Alþýðublaðið - 09.02.1990, Qupperneq 6
6
Föstudagur 9. febr. 1990
Fréttir í stutta máíi Fréttir í stuttu máli
Skólastjórar
settustá
skólabekk
Fyrir nokkru voru 14 stjórnendur
í grunn- og framhaldsskólum út-
skrifaðir að loknu framhaldsnámi
við Kennaraháskólann. Slíkt fram-
haldsnám hófst haustið 1988. Mark-
miðið með því að setja vana menn,
skólastjóra, yfirkennara, námsstjóra
og fleiri, á skólabekk, er að stuðla
að bættum stjórnunarháttum í skól-
unum og þar með árangursríkara
starfi. Dreifist námið yfir hálft ann-
að ár. Núna í byrjun febrúar hóf nám
tuttugu manna hópur skólastjórn-
enda, en námskeiðin þykja hafa
sannað gildi sitt nú þegar.
Þau sem brautskráðust eru þessi:
Baldvin Kristján Kristjánsson, að-
stoðarskólameistari, Einar Magnús-
son, yfirkennari, Eiríkur Hermanns-
son, skólastjóri, Garðar Karlsson,
skólastjóri, Guðmundur Þór As-
mundsson, skrifstofustjóri fræðslu-
skrifstofu, Halldóra Magnúsdóttir,
skólastjóri, Ingi Steinar Gunnlaugs-
son, skólastjóri, Kristjana Margrét
Kristjánsdóttir, skólastjóri, Maria
Ester Kjeld, skólastjóri, Marteinn M.
Jóhannsson, yfirkennari, Páll Dag-
bjartsson, skólameistari, Sigurður
Hólm Þorsteinsson, skólastjóri,
Trausti Þorsteinsson, fræðslustjóri
og Þrúður Kristjánsdóttir, skóla-
stjóri.
Styrkir til
lýðræðis-
rannsókna
Atlantshafsbandalagið býður
nokkra nýja styrki til rannsókna í
aðildarríkjunum á háskólaárinu
1990—91. Styrkirnir eru ætlaðir rík-
isborgurum í ríkjum NATO og Var-
sjárbandalagsins og eiga þeir að
stuðla að rannsóknum og aukinni
þekkingu á lýðræðislegu stjórnar-
fari og stofnunum í ríkjum Atlants-
hafsbandalagsins. Stefnt er að út-
gáfu á niðurstöðum rannsóknanna.
Utanríkisráðuneytið veitir allar upp-
lýsingar um styrkina.
SÍF gefur
Háskólanum
á Akureyri
eina milljón
Nýstofnuð sjávarútvegsdeild við
Háskólann á Akureyri fékk að gjöf
eina milljón króna frá Sölusamtök-
um ísl. fiskframleiðenda. Fénu skal
verja til rannsókna tengdum salt-
fiskvinnslu í samráði við SÍF. „Við
erum afskaplega ánægðir með
þessa höfðinglegu gjöf og við getum
nú horft til þess að ráðast í einhverj-
ar rannsóknir sem við höfum verið
að gæla við", sagði Jón Þórðarson,
forstöðumaður deildarinnar.
Leiörétting:
Ágúst Þór tók
viðtalið við
Ullmann
Nafn greinarhöfundar á viðtali
við Austur-þýska ráðherrann Wolf-
gang Ullmann sem birtist sl. mið-
vikudag, féll niður. Það var Ágúst
Þór Árnason sem tók viðtalið við
Ullmann í Austur-Berlín fyrir Al-
þýðublaðið. Greinarhöfundur og
lesendur eru beðnir velvirðingar á
þessum mistökum.
* Krossgátan
n 1 2 3 UQ
5 □
jS 7
9
10 □ 11
□ 12
13 J —— □
Lárétt: 1 skvampa, 5 gremja, 6 tón-
verk, 7 þyngd, 8 hristir, 10 hreyfing,
11 fiskur, 12 hugarburður, 13 vænar.
Lóðrétt: 1 prestakall, 2 hræðslu, 3
umdæmisstafir, 4 hrellir, 5 leiftur, 7
hrúgar, 9 Ijós, 12 kvæði.
Lausn á siðustu krossgátu.
Lárétt: 1 svona, 5 klof, 6 ræð, 7 ör, 8
ágalli, 10 KA, 11 ein, 12 vinn, 13
reiðu.
Lóðrétt: 1 slæga, 2 voða, 3 of, 4 aur-
inn, 5 krákur, 7 ölinu, 9 leið, 12 vi.
RAÐAUGLÝSINGAR
fFÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Síðumúla 39 — 108 Reykjavík — Sími 678500
Breytt aðsetur—
Breytt símanúmer
Þann 13. febrúar nk. opnar Félagsmálastofnun nýjar
skrifstofur í Síöumúla 39. Nýtt símanúmer er
678500.
