Alþýðublaðið - 16.01.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.01.1990, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 16. jan. 1990 5 „Af hverju skyldu óvinsældir rikisstjórnarinnar skella af langmestum þunga á Alþýöuflokkinn? Ætli svarið sé ekki það, að Alþýðuflokkurinn hefur valdið kjósendum sínum vonbrigðum með „röngum áherslum?" Og það ekki litlum," skrifar Bjarni Guðnason prófessor. Þetta hvorttveggja þarf að fara saman í góðu jafnvaegi. En þetta sýnist mér vera komið úr böndum. Flokkurinn hallar sér í orðum og æði meir að viðskiptalífi en mann- lífi. 1. Ásýnd flokksins Hlutverk Alþýðuflokksins í nú- verandi ríkisstjórn hefur léð hon- um þyrrkingslegan svip hagfræði og viðskipta sem höfðar takmark- að til alls þorra jafnaðarmanna. Hagfræði eru ekki stjórnmál, að- eins stoðgrein stjórnmála. Með- ferð talna hefur alltaf verið vara- söm, ekki síst hjá stjórnmála- mönnum, og þar að auki eru tölur ótrúlega leiðinlegar. Síbylja um vexti, banka og viðskiptabanda- lög fer fyrir ofan garð og neðan hjá erfiðismanninum og millistétt- armanninu, sem flokkurinn sækir mestan sinn styrk til. Gildi þessara hluta skal ekki dregið í efa en enn um sinn munu jafnaðarmenn halla sér að þeim stjórnmálaflokki sem þeim stendur efnahagslega, félagslega og tilfinningalega næst í daglegu amstri. Tilfinningar verða ætíð snar þáttur í afstöðu manna til flokka, ekki síst unga fólksins, sem ekki enn hefur tapað áttum í hringiðu peningahyggju. Vaxtatökur og hagtölur ryðja ekki samkenndinni burt. Sem betur fer. Ef til vill er Alþýðuflokkurinn að skipta um kjósendur, fá nýtt fylgi: manninn sem gengur með tösku um miðbæinn milli banka, sinnir tollskjölum og athugar gengis- skrár. En ég hygg það reynist erf- itt, hugur þessa manns er að öllum líkindum frá fornu fari hjá Sjálf- stæðisflokknum. Og einblíni Al- þýðuflokkurinn með gerðum sín- um um of á þennan hóp kjósenda, þá gerist tvennt: Hann seiðir þá ekki til sín svo að nokkru nemi en glatar sínu gamla kjarnafylgi: manninum sem stritar fyrir brauði sínu í sveita síns andlits. Betri er ein kráka í hendi en tvær í skógi. 2. Rangar áherslur Eins og að framan greinir ein- skorðar Alþýðuflokkurinn sig allt- of mikið við viðskiptamál og van- rækir þau mál sem lúta að sam- hjálp eða velferð þegnanna. Við þetta mun Jóhanna eiga þegar hún talar um að töluvert vanti á ,,að áherslur flokksins séu réttar'*. Því miður nemur hún staðar við þessa fullyrðingu en ég skal nefna eitt dæmi af mörgum: stöðu og kjör einstæðra mæðra í samfélag- inu. í ritstjórnargrein Morgunblaðs- ins, sem nefnist Sjö þúsund ein- stæðar mæður, frá 7. jan. sl. er á skeleggan hátt vakin athygli á kröppum kjörum þessa fjölmenna þjóðfélagshóps, sem í heild er lág- launahópur og greiðir rándýra húsaleigu og býr við mikið örygg- isleysi, þarf að standa straum af dýrri barnagæslu og hefur vart til hnífs og skeiðar. Fyrir litla íbúð á höfuðborgarsvæðinu er greitt i húsaleigu 25—45 þús. kr. á mán- uði. Og hvað er þá eftir af mánað- arlaunum til að lifa af? Eg get ekki stillt mig um að til- færa lokaorð leiðara Mbl.: „Er til of mikils mælst, að Alþingi, ríkis- stjórn og sveitarstjórnir taki mál- efni 7.500 einstæðra foreldra, sem sumir hverjir búa í algerri neyð til alvarlegrar og rækilegrar umfjöll- unar og grípi til raunhæfra ráðstaf- ana, sem duga?