Alþýðublaðið - 17.02.1990, Blaðsíða 1
Friðrik Þór Friðriksson fékk
stóra vinninginn þegar úthlut-
un ársins úr Kvikmyndasjóði
Islands var tilkynnt í gær. Þær
tuttugu og fimm milljónir sem
hann fær í sinn hlut eiga að
duga til að fjármagna næstu
mynd hans, Börn náttúrunnar,
að tæpum sextíu hundraðs-
hlutum.
I stuttu samtali við Alþýðublað-
ið sagðist Friðrik reikna með að
útvega það fjármagn sem á vant-
aði erlendis. Þýskir og svissneskir
aðilar hefðu þegar lýst áhuga fyrir
að taka þátt í því að fjármagna
þessa mynd. „Eftir Skytturnar
voru margir sem sögðust vilja vera
með næst," sagöi Friðrik og virtist
hvergi banginn.
Nafnið, „Börn náttúrunnar,"
hljómar kunnuglega. Skyldu vera
einhver tengsl milli handritsins að
næstu mynd Friðriks Þórs og bók-
ar með svipuðu nafni sem út kom
fyrir rúmum 70 árum?
„Ekki að öðru leyti en því að
nafnið höfðar tii væntumþykju
minnar gagnvart þeim manni sem
skrifaði Barn náttúrunnar. Ég veit
ekki hvort ég hefði nokkurn tíma
gert þessar kvikmyndir ef hann
væri ekki til."
Friðrik segist annars vilja sem
minnst tala um myndina sem
hann hefur í smíðum. Þegar lítils
háttar hefur verið gengið á hann
segir hann þó að umfjöllunarefnið
séu gamalmenni sem vitja átthag-
anna. Myndin hefst á Höfða á
Höfðaströnd í Skagafirði en þaðan
liggur leið sögupersónanna til
Reykjavíkur og síðan til heima-
haganna á Hornströndum þar sem
byggðin er farin í' eyði.
Handritið er þegar tilbúiö. Einar
Már Guðmundsson og Friðrik Þór
skrifuðu það í sameiningu og
myndin á að vera búin fyrir jól.
Friðrik er staðráðinn í að frum-
sýna hana á jólunum. „Það vantar
alveg jólamyndir," segir hann.
Þegar þess er gætt hversu lítið fé
er til úthlutunar úr Kvikmynda-
sjóði og upsóknir margar, þá hlýt-
ur það að Vera nánast eins og að fá
happdrættisvinning að fá úthlutað
25 milljónum til að gera kvik-
mynd. Þessi upphæð er talsvert
meira en þriðjungur af heildarút-
hlutuninni og ekki nema ein mynd
árlega sem fær slíka upphæð.
Hvernig líður þá vinningshafan-
um.
„Mér líður jafnvel og mér leið
illa i fyrra. Þá fékk ég ekki krónu
í þessa mynd. Ég kvartaði reyndar
ekki upphátt en þetta hlýtur að
hafa sést á mér og á vafalaust sinn
þátt í að ég skyldi fá alla þessa
peninga núna. Ég er mjög þakklát-
ur fyrir að fá þessa úthlutun. Og ég
ætla líka að gera góða mynd. Ég
lofa því."
Alls voru innan við 70 milljónir
til úthlutunar úr Kvikmyndasjóði
íslands á þessu ári en alls bárust
sjóðnum 90 umsóknir, samtals að
upphæð 400 milljónir. Styrkur
Friðriks Þórs Friðrikssonar var sá
langhæsti sem úthlutað var aö
þessu sinni. Tvær leiknar myndir
til viðbótar fengu framleiðslu-
styrki. Kvikmyndafélagið Hrif
fékk 7,5 milljónir, þar af 2 milljónir
að láni, til myndarinnar Pappírs
Pésa og Verkstæðið fékk 7 miiljón-
ir til myndarinnar Bílaverkstæði
Badda.
Auk þessa voru veittir styrkir til
heimildamynda, svo og handrita-
og undirbúningsstyrkir. Meðal
annars fékk sá landskunni leikari
og trillukarl, Árni Tryggvason, 2,5
milljónir tii að gera heimildamynd
sem á að heita „Handfærasinfón-
ían." Alls var úthlutað 16 styrkjum
en 74 umsóknum var hafnað með
öllu.
Þess má geta að sjónvarpsmynd-
in Englakroppar, í leikstjórn Friö-
riks Þórs Friðrikssonar, verður
sýnd í sjónvarpinu á sunndudags-
kvöldið.
Gjörbylting á
leigumarkaði?
Nefnd sem Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála-
ráðherra skipaði í sumar til að gera tillögur um
breytingar á félagslega íbúðakerfinu, leggur m.a.
til að leiguíbúðum verði fjölgað og ríkið greiði
leigjendum húsaleigubætur til að tryggja öryggi
þess fólks sem ekki hefur ráð á að kaupa sér eigið
húsnæði. Sjá fréttaskýringu á
Bls. 5
Havel
kemur
í dag
islendingar stór-
þjóð i handbolta?
Örn Eiðsson rekur þátttöku íslendinga í heims-
meistarakeppni og Ólympíuleikjum.
Nærmynd af rithöfundinum
og nú forseta Tékkóslóvakíu
sem áður sætti pólitískum
ofsóknum í heimalandi sínu.
Um Havel er ennfremur fjall-
að í leiðara blaðsins í dag.
Bls. 4
Æsifregnasíðan
Bls. 2 og 3
Bls. 8