Alþýðublaðið - 27.02.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.02.1990, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 27. febr. 1990 5 FRETTASKYRING * * LIU sló verulega af kröfum sínum. Vönir bundnar við >* þetta nýja skipulag. Islensk fiskvinnslufyrirtœki fá nú a.m.k. tœkifæri til að keppa við erlend um íslenska fisk- inn. Gámafiskurinn fer kannski ekki allur til útlanda framvegis. Eitt af hlutverkum hinnar nýju afla- miölunar er nefnilega að koma á upplýsingastreymi til íslenska fiskvinnslufyrirtækja þannig að þeim gefist kostur á aö bjóða i fiskinn áður en hann er fluttur úr landi. Oddamaðurinn beggja vegna borðsins Einn stjórnarmaður er hér ótal- inn. Það er Sigurbjörn Svavarsson og eftir að gengið var frá sam- komulaginu hafa LÍÚ-menn viljað eigna sér hann sem sinn fulltrúa. Eg spurði Sigurbjörn að því í gær hvort hann teldi sig sitja í stjórn- inni sem fulltrúa einhvers ákveð- ins hagsmunaaðila. Svar hans var þetta: „Verðlagsráð og hagsmuna- aðilar urðu sammála um að skipa í þessa stjórn fimm einstaklinga sem allir koma úr sjávarútvegi. Vegna þess að þetta samkomulag tókst, samþykkti ráðherra það fyr- ir sitt leyti." Eiginlega er þetta alls ekki svar við því sem um var spurt. Með til- liti til viðkvæmni málsins er þó vel skiljanlegt að Sigurbjörn treysti sér ekki til að svara spurningunni með öðru móti. Auk þess er svarið kannski ekki alveg eins loðið og það virðist við fyrstu sýn. Það seg- ir nefnilega að Sigurbjörn er ekki reiðubúinn að lýsa því yfir að hann telji sig vera viðbótarfulltrúa fyrir LÍU. Kenningin um tvo fulltrúa LIU stenst ekki Við nánari athugun stenst sú kenning heldur ekki. Sigurbjörn Svavarsson er útgerðarstjóri hjá Granda hf. sem er eitt af þeim sjáv- arúvegsfyrirtækjum sem rekur bæði útgerð og fiskvinnslu. Vara- maður hans kemur einnig frá þannig fyrirtæki. Þetta er lykillinn að lausninni. Sigurbjörn hlýtur óhjákvæmi- lega að verða eins konar odda- maður í stjórninni þegar á reynir. við hlið hans sitja annars vegar fulltrúar útgerðar og sjómanna sem báðir hafa hag af því að sem situr beggja vegna borðsins Aflamiðlunin margumdeilda er loksins orðin að stað- reynd. Eftir langvarandi deilur um fjöldamörg atriði, náðist loks samkomulag um helgina. Fjöldamargir aðilar vildu eiga fulltrúa í stjórn aflamiölunarinnar og það sem erfiðast var að leysa var einmitt samsetning stjórnarinnar. Lausnin sem menn duttu niður á að lokum er jafn snjöll og hún er einföld. Menn hurfu einfaldlega frá öllum hugmyndum um fulltrúa hinna eða þessara hagsmunasamtaka. í staðinn var gert samkomulag um ákveðna menn og látið ótilgreint hverra hagsmuna þeir skuli gæta. Stjórn aflamiðlunar er ekki skipuð af ráðherra en utanríkisráðuneytið sem fram aö þessu hefur úthlutað útflutningsleyfum mun til að byrja með í tilraunaskyni framselja stjórn aflamiðlunar stjórn út- flutningsins. Hlutverk aflamiðlunar er raunar býsna fjölþætt og trúlega verða talsverðar breytingar með til- komu hennar. Hlutverk aflamiðl- unar er skilgreint svo í því sam- komulagi hagsmunaaðilanna sem gert var um helgina: „Til að greiða fyrir því að lausn sem seljendur og kaupendur sætta sig við, fáist í þessu mikilvæga máli, lýsa hags- munaaðilar sig reiðubúna að koma á fót aflamiðlun sem hafi