitt besta málgagn sem Banda- ríkjamenn eiga í víðri veröld, birti athyglisverðan pistil sl. sunnudag. Höfundur greinarinnar er íslending- ur. Hugi Ólafsson sem, búsettur er í New York. Hugi fjallaði einkum um ofbeldið sem ríkir í borginni. Að sögn greinarhöfundar eru fimm borgarbúar myrtir á dag og yfirvöld standa ráðþrota gagnvart eiturlyfja- verslun, glæpum og byssuglöðum borgarbúum. Til að menn skilji betur hvers kon- ar vandamál verða til í umhverfi þar sem frjálshyggjan hefur fengið að leika lausum hala í langan tíma, yfir- færir Hugi Ólafsson, allar aðstæður á íslenskan mælikvarða. Það verður afar athyglisverö lesning. Grípum niður í þennan þátt grein- ar Huga Ólafssonar í New York: „Besta aðferðin til að gera sér grein fyrir glæpum hér er kannski að líta á hvernig ástand- ið væri í Reykjavík ef aðstæður væru þær sömu og í Nýju Jórvík. Þá væru þar framin 22 morð á ári, 40 konum væri nauðgað, yfir 600 manns yrðu fyrir líkamsá- rás og nærri 900 Reykvíkingar væru rændir. Yfir 1.000 bílum væri stolið á hverju ári og brotist væri inn í 1.400 hús. Yfir 600 Ef frjálshyggja New York-borgar vaeri yfirfærð á Reykjavík, væru 22 morð fram- in i höfuöborginni á ári, 40 konum nauögað og 600 Reykvíkingar væru heimil- islausir þar af þriðjungurinn geðsjúklingar. Reykvíkingar væru heimilis- lausir, um þriðjungur þeirra geðsjúklingar.“ Þetta er veruleiki frjálshyggjunn- ar. Það skulu menn hafa í huga, ekki einhverjar kennisetningar hagfræð- inga. MORGUNBLAÐIÐ vill óbreytt Þjóðleikhús og er á móti nýjum svöl- um eða öðrum breytingum á innvið- um leikhússins. Það er í sjálfu sér rökrétt afstaða blaðsins sem íhalds- blaðs að vilja halda í það sem gam- alt er. En lesum hvernig Morgunblaðið færir rök fyrir varðveislusjónarmið- um sínum í leiðara blaðsins síðast- liðinn sunnudag: „Þjóðleikhúsið var opnaðl nokkrum árum eftir að lýðveldi var stofnað á Islandi. Bygging þess og starfræksia var og er þáttur í þeim metnaði okkar að skipa sjálfstæðan sess í samfé- lagi þjóðanna. Ahorfendasalur Þjóðleikhúss- ins og umhverfi hans er kjarni þessa húss. Honum á að halda eins og húsameistari gekk frá honum, svo merkur arkitekt, sem hann var. Listaverk eru frið- helg.“ Þar með hefur Morgunblaðið tek- ið þá afstöðu til Þjóðleikhússins, að húsið sé listaverk og safn fremur en lifandi leikhús sem þjóna á starfs- fólki og áhorfendum. Það er athygl- isverð afstaða í sjálfu sér. EINNMEÐ KAFFINU Hér er einn um bankasam- eininguna: Vitið þið hvert er kjörorð Islandsbanka? Banki á fjórum fótum. Svar: DAGATAL Davíö þarf „lebensraum u Síminn hringdi hjá mér á hádegi. Ég var að búa mig undir að hlusta á hádegisfréttirnar af loðnuleit, líkamsmeiðingum helgarinnar eða nýmáluðum Hafnarfjarðar- strætó í ryðvarnarlitum. En það varð sem sagt ekkert úr hlustun hjá mér. Símtalið tók lengri tíma en ég hélt. — Ach, Halló!! Er þetta Dagfinn- ur á Alþýðublaðinu? Ég gat ekki mótmælt því. — Jawohl! Þetta er Haraldur Ha- benlieb, stórgrósser! Mér féllust alveg hendur við þessa yfirlýsingu. Haraldur Ha- benlieb er þekktur