Alþýðublaðið - 13.03.1990, Side 2

Alþýðublaðið - 13.03.1990, Side 2
2 Þriðjudagur 13. mars 1990 MMMIHB Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Leturval, Ármúla 36 / Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Setning og umbrot Prentun Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið. VEXTIR, VIÐHORE LÍFSAFKOMA * Arni Gunnarson alþingismaður ritaði athyglisverða grein hér í Alþýðublaðið á laugardaginn undir fyrirsögninni, Þörfin á nýju gildismati. Þar ræðir Árni þann vanda sem stór hópur íslendinga stendur frammi fyrir sem er að koma sér þaki yfir höfuðið. Fjöld- inn allur af ungu fólki ræður ekki við afborganir af lánum og vaxtagreiðslur vegna öflunar húsnæðis og gjaldþrot einstaklinga er orðið daglegt brauð. Forsendur fyrir almenning að eignast íbúðarhúsnæði gerbreyttust þegar verðtrygging var tekin upp í lánaviðskiptum. Þó flestir séu sammála því að verðtryggingin hafi verið nauðsynleg þá gegnir öðru máli um hina háu raunvexti sem fylgdu í kjölfarið. Nú er svo komið að venjulegt launafólk hef- ur ekki fjárhagslegar forsendur til að kaupa sér íbúðarhúsnæði á almennum markaði. Venjuleg laun hrökkva ekki til að greiða mikl- ar verðbætur og háa vexti. Margir freistast því til að leggja á sig taumlausa vinnu sem bitnar svo á öllu fjölskyldulífi og kemur ef til vill harðast niður á börnunum. Það er oft talað um að í þessu landi búi tvær þjóðir. Að hluta til má flokka þær í „þjóðina fyrir verðtryggingu" og „þjóðina eftir verðtryggingu". Árni Gunnarson kemur inn á þetta í grein sinni og segir: „Ég hef stundum sagt, að áður en verðtrygging fjár- skuldbindinga var ákveðin, stal mín kynslóð sparifénu frá gamla fólkinu. Nú hefur þetta snúist við. Nú hirðum við eignirnar af unga fólkinu." Nokkuð er til í því, því það fólk sem á sínum tíma fékk óverðtryggð lán til íbúðaröflunar horfði á lán sín brenna upp í verðbólgubálinu og verða að engu þegar fram liðu stundir. Þetta sama fólk hefur því öðru fremur verið með laust fé handa á milli og hefur nú síðastliðin ár geta ávaxtað það ríkulega meðan kyn- slóðin sem kemur eftir verðtryggingu þrælar myrkranna milli til að greiða vextina sína og verðbæturnar. Hér er ekki við viðkom- andi einstaklinga að sakast heldur hefur „kynslóðin eftir verð- tryggingu" orðið fórnarlamb ákveðinna efnahagsþróunar sem skrifast á reikning stjórnmálamannanna fyrst og síðast. Það hefur verið krafa samtímis að þjóðartekjur skuli aukast ár frá ári og samasemmerki sett á milli aukinnar neyslu og aukinna lífsgæða. Það gildismat á gæðum lífsins ber að endurskoða eins og Árni bendir á. Hann segir m.a. um kröfuna um sífellt meiri framleiðslu og neyslu. „Þessari stefnu hefur verið fylgt fram án tillits til þeirra skemmdarverka sem hún hefur haft í för með sér á náttúruna og móður jörð. Allt er blóðmjólkað og umhverf ið eitr- að. Fyrir þessa stefnu virðast margir tilbúnir að fórna lífríki jarðar- innar og stefna í hættu lífi og heilsu jarðarbúa." Fólk virðist loks- ins vera að átta sig á þessari staðreynd. Neyslukapphlaupið hef- ur verið áberandi hér á landi, fólk hefur fórnað heilsu og fjöl- skyldulífi fyrir meiri tekjur, meiri