í Síðumúla 39 flytur eftirtalin starfsemi:
Aðalskrifstofa Félagsmálastofnunar úr Vonarstræti
4.
Hverfi fjölskyldudeildar fyrir Austurbæ, Árbæ og
Grafarvog úr Síðumúla 34.
Húsnæðisdeild úr Síðumúla 34.
Heimilishjálpin úr Tjarnargötu 20.
Öldrunarþjónusta úr Tjarnargötu 20.
í Vonarstræti 4 verður fyrst um sinn hverfi fjöl-
skyldudeildarfyrir mið- og vesturbæ. Sími 625500.
Viðtalsbeinir virka daga kl. 9—10.
í Þingholtsstræti 25 verðuráfengisráðgjafadeild Fé-
lagsmálastofnunar. Sími 11596. Viðtalstími áfengis-
fulltrúa verður mánudaga-miðvikudaga og föstu-
daga kl. 11—12.
Símatími sömu daga kl. 9—10 í síma 678500.
Vegna ofangreindra flutninga verður skrifstofa Fé-
lagsmálastofnunar lokuð föstudginn 9. febrúar og
mánudaginn 12. febrúar en opnuð að nýju þriðju-
daginn 13. febrúar á fyrrgreindum stöðum.
^ftKStí^
FÉLAGSFUNDUR
Félagsfundur í löju, félagi verk-
smiðjufólks verður haldinn í Hótel
Holiday Inn, iaugardaginn 10. febrúar
1990, kl.13:30.
Dagskrá:
f
I
örvnur
asammngarnir
Iðjufélagar fjölmennið!
Stjórn Iðju
Verkamannafélagið Dagsbrún
Félagsfundur verður haldinn í Bíóborg (áður Aust-
urbæjarbíó) mánudag 12. febrúar kl. 16.00.
Fundarefni: Afgreiðsla á kjarasamningum.
Skorað er á félagsmenn að fjölmenna og koma
beint úr vinnu.
Félagsmenn eru beðnir að sýna félagsskírteini við
innganginn.
Stjórn Dagsbrúnar.
Landverðir
Náttúruverndarráð auglýsir örfáar stöður landvarða
á friðlýstum svæðum, sumarið 1990, lausar til um-
sóknar.
Námskeið í náttúruvernd-landvarðanámskeið,
veitir að öðru jöfnu forgang til landvörslustarfa á
vegum Náttúruverndarráðs.
Skriflegar umsóknir skulu berast Náttúruverndar-
ráði, Hverfisgötu 26, 101 Reykjavík fyrir 20. febrúar
1990.
Hvammstangi
Húnavatnssýslur
Kjarasamningar og kvótamál
verða til umræðu á almenn-
um stjórnmálafundi á hótel-
inu, sunnudaginn 11. febrúar
kl. 15.00.
Alþingismennirnir Karl
Steinar Guðnason, varafor-
maður Verkamannasam-
bandsins og Jón Sæmundur
Sigurjónsson mæta á fund-
inn.
Alþýðuflokkurinn.
Alþýðuflokkurinn
' hlustar
Málstofa um flokksmál verð-
ur haldinn á Akranesi mánu-
daginn 12. febrúar kl. 20.30 í
Röst.
Hópstjóri: Guðríður Þor-
steinsdóttir.
1. Á að opna flokksþing?
2. Á að sameina kvenfélög hinum almennu Al-
þýðuflokksfélögum?
3. Á að breyta starfsemi skrifstofunnar?
Tækifærið til að hafa bein áhrif á stefnu og starf-
semi Alþýðuflokksins.
Bæjarmálaráð
Alþýðuflokksins í Hafnarfirði
heldur fund mánudaginn 12.
febrúar nk. kl. 20.30.
Fundarefni
Fjárhagsáætlun
Framsaga: Guðmundur Árni
Stefánsson bæjarstjóri.
Fundarstjóri: Valgerður Guð-
mundsdóttir Alþýðuflokks-
félagar mætið vel og stund-
víslega.
Bæjarmálaráð.
Alþýðuflokksfélag Garðabæjar
og Bessastaðasóknar
Hið margrómaða og landsfræga þorrablót félagsins
verður í Goðatúni 2, föstudaginn 9. febrúar kl. 20.00
Upplýsingar í síma 641606 og 657187.
Nefndin.
Auglýsing um prófkjör
Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði efnirtil prófkjörs um
skipan 10 efstu sæta á framboðslista flokksins við
bæjarstjórnarkosningarnar næsta vor.
Prófkjörið fer fram dagana 24. og 25. febrúar nk.
Framboðum til prófkjörsins skal skila til oddvita
prófkjörs.