Alþýðublaðið - 24.01.1990, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 24.01.1990, Qupperneq 6
6 Miðvikudagur 24. jan. 1990 SMÁFRÉTTIR jr Alyktun um orkufrekan iðnað Vegna þeirrar umræðu um staðarval álvers, sem verið hef- ur að undanförnu, vill hrepps- nefnd Reyðarfjarðarhrepps koma eftirfarandi sjónarmiðum sínum á framfæri. 1. Nýtt álver kallar á virkjun í Fljótsdal. Hreppsnefnd telur að nýta beri meginhluta orku fjórðungsins innan hans enda ástæðulaust að flytja orkuna lengra en þörf er. Hreppsnefnd óttast, að verði meginhluti ork- unnar fluttur burtu, nú í þess- um áfanga verði haldiö áfram á þeirri braut. 2. Reyðarfjörður uppfyllir vel þau skilyrði sem þurfa að vera til staöar fyrir stóriðnað. Flutn- ingslínur frá virkjunum geta vart verið styttri, samgöngur á landi allgóðar, stutt á væntan- legan alþjóðaflugvöll. Landrými til iðnaðar nægilegt og einnig fyrir íbúðabyggð. Hafnarskilyrði ein hin bestu á landinu og lík- lega hvergi ódýrara að byggja höfn. Sigling til Evrópu er u.þ.b. sólarhring skemmri hvora leið en frá Faxaflóa. Hafíshætta hverfandi. 3. Hreppsnefnd Reyðarfjarð- arhrepps mótmælir þeirri skoö- un, sem oft er haldið fram, að fámenni Reyðarfjarðar og næstu nágrannabyggða útiloki nánast að reisa fyrirtæki á borð við álver þar. Hreppsnefnd hef- ur mun meiri áhyggjur af áhrif- um stöðnunar á svæðinu en af ■tímabundnum þensluáhrifum, sem vissulega mundu leiða af byggingu stórfyrirtækis, og lýs- ir sig reiðubúna til að leysa þau vandamál í samvinnu við ná- grannabyggðir. Ungir leik- stjórar þreyta frumraun sína með reynd- ustu leikurum Þjóðleik- hússins Dagskrá með smáverkum er- lendra afbragðshöfunda verður sýnd á stóra sviði Þjóðleik- hússins áður en því verður lok- að vegna viðgerða í febrúar. Þessi dagskrá verður byggö upp á örstuttum leikritum og Ijóðum eftir nokkra merkishöf- unda, sem sumir hafa aldrei verið kynntir fyrir íslenskum leikhúsgestum. Á meðal höf- unda eru Peter Barnes, Michel de Ghelderode, Eugene lon- esco, David Marmet, William Shakespeare og Harold Pinter. Tónlist semur Jóhann G. Jó- hannsson. Tveir leikendanna hættu í vetur sem fastráðnir leikarar við húsið og fóru á eftirlaun. Þeir Bessi Bjarnason og Rúrik Haraldsson Fjórir þeirra voru með í opnunarsýningum húss- ins og eiga því 40 ára starfs- afmæli, þau Baldvin Halldórs- son, Bryndís Pétursdóttir, Her- dís Þorvaldsdottir og Róbert Arnfinnsson. Auk þeirra leika Anna Kristín Arngrímsdóttir, Arnar Jónsson, Bríet Héðins- dóttir, Gunnar Eyjólfsson, Tinna Gunnlaugsdóttir o.fl. Leikstjórar eru fjórir talsins, allt ungt fólk sem nýlega hefur lokið sérnámi í leikstjórn og þreytir þarna frumraun sína í Þjóðleikhúsinu. þar með er stefnt saman þeim leikurum sem verið hafa burðarásar Þjóðleikhússins í 40 ár og yngstu kynslóð leikstjóra, sem vænta má að láti til sín taka í framtíðinni. Leikstjórarnir eru Hlín Agnarsdóttir, sem hefur yfirumsjón með dagskránni, Ásgeir Sigurvaldason, Ingunn Ásdísardóttir og Sigríður M. Guðmundsdóttir. Gunnar Bjarnason, yfirleik- myndateiknari Þjóðleikhússins hannar leikmynd og búninga. Æfingar eru þegar hafnar og eru sýningar ráðgerðar 15., 17. og 18. febrúar. * Krossgátan 1 r-1 i.n 5 c 6 7 é 9 10 □ n □ Í2l 13 "J Lárétt: 1 stybba, 5 kappsöm, 6 skjól, 7 tón, 8 ógilda, 10 eins, 11 tíndi, 12 svipað, 13 skaða. Lóðrétt: 1 fönn, 2 hlíf, 3 reið, 4 vesalast, 5 sífellt, 7 fyrirhöfn, 9 kvenmannsnafn, 12 kusk. