Alþýðublaðið - 13.03.1990, Page 1

Alþýðublaðið - 13.03.1990, Page 1
Rífandi sala á málverkauppbodi: Kjarval á 1,1 milljón króna Hvað er að í hand- boltanum? — sjá frétta- skýringu á bls. 5 Kjarvalsmálverkið Víf- ilfell var selt á uppboði hjá Klausturhólum á sunnudagskvöldið fyrir 1.100.000 krónur. Við þess upphæð má síðan bæta 10% af kaupverði, sem rennur í höfundar- réttarsjóð listamanna. Verkið er 143,5x100 sentimetrar að stærð en ekki kemur fram hvaða ár verkið er málað. Rif- andi sala var á uppboð- inu og gott hljóð í Guð- mundi Axelssyni, upp- boðshaldara þegar Al- þýðublaðið ræddi við hann í gær. „Þegar mað- ur er með góðar myndir er alltaf hægt að selja þær,“ sagði Guðmundur. Af öðrum myndum sem seldust dýrum dómum má nefna tvær aðrar Kjarvals- myndir, Dyrfjöll sem merkt er árið 1935 en hún fór á 950.000 krónur og mynd- ina Útþrá, en hún seldist á 840.000 krónur. Ein mynd eftir Erró, Fljúg- andi mannætur var seld á uppboðinu og fengust fyrir hana 850.000 krónur, Upp- stilling eftir Kristínu Jóns- dóttur var slegin á 640.000 krónur og einnig má nefna vatnslitamynd eftir Ásgrím Jónsson af Botnssúlum en fyrir hana fengust 410.000 krónur. Guðmundur Axelsson sagði við Alþýðublaðið að það væru mestanpart ein- staklingar sem keyptu myndirnar á uppboðunum, hann vildi hinsvegar ekki gefa upp nein nöfn í þessu sambandi. Aðspurður sagð- ist hann ekki geta kvartað yfir markaðnum, sagði hann alltaf góðan ef góðar myndir væru á boðstólum. Guðmundur kannaðist ekki við að lægð hefði ver- ið á uppboðsmarkaðinum að undanförnu eins og margir hafa haldið fram. Nefndi í því sambandi mál- verk eftir Ásgrím Jónsson sem slegið var skömmu fyr- ir síðustu jól. Upphæðin litl- ar 1.900.000 krónur. BÆTTUR EFNAHAGUR? Rífandi sala á málverkasýn- ingu um helgina — BAK- SÍÐA. Guðrún Olsen — verður flugmaður á Fokkervélum Flugleiða. Hún er af þeirri Olsen flugvélstjóri, bróðir Kristins Olsen flugstjóra. Faðir Guðrúnar, Ingi Olsen er frægu Olsen-ætt, sem frægi: er úr sögu flugsins hérá landi. Afi hennar var Gerhard flugvélstjóri hjá Flugleiðum. A-mynd: E.ÓI. Guörún Olsen verdur þriöja konan sem gerist flugmaöur Flugleiöa: Sex flugmenn valdir úr 86 umsækjenda hópi „Ég myndi ekki vilja fljúga með þeim flugmanni sem hræðist ekki neitt,“ sagði Guðrún Ólsen, flug- maður sem nýlega var ráð- in flugmaður hjá Flugleið- um. Um starfið sóttu alls, 84 en aðeins 6 úr þessum stóra hópi voru ráðnir. „Mér líst mjög vel á mig og ég hlakka mikið til að takast á við starfið," sagði Guðrún í samtali við blaðið. Guðrún er þó ekki alls ókunnug starfi flugmanns því hún hefur starfað í tæpt ár sem flug- kennari hjá flugskólanum Flugtaki. „Eg er reyndar einnig mjög vel kunnug fyrirtækinu því ég byrjaði 13 ára gömul sem 'sendill á sumrin. Þá vann ég í prentsmiðju Flugleiða, á símanum, sem ritari og á hót- elinu. Þá starfaði ég sem flug- freyja þrjú sumur. En maður kynnist fluginu vissulega á nýjan hátt sem flugmaður." Það má því með sanni segja að Guðrún sé farin að þekkja sig hjá Flugleiðum. „Ég er hæst ánægð með að vera áfram hjá fyrirtækinu og finn ekki hjá mér þörf eða löngun til að skipta um vinnustað." „Ætli það verði ekki fyrst skrýtið en venjist síðan," sagði Þórhallur Jakobsson, einn þeirra 5 sem voru ráðnir með Guðrúnu um þá tilhugs- un að eiga að fljúga með konu sem flugstjóra. Hann bætti því síðan við að hann teldi konur jafn hæfar til að sinna þessu starfi og því hlyti það að vera af hinu góða að konur kæmu til starfa á þess- um vettvangi. Nú er 6 manna hópurinn á námskeiði til að læra á flug- vélina sem þau munu fljúga sem er F-27 innanlands flug- vél. Áður en ljóst var hverjir fengju ráðningu urðu um- sækjendur að ganga í gegn- um fjöida prófa og viðtala hjá sálfræðingum og forsvars- mönnum fyrirtækisins. „Flugnámið er mjög öruggt kerfi það fer enginn að fljúga fyrr en kyrfilega hefur verið gengið ru skuga um að allt sé í lagi," sagði Guðrún að lok- um. Nýtt álver erum bjart- sýn" — segir Sigfús Jóns- son, bœjarstjóri „Ég lít svo á að forstjór- arnir séu hér fyrst og fremst í kynnisferð, en það verði siðan sérfræðing- arnir sem muni vega og meta kosti og kalla stað- setningar nýs álvers,“ sagði Sigfús Jónsson, bæj- arstjóri á Akureyri í gær- kvöldi, en þá var hann bú- inn að hitta að máli for- stjóra álveranna þriggja, sem mynda Atlantalhóp- inn svokallaða, sem ljóst virðist að muni standa saman að byggingu álvers hér á landi. Sigfús sagði að fólk á Akur- eyri og í Eyjafirði fylgist með þessu máli og bíði spennt eft- ir því að ákvörðun um staðar- val verði tekið á háum stöð- um. Sérstaklega eru vænting- ar iðnaðarmanna nyrðra miklar, og þá ekki sist bygg- ingariðnaðarmanna, sem ekki hafa haft of mikið um að sýsla að undanförnu. „Ég er bjartsýnn eins og staðan er í dag, en hún getur breyst frá degi til dags og erf- itt að segja til um hvaða for- sendur muni ráða endanlegu staðarvali," sagði bæjarstjór- inn. Eins og Alþýðublaðið gat um í síðustu viku, verður undirrituð viljayfirlýsing samstarfsaðilanna í dag. Sú undirritun er í sjálfu sér stórt skref í áttina. Ákvörðun um staðarval verður tekin í lok maí n.k.. Þá tekur við mikil vinna við ýmisskonar samn- ingagerð og annan undirbún- ing.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.