Alþýðublaðið - 17.02.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.02.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 17. febr. 1990 5 FRÉTTASKÝRING Jóhanna Siguröardóttir hefur nú veriö félagsmálaráöherra í tæp þrjú ár. A þeim tima hafa þegar orðið talsverðar breyt- ingar innan húsnæöiskerfisins meö tilkomu kaupleiguíbúða og húsbréfa. Jóhanna er þó ekki hætt. Nú hyggst hún stórfjölga leiguíbúðum og tryggja öryggi og jafnrétti þeirra sem ekki hafa efni á aö kaupa sér íbúöir. Hér tekur Jóhanna fyrstu skóflustung- una að kaupleiguíbúöum sem nú er verið aö byggja í Kópa- vogi. Gjörbylting á leigumarkaði? Nýjar tillögur um skipan félagslegra lausna í húsnæöis- málum munu valda gjörbyltingu í þessum þætti þjóðlífsins. í fyrsta sinn í sögunni gefst íslendingum raunverulegt val- frelsi milli þess aö kaupa eöa leigja húsnæði. í niðurstöðum nefndar, sem Jóhanna Sigurðardóttir skipaði fyrir hálfu ári og skilaði frá sér fyrr í vikunni, er meira að segja gert ráð fyr- ir því að húsaleiga láglaunafólks veröi niðurgreidd í formi húsaleigubóta. Hluti af niðurstöðum nefndarinnar var lagð- ur fram í formi frumvarps sem Jóhanna Sigurðardóttir mun væntanlega leggja fram á Alþingi innan tíðar. Þar er m.a. gert ráð fyrir að 130 fermetrar verði hámarksstærð íbúða í félagslega kerfinu, lánaflokkum verði fækkað og lengri lán veitt til leiguíbúða en eignaríbúða. Fram til þessa hefur Islending- um ekki staðið til boða að leigja húsnæði á sambærilegan hátt og tíðkast í öðrum löndum. Á leigu- markaði hefur ríkt mikið öryggis- leysi. íbúðir gjarna leigðar til skamms tíma og iðulega krafist störra fjárhæða i fyrirfram- greiöslu. Framboð af íbúðum jafn- an verið lítið og leitt til hárrar húsaleigu. Þetta ástand hefur orð- ið þess valdandi að þeir sem nokkra möguleika áttu til þess að kaupa sér ibúð, hafa gert það. Vax- andi fjöldi nauðungaruppboða á síðustu árum bendir jafnframt til þess að i raun hafi fleiri keypt sér íbúð en áttu nokkra raunhæfa möguleika til að komast í gegnum það verkefni. Fleiri leiguíbúðir Nefndin Sem skilaði áliti sínu fyrr í vikunni, leggur til að hér verði gerð breyting og framboð á leiguhúsnæði aukið með mark- vissum aðgerðum. Nefndin telur þetta verkefni brýnt og tilgangur- inn er fyrst og fremst sá að tryggja öryggi þess fólks sem ekki hefur efnahagslegt bolmagn til að fjár- festa í eigin húsnæði. Til að ýta undir fjölgun leigu- íbúða leggur nefndin til að láns- tími verði lengdur og lánað verði til lengri tíma þegar um byggingar leiguíbúða er að ræða. Nefndar- menn voru líka þeirrar skoðunar að niðurgreitt húsnæði eigi síður en svo að vera einkaréttur þeirra sem búa í eigin íbúð. Til að jafna þann mun sem nú er á þessum tveimur hópum fólks vill nefndin að teknar verði upp húsaleigubæt- ur og þær greiddar til allra þeirra leigjenda sem lenda undir tekju- mörkunum sem miðað er við í fé- lagslega kerfinu og búa í íbúð sem er minni en 130 fermetrar. Nefnd- in leggur til að húsaleigubæturnar verði greiddar í gegnum skatta- kerfiö og fjármagnaðar af ríkis- sjóði líkt og nú tíðkast um vaxta- bætur sem greiddar eru íbúðareig- endum. í áliti nefndarinnar er bent á fleiri atriöi sem gætu fjölgað leigu- íbúðum og bætt ástandið á leigu- markaðnum. T.d. er stungið upp á þeim möguleika að íbúðareigend- um sem leigja út íbúðir sínar verði veittur afsláttur af eignasköttum. Þá vilja nefndarmenn ennfremur að sveitarfélögin komi á fót leigu- miðlunum til að annast samskipti eigenda og leigjenda og sinna þeim verkefnum sem leigjendur snerta. Húsaleigubætur Flúsnæðisstyrkir hafa verið óþekktir hérlendis og hugmyndin á vafalaust eftir að fara fyrir brjóst- ið á einhverjum þegar þetta mál kemst fyrir alvöru inn í umræð- una. Húsaleigubæturnar eiga sér þó fyrirmyndir á Norðurlöndum þar sem slíkir styrkir eru beinlínis notaðir í því skyni að jafna lífskjör og aðstöðu. Ófáir íslendingar hafa um árin notið norrænna húsa- leigustyrkja á námsárum sínum. I niðurstöðum nefndarinnar er fyrst og fremst verið að hugsa um Tillögur nefnd- ar um félags- legt húsnœöi munu gjör- bylta öllu hinu