Alþýðublaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 4
4
Föstudagur 6. apríl 1990
FRÉTTASKÝRING
Inga S. Steingrímsdóttir og Guömundur Bragason, — sambýlisfólk sem fagnaði
sigrum á íslandsmótinu í vaxtarækt á sunnudaginn. Það skal skýrt tekið fram að Al-
þýðublaðið heldur því ekki fram á neinn hátt að þau noti ólögleg efni til að „stytta
sér leið".
stytta sér leið • • •
Ummæli Gríms Sæmundsens læknis í Alþýðublaðinu á
miðvikudaginn um að einhver hluti keppnismanna í vaxtar-
rækt noti stera til að ná árangri í keppni hefur vakið tölu-
verða athygli. Ekki voru allir sáttir við framsetningu blaðs-
ins á málinu en aðrir töldu þetta þarft mál sem þyrfti að
ræða um.
EFTIR: ANDRÉS PÉTURSSON
Ummæli Gríms Sæmundsens
læknis í Alþýðublaðinu á mið-
vikudaginn um að einhver
hluti keppnismanna í vaxtar-
rækt noti stera til að ná árangri
í keppni hefur vakið töluverða
athygli. Ekki voru allir sáttir
við framsetningu blaðsins á
málinu en aðrir töldu þetta
þarft mál sem þyrfti að ræða
um.
Lyfjanotkun er nokkuð sem
ekki er haft hátt um og raunveru-
lega farið með sem mannsmorð.
Það er því ekki að furða að tauga-
titringur hafi farið um vaxtarrækt-
armenn við þessi ummæli og
mörgum þótti hart að sér vegið.
Staðreyndin er hins vegar sú að
það eru tii keppnismenn sem taka
þessi lyf og þeir eyðileggja fyrir
hinum sem hafa náð árangri á
heiðarlegan hátt.
Hjörtur O. Aðalsteinsson, sem
sæti á í stjórn Félags áhugamanna
um vaxtarrækt, segir að eina
lausnin til að fá þessi mál á hreint
sé að taka upp lyfjapróf í keppn-
um. Hann segir að Alþjóðasam-
band vaxtarræktarmanna, IFBB,
en íslendingar eru aðilar að því
sambandi, hafi síðan 1985 látið
prófa á öllum keppnum áhuga-
manna og í ár eigi einnig að taka
upp lyfjapróf í keppnum atvinnu-
manna. ,,Það liggur því Ijóst fyrir
að við íslendingar verðum að feta
í fótspor Alþjóðasambandsins,"
sagði Hjörtur.
Félag vaxtarræktarmanna hefur
hreyft við því máli að fá inngöngu
í Iþróttasamband fslands en það
mál er þó enn á frumstigi. Ef vaxt-
arræktarmenn ganga í íþrótta-
sambandið gangast þeir undir
þær reglur og skyldur sem því
fylgja. Það þýðir að hægt er prófa
keppnisfólkið hvenær sem er á
tímabilinu en ekki eingöngu á
meðan á keppni stendur. Þó svo að
vaxtarræktarmenn séu ekki innan
vébanda ISI geta þeir hvenær sem
er nýtt sér þá þjónustu sem lyfja-
nefnd sambandsins veitir.
íþróttir og lyfjamál hafa verið
mikið í sviðsljósinu á undanförn-
um árum og það eru ekki einungis
vaxtarræktarmenn sem hafa ver-
ið þar til umræðu. Frægasta dæm-
ið um þetta er þegar kanadíski
spretthlauparinn Ben Johnson féll
á lyfjaprófi eftir sigurinn í 100 m
hlaupi á Ólympíuleikunum i Seoul
árið 1988.
Það er þó kátbroslegt að nokkrir
lyftingamenn féllu einnig á lyfja-
prófi og komu þá fram nokkuð há-
værar kröfur um að banna ætti
lyftingar sem keppnisgrein á
Ölympíuleikum. Hins vegar datt
engum í hug að banna ætti sprett-
hlaup þrátt fyrir að Johnson félli á
lyfjaprófi!
Vaxtarræktarmenn á íslandi
standa nú í svipuðum sporum og
lyftingamenn á Islandi fyrir tæp-
um áratug síðan. Þá var mikil um-
ræða um lyfjanotkur vftinga-
manna og var gerð gangskör aö
því að útrýma sterum úr þeirri
íþróttagrein. Nú eru gerðar strang-
ar kröfur til lyftingamanna og þar
má t.d. nefna að á Evrópumeist-
aramótinu í kraftlyftingum sem
fram fer í Valsheimilinu í byrjun
næsta mánaðar verða keppendur
að gangast undir mjög ströng
lyfjapróf.
Reyndar eru kraftlyftingamenn
ekki innan ÍSÍ vegna gamalla
deilna við ólympíska lyftinga-
menn en að sögn Óskars Sigur-
pálssonar formanns Kraftlyftinga-
sambands íslands hlýtur að koma
Alþýðublaðið vill að gefnu til-
efni taka skýrt fram að myndbirt-
ing af bakhlið vaxtarræktarkonu
við grein sem birtist sl. miðviku-
dag um hættulegar afleiðingar af
notkun steralyfja er viðkomandi
að því að sambandið sæki um inn-
göngu í ÍSÍ.
Lyfjanotkun íþróttamanna er
ekki nýtt mál. Vitað er að knatt-
spyrnumenn notuðu amfetamín á
þriðja áratug þessarar aldar til að
ná árangri í grein sinni en menn
hættu því fljótlega þegar hliðar-
verkanir þess komu í Ijós. Sterarn-
ir svokölluðu komu fram á sjónar-
sviðið eftir heimstyrjöldina síðari
og voru notaðir til að styrkja fanga
sem lifað höfðu af vistina í dauða-
búðum Nasista. Fljótlega komust
íþróttamenn upp á lagið að nota
þessi lyf og hefur vandamálið vax-
ið stig af stigi síðan þá.
keppniskonu óviðkomandi.
Myndin var notuð sem almennt
myndskreyting og er óviðkom-
andi efni greinarinnar. Biðst blað-
ið velvirðingar á þessu.
Myndin var óvið-
komandi greininni