neyslu án þess að hugleiða and- lega velferð sína og sinna nánustu. Það sem skiptir máli er að breyta því þjóðfélagi sem við byggjum í þá átt að gera fólki kleift að komast af með minna, stuðla að því að draga úr neyslukapp-1 hlaupinu og gefa fólki tóm til að hugsa. Það þarf breyttar pólitísk- ar áherslur, þarf að skapa nýtt efnahagslegt umhverfi. Það sem skiptir hvað mestu máli til að vinda ofan af þeirri vinnu- þrælkun sem víða á sér stað, er að gera almenningi kleift að eign- ast íbúðarhúsnæði án þess að leggjast út, vinna nánast allan vökutíma sinn. Ástandið nú er þannig að ungt fólk almennt ræð- ur ekki við það að kaupa sér íbúð á almennum markaði samfara því að eiga börn og ala þau upp. Margir foreldrar standa frammi fyrir þeim valkosti að sleppa uppeldinu eða sleppa íbúðinni. Hvorugt er góður kostur. Það skiptir því afar miklu hverra kosta er völ í húsnæðismálum. Alþýðuflokkurinn hefur barist fyrir breyttu og betra húsnæðiskerfi og ber þar kaupleiguna hæst. Fólki verður að bjóðast húsnæðiskostir á viðunandi kjörum, hvort heldur er um kaup eða leigu að ræða. ÖNNIIR SJONARMID ÞAÐ varð víst uppi fótur og fit á Vestfjörðum fyrir skömmu þegar halda átti þar fund um framtíðar- uppbyggingu atvinnumála. Júlíus Sólnes, ráðherra umhverfismála, mætti á fundinn, enda hefur Júlíus m.a. það hlutverk að stjórna þessari framtíðaruppbyggingu. Nema hvað. Vestfirðingar stóðu á öndinni eftir ræðu ráðherrans, að því er þeir sjálf- ir segja. Vissu þeir ekkert hvaðan á þá stóð veðrið og töldu sem ráðherr- ann vissi greinilega ekkert um hvað hann væri að tala. í framhaldinu vógu þeir hart að ráðherranum. Frá þessu var greint í fjölmiðlum og virt- ist hlutur ráðherrans samkvæmt þeim frásögum vissulega klénn. Guttormur Einarsson, Borgara- flokksmaður, var þessu þó ekki sam- mála og ritaði hann grein sem m.a. hefur birst í Bæjarins besta sem gef- ið er út á ísafirði, hvar áðurnefndur fundur fór fram. Guttormur ber blak af formanni sínum og segir m.a.: „Þegar pallborðsumræður hófust vildi það óhapp til að Ól- afur Kristjánsson bækjarstjóri hafði einhverra hluta vegna mis- skilið tilgang fundarins og hóf mál sitt á hvatskeytislegum um- mælum í garð ráðherra og ríkis- stjórnar samkvæmt forskrift pólitískra kappræðufunda, í stað þess að fylgja fordæmi ann- arra fundarmanna um málefna- legar og faglegar umræður /.../ Eftir að útskýrt hafði verið fyrir honum hver tilgangurinn væri með þessum fundi var svo að sjá sem hann hefði áttað sig og fór fundurinn fram eftir það eins og til var stofnað." Guttormur víkur síðan að þætti fjölmiðla í málinu og segir það tóm- an uppspuna að komið hafi fram á fundinum kaldar kveðjur í garð rik- isstjórnarinnar eins og látið hafi ver- ið að liggja í fjölmiðlum. Einkum og sér í lagi víkur Guttormur að frétta- manni Ríkisútvarpsins í þessu sam- bancii og segir m.a.: „í hádegisfréttum Ríkisút- varpsins daginn eftir flutti Finn- bogi Hermannsson fréttamaður á Vestfjörðum pistil af fundinum sem fyrst og fremst reyndist vera spuni utan um ræðu Ólafs Kristjánssonar og misskilning hans á tilgangi fundarins. Um- búnaður fréttarinnar í inngangi og innskotum var frásögn Finn- boga af fundinum. Meginuppi- staðan í þeirri frásögn var lævíst orðaval og háð í garð aðkomu- manna og mátti greina pólitísk- ar skoðanir hans sjálfs í allri frá- sögninni, sem var bersýnilega til þess ætluð að koma höggi á Júlíus Sólnes og rikisstjórnina. Þennan fréttaflutning rökstuddi hann jafnframt með villandi um- mælum um málflutning fundar- manna, snyrtilega innpökkuð- um í þá játningu að hann hefði verið málefnalegur og vandað- ur.