Alþýðublaðið - 13.03.1990, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 13.03.1990, Qupperneq 5
Þriðjudagur 13. mars 1990 5 FRÉTTASKÝRING ^---------:-:- Er verið að eyðileggja uppsprettu góðra handknattleiksmanna? — Landslidid hefur gert þaö ad verkum aö deildarkeppnin er ekki lengur svipur hjá sjón — HSÍþarf aö spyrja sig grundvallar- spurningar: Landsliö eöa uppbygging deildarkeppninnar íslenska þjóðin hefur orðið fyrir miklum vonbrigðum með árangur íslenska landsliðsins í handknattleik á heims- meistaramótinu íTékkóslóvakíu. Hún sættirsig einfaldlega ekki við tíunda sætið. Það er fínt, ætli menn sér að standa í fremstu röö og ekki sætta sig við að vera B-þjóð í hand- knattleik. Hinu má þó ekki gleyma að lánið er fallvalt og þegar jafn álíka sterk lið keppa og á HM getur allt gerst. Virðast margir hafa fyrir HM lagt út af orðunum, það getur allt gerst, einungis á þann veg að við gætum orðið heims- meistarar eða því sem næst. mönnum og hornamönnum. Þá virtist leikstjórnin inni á vellinum lenda í sjálfheldu alltaf annað slag- ið svo að hvorki gekk né rak. Bogdan — íhaldssamur í innáskiptingum Það hefur löngum loðað við Bogdan að hann væri óttalegur tréhestur við innáskiptingar. Lyk- Hins vegar gerðist það, sem allt- af getur gerst, að flest gekk á aftur- fótunum hjá okkur. Af hverju spyrja menn og leita að sökudólgi. Var það Bogdan? var það Jón Hjaltalín og HSÍ stjórnin? Voru það leikmennirnir? Dómararnir? Eða brást þjóðin? Sjálfsagt verður erf- itt að benda á eitt ákveðið atriði sem orsök fyrir verra gengi ís- lenska liðsins en væntingar stóðu til. Hins vegar er eðlilegt og sjálf- sagt að líta í eigin barm og vega og meta það starf og þann undirbún- ig sem átti sér stað fyrir keppnina. Þá er einnig vert að skoða hvernig skipulagi handknattleiksmála er háttað í heild sinni hér á landi. Getum við lært af Svíum? Nú líta menn til Svíþjóðar, ný- bakaðra heimsmeistara í hand- knattleik, og spyrja sig eðlilega hvort þeirra undirbúningur og þeirra fyrirkomulag sé það sem koma skal. Það er ljóst að sá undir- búningur sem sænska landsliðið fékk fyrir HM var örskammur mið- að við flest önnur landslið. Þeir voru á fullu í deildarkeppninni þar til skömmu fyrir heimsmeistara- mótið. Hér á landi hefur vægi ís- landsmótsins farið sífellt minnk- andi og mátt sníða sitt skipulag eftir þörfum landsliðsins. Þar við bætist að flestir okkar bestu hand- knattleiksmanna halda erlendis til atvinnumennsku í íþróttinni. Þetta hvoru tveggja leiðir til þess að íslandsmótið verður dálítið hornreka. Lykilspurning sem handknatt- leikshreyfingin verður að spyrja sig á þessum tímamótum er hvort áherslan á hennar starfi eigi að liggja hjá landsliðinu eða hvort hún skuli færast til félagsliðanna^ Það er alveg ljóst að starfsemi HSÍ og fjáröflun þess í þágu landsliðs- ins hefur sett félagsliðunum mjög þröngar skorður. Það á jafnt við fjárhagslega og skipulagslega. Með því er teflt á tvær hættur því félagsliðin er sú uppspretta sem landsliðið verður alltaf að reiða sig á. Setji deildarkeppnina niður hlýtur hún að verða vanmáttugri í að fæða landsliðið á góðum hand- knattleiksmönnum. Verkefnalaus félagslið______ Nú er svo komið að þeir hand- knattleiksmenn á íslandi sem ekki eru í landsliðshópnum standa meira og minna verkaefnalausir meirihluta ársins. Þeir verða að láta sér nægja að æfa og ef til vill spila einhverja æfingarleiki stóran hluta ársins en slíkt er ekki nóg. Þá er hætt við að almenningur nenni síður að mæta á leiki þegar ís- landsmótið er sundurslitið, ómarkvisst og flestar stjörnur landsliðsins víðs fjarri. Handknatt- leikshreyfingin hlýtur því að spyrja sig hvort ekki sé tímabært að kúvenda stefnu sinni. Hvort um skipbrot eða einungis ágjöf var að ræða fyrir íslenskan handbolta á HM í Tékkóslóvakíu skal ósagt látið. Þó hljóta ýmsir hlutir í undirbúningi landsliðsins og stjórn þess á „vígvellinum" að orka tvimælis. Okkar menn virk- uðu