það hlutverk að greiða fyrir fisk- stöðum. Við þessa lausn gátu báð- irlit með og aðlaga útflutning á óunnum fiski, nýtingu ferskfisk- markaða fyrir neyslufisk." Harðari stýring framundan Þetta orðalag er býsna loðið og segir kannski ekki ýkja mikið. Það sem fyrir mönnum vakir er hins vegar býsna skýrt. Framvegis að stýra útflutningi á erlenda mark- aði af meiri hörku en gert hefur verið og koma í veg fyrir það verð- fall sem iðulega hefur orðið vegna offramboðs á íslenskum fiski. Hitt aðalatriðið er að aflamiðlunin á að sjá til þess að innlendar fisk- vinnslustöðvar geti boðið í þann fisk sem til stendur að flytja úr landi. Þetta hefur í raun ekki verið íramkvæmanlegt fram að þessu. Framvegis mun gert ráð fyrir að þeim sem hyggjast flytja út fisk verði skylt að tilkynna um það til aflamiðlunar, sem í umboði utan- ríkisviöskiptaráðherra, gefur út- flutningsleyfi. Þessi tilkynningar- skylda á jafnframt að virka þannig að innlendar vinnslustöðvar fái jafnharðan upplýsingar um þann fisk sem ætlunin er að senda á er- lendan markað og fái möguleika til að bjóða í þann fisk sem við- komandi vinnsluaðili teldi sér hagkvæmt að verka. Til þess að þetta geti orðið að veruleika þurfa að liggja fyrir nákvæmar upplýs- ingar um ýmis atriði er varða gæði og ástand þess fisksr sem flytja á út. Samkeppnisaðstaða innlendra vinnslustöðva Það á svo raunar alveg eftir að koma í ljós hvort eða hversu mikil áhrif þetta fyrirkomulag hefur í þá átt að draga úr ferskfiskútflutn- ingi. Vandamálið hefur að sjálf- sögðu einkum verið í því fólgið að munurinn á því verði sem íslensk- ar fiskvinnslustöðvar geta boðiö og því verði sem fæst á erlendum fiskmörkuöum hefur verið svo mikill að ef ekki kæmu aðrir hags- munir til, hefði sjálfsagt enn meiri fiskur farið á erlendu markaðina en raun hefur á orðið. Hinn mikli ferskfiskútflutningur á síðustu árum hefur í raun verið mun meiri en sem svarar til neyslu á ferskum fiski í þessum löndum. Það sem umfram er hefur farið í vinnslu hjá erlendum fiskvinnslu- stöðvum. Þannig hefur talsverö atvinna verið flutt úr landi með þessum fiski og þetta hefur að sjálfsögöu vakið óánægju bæöi hjá íslenskum fiskvinnslufyrir- tækjum og (iskverkafólki sem orð- ið hefur aö sæta atvinnuleysi af þessum sökum. Verðhrun úr sögunni?____________ Fram að þessu hefur tekist mis- jafnlega til meö skipulag á útflutn- ingnum. Þeir sem fylgst hafa meö fréttum af fiskútflutningi undan- farin ár kannast við fréttir af verð- falli eða jafnvel verðhruni á ákveðnum tímum, sem fyrst og fremst hefur verið talið skapast af of miklu framboði á íslenskum fiski. Það liggur í augum uppi að undir slíkum kringumstæðum hefðu íslensk fiskvinnslufyrirtæki verið vel samkeppnisfær um verð. Nú vonast menn til að aflamiðl- unin og nýtt skipulag sem með henni fylgir, muni verða til þess að betra jafnvægi náist á þessu sviði, verð sem fæst fyrir íslenskan fisk á erlendum fiskmörkuðum verði jafnara og jafnvel hærra að meðal- tali, auk þess sem innlendar fisk- vinnslustöðvar fái a.m.k. tækifæri til að taka þátt í samkeppni um fiskinn við erlenda markaði. Sögulegt samkomulag um einstaklinga En víkjum nú sögunni að hinu sögulega samkomulagi um afla- miðlun. Eins og að framan segir var deilan um það hvaða hags- munasamtök