“ Svo skrifar Guttormur og eru þá aðeins tvær spurningar eftir. Veitt- ust Vestfirðingar að ríkisstjórninni eða gerðu þeir það ekki? Og skildi Ólafur Kristjánsson fundarefnið eða skildi hann það ekki? OG hér er lítið framhald frá síðasta laugardegi. Þar greindum við frá deilu þeirra Stefáns Jóns Hafsteins, forstöðumanns rásar 2 og dr. Hann- esar Hólmsteins Gissurarsonar. Við sögðum þar frá því að Stefán vill ekki kaupa pistla dr. Hannesar, svo lengi sem sá síðarnefndi flytur pistla í aðrar útvarpsstöðvar um keimlík efni. Við þetta vill Hannes ekki una og svarar fyrir sig í kjaliaragrein í DV í gær. Hannes skrifar: „Nú vildi Stefán Jón Hafstein hins vegar meina mér að vera með fastan þátt í Ríkisútvarpinu vegna þess að ég starfaði líka fyrir einkastöð. Hluti lands- manna á með öðrum orðum ekki að njóta fullra réttinda í Ríkisút- varpinu. Það á aðeins að vera út- varp sumra landsmanna. Nokk- ur kaldhæðni var síðan fólgin í kröfu Stefáns Jóns um það, að ég seldi Ríkisútvarpinu einu út- varpsefni. Ekki varð lítill hvellur um árið, þegar Stöð tvö samdi við Handknattleikssamband ís- lands um einkarétt á sýningum á leikjum. Höfðu forráðamenn Rikisútvarpsins mörg orð um þetta „hneyksli". Ekki ætla ég að vísu að líkja morgunpistlum mínum við hinn sívinsæla hand- knattleik. En ég sé ekki betur en reglan, sem Ríkiútvarpið gagn- rýndi þá, sé hin sama og Ríkisút- varpið beitir nú — að setja selj- anda efnis það skilyrði að hann selji kaupandanum einum og öðrum ekki. Munurinn er aðeins sá að mínum dómi, að einkaaðili má beita reglunni, en Ríkisút- varpið ekki.“ Nú er komið að Stefáni Jóni að svara. Er þetta rétt hjá dr. Hannesi? Eru ekki allir jafnir fyrir þeirri ágætu stofnun Ríkisútvarpinu? DAGATAL Af handboltamönnum innan vallar og utan Nú er handboltinn búinn í bili og Ijóst að margir anda léttar. Þjóðin hefur setið, hálf eða öll, fyrir fram- an sjónvörpin sín og fylgst með hverri niðuriægingunni af annarri undanfarnar tvær vikur. Hjá ís- lensku leikmönnunum hafa hver byrjendamistökin rekið önnur, þeir hafa gloprað knettinum í hendur andstæðinganna oftar en tölu verður á komið, skotið úr vondum færum oftar en góðu hófi gegnir, markverðirnir voru einatt úti að aka og svona má lengi telja. í það minnsta ef marka má íþrótta- síður dagblaðanna. Lengi vel gerðu menn sér þó vonir um að Eyjólfur færi að hressast, gripið var til þess ráðs að fá forsætisráð- herrann í sjónvarpið til að þjappa þjóðinni saman eins og í Englandi í síðari heimsstyrjöldinni þegar Churchill þusaði um samtakamátt- inn við landa sína. Allt kom fyrir ekki. Forsætisráðherrann gat ekk- ert gert, hafði bara áhyggjur, hann varð að segja það. En nú tekur