Alþýðublaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 2
2
Miðvikudagur 21. febr. 1990
MPtmi Hilli
Ármúli 36 Sími 681866
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Fréttastjóri:
Auglýsingastjóri:
Dreifingarstjóri:
Setning og umbrot:
Prentun:
Blaö hf.
Hákon Hákonarson
Ingólfur Margeirsson
Jón Birgir Pétursson
Hinrik Gunnar Hilmarsson
Sigurður Jónsson
Leturval, Ármúla 36
Blaöaprent hf.
Áskriffarsíminn er 681866
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakiö.
RIKISVIÐSKIPTABANKAR
ERU TÍMASKEKKJA
Eignarhaldsmál ríkisviðskiptabankanna hafa verið í deiglunni á
Alþingi. Umræður um að breyta ríkisbönkum í hlutafélög hafa
fylgt í kjölfar skýrslu viðskiptaráðherra um kaup Landsbanka á
hlutabréfum í Samvinnubankanum. Jón Sigurðsson viðskipta-
ráðherra hefur sagt á Alþingi, að skynsamleg leið í eignarhalds-
málum ríkisviðskiptabanka sé að breyta þeim í hlutafélög. Við-
skiptaráðherra hefur ennfremur sagt að það sé unnið að því í
ráðuneyti sínu að brjóta ís fyrir tímabundna starfsemi eriendra
banka hérlendis í samkeppni við innlendar lánastofnanir. Það sé
í raun nauðsynlegt að slík afstaða sé tekin með hliðsjón af fram-
vindu mála hjá EFTA og EB. Það hefur einnig komið fram í máli
viðskiptaráðherra, að styrkja þurfi samkeppnisaðstöðu ríkisvið-
skiptabanka og auka eigin fé þeirra. Slíkt væri gert með því að
breyta ríkisviðskiptabönkum í hlutafélög.
Þessi afstaða viðskiptaráðherra er hárrétt. Það er löngu tíma-
bært að brjóta upp ríkisbankakerfið og færa bankastarfsemi í
landinu í nútímalegt horf sem tekur mið af viðskiptalegum sjón-
armiðum en ekki stjórnmálalegum. Sveigjanleiki ríkisviðskipta-
banka að afla eigin fjár er nánast enginn. Með breytingu ríkisvið-
skiptabanka í hlutafélegsbanka eykst svigrúm til öflunar eigin
fjár. Ekki er óeðlilegt að ríkið ætti öll hlutabréf í ríkisviðskipta-
bönkum í fyrstu en seldi síðan bréfin, hluta þeirra eða byði út við-
bótarhlutafé á opnum markaði. Samkeppni af erlendum bönkum
er fyrirsjáanleg í náinni framtíð. Það er því afar mikilvægt að ís-
lenskir bankar efli eiginfjárstöðu sína og séu undir það búnir að
standast erlendar kröfur. Aukin samskipti við Evrópuríkin eru
ekki aðeins fyrirsjáanleg, heldur staðreynd sem íslenskt banka-
kerfi þarf að búa sig þegar undir að mæta, bæði í auknu samstarfi
og í aukinni samkeppni.
Annar stór þáttur sem knýr á um að ríkisviðskiptabönkum verði
breytt í hlutafélög, er af stjórnmálalegum toga. Stjórnmálaleg
sjónarmið ráða að stórum hluta rekstri ríkisviðskiptabankanna í
dag. Bankaráð ríkisviðskiptabankanna er kosið af Alþingi. Banka-
stjórar og deildarstjórar eru ráðnir pólitískri ráðningu og oftsinnis
gengið framhjá miklu hæfari fagmönnum sem njóta ekki pólit-
ískra sérsamninga. Talandi dæmi um þetta er ráðning Sverris
Hermannssonar í bankastjórastól Landsbankans með dyggum
stuðningi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Þá
hrökklaðist einn hæfasti bankamaður íslands, Tryggvi Pálsson,
frá bankanum og er í dag einn bankastjóra íslandsbanka. Við-
skipti ríkisviðskiptabankanna eru í dag tryggðir með ríkisábyrgð.
