Alþýðublaðið - 13.03.1990, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 13.03.1990, Qupperneq 3
Þriðjudagur 13. mars 1990 3 Franskir, fatlaðir krakkar vilja fá upplýsingar um Island — Þú getur hjálpað! Alþýðublaðinu hefur borist bréf frá hópi franskra nemenda sérskóla fyrir fötluð börn í Bretagne-héraði á strönd Atlantshafsins. Börnin hafa fengið það verkefni í skólanum aö vinna upplýsingar um eyjar heimsins. í haust verður opn- uð sýning á verkefninu í menning- armiðstöð skólans. Sýningin ber nafnið Milli himins og hafs, — tíu eyjar, tíu systur. Nú biðja börnin lesendur Alþýðu- blaðsins að bregða skjótt við og senda þeim hvaðeina um ísland, — um, landafræði, sögu, listir, gróður- far, dýralíf, frímerki landsins, fólkið sem byggir landið, tónlist, siðvenjur og ótal margt annað. Senda má efnið til: Coopérative Scolaire, LA PETIT ELEPHANT, Ec- ole du Centre de Kerpape, BP2126, 56321 LORIENT CEDEX, France. Myndin sem hér fylgir er af listi- lega skreyttu umslagi krakkanna. Það sýnir að án efa má reikna með fallegri sýningu af eyjum heimsins. Fundur norrœnu utanríkisráöherranna: Mikilvægt að styðja umbæturnar í A-Evrópu — Vilja aukin samskipti viö Eystrasaltsríkin Fundur utanríkisráðherra Norðurlanda var haldinn í Ábo í Finnlandi dagana 6. til 7. mars. Af Islands hálfu sat Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráð- herra fundinn. Ráðherrar Norðurlandanna fögn- uðu á fundinum sögulegum breyt- ingum í Mið- og Austur-Evrópu og lögðu áherslu á mikilvægi þess að styðja umbæturnar með pólitískum og efnahagslegum ráðum. Þá lýstu þeir jafnframt þeim vilja stnum að Norðurlönd legðu fram sinn skerf í þessu skyni. Ráðherrarnir létu í ljós ánægju sína með að Eystrasaltsríkin væru nú að leggja grunn að fulltrúalýð- ræði, jafnframt því sem þau ykju samskipti við önnur ríki. Norður- löndin lýstu sig reiðubúin til að auka samskipti við Eystrasaltsríkin, sér- staklega á menningar-, efnahags- og umhverfisverndarsviðum. Þá fjölluðu utanríkisráðherrarnir einnig um jákvæða þróun í innan- ríkismálum Suður-Afríku og lausn Nelsons Mandela úr haldi. Hins veg- ar vildu þeir leggja áherslu á þá staðreynd að enn væru meginþættir kynþáttaaðskilnaðar og kúgunar meirihluta íbúá Suður-Afríku við lýði. Ráðherrar Norðurlandanna lýstu því yfir á fundinum að þeir væntu þess og vonuðust til að áþreifanleg skref yrðu tekin af hálfu Suður-afrískra stjórnvalda til af- náms kynþáttaaöskilnaðar. FRÉTTIN BAK VIÐ FRÉTTINA Norður með álverið Alstjórar utan út heimi gísta nú landið og ræða við iðnað- arráðherra og aðra valdamenn um byggingu nýs álvers hér- lendis. í sjónvarpsviðtali við ameríska álstjórann var ekki annað að heyra en hann ætti von á að samkomulag næðist um að af framkvæmdum yrði svo fremu að orkuverð væri viðunandi. Það skipti mestu máli í þessu sambandi og þarf ekki að koma á óvart. En meðan álstjórar velta einkum fyrir sér orkuverði er það staðarvalið sem við ræðum öðru frem- ur og þar sýnist sitt hverjum eftir því á hvaða þúfu hver situr sem og atkvæðin. Eini landsfjórðungurinn sem ekki heimt- ar álver til sín eru Vestfiröir og er það með ólíkindum hvaö þeir eru sljóir þarna fyrir vestan að blanda sér ekki í slaginn. Vinna i álveri ÍSAL, — tónleikar fyrir iönverkafólk i önnum dagsins. Eyfirðingar berja í borðið Akureyringar og nágrannar þeirra við Eyjafjörð eygja nú loks- ins möguleika á að fá til sín stór- iðju og segja álmálið vera próf- stein á það hvort menn vilji efla at- vinnu og treysta byggð utan höf- uðborgarsvæðisins. Ekki er annað að heyra en víðtæk samstaða hafi náðst fyrir norðan um að krefjast þess að þar rísi næsta álver. Þó er til fólk á þessu svæði sem vill ekki sjá álver fyrst og fremst af ótta við megun frá slíkri starfsemi. En ál- sinnar benda á að nútíma meng- unarvarnir séu mjög fullkomnar og varla þurfi að kosta minna til slíkra varna þó álverið verði reist í Straumsvík. Krafa Eyfirðinga um næsta ál- ver fyrir norðan er skiljanleg og eðlileg. Hefðbundinn iðnaður á Akureyri hefur átt í vök að verjast á síðustu árum og engin breyting til batnaðar er fyrirsjáanleg á næstunni. Þar blasir því við stöðn- un og hnignun atvinnuiífsins og þar með fólksfækkun ef ekkert verður gert til að snúa vörn í sókn. Eyjafjörður er eina svæðið fyrir utan suðvesturhornið sem hefur möguleika á að taka við álveri án þess að ókostirnir verði fleiri en kostirnir. Um Austfirði þarf ekki að ræða þó sumir Austfirðingar séu enn með stóriðjuglampa í aug- um eftir að þeir rugluðust í ríminu við kísilmálmvitleysuna sem var aldrei annað en draumarugl óprúttinna atkvæðaveiðara en kostaði þjóðina stórfé. Eyfirðingar berja nú í