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 gjörn, 5 slár, 6 ver, 7 Sl, 8 einatt, 10 ið, 111 lóa, 12 ælir, 13 natin. Lóðrétt: 1 gleiö, 2 járn, 3 ör, 4 neitar, 5 sveinn, 7 stóin, 9 Alli, 12 æt. RAÐAUGLÝSINGAR Rekstur kaffistofu Stjórn Hafnarborga, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar auglýsir eftir tilboðum í rekstur kaffi- stofu hússins. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður. Tilboð þurfa að berast skrifstofu Hafnarborgar, Strandgötu 34, Hafnarfirði fyrir 10. febrúar nk. Stjórn Hafnarborgar. 5000 SÆNSKAR KRÓNUR 5000 SÆNSKAR KRÓNUR á viku eða jafnvel meira. Stórkostleg söluhugmynd fyrir alla fjölskylduna. Við bjóðum upp á góða samvinnu, þar sem við munum vinna samhliða undir stjórn samtaka okkar. Þú getur unnið heima, og við krefjumst engrar reynslu. Þú ákveður sjálf/ur vinnutíma þinn. Vinnan felst í að skrifa heimilisföng og að pakka inn pökkum til viðskiptavina í Evrópu. Þú færð stöðuga aðstoð frá fyrirtæki okkar. Þú þarft að leggja fram 16.500 sænskar krónur sem byrjunarfjármagn. Við sjáum um allt sem þú þarfn- ast. Leyfðu okkur að segja þér frá meiru varðandi þetta. Skrifaðu til okkar upplýsingar og fáðu nánari upp- lýsingar. HERMENT AB, Box 5044, S-123 05 FARSTA 5, Sverige. „Égheld ég gangí heim“ Eftireinn -ei aki neinn mÉUMFERÐAR V RÁÐ .Flokkætarfið Alþýðuflokksfólk á Selfossi Almennur félagsfundur verður haldinn fimmtudag- inn 25. janúar kl. 20.30 í húsi Verkalýðsfélagsins Þórs við Eyrarveg. Fundarefni: 1. Bæjarstjórnarkosningar 2. Alþýðuflokksfélag fyrir Árborgarsvæði 3. Önnur mál Stjórnin. OPIÐ PROFKJOR ALÞÝÐUFLOKKSINS í KÓPAV0GI verður haldið dagana 24.—25. febrúar 1990. Framboðsfrestur er til 5. febrúar nk. kl. 20.30. Kosið verður um sex efstu sæti framboðslistans. Framboðum skal skila til formanns kjörstjórnar, Steingríms Steingrímssonar, Hátröð 6, s. 43981 fyr- ir lok framboðsfrests. Framboði skal fylgja listi 10 meðmælenda, sem eru flokksbundnir Alþýðuflokksmenn. 22. janúar 1990, Kjörstjórn. Bæjarmálaráð Alþýðuflokksins í Hafnarfirði heldur fund í Alþýðuhúsinu Strandgötu 32, mánu- daginn 29. janúar kl. 20.30. Fundarefni: Skipulagsmál. Framsaga: Sigþór Jóhannesson og Jóna Ósk Guðjónsdóttir Fundarstjóri: Valgerður Guðmundsdóttir. Allt Alþýðuflokksfólk er hvatt til að mæta á fundinn. Bæjarmálaráð. KRATAKAFFI Byrjum aftur af fullum krafti eftir jólafrí. Næsti fundur miðvikudag 24. janúar næstkomandi kl. 20.30 í Félagsmiðstöð jafnaðarmanna Hverfisgötu 8—10. Gestur fundarins verður Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokks- ins. MÆTUM ÖLL. Stjórn Alþýóuflokksfélags Reykjavíkur HAPPDRÆTTI Dregið hefur verið í Happdrætti Fulltrúaráðs Al- þýðuflokksfélaganna í Reykjavík. Upp komu eftirtalin númer: 1. vinningur 1265 2. vinningur 179 3. vinningur 1985 4. vinningur 436 5. vinningur 552 6. vinningur 164 7. vinningur 1063 8. vinningur 833 9. vinningur 806 10. vinningur 932 Allar upplýsingar á skrifstofu Alþýðuflokksins sími 29282. Almennir stjórnmálafundir með Jóni Sigurðssyni, viðskipta- ráðherra og iðnaðarráðherra og Jóni Sæmundi Sigurjónssyni al- þingismanni, verða haldnir á eftir- töldum stöðum: Sauðárkróki laugardaginn 27. janúar, í Safnahúsinu kl. 17.00. Skagaströnd sunnudaginn 28. janúar, í Fellshorg kl. 16.00. Alþýðuflokkurinn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.