Alþýðublaðið - 09.02.1990, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 09.02.1990, Qupperneq 1
Loksins, loksins Eggjastríð í uppsiglingu? Eggjabirgdir safnast upp hjá stœrri framleidend- um. Gœti leitt til veröstríös eöa tímabundinnar út- sölu eins og fyrir jól. „Ég bið menn einungis að velta því fyrir sér hvort nokkur von hefði verið til þess að slíkir samningar hefðu náðst ef ekki hefði fyrst tekist hægum en ör- uggum skrefum að lagfæra rekstrargrundvöll höfuðat- vinnuvega þjóðarinnar," segir Jón Sigurðsson, við- skipta- og iðnaðarráðherra í grein i Alþýðublaðinu i dag. Jón segist skilja vel að Þorsteini Pálssyni gangi illa að túlka hina merku kjara- samninga, sér og sínum flokki í hag. — SJÁ NANAR Á BLS. 5. Eggjabirgðir safnast upp hjá framleiðendun- um um þessar mundir og samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins munu nú stærstu framleiðend- urnir eiga a.m.k. nokk- urra vikna birgðir á lag- er. Þetta ástand gæti á næstunni leitt til verð- stríðs á eggjamarkaði eða a.m.k. tímabundinn- ar útsðiu svipað og gerð- ■st fyrir jólin. Eftirspurn eftir eggjum virðist vera nokkru minni en framboðið um þessar mundir. Eggin safnast því upp hjá framleiðendum. Að því er fróðir menn herma, lendir uppsöfnunin nánast öll á stærri framleiðendun- um vegna þess að minni framleiðendurnir eiga auð- veldara með að koma um- framframleiðslunni í verð eftir einkaleiðum. Sam- kvæmt heimildum Alþýðu- blaðsins munu þess nú dæmi að hjá einstökum framleiðendum séu til birgðir sem samsvari upp undir eða jafnvel um mán- aðar sölu. Þetta þýðir auðvitað í reynd að þessir framleið- endur verða að velja á milli þess að henda umfram- framleiðslunni eða reyna að koma henni í verð með því að lækka verðið veru- lega. Þetta var það sem gerðist fyrir jólin þegar eggjaverð fór um nokkurra vikna skeið niður fyrir 200 krónur kílóið. Gubmundur J. Gudmundsson, formaöur VMSÍ um samningana: Sömu hugmyndir hétu samsærisbrugg í fyrra Ef tilraunin tekst skapast grunnur fyrir nýtt þjóöfélag og jöfnun lífskjara, sagöi Guömundur í kratakaffi á miövikudag „Ef þessi tilraun tekst þá skapast grunnur fyrir nýtt þjóðfélag á íslandi. Það þarf auðvitað meira til, einn allsherjar uppskurð á kerfinu, en með þessu er grunnurinn lagður. Bregð- ist einhver hrynur allt yfir okkur aftur með helmingi meiri verðbólgu en við höfum þekkt lengi“ sagði Guðmundur J. Guðmunds- son, formaður VMSÍ og Dagsbrúnar á fjörugum kratakaffifundi um ný- gerða kjarasamninga á miðvikudag. Guðmundur sagði að mikil hugarfarsbreyting hefði átt sér stað með þessum samn- ingum. Hann sagði að innan Verkamannasambandsins hefðu menn hreyft ámóta hugmyndum á síðasta ári, ,,sem við reyndum að þræla í gegn, en fengum ekki svör frá hluta af Alþýðusamband- inu og ég tala nú ekki um frá Vinnuveitendasambandinu. Þá vorum við taldir svikar- ar og slíkar hugmyndir kallaðar samsærisbrugg, hugmyndir sem menn verða þjóðhetjur fyrir í dag.“ Guðmundur sagði að hug- arfarsbreytingin kæmi vel fram í sögulegri auglýsingu er ASÍ, VSÍ og Vinnumála- sambandið kostuðu í samein- ingu og birtast myndi daginn eftir, fimmtudag. ,,Það ætlaði næstum að líða yfir mig þeg- ar ég sá textann og sjálfsagt myndu margir gamlir samn- ingamenn snúa sér við í gröf- inni sæju þeir þetta. Það er auðvitað sögulegt þegar Vinnuveitendasambandið boðar í auglýsingu með ASÍ að með gömlu reikningsað- ferðunum hafi öllum kostn- aði verið veit sjálfvirkt út í verðlagið og að nú gangi slíkt ekki lengur. Þessi auglýsing boðar út af fyrir sig nýja tíma." Guðmundur gerði ýmsa sérhópa að umræðuefni og sagði í því sambandi að það þýddi ekki að vera með nein- ar hækkanir umfram þær sem í samningum væru, ann- ars færi allt til helvítis. Það væri dapurlegt til þess að hugsa að eftir því sem launin væru hærri væru menn harð- vítugri í launakröfum. „Ég treysti á að fyrirtæki og stjórnvöld rjúfi ekki þessa möguleika til að búa til nýtt þjóðfélag og jafna lífskjörin. Ef búvörur hækka ekki, vext- irnir lækka eins og gert er ráð fyrir, gengið heldur og opin- berar hækkanir koma ekki þá hef ég trú á því að þetta haldi. En ef einhverjir sér- hópar snara þessu yfir þá vit- ið þið hvað blasir við.