félagslega íbúöakerfi, nái þœr fram aö ganga. T.d. veröur í fyrsta sinn hérlendis til leigumark- aöur sem stendur undir nafni. leiguíbúðir handa því fólki sem ekki hefur ráð á að koma sér upp eigin húsnæði. Það mun líka vafa- laust taka talsverðan tíma að laga ástandið á leigumarkaðnum nægj- anlega til að nokkurn veginn verði séð fyrir þörfum þessa þjóðfélags- hóps. Það má hins vegar leiða rök að því að þörfin fyrir leiguhús- næði sé í rauninni enn meiri. Það er á almanna vitorði að þó nokkur hluti þess fólks sem tekur þá ákvörðun að kaupa íbúð, gerir það fyrst fremst vegna þess að ástand- ið á leigumarkaönum gefur ekki aðra kosti. Það er sem sé hreint ekki ómögulegt að leiguíbúðir verði enn vinsælli en nú er reikn- að með. Fjórir lánaflokkar Væntanlegt frumvarp Jóhönnu gerir ráð fyrir að lánaflokkar í Byggingarsjóði verkamanna verði fjórir. í fyrsta lagi lán til félagslegra kaupleiguíbúða. *Þar verði láns- hlutfallið 90% og lánstíminn til 50 ára. Rétt til að byggja/kaupa fé- lagslegar kaupleiguíbúðir hafa sveitarfélög og viðurkennd félaga- samtök. Þá leggur nefndin til að vextir á lánum til félagslegra íbúða verði hækkaðir úr 1% í l'/2—2% en hækkunin verði þó þannig að hún hækki ekki greiðslubyrði hinna lægst launuðu að teknu tilliti til vaxtabóta. í öðru lagi lán til félagslegra eignaríbúða sem komi i stað verkamannabústaða. Lánshlut- fallið til þeirra verði 90% og láns- timinn til 43 ára. Rétt til að byggja/kaupa eignaríbúðir hafa sveitarfélög. í þriðja lagi lán til félagslegra leiguíbúða. Lánshlutfallið verði þar 90% og lánstími 50 ár. Rétt til buggingar/kaupa á félagslegum leiguíbúðum hafa sveitarfélög og félagasamtök. í fjórða lagi er gert ráð fyrir lán- um til almennra kaupleiguíbúða. Þegar almennar kaupleiguíbúðir eiga i hlut er gert ráð fyrir tvískipt- um lánum, þ.e. 70% láni til 50 ára og 20% láni til 25 ára. Lika lánaö til bílskýla í frumvarpinu er opnað fyrir heimild til að lána til bílskýla og upphitunar gangstétta, þó með þeim skilyrðum aö heildarkostn- aður sé innan þeirra marka sem Húsnæðisstofnun setur. Viða setja skipulagsyfirvöld skilyrði um bíl- skýli og því eðlilegt að opnað sé fyrir þann möguleika að lána út á það en íbúðarkaupendum hefur oft reynst mjög erfitt að íjármagna þann hluta þar sem hann fylgir íbúðinni. Þá er víða farið að leggja hitalagnir í gangstéttar og eðlilegt að þær verði ekki undanþegnar lánsrétti t.d. þegar byggt er fyrir gamalt fólk. Þá er gert ráð fyrir því í frum- varpinu að tekjur eigenda félags- legra íbúða verði kannaðar eftir 8 ár eins og nú gildir um félagslegar kaupleiguíbúðir og að heimilt verði að endurskoða vaxtakjör til samræmis við þá vexti sem gilda um almennar kaupleiguíbúðir, komi í ljós að kjör hafi batnað. Tekjur verði síðan athugaðar á fimm ára fresti. Komi hins vegar í ljós að kjör hafi versnað verulega er heimilt að fresta greiðslum. Ekki yfir 130 fermetrar Lagt er til að stærðarmörk fé- lagslegra íbúða verði hin sömu og nú gilda um kaupleiguíbúðir eða 130 fermetrar sama hvers konar íbúð á i hlut. Það er gert með tilliti til þess að fjölskyldustærð hefur farið minnkandi hér á landi og því ætti að vera óþarfi að lána til fé- lagslegra íbúða sem eru stærri en 130 fermetrar. Nokkur brögð eru að því að ibúðir i verkamannabústöðum hafa verið leigðar út án heimildar stjórna verkamannabústaða. Við- urlög núgildandi laga við slíkri óleyfilegri leigu þykja ekki hafa reynst nógu vel en þau eru að heimilt er að gjaldfella lán og fella niður verðbætur til íbúðareiganda við sölu þann tíma sem íbúð er leigð án heimildar. Lagt er til að herða viðurlög en þau feia í sér að annars vegar er heimilt að aftur- kalla úthlutun á ibúð og hins vegar að fella niður verðbætur til íbúð- areiganda við endursölu, þ.e allar verðbætur, en ekki einungis þann tíma sern íbúð er i óleyfilegri leigu. Hins vegar geta komið upp tilvik þar sem sjálfsagt er og eðlilegt að veita íbúðareigendum heimild til að leigja íbúð sína tímabundið en annars skal það gert í gegnum við- komandi sveitarfélag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.