Alþýðublaðið - 09.02.1990, Side 2

Alþýðublaðið - 09.02.1990, Side 2
2 Föstudagur 9. febr. 1990 fflfBUBlMÐ Ármúli 36 Simi 681866 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blað hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Jón Birgir Pétursson Hinrik Gunnar Hilmarsson Sigurður Jónsson Leturval, Ármúla 36 Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakiö. GORBATSJOV ER ÞAR EN STALÍN ER HÉR F orsíöa Þjóöviljans í gær var söguleg. Yfir alla forsíðuna efst gaf aö líta fyrirsögnina „Sovétríkin: SIGUR LÝÐRÆÐISAFLANNA.' Neðar á sömu forsíðu stóö í eindálkafrétt: „Alþýðubandalagið: G- LISTI í REYKJAVÍK." í málgagni íslenskra sósíalista birtast þessar sögulegu þverstæður. Annars vegar hið gamla höfuðsetur kommúnismans, Sovétríkin, sem nú stefnir hraðbyri í átt að lýö- ræði og fjölflokkakerfi, í annan stað gamla hjáleigan á íslandi, Al- þýðubandalagið þar sem staðnað flokksræði ríkir. Gorbatsjov er þar, Stalín er hér. Stalínistarnir og flokkseigendurnir höfðu betur á fundi Alþýðu- bandalagsfélagsins í Reykjavík. Þar var naumlega felld tillaga Kristínar Á. Ólafsdóttur um viðræður við Alþýðuflokksmenn, Birtingu og óflokksbundið fólk um sameiginlegt framboð í Reykjavík. Samþykkt var hins vegar tillaga um að undirbúningur skyldi hafinn að framboði G-listans. Þar með er orðið Ijóst að Al- þýðubandalagið er ekki viljugt að vinna með Alþýðuflokknum og óháðum öflum um myndun sameiginlegs framboðs með opnu prófkjöri. Þar með hefur Alþýðubandalagið opinberað sig sem staðnað flokksvald sem hvorki hefur í hyggju að leyfa fólkinu að velja sína frambjóðendur né að ganga til samstarfs við félags- hyggjuöflin í Reykjavík. Það er því söguleg ákvörðun sem tekin var á fundi Alþýðubandalagsfélagsins í Reykjavík og hún er skýr: Alþýðubandalagið er enn ekki reiðubúið að sleppa flokkstaum- unum og sérhagsmunum flokksgæðinganna til að mynda öfluga og breiða grasrótarhreyfingu. Stalín er hér. Flokksgæðingar Alþýðubandalagsins hikuðu ekki við á um- ræddum fundi að nota ómerkilegustu lygar og lýðskrum til að halda í völd sín. Þannig lagðist Svavar Gestsson fyrrum formaður Alþýðubandalagsins svo lágt að fullyrða að Alþýðuflokkurinn vildi það eitt með sameiginlegu framboði í Reykjavík, að kljúfa Alþýðubandalagið! Og vitnaði í óskilgreindan leiðara í Alþýðu- blaðinu til að rökstyðja mál sitt. Ef Svavar Getsson hefur lesið leiðara Alþýðublaðsins um framboðsmálin í Reykjavík, ætti hon- um að sjálfsögðu að vera Ijóst að blaðið hefur allt frá byrjun stutt þá hugmynd, einfaldlega vegna þess, að Alþýðublaðið telur, að lýðræðislegir jafnaðarmenn eigi að vinna saman. Sameiginlegt framboð í Reykjavík hefði verið kjörinn vettvangur til slíks sam- starfs. Alþýðubandalagið hefurskilgreint sig sem flokk lýðræðis- legra jafnaðarmanna meðal annars í áramótagrein Ólafs Ragnars Grímssonarformannsflokksins í Þjóðviljanum. En SvavarGests- son og aðrir þeir sem felldu tillögu Kristínar Á. Ólafsdóttur um samstarf og opið prófkjör, hafa í raun skilgreint sjálfa sig með þeirri gjörð: Þeir eru ekki lýðræðislegir jafnaðarmenn, heldur aft- urhaldsmenn, sósíalískir foringjar gærdagsins sem ríghalda í valdastóla sína, valdsins vegna, forréttindanna vegna. Svavar og félagar munu halda þessum völdum, meðan þeir geta beitt flokksræðinu í sína þágu og haldið fólkinu frá lýðræðislegum ákvörðunum. Alþýðubandalagið er í dag í nákvæmlega sömu stöðu og ríki Austur-Evrópu þegar flokksgæðingar stalínismans tóku að riða til falls og héldu örvæntingarfullar ræður fullar