við umræðu- og end- urskoðunartímabilið. Fréttaflutn- ingnum er alls ekki lokið. Menn byrja að velta fyrir sér hverjir af leikmönnunum muni leika áfram með landsliðinu, hvort þjálfarinn verði áfram, hvort formaður HSÍ verði áfram og hver yfirlýsingin rekur aðra. Ég veit ekki hvað gerð- ist segir grátklökkur leikmaður, þetta verður skoðað segir ákveð- inn stjórnarmaður í Handknatt- leikssambandinu, þjálfarinn brást segir annar, hann var óöruggur, hann hefði átt að hætta fyrir löngu bætir einhver við. Logandi Ijósi leita menn að skýringum á því að strákarnir okkar skuli ekki hafa staðið sig betur. Lykilmenn brugð- ust er ein skýringin, innáskipting- arnar brugðust er önnur, vara- mennirnir sýndu ekki sitt rétta andlit, undirbúningurinn var of lít- ill segir þjálfarinn, undirbúningur- inn var of mikill, leikmennirnir- voru þreyttir sögðu spekingarnir í sjónvarpinu. Ef menn finna ekki skýringuna í nútíðinni ieita menn hennar í fortíðinni, fara allt aftur til ársins 1986 ef ekki vill betur en enda svo alltaf á því að berja sér á brjóst, íslendingar eiga nægan efnivið, ekki má leggja árar í bát, framtíðin er björt og menn horfa upp á við og blik kemur í augun. Og svo má alltaf vitna í höfðatölu- samanburðardæmið þegar mönn- um finnst barlómurinn, geðvonsk- an og svartsýnin keyra um þver- bak aftur. Og svo kemur það upp úr dúrn- um að það var ekki einasta að leik- mennirnir brygðust hver í kapp við annan. Stjórn Handknattleiks- sambandsins hafði heldur ekki unnið sína heimavinnu. Þeir höfðu sett liðinu það markmið að vinna sér sæti á næstu Ólympíu- leikum og í næstu heimsmeistara- keppni en þegar til átti að taka vissi forystan alls ekki hversu góð- ur árangurinn þyrfti að vera til að það sæti væri tryggt. í raun var það víst nóg fyrir okkur að vinna Kúbu, þá var sætið tryggt. Það hefði því verið rétt að taka máiinu létt eftir þann leik, fagna ærlega að íslenskum sið með drykkju- skap og fjöldasöng. Restin mátti missa sín samkvæmt því sem nýj- ustu fregnir herma. Leikmennirn- ir hefðu getað komið rólegir til leiks, gert sitt besta og aðeins bet- ur, en alltaf gengið glaðir af velli því tilskyldum árangri hefði verið náð. Um leið hefði mátt spara ótal síð- ur í blöðum, mikinn tíma í sjón- varpi, kostnað við prentun og vinnu fjölda manna sem voru við það að fara á taugum hér heima eða út í Tékkóslóvakíu, ýmist í beinni útsendingu eða ekki. Nærri má um það geta að öll íslenska þjóðin hefði verið betur stödd and- lega nú en hún er, ef handknatt- leiksforystan hefði gengið úr skugga um það hvernig fyrir- komulagið er í raun og veru í Heimsmeistarakeppnum í hand- bolta. Svo ekki sé nú minnst á það að æskilegra er að sama forysta hafi hlutina á hreinu þegar hún heldur sjálf þessa keppni eftir að- eins fimm ár. Það verður þó að vísu, svo ekki sé hallað réttu máli, að teljast líklegt að okkar menn í handboltaheiminum eigi góða möguleika á að ná að skilja þessar reglur áður en að þeirri keppni kemur, ekki síst ef menn einbeita sér og leggja rækt við verkefnið. Stjórn HSI hefur sýnt og sannað áður að ekkert er ómögulegt.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.