þungir og óöryggir. Þrátt fyrir að íslenska landsliðið var þess vafasama heiðurs aðnjótandi, að vera valið prúðasta liðið, brutu varnarmenn þess oft klaufalega af sér. Hins vegar vantaði alla grimmd og baráttuvilja í vörnina lengst af og þegar andstæðingarn- ir voru komnir á bragið með að skora var erfitt að stoppa þá. Það hefur marg sýnt sig að það er betra að vera rekinn út af en leyfa andstæðingnum, nánast óáreitt- um, að fá að athafna sig. Það er ekki nóg að hafa sterka og reynda varnarmenn þegar vörnin í heild er á hælunum. Skytturnar brugðust__________ Markverðir liðsins náðu sér aldrei á strik. Voru þetta frá því að vera léiegir og upp í að verja þol- anlega. Það hangir að sjálfsögðu saman við varnarleikinn og and- ann í liðinu sem virtist vægast sagt bágborinn. Það var ósjaldan að eftir að markverðirnir höfðu varið ágætlega, náðu andstæðingarnir boltanum úr frákastinu og skorð- uðu. Slíkt er til þess fallið að draga ailan mátt úr venjulegum mark- vörðum og reyndar brjóta niður liðið í heild. Andstæðingarnir virt- ust alltaf fetinu framar og það kann ekki góðri lukku að stýra. Sóknarleikurinn lenti hvað eftir annað í einum hnút. Leikmenn ís- lenska liðsins gerðu sig seka um það trekk í trekk að glutra boltan- um beint í hendurnar á andstæð- ingnum. Siíkt ber vott um tauga- veiklun og vanmáttarkennd. Þá brugðust skytturnar illilega. Hinar frægu „kanónur" íslenska liðsins virtust varla geta skorað utan af velli. Mörkin komu eftir gegnum- brot, af línu eða úr hornunum. Þegar ógnunin utan af velli minnkar þéttist vörn andstæðing- anna og þrengir að jafnt línu- ilmenn eru nánast aldrei teknir út af hversu illa sem þeim gegnur að finna sig. A sama hátt mega þeir sem ekki eru í náðinni ekki gera hin minnstu mistök án þess að vera teknir út af. Stundum þegar hvorki gengur né rekur í sókninni og flestum finnst eðlilegt að skipta hálfu liðinu útaf í von um smá ferskleika, þá situr Bogdan brúna- þungur og lætur sömu mennina juða. Eina von um róttækar breyt- ingar er að einhverjir menn verði útlokaðir frá frekari leik eins og gerðist í B-keppninni í Frakklandi, sælla minninga. Þó enginn efist um að Bogdan sé um margt frábær þjálfari gerir hann að því er virðist slæm mistök í liðstjórn og innáskiptingum allt of oft. Eftir einar þær róttækustu breytingar sem Bogdan hefur gert á landsliðinu sem voru í leiknum gegn Austur-Þjóðverjum og skil- uðu sigri snýr hann til baka. Þrátt fyrir prýðis leikstjórn Óskars Ár- mannssonar er hann settur út gegn Frökkum. En þjálfarar verða að fá að hafa sína sérvisku í friði, alla vega svo lengi sem dæmið gengur upp hjá þeim. Það þýðir lítið að væla þó illa hafi gengið að þessu sinni en byrja af krafti að huga að næstu B- keppni sem verður í Austurríki, því í B-keppni lendum við, þrátt fyrir undarleg ummæli um annað. En hættum samt ekki að gera þær kröfur tii okkar að við séum í al- fremstu röð handknattleiksþjóða. Minnimáttarkenndin er ekki væn- legur stuðningsmaður í íþróttum frekar en annars staöar og þó við séum fámenn þjóð erum við svip- aðir að andlegu og líkamlegu at- gervi og aðrar þjóðir. Vinningstölur laugardaginn 10. mars. ’90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 3 818.041 O 4af5 9 47.374 3. 4af 5 149 4.936 4. 3af 5 5182 331 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.331.195 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 SJÁUMST MED ENDURSKINI! aUMFERÐAR RÁÐ EVRÓPA AKUREYRINGAR UPPLÝSINGAFUNDUR UM EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ EES Utanríkisráðuneytið heldur upplýsingafund um við- ræður Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Evr- ópubandalagsins (EB) um myndun Evrópska efna- hagssvæðisins (EES) í Alþýðuhúsinu á Akureyri, þriðjudaginn 13. mars, kl. 21.00. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur framsögu og svarar fyrirspurnum. Upplýsingadeild.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.