Alþýðublaðið - 09.02.1990, Page 7
Föstudagur 9. febr. 1990
7
UTLÖND
Einmana lif
auðugasta
barns i heimi
Þaö er enginn nýr sannleikur að auöur er ekki sama og
auðna. Þaö er þó greinilegast þegar fimm ára telpukorn á í
hlut og getur sig ekki hreyft nema öryggisverður (veröir)
fylgist nákvæmlega meö hverju fótspori.
Athina Thierry Roussel, er dótt-
ir Christina Onassis sem lést í nóv-
ember 1988. Christina varð fyrir
þeirri sorglegu lífsreynslu að
óhemju auður skapar oft fleiri
vandamál í persónulegu lífi en
jafnvel fátækt. Hvert hjónabandið
af öðru endaði með skilnaði einn-
ig það síðasta með föður Athina.
Faðir Athina óttast að mannræn-
ingjar hafi hug á að ræna Athina
og þessvegna er dóttir hans um-
kringd öryggisvörðum. Lífverð-
irnir eru þjálfaðir í Bretlandi og
vinna á vöktum og fylgjast með
hverju fótmæli litlu stúlkunnar.
Nöfnum þeirra er haldið leyndum
nema nafni þess sem er einskonar
afi í huga Athina. Hann er breskur
og heitir Archie Dimitriev. Telpan
er í umsjá föður síns og ástkonu
Ætlar rétt aðeins að kíkja inn í stórmarkaðinn — en öryggisvörðurinn Archie verður að fylgjast með.
hans sem er sænsk fyrirsæta og
þykir mjög glæsileg. Þau eiga
saman tvö börn og þessi hálfsystk-
in Athina, Erik sem er 4 ára og
Sandrine sem er tveggja ára eru
leikfélagar hennar og að því er
kunnugir segja, það sem gefur lífi
hennar lit jafnvel þó að yfir þeim
séu öryggisverðir við sandkass-
ann eða rólurnar. Hinn sífelldi ótti
við mannræningja veldur því að
fjölskyldan flytur á milli heimila
oft á ári, en glæsiheimilin eru
mörg og í hinum ýmsu löndum.
Faðir Athina, Thierry Roussel er
franskur margmilljóneri og er
engan veginn talið að hann hafi
kvænst Christina til fjár. Aumingja
litla ríka stúlkan hefur allt — en
ekkert.
SJÓNVARP
Stöö 2 kl. 22.00
ENDURFUNDIR * *
(Gunsmoke: Return to Dodge)
Bandarísk sjónvarpsmynd
Gerð 1987
Leikstjóri Vincent McEvely
Aðalhlutuerk James Arness,
Amanda Blake, Buck Taylor og
Fran Ryan
Hér er komin ný kvikmynd gerð í
anda Gunsmoke-þáttanna lífseigu
og vinsælu sem gengu í sjónvarpi
frá 1955—1976. Aðalleikari þátt-
anna, James Arnes, er dubbaður
upp að nýju í hlutverk Matts Dillon.
Þegar sagan hefst eru 12 ár liðin frá
uppgjörinu í síðasta Gunsmoke-
þættinum. Dillon stundar hér veiði-
skap til fjalla en tímarnir hafa lítið
breyst og óvinir hans frá lögreglu-
stjóradögunum skjóta upp kollin-
um. Þetta er dæmigerður vestri,
hvorki verri né betri en flestir. Þeir
sem hrifust af sjónvarpsseríunni á
sínum tíma verða ekki fyrir von-
brigðum með þessa endurfundi.
Ríkissjónvarpiö kl 22.35
ÚLFURINN *»
(Wolf)
Ný bandarísk sjónuarpsmynd
Aðalhlutverk Jack Scalia
Mynd þessi er upphafið að fram-
haldsmyndaflokki sem sjónvarpið
hyggst sýna næstu föstudagskvöld.
Segir þar af lögreglumanni í San
Francisco, sem heldur áfram baráttu
við illþýði borgarinnar, þótt honum
hafi með rangindum verið vikið úr
starfi. Eftir því sem við komumst
næst er þetta þokkalegasta spennu-
ræma. Aðalleikarann *ættu sjón-
varpsáhorfendur að muna úr glass-
úrseríunni I’ll Take Manhattan, sem
sýnd var á dögunum.
Stöð 2 kl. 00.05
HÆTTULEG FEGURÐ
(Fatal Beauty)
Bandarísk bíómynd
Gerð 1987
Leikstjóri Tom Holland
Aðalhlutverk Whoopi Goldberg og
Sam Elliot
Óafsakanlega léleg mynd. Whoopi
Goldberg sló í gegn í myndinni Col-
or Purple en í kjölfarið hafa fylgt
gjörsamlega mislukkaðar myndir
og er þessi sýnu verst. Hún er hér í
hlutverki leynilögreglu sem reynir
að hafa hendur í hári kókaínbrask-
ara. Yfirþyrmandi ofbeldi og næsta
hlægilegur boðskapur gegn eitur-
lyfjabölinu gera myndina fáránlegri
en ella. Léleg eftirlíking Beverly
Hills Cop-myndanna. Forðið' börn-
um frá skjánum eða slökkvið á tæk-
inu!
0 ^ÍisTÖÐl
17.50 Tumi 17.05 Santa Barbara 17.50 Dvergurinn Davíö Teiknimynd
1800 18.20 Aö vita meira og meira Bandarískar teiknimyndir 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Um eðli katt- arins Mynd um ketti og skyldleika þeirra viö tígrisdýrin 18.15 Eðaltónar 18.40 Vaxtarverkir (Growing Pains) Gamanmyndaflokkur fyrir alla fjölskylduna
1900 19.25 Steinaldar- mennirnir 19.50 Bleiki pardusinn 20.00 Fréttir og veöur 20.35 Fiðringur. Horft i aurana Fjallaö veröur um ungt fólk og afstööu þess til peninga. Umsjón Grétar Skúlason 21.05 Paul McCartney spilar og spjallar Ný- legur tónlistarþáttur meö bítlinum fræga, Paul McCartney 22.05 Hrikaleg átök (3) Keppni mestu afl- raunamanna heims í Skotlandi 22.35 Úlfurinn (Wolf) Ný bandarísk sjón- varpsmynd. Sjá umfjöllun 19.1919.19 20.30 Lif í tuskunum Gamanmyndafiokkur um rikan, miöaidra mann sem tekur að sér fimm munaöar- iausar stúlkur 21.25 Sokkabönd i 'Sti! Blandaöur tón- listarþáttur 22.00 Endurfundir (Gunsmoke: Return to Dodge) Sjá umfjöllun
2300 00.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 23.40 Löggur (6) (Cops) Spennandi gamanmyndaflokkur i sjö hlutum 00.05 Hættuleg fegurö (Fatal Beauty) Sjá umfjöllun 01.501 Ijósa- skiptunum (Twilight Zone) 02.20 Dagskrárlok