Alþýðublaðið - 09.02.1990, Síða 5

Alþýðublaðið - 09.02.1990, Síða 5
Föstudagur 9. febr. 1990 5 UMRÆÐA FormaðursSjalfstæðisflokksins hefur meira að segja gengið svo langt að kalla þessa kjarasamninga varnarsigur gegn krepputali rikisstjorn- arinnar. Þetta er fjarstæðukennt tal. Eg skil það vel að formaður Sjalf- stæðisflokksins eigi i vandrædum með að tulka þessa merku kjara- samninga ser og sinum flokki i hag. Hvers vegna skyldi það vera? Svarið er ofureinfalt. Það er af þvi að þessi samningar eru einmitt rok- rett framhald af þeirri stefnu sem rikisstjornin hefur markvisst fylgt fra þvi að hun tok til starfa haustið 1988. Að kalla ábyrgustu og raun- hæfustu kjarasamninga sem gerðir hafa verið her um aratugaskeið varnarsigur gegn krepputali rikisstjornarinnar lysir i reynd rokþrot- um," segir Jon Sigurðsson viðskipta- og iðnaðarraðherra m.a. i grein sinni um nygerða kjarasamninga. LOKSINS, LOKSINS Mönnum hefur orðið tíðrætt um það að nýgerðir kjara- samningar marki tímamót. Það er auðvitað sagan ein sem getur skorið úr um það hvort þeir kjarasamningar sem und- irritaöir voru í síðustu viku muni marka tímamót í íslensk- um efnahagsmálum með því að binda endi á það langvar- andi verðbólguskeið sem hér hefur staðið. Viðurkenning staðreynda Jón Sigurösson viöskipta- og iönaöarráöherra skrifar Hvað sem þessum væntanleg- um úrskurði sögunnar líður er víst að þessi samningar eru sögulegir fyrir það að þeir fela í sér mark- vissa viðleitni til þess að ná verð- bólgu niður í lægri tölur en dæmi eru um í tvo áratugi. Með þessum samningum hafa samtök atvinnu- rekenda viðurkennt að verðbólg- an er versti óvinur fyrirtækjanna og ekki dugir að vísa óraunhæfum kjarasamningum til stjórnvalda til úrlausnar. Samtök launafólks hafa viðurkennt í verki að varanlegar kjarabætur fylgja ekki launa- hækkunum sem jafnhraðan eru teknar til baka með verðbólgu. Sameiginlegt hagsmunamál Þessir aðilar hafa nú bundist samtökum um að vinna að fram- gangi stærsta sameiginlega hags- munamáls síns að kveða niður verðbólguna og leggj^ þannig grunn að efnahagsframförum og félagslegum umbótum. Forystu- menn samtaka launafólks og at- vinnurekenda eiga vissulega hrós skilið fyrir að eiga frumkvæði að þessari merku þjóðfélagslegu til- raun. Ég vil sérstaklega nefna for- ystu Verkamannasambandsins og Alþýðusambandsins. Þeir sem hafa komið nærri kjarasamning- um vita að slíkur árangur næst ekki nema með mikilli fyrirhöfn og til þess þarf fjöldi manna að leggja hönd á plóg. Hlutur stjórnvalda Það er mikið í húfi að þessi til- raun takist og það er að nokkru leyti á ábyrgð ríkisstjórnarinnar pg Alþingis að sjá til þess að svo verði. Og þótt aðilar vinnumark- aðarins eigi auðvitað mestan heið- ur af nýgerðum kjarasamningum er hlutur stjórnvalda í þeim ósmár. Ég nefni í fyrsta lagi beinan þátt ríkisstjórnarinnar í lokagerð samninganna. Ríkisstjórnin hefur samþykkt ýmsar ráðstafanir til þess að halda aftur af hækkun verðlags, þar á meðal auknar nið- urgreiðslur til þess að lækka bú- vöruverð þrátt fyrir að svigrúm í ríkisfjármálum sé lítið eða ekkert um þessar mundir. Það er því mjög mikilvægt að ríkisfjármáiin verði tekin föstum tökum í kjölfar samn- inganna og þarf meðal annars að taka stefnuna í landbúnaðarmál- um til rækilegrar endurskoðunar með aukna hagkvæmni fyrir aug- Stefna ríkisstjórnarinnar Ég nefni i öðru lagi — og það skiptir reyndar miklu meira máli — að það er stefna þessarar ríkis- stjórnar i efnahagsmálum frá því haustið 1988 sem hefur skapað forsendur fyrir því að unnt væri að gera þá kjarasamninga sem nú hafa orðið að veruleika. Ég bið menn einungis að velta því fyrir sér hvort nokkur von hefði verið til þess að slíkir samningar hefðu náðst ef ekki hefði fyrst tekist hægum en öruggum skrefum að lagfæra rekstrargrundvöll höfuð- atvinnuvega þjóðarinnar. Gengis- fellingarleiðin sem sjálfstæðis- menn gerðu að sinni haustið 1988 hefði aldrei getað leitt til þeirrar niðurstöðu sem nú hefur fengist. Það er hin hægfara leiðrétting raungengisins sem hefur lagt grundvöllin að þessum samning- um. Ég minni á þetta af því formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt að þessir samningar gangi þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar. Hann hefur meira að segja gengið svo lagt að kalla þessa