skyldu eiga fulltrúa leyst með því að menn komu sér saman um ákveðna menn, án þess að þeir væru tilnefndir af ákveðn- um aðilum. Þetta gerir það að verkum að formlega séð sitja menn í stjórn aflamiðlunar sem einstaklingar og nánast á eigin vegum. Engu að síður má aö sjálf- sögðu rekja ákveðin iiagsmuna- tengsl. Stjórn aflamiðlunarinnar skipa þessir menn, taldir í stafrófsröð: Agúst Elíasson, fram- kvæmdastjóri Samtaka fisk- vinnslustöðva. Varamaður hans er Arni Benediktsson hjá Sambandsfrystihúsunum. Oskar Þórarinsson, útgerð- armaður í Vestmannaeyjum. Varamaður hans er Sveinn Hjörtur Hjartarson hjá LIÚ. Sigurbjörn Svavarsson, út- gerðarstjóri Granda hf. í Reykjavík. Varamaður hans er Eiríkur Tómasson, fram- kvæmdastjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík. Snær Karlssson, formaður verkalýðsfélagsins á Húsavík. Varamaður hans er Guð- mundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar og jafn- framt formaður Verkamanna- sambands íslands. Sævar Gunnarsson, formaö- ur Sjómanna- og vélstjórafé- lags Grindavíkur. Varamaður hans er Benedikt Þór Vals- son hagfræðingur hjá Far- manna- og fiskimannasam- bandinu. Einstaklingarnír eru samt fulltrúar hagsmuna Sé þessi listi skoðaður kemur glögglega í Ijós hvaða hagsmuna- aðilar það eru sem eiga aðild að aflamiðluninni. Ágúst Elíasson er fulltrúi vinnslunnar og sömu sögu er að segja um varamann hans. Oskar Þórarinsson er fulltrúi út- gerðarinnar og varamaður hans kemur beint frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, sem raun- ar gerði kröfu til að eiga tvo full- trúa af fimm. Snær Karlsson er fulltrúi fisk- vinnslufólks og varamaður hans er enginn annar en formaður Verkamannasambandsins. Sævar Gunnarsson er svo fulltrúi sjó- manna og sömu sögu er að segja um varamann hans. allra hæst verð fáist fyrir fiskinn, jafnvel þótt það þurfi að kosta at- vinnuleysi í landi. Hins vegar eru í stjórninni íull- trúar fiskvinnslufyrirtækja og landverkafólks, en hagsmunir þessara aðila felast í því aö fá fisk- inn aö Iandi hér heima til að skapa fólkinu atvinnu og vinnslustöðv- unum verkefni. Lausnin fólst þess vegna í þvi að oddamaðurinn kæmi frá þeim fyrirtækjum sem sitja „beggja vegna borðsins” og hafa hagsmuna að gæta á báðum stöðum. Við þessa lausn gátu báð- ir aöilar sætt sig. LÍÚ sló verulega af Þegar allt kemur til alls virðist sem LÍÚ sé sá aðili sem einna mest hafi þurft að slá af kröfum sín- um til þess að aflamiðlunin yrði að veruleika. Útvegsmennirnir vildu halda leyfum til að sigla meö afla utan við aflamiðlunina. Auk þess munu þeir haía viljað halda fulltrúum fiskvinnslunnar utan við en fá þess í stað tvo fulltrúa frá LÍÚ. M.a. frá LÍÚ mun einnig hafa komið sú krafa að yfirstjórn þess- ara mála flyttist til sjávarútvegs- ráðuneytisins. Ekkert af þessu náði nú fram að ganga. Um þann möguleika að afla- miðlunin kunni í framtíðinni að heyra undir sjávarútvegsráðherra er það að segja að ákvörðunar um það mun ekki að vænta á næst- unni. Þetta mál bíður ásamt fleir- um eftir frumvarpinu um heildar- uppstokkun stjórnarráðsins sem til stóð að leggja fram á þessu þingi en nú er nokkurn veginn Ijóst að það mun frestast a.m.k. fram til næsta hausts.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.