Alþýðublaðið - 21.02.1990, Blaðsíða 4
4
Miðvikudagur 21. febr. 1990
UMRÆÐA
„Vandræöafyrirtækin SÍS og SS
hafa staðiö í vegi fyrir aö hægt sé
aö selja íslenskt lambakjöt er-
lendis á góöu verði. Þaö er miklu
þægilegra að hafa kjötiö í frysti-
geymslu viökomandi fyrirtækja
og fá vexti og geymslugjald á
silfurfati. Öll vinnsla þessara fyrir-
tækja á unnum kjötvörum hefur
verið gerö af lítilli kunnáttu og
forneskjulegum vinnubrögöum og
kosta samkvæmt því morö fjár
sem bændur eru alveg lausir við
aö fá," segir Jón Maríasson m.a. i
umræöugrein sinni.
Þaö er ekki bœndastéttinni aö kenna aö
landbúnaöarverö hérlendis er hátt. Þaö er
sök millilidanna sem haldiö hafa bœndum
niöri á öllum sviöum, segir Jón Maríasson í
eftirfarandi umrœöugrein. Aö mati Jóns er
SÍS og SS löngu ordin gjaldþrota og þessi
„tvö vandrœöafyrirtœki“ hafa staöiö í vegi
fyrir aö hægt vœri aö selja íslenskt lamba-
kjöt erlendis á góöu veröi.
SNÆFELLINGAR
Upplýsingafundur
um
evrópska efnahagssvæðið, EES,
verður haldinn á vegum
utanríkisráðuneytisins
miðvikudag 21. febrúar kl. 21.00
í félagsheimilinu í Ólafsvík
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra hefur framsögu og
mun ásamt embættismönnum utanríkisráöuneytisins svara fyrir-
spurnum um viöræöur Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, og
Evrópubandalagsins, EB, um myndun sameiginlegs markaöar í
Evrópu.
Utanríkisráöuneytiö
Bændur og
islenska þjóðin
Árás menntamanna á bændur þessa lands er harla ein-
kennileg. Þessar afætur íslensks þjóðfélags leggja bændur
í einelti með allskonar lágkúrukjaftæði sem stenst ekki
þjóðfélagslega séð. Þessir svokölluðu menntasnillingar eru
sífellt að segja þjóðinni hvað kostar að hafa bændur á ís-
landi og tala um þá sem betlara á þjóöinni.
Vitlausir hagfræðingar
Formaöur lánasjóös hefur skrif-
aö í Stefni grein þar sem segir að
af 500 milljónum töpuöust 250
milljónir. Nú spyr ég mennta-
menn, sem liafa látið launþega í
landinu styrkja sig til náms, hvar
eru allar þær milljónir sem hafa
tapast á undanförnum árum?
Reynið að skýra frá því og skila
þeim tafarlaust til þjóðarinnar.
Bændur eru nauðsynlegri þjóð-
inni en hagfræðingar sem aldrei
vita hvað upp eða niður snýr. Þeir
eru ekki fyrr búnir að reikna úr
eina vitleysuna en hún er orðin
vitlaus og ný vitleysa sett fram og
svo langt er gengið að þeir sjálfir
eru löngu hættir að taka mark á
sjálfum sér. Síðan koma allskonar
heimspekingar sem gera vart ann-
að en að heimta hærri og hærri
laun fyrir störf sem þeir vinna þeg-
ar þeir mega vera að að mæta til
vinnu yfirleitt.
Hátt verð
milliliðum að kenna
Það er ekki bændastéttinni að
kenna að hátt verð er á landbún-
aöarvörum hér á landi heldur
milliliðunum sem hafa skammtað
bændum skít úr hnefa og haldið
þeim niðri á öllum sviðum, enda
er nú komið svo fyrir þessum fyr-
irtækjum SIS og SS að þau eru
löngu farin á hausinn samkvæmt
skilgreiningu um eignir og skuldir.