Sú ríkisábyrgð nær yfir allar ákvörðunartökur bankanna og firrir
um leið stjórnendur bankanna ákveðinni ábyrgð og auðveldar
þeim að taka rangar ákvarðanir. Hlutafélagsbankar sem ekki hafa
annan bakhjarl en eigið hlutafé fara mun betur með fé bankans
og allar ákvarðanir sem teknar eru hafa viðskiptaleg sjónarmið að
leiðarljósi. Þetta aðhald auðveldar stjórnendum hlutafélags-
bankanna að taka réttar ákvarðanir,
Eftirað hlutafélagsbankarnirsameinuðust í íslandsbanka, hefur
bankastarfsemin á íslandi fallið í annan og nýjan farveg. Ríkisvið-
skiptabankarnir Landsbanki og Búnaðarbanki standa í raun höll-
um fæti gagnvart hinum nýja íslandsbanka. Þetta kemurekki síst
fram í því að íslandsbanki hefur ekki þær pólitísku skyldur sem
lagðar eru á ríkisviðskiptabankana. íslandsbanki þarf með öðrum
orðum ekki að stunda stjórnmálalega björgunarstarfsemi gagn-
vart atvinnugreinum, fyrirtækjum, stofnunum eða einstakling-
um sem tengjast ríkinu eða flokkakerfinu. í flestöllum tilfellum af
þessu tagi ríkja ekki viðskiptaleg sjónarmið í samskiptum banka
og viðskiptavinar, heldur pólitísk. Starfsemi ríkisviðskiptabank-
anna sem byggist á ótakmarkaðri ríkisábyrgð er ekki aðeins
óæskileg heldur röng. Slík stefna elur af sér ábyrgðarleysi, bæði
í rekstri bankans og viðskiptavinarins og stuðlar að verri kjörum
í landinu almennt.
ÖNNUR SJONARMID
KOMMÚNISTAR á íslandi játa nú
og vitna hver um annan þveran í því
skyni að afmá fortíð sína. Þetta gild-
ir hvort sem er um að ræða skæl-
brosandi Ungverjalands — Hjalta
Kristgeirsson sem segir í viðtali við
Þjóðviljann að stofnun Kommún-
istaflokks íslands hafi verið sögulegt
siys eða Svavar Gestsson sem vitnar
i Einar Olgeirsson á miðstjórnar-
fundum i því skyni að sanna að Sta-
lín hafi aldrei verið hér.
Nýjasta játningin birtist í Tíman-
um í gær. Þar vitnaði Guðmundur J.
Guðmundsson um Rúmeniuferð
sína 1971 og virðist af frásögninni
að dæma, að Jakinn hafi verið
hreinn andófsmaður í þeirri ferð.
Annars virðast íslenskir stalínistar
hafa haft ritskoðara í prentsalnum,
því viðtalið hefur daufprentast svo,
að varla er hægt að grilla í orðin.
Þarafleiðandi hafa menn ekki getað
lesið játningar Jakans sem skyldi.
Þó má lesa í skýrari hlutum við-
talsins, að Guðmundur hafi mikið
þráttað við rúmenska flokkspótin-
táta um bændur og verkfallsrétt og
var hvað eftir annað sproksettur
vegna vankunnáttu í fræðum Len-
íns.