stórkaupmað- ur í bænum eins og allir vita. Það sem kannski færri vita er að Har- aldur var áður mj.kill fylgismaður íslenska nasistaflokksins, var fána- beri og hugmyndafræðingur. Har- aldur varð hins vegar sjálfstæðis- maður eftir stríð og stórkaupmað- ur skömmu síðar. Hann mun eitt- hvað hafa lært í Þýskalandi á milli- stríðsárunum og aldrei iosnað al- mennilega við germanskar slettur síðan. Haraldur hét á þeim tíma Haraldur Jónsson en sagt er að þegar hann kom aftur til landsins frá námi hefði hann verið búinn að taks sér þetta eftirnafn; Ha- benlieb. Haraldur er nú sestur í helgan stein og synir hans sjá um fyrirtækið. Þeir eru hins vegar Haraldssynir en ekki Habenlieb. Ég bauð góðan daginn. — Ach, Dagfinnur! Ég var að lesa pistil þinn um daginn! — Er það svo? sagði ég feimnis- lega. — Já, já! Þú varst með einhvern derring út í þann mæta mann Dav- íð borgarstjóra? — Var það, já? sagði ég. — Jaa! Þú varst að gagnrýna hann fyrir kaup á Vatnsendaland- inu? Ég svaraði engu og Haraldur Habenlieb hélt áfram: — Genau! Þú hefur algjörlega misskilið þetta mál allt! Nú fylgdu miklar ræskingar í tól- inu. Svo heyrðist rödd Haraldar Habenlieb á nýjan leik: — Gut! Altso: Davíð er kominn með yfirfulla borg og þarf meira landssvæði fyrir sitt fólk. Þetta er ekkert nýtt fyrirbæri í mannkyns- sögunni. Hér áður fyrr kölluðum við það „Lebensraum!' Og Davíð er forsjáll, hann leggur undir sig land fyrir sitt fólk! Ein Land, Ein Volk und ein Fhrer! — En það eru nú til aðrir staðir en Reykjavík, sagði ég stillilega. — Genau! Og það verður að ná þessum stöðum undir Reykjavík. Kraft durch Freude! Hvað er ein- hver Kópavogur að röfla um fram- tíðarland? Hvað er einhver Garð- arbær eða Seltjarnarnes að þrasa um framtíðarland? Eða Mosfells- bær?!! Reykjavík er hjarta íslands! Þar eru ákvarðanirnar teknar! Þess vegna verður að innlima ná- grannabæina í Reykjavík! — Innlima nágrannabæina? sagði ég hlessa. — Jawohl mein Herr! Ekkert röfl! Davíð þarf að leggja undir sig Mosfellsbæ og Kópavog. En það verður að gera það með klókind- um! — Eins og að senda íbúana í út- rýmingabúðir? spurði ég illkvittn- islega. — Nei, það er liðinn tími. Gafst alltof illa, svaraði Haraldur Ha- benlieb. Miklu nær er að Davíð sýni fram á, að ýmsir Reykvíking- ar séu neyddir til að búa í ná- grannasveitarfélögunum vegna þess þeir fái ekki neitt húsnæði í Reykjavík. Þessum höfuðborgar- búum líður illa í öðrum sveitarfé- lögum. Þess vegna sé það krafa allra borgarbúa að stuðla að því að frelsa utangarðsborgarbúana. Það verði aðeins gert með því að af- henda höfuöborginna landsvæði sitt eða þola innrás Reykjavíkur ella! Og þá verða íbúar nágranna- bæjanna látnir vinna fyrir höfuð- borgarbúanna! Það verður þeirra frelsi! — Ha? sagði ég. — Arbeit macht frei! sagði Har- aldur. Og hélt svo áfram: Þetta er lausnin sem þú sem Reykvíkingur átt að skrifa í blaðið þitt, Dagfinn- ur: Davíð þarf Lebensraum! Ann- að var það ekki, Auf wiedersehn! sagði Haraldur Habenlieb Jónsson stórgrósseri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.