borðið og krefjast þess að áíverið verði reist norður þar. En þar er sýnd veiði en ekki gefin því valdamiklir hags- munaaðilar á höfuðborgarsvæð- inu mega ekki heyra á það minnst að álverið verði byggt annars stað- ar en á þeirra svæði. Þessir aðilar eru úr öllum stjórnmálaflokkum og njóta stuðnings ýmissa aðila úr embættismannakerfinu sem hafa tekið sér víðtæk völd í þessu máli sem svo mörgum öðrum. Raunhæfur möguleiki Meðan rætt var um að nýir aðil- ar kæmu til liðs við Alusuisse um stækkun álversins í Straumsvík var álver fyrir norðan að sjálf- sögðu ekki til umræðu. En eftir að bandaríska álfyrirtækið Alumax ákvað að gerast aðili í Atlantai- hópnum um að standa fyrir bygg- ingu 200 þúsund tonna álvers var Straumsvík úr sögunni sem eini staðurinn sem kæmi til greina. Nú er rætt um að Alumax eigi 40% í nýju álveri en sænska fyrirtækið Granges 30% og hollenska fyrir- tækið Hoogovens 30%. Nú eru því allar leiðir opnar til að beina álverinu norður. Að vísu segir iðnaðarráðherra að stað- setning sé ekki aðalatriðið heldur hitt að ná samningum um nýtt ál- ver. Það er rétt hjá ráðherra að staðsetningin er ekki aðalatriðið, en engu að síður er það mjög stórt atriði sem verður að leiða til lykta sem allra fyrst. Hér er um að ræða fjárfestingu upp á 55 milljarða króna og það gefur auga leið að slíkar framkvæmdir hafa gífurlega þýðingu fyrir það byggðarlag sem hreppir hnossið að ógleymdum beinum og óbeinum tekjum af rekstrinum í framtíðinni. Það er því eðlilegt að hver reyni að ota sínum tota þegar staðarvalið er annars vegar. Það hefur jafnan verið svo að mörgum hefur þótt iengra að fara frá Reykjavík til Akureyrar en öf- ugt. Skriffinnar í Reykjavík rata margir betur um götur erlendra stórborga en þjóðvegi landsins. Allir staðir utan Reykjavíkursvæð- isins eru útkjálkar í þeirra augum og baggi á þjóðinni sem byggir höfuðborgina. Byggðarstefna er eitthvað sem á heima í sérstakri stofnun í Reykjavík þar sem menn geta dundið sér við endalausar skýrslugerðir svo lengi sem lítið verður úr framkvæmdum. Og ef ekki vill betur til þá er reynt að af- skrifa stórframkvæmdir á Norður- landi með þeim rökum að alltaf megi búast við að hafís loki öllum siglingarleiðum þar um slóðir. En á sama hátt má auðvitað færa að því rök að óvariegt sé að hrúga virkjunum á eldgosasvæði sunn- anlands. Átök í aösigi Það fer ekki milli mála að átök eru í aðsigi og raunar hafin um staðsetningu álversins sem fullvíst má telja að verði reist. Sveitar- stjórnarkosningar eru á næsta leiti og álversmálið mun spila þar inní bæði sunnaniands og norðan. Iðn- aðarráðherra segir að staðsetning verði að ráðast með samningum milli aðila. Þar af leiðir að ríkis- stjórnin hefur enga ákvörðun tek- ið í málinu. Hópur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur óskað eftir upplýsingum um hug ríkis- stjórnarinnar í málinu, en þaðan hafa ekki skýr svör borist af skilj- anlegum ástæðum þar sem ákvörðun liggur ekki fyrir. Friðrik Sophusson fer fyrir þessum þing- mannahópi Sjálfstæðisfiokksins en hann má ekki heyra á það minnst að álverið verði reist fyrir norðan. Á Akureyri eru sjálfstæð- ismenn hins vegar gallharðir á því að álbræðslan skuli til Eyjafjarðar og því Ijóst að í þeim flokki sem öðrum eru uppi misjafnar skoðan- ir um staðarvalið. Búast má við að ríkisstjórnin ætli sér að halda báðum mögu- leikum opnum fram yfir sveitar- stjórnarkosningar með tilvísun til þess að hinir erlendu aðilar hafi ekki gert upp hug sinn. Það er hins vegar ekki vafi á að fólk úr öllum flokkum jafnt sunnan heiða sem norðan mun krefjast skýrra svara áður en gengið verður að kjör- borðinu. I þetta sinn ætla Eyfirð- ingar ekki að gefa neitt eftir, enda engin ástæða til. Ekki verður kom- ist hjá bræðravígum innan flokk- anna hver sem endanleg niður- staða verður með staðsetningu ál- versins. Verði þetta ekki komið á hreint fyrir kosningarnar í vor fer ekki milli mála að hart verður bar- ist í þingkosningunum að ári og ekki útséð hvaða afleiðingar það kann að hafa í för með sér fyrir stjórnmálaflokkana. Enn hefur enginn flokkur lýst því yfir að ál- ver skuli rísa í Straumsvík eða við Eyjafjörð. Enda hvergi samstaða um málið. Hér er um svo stórt hagsmuna- mál að ræða, ekki síst fyrir Eyfirð- inga, að það kann að riðla allri flokkaskipan fyrir norðan og kalla á nýtt afl í pólitíkinni. Það verður því fróðlegt að fylgjast með fram- vindu mála næstu mánuði. En við skulum bara vona að samningar þeir sem eru í bígerð um nýtt álver verði betur úr garði gerðir en samningarnir við Svisslendinga þegar álverið við Straumsvík var ákveðið.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.