En auk þess að koma upp um fá-
Guðmundur J.: Játningar úr Rúmen-
iuferð.
fræði sína í lenínískum fræðum, seg-
ir Guðmundur J. frá athyglisverðum
hlut í viðtalinu. Það er hin nánu
kynni seðlabankamanna í Rúmeníu
og toppkommúnista á íslandi. (Eins
og kunnugt er, smyglaði Ceausescu
svimandi gjaldeyrisupphæðum úr
landi og kom fyrir á svissneskum
leynireikningum með aðstoð rúm-
enska seðlabankans). Lesum hér
frásögn Jakans af samskiptum rúm-
enskra seðlabankamanna og Inga
R. Helgasonar sem þá var fulltrúi
Alþýðubandalagsins í bankaráði
Seðlabankans:
„Þarna lauk riminunni, við
skiptumst á hlýlegum orðum,
skáluðum í ávaxtasafa og síðan
kvöddumst við og Ingi R. Helga-
son fékk nú að fara í rúmenska
seðlabankann sem var honum
mikið hjartans mál.
Seðlabankaráðsmenn eru
nefnilega mjög upphafnir og. á
fundum þeirra fara fram miklir
leyndardómar sem jafnvel enn
þéttari hula hvílir yfir en því sem
fram fer hjá frímúrurum. Það
gerist eitthvað þar sem fær jafn-
vel óhátíðlegustu menn eins og
Þröst Ólafsson til að klæðast
dökkum jakkafötum og bursta
skó sína áður en hann fer á fund
bankaráðsins. Ég hef reyndar
heyrt að á Seðlabankaráðsfund-
um fari fram einhvers konar
kjötkveðjuhátíð og þá standi
sjálfur Jóhannes Nordal skrýdd-
ur svuntu og skeri steikur ofan í
ráðsmenn. Þetta hef ég þó aldrei
fengið staðfest.
Hvort eitthvað slíkt hefur farið
fram hjá Rúmenum veit ég ekki
en hinn ljúfi vinur minn Ingi R.
Helgason kom hugfanginn úr
seðlabankanum með reikninga
bankans sem ekki voru síður
skrautlegir en reikningar ís-
lenska seðlabankans.“
Þaö er ekki á hverjum degi að
menn frá Vesturlöndum komast inn
Ingi R. Helgason: Fékk afhenta reikn-
inga seölabanka Rúmeníu.
í rúmenska seðlabankann. Svo ekki
sé sagt að þeir gangi út úr sama
seðlabanka með reikninga bankans
í höndunum!
Fróðlegt væri að heyra Inga R. út-
skýra þessi nánu tengsl.
EINNMEÐ KAFFINU
Ræningjar réðust á mann að
kvöldlagi. Hann náði að sleppa
úr greipum þeirra og hljóp af
stað. Þeir eltu hann og fimm
kílómetrum síðar tókst þeim
að góma manninn aftur. I Ijós
kom hins vegar að maðurinn
var aðeins með fimmtíukall í
vasanum.
— Hvers vegna hljópstu
svona langt? spurði annar ræn-
ingjanna móður ogi másandi.
Bara fyrir fimmtíu kall?
— Nei, stundi maðurinn. Ég
var skíthræddur að þið fynduð
fimm þúsund kallinn sem ég er
með í skónuml
DAGATAL
Að breyta ríkisbanka
kapítalistabanka
i
Umræðurnar á Alþingi um hvort
breyta eigi ríkisbönkum í hlutafé-
lagabanka hafa vakið mikla at-
hygli mína. Þar sem ég er einfald-
ur fréttamaður með tvöfaldan
smekk, ákvað ég að hringja í vin
minn sem er deildarstjóri í ríkis-
banka og spyrja hann álits á þessu
máli.
Vinur minn sagöi þegar í stað að
það væri mesta fásinna að breyta
ríkisbönkunum i hlutafélaga-
banka. Ég spurði af hverju.
— Vegna þess að öll bankaum-
svif myndu snarminnka, sagði vin-
urinn.
— En gæti það ekki bara verið
til góðs? spurði ég.
— Ég held að menn sem svona
tala, geri sér ekki grein fyrir stað-
reyndum.
Ég bað hann að útskýra málið.
— Sko, hvað heldur þú að yrði
um alvörustórfyrirtæki eins og SIS
til dæmis ef ekki væru til rikis-
bankar? spurði deildarstjórinn.
— Þau færu strax á hausinn,
sagði ég.
