Alþýðublaðið - 09.02.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 9. febr. 1990
O
Fjör í kratakaffi meö Guömundi jaka:
Unga fólkið i Dags-
brún er fullt af
angist og gremju
Guðmundur J. Guðmundsson og hluti fundargesta. „Það þarf einn allsherj-
ar uppskurð á þjoðfelaginu " A-mynd: E.ÓI.
Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verkamanna-
sambandsins og Dagsbrúnar var gestur í vel sóttu krata-
kaffi á miðvikudag og flutti þar framsöguræðu um samn-
ingana og fólkið í Dagsbrún. Ut frá ræðunni spunnust síðan
fjörugar umræður og meðal annars skemmtileg skoðana-
skipti Guðmundar og ráðherranna Jón Baldvins Hannibals-
sonar og Jóns Sigurðssonar.
Guðmundur sagðist í upphafi
mega til með að stríða krötum, til
að fá fjör í umræðurnar. ,,Mér þyk-
ir það merkilegt að Alþýðuflokk-
urinn skuli vera aðeins 10—15%
flokkur þegar við blasir að 65%
þjóðarinnar eru með sósíal-
demókratískar hugsjónir. Aum-
ingjar eruð þið! Það hafa verið
leiknir magnaðir pólitískir leikir
og sjálfsagt hægt að skýra þetta
sögulega, en engu að síður veit ég
ekki um nokkurn flokk með slíkan
grunn að baki. Meira að segja í
Sjálfstæðisflokknum er 35% fylg-
ismanna með sósíaldemókratísk-
ar hugsjónir."
Þá tók Guðmundur til við að
lýsa aðstæðum og viðhorfum
Dagsbrúnarfólks. „Fyrir 30 árum
voru 60% þjóðarinnar ófaglært
verkafólk, en nú er þetta hlutfall
um 35%, slík hefur sérhæfingin
orðið. Það má líka greina breytta
tíma á því fólki sem í Dagsbrún er,
á því hve lífsmunstrið er ólíkt eftir
aldri. Hjá fólkinu sem er yfir sjö-
tugt er yfirgnæfandi meirihluti,
um 90%, með eigið húsnæði, en á
sama tíma er stór hluti þessa fólks
örsnautt. Meðal eldra fólksins er
nokkuð stór hópur sem reyndar á
100—600 þúsund krónur á banka-
bókum, sem margar hverjar hafa
ekki verið hreyfðar jafnvel í 20 ár.
Svo rekst maður reyndar á ein-
staka menn sem eiga nokkuð af
eignum og hafa stúderað peninga-
markaðinn. Þannig veit ég um 3
Dagsbrúnarmenn sem eiga yfir 10
milljónir í banka.“
Fólagshyggjan veikari hjá
unga fólkinu
„Stór hópur býr hins vegar við
kröpp kjör og veltir fyrir sér hverj-
um einasta eyri sem það lætur frá
sér og kaupir ekkert nema að vel
athuguðu máli. Hjá eldra fólkinu,
sem kannski safnaði skósvertu-
dósum fyrr á árum, er lífsstíls-
breytingin kannski ekki ýkja mik-
il. Þetta fólk á yfirleitt eigin íbúðir,
en oftast lélegar íbúðir í gömlum
húsum. Það er einkennilega sterkt
í þessu fólki hvað það leggur mikið
á sig til að hjálpa börnum sínum til
náms og íbúðarkaupa, það er
þeirra lífsfylling oft á tíðum. Ótrú-
lega stór hópur þessa fólks leggur
meira upp úr íbúðum barna sinna
en sínum eigin.
I þessu sambandi er einmitt erf-
Þad hefur enginn þorad
ad fylgja Alþýdu-
flokknum í land-
búnadarmálum. Þad
hefur því ekki verið
meirihluti fyrir því að
taka á því gegndarlausa
brjálœöi sem þar er
uppi, segir Guðmundur
J. Guðmundsson,
formaður VMSI og
Dagsbrúnar.
itt að horfa upp á hvað hefur verið
að gerast með minnkandi vinnu
og rýrnandi kaupmætti. Ég hef
séð ómannleg tilfelli í tugatali, þar
sem eldri hjón hafa átt prýðilega
íbúð, en eru búin að missa hana.
