Alþýðublaðið - 27.02.1990, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 27.02.1990, Blaðsíða 6
6 Fleiri konur í sveitarstjórnir, er ósk Kvenréttindafélagsins: Áhrifaleysi kvenna hefur komið niður á börnunum — segir í bréfi til stjórnmálaflokkanna. Konur skipa í dag 19,2% sæta sveitarstjórnarfulltrúa í landinu. í 3 sveitarfélögum af 222 eru konur í meirihiuta, — í áttatíu þeirra er engin kona fulltrúi. í bréfi Kvenréttindafélags ís- lands til stjórnmálaflokkanna er skorað á flokkana að taka til alvar- legrar umfjöllunar þátttöku kvenna í bæjar- og sveitarstjórnar- málum. „Það mun tvímælalaust borga sig, ekki aðeins fyrir viðkomandi stjórnmálaflokk, heldur fyrir þjóð- ina í heild," segir í bréfi Kvenrétt- indafélagsins. 1 bréfinu segir enn- fremur að áhrifaleysi kvenna í stjórnmálum hafi haft alvarlegar afleiðingar á félagslega þjónustu Kringlan afbiður sér ösku- dagsskemmtan ungs fólks í borginni að þessu sinni. „Því ættu börn sem eru að leita að skemmtun að fara annað,“ seg- ir framkvæmdastjóri Kringl- unnar, Einar I. Halldórsson. Hann segir að undanfarin ár hafi kötturinn verið sleginn úr tunnunni í verslanamiðstöðinni á öskudaginn. Astæðan fyrir því að það verður ekki gert nú, sé sú að og skólakerfið og komi ekki síst niður á börnunum. allt of mikil læti hafi fylgt skemmt- an þessari. „Tillitsleysi og aðgangsharka margra barna hefur verið slík að legið hefur við slysum og því verð- ur engin dagskrá í Kringlunni að þessu sinni", segir Einar Ingi Hall- dórsson. Eftir þessu að dæma mun gam- an reykvískra ungmenna því fara í gamla miðbæinn að þessu sinni. Kringian vill ekki hávaðann Þriðjudagur 27. febr. 1990 Útseld vinna fyrir ýmsa þjónustu: Taxtar frá áramótum eiga að gilda áfram Verðlagsstofnun hefur sent blaðinu samþykkt Verðlagsráðs frá 22. febrúar, en hún hljóðar svo: „Óheimilt er að hækka taxta vegna hvers kyns útseldrar vinnu eða þjónustu tengdri henni frá því sem var 31. desember 1989 hjá eftir- farandi starfs- og atvinnugreinum: Endurskoðunarþjónustu, tölvu- þjónustu og þjónustu kerfisfræð- inga, tæknifræðinga, arkitekta, rekstarráðgjafa, múrara, trésmiða, veggfóðrara, pípulagningamanna, málara og verkamanna í byggingar- iðnaði. Gilda taxtar vegna útseldrar vinnu og þjónustu ofangreindra að- ila eins og þeir voru 31. desember 1989 frá og með deginum í dag að telja sem hámarkstaxtar". Hin sameinada Evrópa: Simi 112 — lögreglan! Margt á eftir að breytast í Evrópu með nánari samvinnu Evrópuríkj- anna. Sem dæmi má nefna að Fram- kvæmdanefnd EB hefur lagt til að sérstakt neyðarsímanúmer verði í öllum ríkjum á EB-svæðinu, — 112 verður númerið sem á að gilda í öll- um löndunum, — en ríkjunum er þó frjálst að nota áfram gamla neyðar- númerið jafnframt. RAÐAUGLÝSINGAR Menntamálaráðuneytiö Laus staða Auglýsing frá utanríkisráðuneytinu Staða deildarstjóra íHandritadeild Landsbókasafns íslands er laus til umsóknar. Æskilegt er að umsækjendur hafi próf bókasafns- fræði. Umsækjendur um þátttöku í hæfnisprófi, sem hald-1 ið verður á vegum Sameinuðu þjóðanna fyrir um- sækjendur um störf hjá stofnuninni, eru minntir á að umsóknarfrestur rennur út 9. mars nk. Því er æskilegt að umsóknir berist ráðuneytinu eigi síðar en 1. mars. nk. Umsóknir ásamt upplýsingum um menníun og starfsferil skulu hafa borist menntamálaráðuneyt- inu fyrir 10. mars nk. iVlenntamálaráðuneytið, 19. febrúar 1990. Til undibúnings undir prófið er umsækjendum bent á að kynna sér bækur um Sameinuðu þjóðirnar sem eru fyrirliggjandi á Landsbókasafninu. Prófið verður haldið í húsakynnum Háskóla íslands 10.—11. maí 1990. Reykjavík, 26. febrúar 1990. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Hjúkrunarfræðingar DEILDARSTJÓRI óskast á Lyflækningadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Lyflækningadeildin telur 32 rúm og er henni skipt í 2 einingar, sín með hvorum deildarstjóra. Á þeirri einingu, sem við nú óskum eftir deildar- stjóra á, er bráðaþjónusta og fer þar fram hjúkrun sjúklinga með hjarta-, og æða- og lungnasjúkdóma o.fl. Staðan veitist frá 1. júní. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst 1990. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarframkvæmda- stjóri, Sonja Sveinsdóttir í síma 96-22100 (271). Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Fóstrur Leikskóli við Hjallabraut í Hafnarfirði óskar eftir fóstrum til starfa nú þegar. Upplýsingar í símum 653060 og 653031. RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS. Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í að byggja aðveitustöðvarhús við Rimakot í Austur- Landeyjum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins við Dufþaksbraut 12, Hvolsvelli og Laugavegi 118, Reykjavík frá og meðfimmtudegin- um 1. mars 1990, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins á Hvolsvelli fyrir kl,-14.00 miðvikudaginn 14. mars 1990 og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda, sem þess óska. Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu „RARIK 90001 aðveitustöð við Rimakot". Reykjavík 22. febrúar 1990, Rafmagnsveitur ríkisins. Krata kaffi verður haldið miðvikudaginn 28. febrúar kl. 20.30, að Hverfisgötu 8—10. Géstur kvöldsins verður Jó- hannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtak- anna. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur. Framboðslisti Alþýðuflokksins í Vestmannaeyjum Auglýst er eftir aðilum sem gefa kost á sér á fram- boðslista Alþýðuflokksins í Vestmannaeyjum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Kjörgengi hafa þeir sem styðja Alþýðuflokkinn og eru ekki flokksbundnir í öðrum flokkum eða stjórn- málahreyfingum. Þátttaka vinsamlegast tilkynnist til Elínar Ölmu Arthúrsdóttur, í síma 98-12769, Jóhanns Ólafsson- ar í 98-11697, eða Bergvins Oddssonar í síma 98-12188, fyrir 24. febrúar næstkomandi. Kjörfundur verður 4. mars næstkomandi. Kjörstjórn. Ráðstefna um stjórn fiskveiða Framkvæmdastjórn og þing- f lokkur Alþýðuf lokksins gangast fyrir ráðstefnu um stjórn fisk- veiða, laugardaginn 3. mars næstkomandi kl. 10—16, að Borgartúni 6, Reykjavík. Ráðstefnan verður opin öllu stuðningsfólki Alþýðuflokksins. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Alþýðuflokksins í síma 91-29244. Ráðstefnustjóri verður Eiður Guðnason alþingis- maður. Dagskrá verður nánar auglýst síðar. Skrifstofa Alþýðuflokksins. DRÖGUM ÚR FERÐ ÁÐUR EN VIÐ BEYGJUM! | UMFHRÐAR RÁÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.