“ Þökk sé Mbl. En sú spurning vaknar hvort velferð- arsamfélagið, sem er hornsteinn í pólitík jafnaðarmanna sé að grotna niður í öllu viðskiptavafstr- inu. Einstæð móðir sem heyr endalausa baráttu i risherbergjum eða kjöllurum fyrir afkomu sinni og barna sinna hvorki skilur né vill skilja flóknar og tilbúnar hag- stærðir lærdómsmanna sem eiga að sanna að eina ráðið til að bjarga þjóðinni frá efnahagsvoða sé að lækka launin eða draga úr kaup- mættinum. Hvar er Alþýðuflokk- urinn? Hann ræðir um núll-stefnu og meðaltöl og þá kemur í Ijós að allir eru að gera það gott. Kannski er þetta ein skýring á því, hvers vegna Alþýðuflokkurinn er orð- inn flokkur án fylgis. En til viðbótar koma tengslarof- in við almenning. Við látlausa kjararýrnun, skerðingu kaupmátt- ar og aukna skattbyrði, virðir hinn almenni launþegi, sem berst sýknt og heilagt við að hafa ofan í sig og á, fyrir sér óreiðuna og fjármála- braskið í þjóðfélaginu. Við sér- hverjar nýjar álögur hlýðir hann á stjórnmálamenn tala við sig með fjarrænu tungutaki tilbúinna mælieininga, sem hann skilur ekki, og stjórnmálamaðurinn virðist ekki heldur. Þess vegna ber aðeins 6% þjóðarinnar traust til Alþingis og þar með til stjórn- málamanna. Við hinn skelfda launþega er ekki mælt á mann- legu máli, ekki brugðin upp fram- tíðarsýn, sem unnt er að taka trú- anlega. Haldlitlar tölur eru að ryðja burt hinum mannlega þætti í samskiptum kjósenda og stjórn- málamanna. Forystumenn Al- þýðuflokksins virðast trúa á tölur og tala með tölum. Þess vegna tengslarof. Tölur eru þjónustulið, ekki húsbændur. Tölur eru Pótem- kintjöld stjórnmálanna. 3. Að vera viðutan Þótt Alþýðuflokkurinn fari með ákveðna málaflokka í ríkisstjórn og sinni þeim öðrum fremur, getur hann ekki ieitt hjá sér í opinberri umræðu ýmis meginmál samfé- lagsins, ekki síst þar sem ráðherr- ar flokksins guða á glugga al- mennings flest kvöld vikunnar. Þótt Alþýðuflokkurinn hafi vissulega á pappírum stefnu í menningarmálum er flokkurinn menningarsnauður í þeim skiln- ingi að talsmenn hans taka sér yf- irleitt ekki menningarmál, skóla- mál eða uppeldismál í munn enda þótt innan vébanda flokksins séu auðvitað menn sem vinna að þess- um málum. Og hví skyldi þá Al- þýðuflokkurinn njóta stuðnings skólamanna eins og er í öðrum löndum, þar sem jafnaðarmenn eru burðarásinn í skólakerfi og uppeldismálum. Er furða þótt sígi á ógæfuhliðina hjá flokknum, þeg- ar hann lætur mikilvæga mála- flokka lönd og leið? Þetta er þeim mun óskiljanlegra þar sem Gylfi Þ. Gíslason, einn merkasti mennta- málaráðherra okkar Islendinga, kemur einmitt úr röðum Alþýðu- flokksmanna. 