— Akkúrat, sagði vinur minn.
Og hvað heldurðu að margir yrðu
atvinnulausir? Og hvað yrði þá um
bændastéttina, niðurgreiðslurnar,
lambakjötið, vaxtatekjurnar og
geymslugjöldin? Ég bara spyr?
*
Eg sagði að þetta væru kannski
ekki aðalatriði málsins.
— Ekki aðalatriði! sagði vinur
minn með hneykslistón. Við skul-
um bara halda áfram: Hvernig
ættu þingmennirnir og ráðherr-
arnir að fjármagna frumvörpin sín
og fyrirtæki flokkanna ef ekki í
gegnum ríkisbankana? Ég bara
spyr?
— En eru þetta ekki óhappafyr-
irtæki meira og minna og illa rek-
in? spurði ég á móti.
— Ég skipti mér ekki af rekstri
fyrirtækja út í bæ, sagði deildar-
stjórinn. Ég vinn bara í bankan-
um. Ég var bara að benda á naud-
synleg tengsl pólitískra ákvarðana
og lánsfjár.
— En er ekki kominn tími til að
þau fyrirtæki sem standa ekki
undir sér, fari bara á hausinn,
sagði ég.
— Dagfinnur, þú ert farinn aö
tala eins og leiðarahöfundur DV.
Sum fyrirtæki eru nauðsynleg og
mega ekki fara á hausinn. Hver á
að taka að sér allan sjávarútveg-
inn? Eða landbúnaðinn? Eða iðn-
aöinn? Heldur þú að þessir sjoppu-
eigendur sem eiga peninga í ís-
landsbanka séu einhverjir stór-
kúnnar? Ónei. Þessir hlutafélaga-
bankar gætu aldrei rekið undir-
stöðuatvinnugreinarnar, sagði
vinur minn og dæsti af sjálfsör-
ygg>-
— En varla er meininginn að
reka undirstöðuatvinnugreinarn-
ar með bullandi tapi? spurði ég.
— Einhver verður að borga
reikninginn fyrir að halda uppi at-
vinnulífi á þessu skeri. Ef ríkissjóð-
ur getur það ekki, þá verðum við
að gera það. Það er okkar köllun,
sagði deildarstjórinn.
Eg vissi ekki alveg hvað ég átti að
segja.
— Svo skulum við ekki gleyma
einu, sagði kunningi minn. Al-
þingismenn verða að fá einhver
aukalaun og forystumenn flokk-
anna einnig. Ríkisbankarnir
tryggja þessum mönnum setu í
bankaráði. Hlutafélagabankarnir
setja hins vegar einhverja brask-
ara í sín bankaráð. Þetta er einnig
punktur, gleymdu því ekki.
— Hvernig fékkst þú aftur vinnu
í bankanum? spurði ég.
— Formaður flokksins hringdi í
bankastjórann, svaraði deildar-
stjórinn.
— Hvað gerðir þú áður? spurði
ég aftur.
— Ég vann á lager hjá Samband-
inu, svaraði vinurinn.
— Var það ekki óvænt stöðu-
hækkun að verða deildarstjóri í
ríkisbanka? spurði ég.
— Það er einmitt það sem er
heillandi við ríkisbankakerfið,
svaraði deildarstjórinn. Frami
manna verður skjótari í ríkis-
bankakerfinu en í hlutahafa-
bankakerfinu!
— Hvað gerðist ef bankanum
yrði breytt i hluthafabanka?
spurði ég.
— Hvers konar spurningar eru
þetta? Ætlarðu að hafa þetta eftir
mér? Birta viðtal í þessu blaði
þínu? Ég harðbanna það!
Deildarstjórinn skellti á. Ég
þurfti svo sem ekki að fá svarið við
síðustu spurningunni. Ég þarf bara
að hringja aftur og fá númerið á
lagernum hjá Sambandinu ef
bankanum skyldi nú verða breytt
í kapitalistabanka.