Þau eiga strangt til tekið ekki fyrir
skuldum ef gengið væri að þeim
eins og almennt er gert við alla þá
aðila sem eru í sama ástandi. Það
er hægt að selja íslenskt lamba-
kjöt erlendis á góðu verði en þessi
tvö vandræða fyrirtæki hafa stað-
ið í vegi fyrir slíku og af hverju? Jú,
það er miklu þægilegra að hafa
kjötið í frystigeymslu viðkomandi
fyrirtækja og fá vexti og geymslu-
gjald á silfurfati. Öll vinnsla þess-
ara fyrirtækja á unnum ký ivörum
hefur verið gerð af lítilli kunnáttu
og forneskjulegum vinnubrögð-
um og kosta því samkvæmt því
morðfjár sem bændur eru alveg
lausir við aö fá.
Þorvaldur sér á báti
Einn framleiðandi mun þó eiga
það, þótt við séum ekki neitt sér-
lega miklir vinir að einu eða neinu
leyti, en það er Þorvaldur Guð-
mundsson svínabóndi. Hans vara
er í einu og öllu fyrsta flokks.
Hann verður að njóta sannmælis
þótt hann eigi það sannarlega
ekki skilið frá minni hendi. Þrifn-
aður, gott hráefni og vönduð
vinna skilar sér ætið til baka til
viðkomandi.
Skammsýnir verkamenn
Þá varð ég undrandi er Verka-
mannafélagið Hlíf í Hafnarfirði
samþykkti á félagsfundi aö inn-
flutningur á landbúnaðarvörum
skyldi gefinn frjáls, en hvað skyldu
þessir skammsýnu verkamenn í
Hafnarfirði gera ef bændur heimt-
uðu frjálsan innflutning á verka-
fólki til Hafnarfjarðar vegna mik-
illa launa verkamanna í Hafnar-
firði vegna álversins. Það er nú
einu sinni svo að Hafnfirðingar
eru sér þjóöflokkur í landinu og
hafa alla tíð hagað sér undarlega,
sérviska er þeim í blóð borin og að
vita allt, geta allt og eru saklausari
en syndin. Ég skora á alla viti
borna íslendinga, sem vilja
bændastéttinni vel, að láta ekki
höfuðlausan her menntamanna,
meö Gylfa Þ. Gíslason hagfræðing
í fararbroddi traðka þá niður í
svaðið. Við bændur vil ég segja
þetta: Hættið að vera undir einn
eða neinn gefinn, hvorki SÍS eða
SS eöa neinn pólitískan flokk. Sýn-
ið það í verki að selt verður ís-
lenskt lambakjöt til útlanda sem
er besta lambakjöt á heimsmark-
aði og ýtið öllum þeim frá sem
ætla sér að standa í vegi fyrir
þeirri framþróun. Látið íslendinga
sem það vilja borða erlent lamba-
kjöt en seljið það íslenska til út-
landa sem fyrsta flokks lambakjöt
sem völ er á. Bændur! látið hend-
ur standa fram úr ermum og látið
verkin tala, látið ekki úrtölumenn,
sama hvaðan þeir koma, villa ykk-
ur sýn. Þið hafið allt að vinna,
engu að tapa.
Frjálshyggjugárungar
Ég er hræddur um að erlendar
landbúnaðarvörur muni verða
ódýrar fyrst til að byrja með en
svo kemur að því að þær munu
hækka og engin getur ráðið því og
því síður kennt íslenskum bænd-
um um. Fyrst íslenska ríkið á
svona mikinn gjaldeyri til að flytja
inn erlendar landbúnaðarvörur
og afleggja íslenska bændur sér til
mikillar ánægju hvern fjandann er
þá alltaf verið að tala um að spara
gjaldeyri, er ekkert að marka viö-
skiptaráðherra yfir höfuð? Hann
og Hannes Hólmsteinn eru bræð-
ur í synd, sem sagt frjálshyggju-
gárungar, vitsmenn á borð við
Bakkabræður og er ekki leiðum
að líkjast.
Jón Maríasson
skrifar