4. Týnd baráttumál Flokkur sem á sér engin heilög baráttumál, sem skipa mönnum í fylkingar og kveikja glóð réttlætis, er lítils virði. Pólitíkin er þá leikur einn og skiptir litlu máli, hvaða flokkur er kosinn. Hvað greinir um þessar mundir Alþýðuflokk- inn frá öðrum flokkum, svo sem menn kjósi hann af öðru en göml- um trúandi og vana? Stefnan ein nægir ekki, verkin tala. Stefnu- skrár flokka hafa yfirleitt reynst vita ónýt plögg, þegar til kastanna kemur. Hvað hefur orðið af þingsálykt- unartillögu Braga Sigurjónssonar og fleiri Alþýðuflokksmanna um þjóðareign á landi? I ráði er að bóndinn á Vatnsenda þiggi um 170 milljónir kr. fyrir land, sem er að mestu uppblásnir melar og hraun en er í námunda við þétt- býli. Allar siðaðar þjóðir í kringum okkur hafa fyrir löngu sett lög til að koma í veg fyrir slíkt rán á fé frá almenningi, jafnvel í Englandi Thatchers. Launþegar þéttbýlis, sem bera þungann af skattgreiðsl- um samfélagsins, eiga í raun ekk- ert af íslandi (fegurðin verður þó ekki frá þeim tekin af því að hún er huglæg, ekki hlutlæg) á meðan hagsmunahópar eiga eða nytja auðlindir þjóðarinnar bæði á sjó og landi. Einstakir landeigendur eiga orkugjafa háhitasvæða, veiði í ám og vötnum á heiðum uppi og í byggð. Og þessi yfirgangur er með slikum býsnum að laxveiði, skemmtun yfirstéttanna, er und- anþegin virðisaukaskatti, á með- an fiskur og mjólk til almennings neyslu bera virðisaukaskatt. Er ekki kominn tími til að brjóta á bak aftur þetta landeigendaveldi og koma á jöfnun og nýtingu landsgæða í þessu landi? Hvar er Alþýðuflokkurinn? 5. Ný og eilíf baráttumál Friðunarmál og umhverfismál eru þau málefni sem varða alla jarðarbúa og Alþýðuflokkurinn á fortakslaus að vera í fylkingar- brjósti fyrir: gróðurvernd, land- græðslu, skógrækt o.s.frv. Sem betur fer er kommúnisminn að syngja sitt síðasta í Austur-Evrópu, kalda stríðinu er iokið og þar með sigla járnhömruð varnarbandalög sinn sjó. Við þessi stórmerku tíma- mót þarf nýja rödd og nýja tóna í utanríkismálum íslendinga. Mér finnst Jón Baidvin ekki hafa enn sem komið er náð hinum rétta tóni. Furðulegt er að hann skuli skirrast við að fordæma kúgun og morð ísraelsmanna á Palestínu- mönnum á hermundu svæðunum eins og skýrsla Amnesty Interna- tional vottar. Flestir ef ekki allir jafnaðarflokkar Vestur-Evrópu hafa fordæmt Israelsmenn en ekki forystumaður íslenskra jafnaðar- manna. Menn verða ekki friðflytj- endur með því að tala ekki fyrir réttlætinu og gegn ofbeldi. Ég er ekki frá því að vinsældir Stein- gríms Hermannssonar með þjóð- inni stafi að nokkru leyti af því að hann hefur brotið af sér hlekki kalda stríðsins. Það er rödd unga fólksins. 6. Ýmis mál Það verður ekki um það deilt að matarskatturinn svokallaði var mikið pólitískt glappaskot og flokkurinn sýpur sjálfsagt enn seyðið af því. Lífeyrismál lands- manna eru í mesta ólestri og hið mikla baráttumál flokksins um einn lífeyrissjóð fyrir alla lands- menn er enn í skúffu. Alþýðu- flokkurinn hugðist leggja niður tekjuskatt af almennum launatekj- um. Hann hefur verið tvívegis hækkaður á skömmum tima og nemur hvorki meira né minna en tæpum 40% með útsvari við stað- greiðslu. Enn öllu merkilegra er þó, að tekjuskatturinn er orðinn flatur skattur, hlutverki hans til tekjujöfnunar er lokið. Mér vitan- lega er hvergi til í nágrannalönd- um tekjuskattur sem ekki