Það er þá ekki vegna þess að þau
hafi eytt um efni fram, heldur að
lán hafi verið tekið, veð lánað
börnunum eða skrifað undir víxil,
en síðan allar áætlanir brugðist.
Því miður eru þó nokkur brögð að
því að fullorðin hjón sem hafa
þrælað öll sín ár séu allt í einu
komin á götuna."
Guðmundur sagði að lífsstíllinn
hjá Dagsbrúnarfólki breyttist síð-
an talsvert með lækkandi aldri.
„Þegar komið er niður fyrir sex-
tugt er bilaeign orðin nokkuð al-
menn og fólk á þá meira en borð,
fjóra stóla og dívan. Og þegar
komið er niður fyrir þrítugt keyra
bæði hjónin með allt á útopnu.
Það hefur enda verið ætlast til
þess að fyrirvinnur séu tvær. Hjá
þessu unga fólki er mikill dugnað-
ur, en líka meiri óregla og kröfu-
harka. Lífsstíllinn er ótrúlega ólík-
ur og að sumu leyti líka viðhorfin:
Félagshyggjan er ekki eins sterk.
Það er meira um það, að ef einn
maður fær einn launaflokk fyrir
sjálfan sig er hann ánægður, skítt
með samstöðuna.
Hallalaus f járlög
slá ekki í gegn!
En þetta hefur líka verið að
breytast eftir að dró úr atvinnu og
kaupmætti. Margt af þessu unga
fólki býr nú við angist og skelf-
ingu. Ég fæ daglega heimsóknir
ungs fólks með allt á heljarþröm.
Vextir og verðbætur hafa reynst
þeim ofviða og fjárfestingar hrun-
ið. Þetta fólk er fullt af angist,
gremju og tortryggni út í öll stjórn-
völd. Eftir því sem félagsfræðing-
um hefur fjölgaö hefur þjóðfélags-
sýnin brenglast og þá verður ríkis-
valdiö óvinur. Það er t.d. alrangt
og mesti misskilningur að gagn-
vart þessu fólki sé hægt aö slá í
gegn með heitstrengingum um
hallalaus fjárlög! Fólkið hefur líka
áhyggjur af erfiðleikum atvinnu-
lífsins, en er heitt þegar það horfir
upp á fjölda gervigjaldþrota með
tíðum eigendaskiptum. Það er
skrípaleikur sem verður að
stöðva. Einnig þá ósvinnu sem
fólk horfir upp á, að efnaðir menn
vaða uppi skattlausir og storka
þannig vinnandi fólki. Það vantar
talsvert upp á hinn móralska
grundvöll þegar þessir skattlausu
andskotar dansa lausir.
Og fleira verður að breytast, það
þarf einn allsherjar uppskurð í
þjóðfélaginu. Nefni ég sérstaklega
landbúnaðinn. Ég hef doldið verið
að væla út af honum, en sannast
sagna hefur enginn þorað aö
fylgja Alþýðuflokknum í þeim
málum. Annars staðar hefur ekki
verið meirihluti fyrir því að taka á
þessu gegndarlausa brjálæði.
Vitaskuld er meirihluti bænda fá-
tækir og skuldugir og lítið við þá
að sakast, en kerfið er slíkt að þaö
nálgast geggjun. Ég nefni t.d.
skiptinguna í mjólkursvæði, þar
sem finna má tilfelli þar sem 3,5
lítrar af olíu fara í að sækja hvern
lítra af mjólk! Ég veit að almennir
bændur átta sig á því að þetta
gengur ekki, en framámenn
þeirra og stjórnmálamenn þeirra
eru mun harðari en hinn almenni
bóndi."
Guðmundur ræddi nýgerða
kjarasamninga nokkuð og er
greint frá viðhorfum hans til
þeirra í sérstakri frétt blaöins. Eftir
framsöguna urðu sem fyrr segir
fjörug skoðanaskipti á fundinum,
sem því miöur eru ekki tök á að
greina frá, þótt margir gullmolar
hafi fokiö.
