Alþýðublaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 31. jan. 1990 7 ÚTLflND Kim II Sung herðir tökin Nicolae Ceausescu og Kim II Sung voru míklir aðdáendur hvor annars. Arum saman jusu þeir gullhömrum hvor á ann- an og þegar þeir fóru að þrá samveru taldi Ceausescu ekki eftir sér að vippa sér til Pyongyang og hafa það huggulegt í einhverri glæsihöll vinarins í N-Kóreu. Þar fékk rúmenski einvaldurinn þá undirgefnu þjónustu sem hon- um fannst sér bera í utanlandsferð- um. Hann var jú eini sanni vinur N-Kóreu á meginlandi Evrópu. Það var í maí síðastliðnum sem Ceausescu heimsótti vini sína í síð- asta sinn. „Hinn guðdómlegi" Kim II Sung gaf fyrirmæli um, að fólk safnaðist út á götur og fagnaði vini þeirra frá Rúmeníu sem allra mest og best. Það var ýmislegt líkt með þeim félögum. Eins og rúmenski harðstjórinn hafði Kim II Sung gert kommúnistaflokkinn að sínu persónulega valdaafli. í kjölfar svo persónulegs einræðis kemur Trúlega hefur hinum 77 ára gamla Kim II Sung brugöið í brún, þegar myndin af hinum líflátna haröstjóra Rúmeníu var sett á skrifborö hans. vanalega „nepotisminn" (að hygla ættingjum). I N-Kóreu er sonur Kim II Sung (Kim Jong II) í starthol- unum að taka við krúnunni ef Kim pabbi fellur frá. það mun náttúr- lega óhjákvæmilega ske fyrr en seinna enda þótt áróðursmeistar- ar í Pyongyang tali ur.i „hinn ódauðlega foringja okkar" og máli myndir þar sem geislabaugur um- lýkur höfuð foringjans. Kim II. Sung hefur eins og Ceausescu byggt upp ógnvekjandi „öryggis- lögreglu". Hún samanstendur af 100.000 manns sem eru með nefið ofan í öllu í þjóðfélaginu — á ríkis- skrifstofum, í verksmiðjum, í land- búnaðinum og í hernum. Flótta- menn frá Norður-Kóreu hafa skýrt frá því, að alveg eins og í Rúmeníu sé sérstök „yfirstétt" þ.e. stjórnar- menn í flokknum og tryggir fylgis- menn hans og eru þeir taldir vera um 25 prósent þjóðarinnar. Þessi yfirstétt fær bestu bústaðina og nýtur svo til allra forréttinda sem hún kærir sig um. Þrátt fyrir hinn pólitíska vinskap Kim II Sung og Ceausescu er talið að stjarna Kim II Sung muni skína enn um stund. Norður-Kórea er í Asíu langan veg frá lýðveldunum í Evrópu og einn- ig vegna þess að efnahagsástand í N-Kóreu er skárra en í Rúmeníu þó það sé ekki sú paradís sem áróð- ursmeistarar flokksins vilja vera láta. Harðstjórinn í Norður- Kóreu á yngri árum. INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR SJÓNVARP Sjónvarp kl. 20.35 GESTAGANGUR HJÁ ÓLÍNU Ólína Þorvarðardóttir fær Birgi ís- leif Gunnarsson í heimsókn til sín í þáttinn Gestagang að þessu sinni. Allir kannast við stjórnmálamann- inn Birgi Isleif, borgarstjóra, þing- mann, ráðherra. En Olína mun hafa í hyggju að kynna aðra hlið á Birgi, ekki hina opinberu. Þátturinn er sendur út í beinni útsendingu. stemma stigu við ófögnuðinum, og árangurinn er sannast sagna ótrú- legur, en best að segja ekki of mikið hvernig fer. Stöð 2 kl. 20.25 SNÓKER MEISTARANNA Billiard eða ballskák er talsvert vin- sælt tómstundagaman. Stöð 2 býður upp á góða leikmenn á skjánum í kvöld, þá Steve Davis og Alex Higg- ins, sem koma hingað til lands og leika einn leik. Margir kannast við Davis frá í fyrra þegar hann var hér á ferð og gerði marga forviða með leikni sinni. Þá var með honum Neil Foulds. Steve Davis er einhver tekju- hæsti og vinsælasti ballskákleikari Bretlandseyja, sexfaldur heims- meistari og heldur þeim titli í dag. Higgins varð heimsmeistari 1972 og 1982. Snókerinn skipar veglegan sess í dagskrá Stöðvarinnar í kvöld, — sýnt verður í þrennu lagi, kl. 20.25, 21.05 og 23.00. Sjónvarp kl. 21.20 „FYRR VAR 0FT í K0TIKÁTT..." Hér er um að ræða skemmtiþátt frá Berns, fínasta veitingahúsi Stokk- hólmsborgar um 125 ára skeið. Á frummálinu heitir þátturinn Lycka til Berns, eða Til hamingju Berns! Anne-Christine Blixt heitir stjórn- andi þáttarins og segir hún að hér sé um að ræða eins konar „flugelda- sýningu minninganna", ótal mörg smábrot úr safni sænska sjónvarps- ins. Meðal krafta sem fram koma má nefna Díönu Ross, Marlene Diet- rich, Shirley Bassey, Sven Bertil Taube, Alice Babs og fleiri og fleiri. Stöð 2 2 kl. 21.50 SNUDDARAR Bandarískur sakamálamyndaflokk- ur með Tim Reid og Daphne Max- well Reid. íbúðahverfi verður fyrir ítrekuðum ránum. Stofnað er til samtaka íbúanna til að reyna að 0 ^^STÖÐ-2 17.50 Töfraglugginn 15.30 Úr öskunni i eldinn (A Deadly Business) 17.05 Santa Barbara 17.05 Fimm félagar 1800 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Poppkorn 18.15 Klementina 18.40 í sviðsljósinu 1900 19.20 Hver á aö ráöa? 19.50 Bleiki pardusinn 20.00 Fréttir og veöur 20.35 Gestagangur Gestur þáttarins er Birgir ísleifur Gunnarsson 21.20 Fyrr var oft í koti kátt... Skemmtiþáttur frá veitingahúsinu Berns í Stokkhólmi 22.20 Fangaskipiö Siðasti þáttur 19.1919.19 20.30 Af bœ i borg 21.00 Horfnir snillingar Gunnar Gunnarsson 21.45 Snuddarar 22.35 Þetta er þitt lif 2300 23.00 Ellefufréttir 23.10 Fangaskipið frh. 00.00 Dagskrárlok 23.00 Boston- morðinginn (The Boston Strangler) Magnþrungin mynd byggö á sannsögulegum atburðum 00.40 Dagskrárlok

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.