af lyg- um og lýðskrumi til að hræða almenning til hlýðni. Að lokum tókst það ekki lengur í Austur-Evrópu og fólkið tók völdin. Enn hafa Svavar og flokksgæðingarnir völdin í Alþýðubandalaginu. í dag er lýðræðisþróunin lengra komin í Sovét en í Alþýðubanda- laginu. Gorbatsjov er þar. Svavar og Stalín hér. ONNUR SJONARMID ER verkalýðshreyfingin stöðnuð? Er hún stórlöskuð eftir hagsmuna- árekstra? Athyglisverð grein birtist í Þjóðviljanum í gær eftir Níels nokk- urn Alvin Níelsson, verkamann á Selfossi, þar sem greinarhöfundur gerir ofangreindar vangaveltur að umtalsefni. Níels spyr m.a. hvort það fari sam- an að sami maðurinn sé forseti ASI og formaður bankastjórnar íslands- banka: „Verkalýðshreyfingin er fyrir löngu orðin að bákni, stöðnuð, og forystan fyrir löngu komin úr takt við fólkið í landinu. Eitt af höfuðvandamálum hreyfingar- innar er hversu mikið hún hefur verið dregin inn í kerfið. ASI er í dag komið í þá stöðu að vera einn stærsti atvinnurekandinn í bankakerfi þjóðarinnar með eignarhlut sínum í Islands- banka. Þannig er nú forseti Al- þýðusambandsins kominn báð- um megin borðsins þegar kemur að því að semja um vextina. Þetta er náttúrlega óeðlileg staða, og neitar því enginn. Hér er ekki verið að bera brigður á heilindi forseta Aiþýðusambandsins, langt í frá, en rétt er að benda á að það getur vart talist heppilegt að upp komi sú staða að sá fjöldi manna sem forsetinn hefur um- boð fyrir, hafi tilefni til að efast um hverra hagsmuna hann gæti þegar hann stýrir fundum bankaráðs Islandsbanka. Við þessu verður að bregðast." A sama tíma og talsmönnum land- búnaðarmafíunnar virðist fara fækkandi í Framsóknarflokknum og þar eru jafnvel farnar að heyrast skynsamar tillögur um uppstokkun í landbúnaðarkerfinu, minnkun nið- Ásmundur Stefánsson: Hagsmuna- arekstur að vera baeði forseti ASÍ og stjórnarformaður íslandsbanka? urgreiðslna og stýringu á fram- leiðslu eftir neysluvenjum og mark- aðseftirspurn, virðist landbúnað- armafíósum fara fjölgandi í Alþýðu- bandalaginu. í gær gaf að líta leiðara í Þjóðvilj- anum þar sem beinlínis er sagt bein- um orðum að ráðlegast sé að leggja framtíð landbúnaðarbáknisins í hendurnar á ráðunautafundi Bún- aðarfélag Islands og Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins. En rúsín- an í pylsuenda leiðarans er þó, aö í framtíðinni muni Hagþjónusta land- búnaðarins á Hvanneyri reikna allt út fyrir stjórnmálamenn og lands- menn alla þannig að allir geti verið vel upplýstir þegar teknar eru ákvarðanir um landbúnaðarmál. Umrædd Hagþjónusta á Hvanneyri hefur veriö mjög umdeild og vafaat- riði hvort hún komist nokkurn tím- ann á laggirnar, enda enn ein ,,sér- fræðistofnunin" sem þjóna á land- búnaöarmafíunni. En lesum orð höfundar forystugreinar Þjóðvilj- ans: „Frumstædar aðferðir og gagnaöflun eiga ekki lengur að líðast í umfjöllun landbúnaðar frekar en aðrar greinar, en hann hefur lengi verið undir það ólán seldur. Nýstofnuð Hagþjónusta landbúnaðarins á Hvanneyri mun í framtíðinni taka að sér gagnaöflun, úrvinnslu og dreif- ingu talna og hagrænna upplýs- inga sem nú heyra undir ýmsa óskylda aðila. Sá tími ætti því senn að vera liðinn að menn komist upp með að slumpa sífellt frjálslega á tölur og staðreyndir í landbúnaðarmálum." Merkasta viðfangsefni Hagþjón- ustunnar á Hvanneyri verður efalít- ið að kenna bændum bókhald, en hingað til hafa þeir ekki þurft að sýna nein bókhaldsgögn yfir fram- leiðslu sína. Kannski verður þá hætt að slumpa á tölur! EINN MEÐ KAFFINU Geðlæknirinn: — Kæra frú! Ég get glatt þig með því, að ég hef læknað þá áráttu þína að þú sért drottningin í Englandi! Konan: — Er það? Voða er ég fegin! Þú sendir þá bara reikn- inginn í Hvíta húsið! DAGATAL Hraktar gróusögur um stööina Rosalegar sögur hafa gengið um sjónvarpsstöð sjónvarpsstöðv- anna, sjálfa Stöðina og nýleg skrif í æsiglanstímaritum hafa virkað sem bensín á eldinn. Fyrrverandi sjónvarpsstjóri hefur þurft að mæta í silkiviðtali hjá Palla frétta- stjóra, síðuviðtali hjá Mogganum og mjúklínuviðtali hjá Hemma Gunn til að halda andliti. Til að forvitnast um stöðuna á Stöðinni, hringdi ég i einkavin minn sem vinnur á einni deild Stöðvarinnar. Vinur minn var að borða í hádeg- inu á dýrasta veitingastað borgar- innar svo ekki náðist í hann. En sem reyndur blaðamaður var ég með númerið á bílasíma vinarins i límósinunni. Hann svaraði þegar í stað. — Er þetta allt að fara á haus- inn? spurði ég. — Ha? sagði vinurinn og kallaði síðan til einhverra farþega: Viljið þið lækka í videótækinu svo ég heyri í manninum! Eg endurtók spurninguna. — Ég held að þú sért að verða vitlaus, Dagfinnur, svaraði vinur- inn, Við rekum Stöðina á mjög hagkvæman hátt og höfum alltaf gert. Ég heyrði einhverjar raddir í bakgrunni spyrja hvort opna ætti kampavinsflöskurnar strax. Eg spurði vin minn um tíðindin af óráðsíunni og bruðlinu á Stöðinni. — Allt tómt kjaftæði. Hver held- urðu að taki mark á svona skrif- um? Þetta eru gróusögur þar sem 90 prósent er algjör della og 10 prósent tómar lygar. Það stóð til dæmis að ég hafi átt að fara á einkaþotu frá Tókíó til New York til að kaupa rafhlöður í vasatölvu mína! — Og var ekkert til í því? spurði ég- — Nei, nei, blessaður vertu, þetta voru rafhlöður i litla litasjón- varpið mitt í kústaskápnum. — Hvað með öll kvennamálin? spurði ég. — Hvaða kvennamál? spurði vinurinn. Auðvitað vinna mjög hæfar konur á Stöðinni. Þær eru velmenntaðar og hafa komist áfram af eigin rammleik. Þetta eru ekkert annað en kynjafordómar! — En þú varst nú orðaður við fimm þeirra áður en þú giftist þeirri sjöttu? spurði ég. — Það getur vel verið. Ég læt slíkt bull og lygasögur sem vind urn eyru þjóta. Ég heyrði vin minn hvísla fram- hjá tólinu: „Stelpur, farið að hella í glösin." * Eg gafst ekki alveg upp. — En þær sögur hafa gengið að þú og aðrir hafi átt fjölmörg greiðslukort sem félagið borgaði hikstalaust? — Þetta er enn ein lygin, sagði vinur minn. Greiðslukort Stöðvar- innar voru öll í höndunum á ábyrgum mönnum. Ég fékk meira að segja verðlaun frá einu greiðslukortafélaginu. — Hvers vegna? — Sem kúnni ársins á Norður- löndum, svaraði vinurinn. — Því er líka haldið fram, að auglýsingar Stöðvarinnar hafi alÞ ar farið í að borga föt á fréttamenn og gengdarlausa neyslu topp- anna? — Gróusögur, sagði vinurinn. Vissulega höfum við tekið mikið út af vörum og greitt með auglýs- ingabirtinguií). Það sem kjafta- söguliðið hefur hins vegar ekki áttað sig á, er að það er gífurleg auglýsing fyrir fyrirtækin að við erum í fötum frá þeim, ökum um á bílum frá þeim, förum í hnatt- ferðir frá ferðaskrifstofum sem auglýsa og svo framvegis. — Ég skil, sagði ég. Eitthvað að lokum? — Ef þú ætlar að birta þetta, þá vil ég fá að skrifa það sjálfur og fyrirsögnin á að vera: STÖÐIN STENDUR Á TRAUSTUM GRUNNI. Annars má ég ekki vera að því að tala lengur við þig, ég er kominn á veitingastaðinn og það er búið að taka frá fjörutíumanna borð handa okkur í hádegissnarl. See you! fyciCj^vyrWT

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.