FÖSTUDAGSSPJALL
Nótt hinna löngu hnifa
Nokkrar ríkisstjórnir á undanförnum árum hafa reynt að
skera niður útgjöld þegar mönnum hefur ofboðið hallinn á
ríkissjóði venjulega skilaði það litlum árangri. Fyrir því
voru gefnar ýmsar ástæður, svo sem uppreisn þingmanna,
mótmæli félagasamtaka og hagsmunahópa eða mótþrói
verkalýðshreyfingar.
Oftast hefur orsakanna þannig verið leitað utan stjórnar
en ráðherrar sjálfir hafa talið sig tilbúna til hnífsbragðanna.
„Þær fréttir hafa heyrst að helstu baráttumennirnir gegn niðurskurðar-
hnífnum séu Alþýöubandalagsráöherrarnir Steingrímur J. Sigfússon og
Svavar Gestsson. Upphátt segjast þeir náttúrlega vera baráttumenn fyrir
a) menningu og menntun fyrir sálina, b) samgöngum fyrir landsbyggðina,
c) félagshyggju fyrir alla þá sem erfiða og þunga eru hlaðnir," segir Guö-
mundur Einarsson m.a. i Föstudagsspjalli sínu.
Nú bregður svo við að allir eru
óðfúsir til niðurskurðar nema rík-
isstjórnin sjálf. VSI hvetur til hans,
verkalýðshreyfingin beinlínis
krefst hans og þingmenn verða að
láta sér lynda skurðartalið vegna
þess að almenningsálitið er tilbúið
að taka því sem koma kann.
En ríkisstjórnin virðist ætla að
bregðast:
Tækifæri
Engin ríkisstjórn hefur fengið
annað eins tækifæri til að hreinsa
til í ríkisbúskapnum. Kjarasamn-
ingarnir standa og falla með
hjöðnun verðbólgunnar. Með það
að leiðarljósi væri hugrakkri
stjórn jafnvel kleift að ganga
lengra en samningaútgjöldin sjálf
krefjast. Þannig væri hægt að lag-
færa hinn gífurlega halla sem var
á fjárlögunum. Ekki veitir af, því
reynslan sýnir að bjartsýnar fjár-
lagaforsendur standast aldrei og
afkoma ríkissjóðs verður alltaf
verri en áramótaræðurnar lofuðu.
Nauösyn
Niðurskurður og snyrting ríkis-
kerfisins er orðið brýnasta verk-
efni íslenskra stjórnmála.
Þyrnigerði sívaxandi útgjalda
mun hefja sig svo hátt ef ekkert
verður að gert að meginstoðir
menningarsamfélagsins munu
fúna.
Núverandi ríkisstjórnarflokkar
telja sig hafa skírteini upp á ein-
hvers konar félagshyggju, sem fari
mýkri höndum um menn og;mál-
leysingja en óbilgjörn markaðs-
krafan.
Þetta skírteini er einskis vert, ef
handhafar þess ganga á svo skít-
ugum skóm um ríkisfjármálin að
engir peningar eru til góðu verk-
anna.
Þá er enginn munur á félags-
hyggjustjórn og hinsegin stjórn.
Þá er það bara venjuleg, gamal-
dags sukkstjórn sem við þekkjum
allt of glögg dæmi um.
Nátttröll
Þær fréttir hafa heyrst að helstu
baráttumennirnir gegn niður-
skurðinum séu Alþýðubandaiags-
herrarnir Steingrímur J. Sigfússon
og Svavar Gestsson. Upphátt segj-
ast þeir náttúrlega vera baráttu-
menn fyrir
a) menningu og menntun fyrir sál-
ina,
b) samgöngum fyrir landsbyggð-
ina og
c) félagshyggju fyrir alla þá, sem
erfiða og þunga eru hlaðnir.
En barátta þeirra er með öfug-
um formerkjum. Vorkunnsemi
þeirra mun þvert á móti bitna með
þunga á öllum félagslegum að-
gerðum í framtíðinni. Ef ríkiskass-
inn er ruslakista, sækir enginn í
hann björg.
Heimurinn er fullur af dæmum
um ríkisstjórnir, sem hafa stór-
skaðað þjóðirnar með óraunsæi í
fjármálum.
Það yrði formanni Alþýðu-
bandalagsins aldrei til framdráttar
að hafa rústað ríkiskassanum.
Getur verið að það sé ástæðan
til niðurskurðartregðu flokks-
bræðra hans?
Guömundur
Einarsson skrifar