“ Guðmundur sagði að sjálf- sagt yrði af öllum félögum erfiðast að koma samningun- um í gegn hjá Dagsbrún. „Taxtar Dagsbrúnar eru þetta 40—50 þúsund krónur og þarna liggur gremjan. Á hinn bóginn er borðleggjandi að ef tiiraunin tekst getur skapast hér nýtt þjóðféiag og skilyrði til þess að hækka þessi hræði- lega lágu laun.“ Fundur Dagsbrúnar um samningana verður á mánudag kl. 4. Mengun í Noröur-Atlantshafi: Umhverfisverndar- stofnun á fslandi í undirbúningi Alþjóðleg rannsókna- stofnun fyrir umhverfis- vernd um norðanveri Atl- antshaf, staðsett á íslandi, gæti orðið að veruleika innan fárra ára. Nefnd vinnur nú að því að athuga möguleika fyrir slíkri stofnun og mun væntan- lega skila af sér niðurstöð- um síðar í mánuðinum. Að sögn Júlíusar Sólnes, verðandi umhverfismálaráð- herra, má vænta þess að ráð- stefna innlendra vísinda- manna og hagsmunaaðila verði haldin snemma í mars í kjölfar þess að nefndin skili niðurstöðum sínum. Næsta skref yrði síðan að leita form- lega eftir samstarfi við aðrar þjóðir um samvinnu á þessu sviði. Talsverður áhugi mun vera fyrir því víða erlendis að koma upp rannsóknastofnun af þessu tagi, m.a. í Banda- ríkjunum. Júlíus Sólnes kvaðst einnig hafa nefnt þessa hugmynd við Kanada- menn og hefðu þeir ekki tek- ið henni illa. Hins vegar hefðu engar formlegar við- ræður átt sér stað enn. Nú þegar er til staðar al- þjóðlegt samstarf varðandi umhverfismál kringum norð- urheimskautið og Júlíus Sól- nes sagði að hugsanleg rann- sóknastofnun hérlendis gæti orðið eðlilegt framhald af því samstarfi. Arnþór Garðarsson, pró- fessor við Líffræðistofnun Háskólans, sem er formaður nefndarinnar, sagði í samtali við Alþýðublaðið að hér væri um afar víðtækt svið að ræða. Mengun af völdum efna eða geislunar væri þó það sem mörgum dytti fyrst í hug þegar rætt væri um um- hverfisvernd í hafinu. Naudungaruppbod á bílum annan huern mánuð: Flestir semja Rúmiega 1800 bílar og vinnuvélar verða boðnar upp 10. febrúar ef eigend- ur hafa ekki gert upp skuldir fyrir þann tíma. Svipaður fjöldi bíla hefur að sögn borgarfógeta, Jónasar Gústavssonar, verið auglýstur til upp- boðs að jafnaði annan hvern mánuð síðastliðin 2 til 3 ár. Ekki kemur þó til uppboðs nema á hluta af þessum bílum. Þær upplýsingar fengust hjá Tollstjóraembættinu í Reykjavík, sem er einn af uppbóðsbeiðendum, að flest- ir skuldaranna reyndu að semja um greiðslur áður en til uppboðs kæmi. Ef hins vegar ekkert er að gert er eignin seld hæstbjóðanda á nauðungaruppboði. „Við reynum að vera liðleg í samningum við fólk sama um hvers konar eignir er að ræða. Nauðungaruppboð eru alger þrautalending," segir Þuriður Halldórsdóttir, full- trúi hjá tollstjóra. „Það hristir hins vegar oft upp í fólki þeg- ar bíllinn er tekinn og fluttur á Vökuplanið, þá kemur það og gerir upp," sagði Þuríður. Á nauðungaruppboðum fer greiðslan fram í reiðufé. Að sögn borgarfógeta er það mismunandi hversu góð kaup hægt er að gera þar. Gamlar „druslur" seljist oft á verði hærra en gerist á bílasölum, en betri bílarnir hins vegar oft á lægra verði.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.