er til tekjujöfnunar með mismunandi skattþrepum. Sjálfsagt er að efla og styrkja fyrirtæki, sem eiga í erfiðleikum og skipta miklu máli fyrir átvinnu- lífið með lánum eða fyrirgreiðsl- um en flokkurinn á ekki að taka þátt í því að gefa einstaklingsfyrir- tækjum fé úr almannasjóðum svo nemur hundruðum milljóna króna undir alls konar gervinöfnum (víkjandi lán verður gjöf o.s.frv.). Fyrirtæki geta orðið gjaldþrota af eðlilegum ástæðum en gjaidþrota- braskið verður að stöðva. Þjóðfé- lagið virðist ekki lengur ráða við öll hin svokölluðu hvitflibbabrot í þjóðfélaginu. Almannafé er eng- inn sandkassi. Alþýðuflokkurinn veröur að ráðast gegn spillingunni í þjóðfé- laginu og ber þar einna hæst hvít- flibbabrotin í viðskiptalífinu. Einn- ig gegn bitlingum og forréttind- um ráðamanna þjóðfélagsins. Nefni aðeins tvö dæmi. Ymsir stjórnmálamenn (og aðrir) hafa sankað að sér á löngum starfsferli lífeyrisréttindum í þremur eða fjórum verðtryggðum lífeyrissjóð- um sem geta numið 250—400 þús. kr. á mánuði og allt þetta fé rennur beint eða óbeint frá rikinu. Og hitt: Stjórnmálamenn sumir eru búsettir árið um kring í Reykjavík, skrá lögheimili sitt úti á landi, hjá foreldrum eða ættingjum, og þiggja fyrir vikið 30—40 þús. kr. á mánuði í fæði og húsaleigustyrk skattfrjálst, litlu minna en mörg einstæð móðir hefur í mánaðar- laun. Alþýðuflokkurinn á að skera uppherör gegn þessari og annarri ámóta ósvinnu, sem viðgengst meðal forréttindahópa í þjóðfélag- inu. Gamlir og staðnaðir stjórn- málamenn hafa lítinn skilning á þessum hlutum, þegar þeir snerta þá sjálfa og erfitt að hrófla vð sam- tryggingu kerfisins, en unga fólkið fylgir þeim sem snýst ódeigur gegn bitlingum og forréttindum. Vilji Alþýðuflokkurinn kalla á unga fólkið til liðs við sig og reyn- ast uppruna sínum sannur, þá er hér málaflokkur sem skylt er að huga að. Mál er að linni. Ég hef ekki rætt um dugandi forystu Jóns Baldvins við umræður efnahagsbandalag- anna, rösklega stjórn Jóhönnu á húsnæðismálum né vasklega framgöngu Jóns Sigurðssonar við sameiningu banka, heldur fjallað um það sem miður hefur farið. Margir flokksmenn að sjálfsögðu munu vera ósammála þessum sundurlausu athugasemdum mín- um og jafnvel bregðast hinir verstu við og þykja vegið af ósann- girni gegn flokknum og forystu- mönnum hans. Þeir um það. En hinu verður ekki neitað, þótt menn fallist ekki á gagnrýni mína, að alvarlegar meinsemdir hrjá flokkinn og menn vinna ekki bug á þeim með því að stinga höfðinu í sandinn. Flokkurinn hefur rang- ar áherslur í mikilvægum málum, hann hefur villst af leið en þaö er enn unnt að koma honum i húsa- skjól ef Alþýðuflokksmenn og stofnanir flokksins hafa djörfung og einurð til að ræða vanda flokksins af fullri hreinskilni og taka á honum. Sá einn er tilgangur þessa greinarkorns að brýna menn til slíkra hluta. Vinningstölur laugardaginn 13. jan. ‘90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 2.395.250 2. 1 416.115 3. 4af5 76 9.444 4. 3af 5 2.806 596 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.201.485 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.