kjarasamninga varnarsigur gegn kreppustefnu ríkisstjórnarinnar. Þetta er fjar- stæðukennt tal. Ég skil það vel að formaður Sjálfstæðisflokksins eigi i vandræðum með að túlka þessa merku kjarasamninga sér og sín- um flokki í hag. Hvers vegna skyldi það vera? Svarið er ofurein- falt. Það er af því að þessir samn- ingar eru einmitt rökrétt framhald af þeirri stefnu sem ríkisstjórnin hefur markvisst fylgt frá því hún tók til starfa haustið 1988. Að kalla ábyrgustu og raunhæfustu kjara- samninga sem gerðir hafa verið hér um áratugaskeið varnarsigur gegn kreppustefnu ríkisstjórnar- innar lýsir í reynd rökþrotum. Hins vegar á formaður Sjálfstæðis- flokksins heiður skilinn fyrir að hafa ekki beitt sér gegn þessum samningum — og reyndar mælt með þeim. Hann veit eins og aðrir að þeir eru löngu tímabært nauðsynjaverk. Stöðugleiki og framfarir Nýgerðir kjarasamningar náð- ust vegna þess að almenningur hefur séð að hann hefur einfald- lega ekki efni á því að gera ekki slíka tilraun, tilraun til þess að koma verðbólgu á íslandi niður á svipað stig og í nágrannalöndun- um, tilraun til þess að koma hér á stöðugleika í hinu efnahagslega umhverfi atvinnulífsins sem gefi mönnum ráðrúm til þess að koma við skipulagsumbótum i atvinnu- rekstri og reyndar ekki síður leggja grunn að félagslegum um- bótum. Björninn er ekki unninn En björninn er ekki unnin þótt kjarasamningarnir hafi verið und- irritaðir. Fyrst þarf auðvitað að samþykkja þá og svo er ýmislegt sem þarf til að koma til þess að þeir valdi þeim straumhvörfum sem menn vona. Stjórnvöld, sam- tök launafólks og atvinnurekenda, opinber fyrirtæki og fjármála- stofnanir þurfa að vinna ötullega saman að því aö forsendur kjara- samninganna haldi. Það væri til lítils unnið ef aðhaldsleysi í ríkis- fjármálum, peningamálum eða gengismálum græfi undan mark- miðum kjarasamninganna á næstu misserum. Vextir Vaxtamálin voru í brennidepli í nýafstaðinni samningalotu. Vextir og bankastofnanir sem þeim ráða hafa iðulega verið blórabögglar i umræðum um íslensk efnahags- mál. Nú bregður hins vegar nýrra við því að viðskiptabankar og sparisjóðir hafa vissulega lagt sitt af mörkum til þess að þessir kjara- samningar næðust með því að lýsa því yfir að þeir myndu standa að skjótari vaxtalækkun í kjölfar nýrra samninga en ella hefði get- að orðið. Þeir hafa gert meira en að lýsa þessu yfir því þeir lækkuðu vexti um 7% um síðustu mánaða- mót. Að baki þessum breytingum býr að sjálfsögðu betra jafnvægi og aukinn sveigjanleiki á fjármála- markaði en það eru einmitt þessir eiginleikar sem munu tryggja góð- an árangur á þessu sviði eins og öðrum sviðum efnahagsmála. Bankar og sparisjóðir fóru einn- ig fram á það eftir viðræður við samningsaðila og viðskiptaráðu- neytið að efnt skyldi til sameigin- legrar athugunar og aðgerða bankakerfisins og ríkisstjórnar- innar i því skyni að tryggja að vaxtalækkun til samræmis við ört lækkandi verðbólgu fengi staðist til lengdar. Ríkisstjórnin varð auð- vitað þegar vð þessu og strax 31. janúar áður en samningarnir tók- ust skipaði ég sérstakan starfshóp til þess að kanna leiðir til þess að ná þessu marki. En það er einmitt ein af höfuðforsendum kjarasamn- inganna að dregið verði úr fjár- magnskostnaöi fólks og fyrir- tækja. Ríkisstjórnin mun beita sér af krafti fyrir þvi að þessu marki verði náð. Góðir stjórnarhættir Það er örugglega sögulegt við þá samninga sem nú hafa náðst að tekist hefur með frjálsum ákvörð- unum — bæði á vinnumarkaði og fjármagnsmarkaði — að nálgast langþráð efnahagslegt jafnvægi. Það er mikið fagnaðarefni að tek- ist hefur að koma á slíkri samstill- ingu meginstærðanna í þjóðarbú- skapnum án lögþvingunar. Það er i raun mikill lýðræðislegur sigur, sigur fyrir valddreifingarstefnuna. Ríkisstjórninni hefur tekist að skapa þau almennu skilyrði sem þurfti til þess að aðilarnir á vinnu- markaðinum treystu sér til þess á eigin ábyrgð að taka þær ákvarð- anir sem raun ber vitni. Það er eins og að nú hafi tekist að koma málum svo fyrir að menn treysti hver öðrum. Það er aðal góðra stjórnhátta en ekki sköruleg vald- beiting. Það er skiljanlegt að allir vildu þessa Lilju kveðið hafa. Ég segi eins og sagt var í frægum rit- dómi um Vefarann mikla frá Kasmír: Loksins, loksins . . .

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.