Alþýðublaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 6
6
Föstudagur 6. apríl 1990
Frá fræðslustjóra
Norðurlandsumdæmis Eystra.
Lausar stöður við grunnskóla.
Umsóknarfrestur til 1. maí.
AKUREYRI:
islenska, stærðfræöi, danska, enska, myndmennt, handmennt,
íþróttir, sérkennsla, heimilisfræði, samfélagsgreinar, almenn bekkj-
arkennsla og kennsla í forskóla.
GRUNNSKÓLI HÚSAVÍKUR:
Sérkennsla, almenn kennsla yngri barna og kennsla á unglingastigi.
BARNASKÓLI ÓLAFSFJARÐAR:
Almenn kennarastaða.
GRUNNSKÓLINN Á DALVÍK:
íslenska, enska, íþróttir, raungreinar, samfélagsgreinar, almenn
kennsla.
GRUNNSKÓLI GRÍMSEYJAR:
Staða skólastjóra og almenn kennarastaða.
HÚSABAKKASKÓLI:
Staða skólastjóra og almenn kennarastaða.
GRUNNSKÓLINN HRÍSEY:
Almenn kennarastaða.
ÁRSKÓGARSKÓLI:
Almenn kennarastaða.
ÞELAMERKURSKÓLI:
Handmennt.
GRUNNSKÓLI HRAFNAGILSHREPPS:
Almenn kennarastaða.
GRUNNSKÓLI SAURBÆJARHREPPS:
Staða skólastjóra og almenn kennarastaða.
LAUGALANDSSKÓLI:
Almenn kennarastaða.
HRAFNAGILSSKÓLI:
Staða skólastjóra og almenn kennarastaða.
GRUNNSKÓLISVALBARÐSSTRANDAR:
Hannyrðir, myndmennt.
GRENIVÍKURSKÓLI:
Stærðfræði, enska, handmennt, almenn kennsla.
STÓRUTJARNARSKÓLI:
Staða skólastjóra og almennar kennarastöður.
LITLULAUGASKÓLI:
Almenn kennarastaða.
HAFRALÆKJARSKÓLI:
Handmennt.
GRUNNSKÓLINN KÓPASKERI:
Almenn kennarastaða.
GRUNNSKÓLINN RAUFARHÖFN:
íþróttir, erlend tungumál, samfélagsfræði.
GRUNNSKÓLINN SVALBARÐSHREPPI:
Staöa skólastjóra, almenn kennarastaða.
GRUNNSKÓLINN ÞÓRSHÖFN:
Iþróttir, raungreinar, almenn kennsla.
Fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis Eystra
Leiðrétting
Opið bréf til
flokksmcmna
Alþýðuflokksins
Ágæti félagi.
Alþýðuflokkurinn í Reykjavík hef-
ur ákveðið að ganga til liðs við Sam-
tök um nýjan vettvang, ÆFR-Félag
ungra alþýðubandalagsmanna og
Reykjavíkurfélagið: Samtök um
betri borg, vegna borgarstjórnar-
kosninganna í vor. Ákveðið hefur
verið að viðhafa opið prófkjör við
val á frambjóðendum í átta fyrstu
sætin og fer það fram næstkomandi
laugardag og sunnudag. Frambjóð-
endur í prófkjörinu eru 23, flokks-
bundið sem óflokksbundið fólk.
Samstarf áðurnefndra félaga um
framboð vegna kosninganna í vor
hefur vakið mikla athygli um land
allt. Frjálslynt fólk og jafnaðarmenn
binda vissulega vonir við að vel tak-
ist til. Við sem að þessu stöndum úr
Alþýðuflokknum viljum með bréfi
þessu eindregið hvetja félaga í Al-
þýðuflokknum til þess að fjölmenna
í prófkjörið og vinna vel að fram-
boðinu undir kjörorðinu vinnum
saman í vor.
Það fer vissulega í taugarnar á
íhaldinu ef okkur er að takast að
snúa 50 ára gamalli þróun og sam-
eina frjálslynda, jafnaöarmenn og
annað félagshyggjufólk til átaks.
Kosningarnar í vor eru spurning um
það hvort við náum saman í sam-
stilltu átaki og verðum afl í borgar-
stjórn.
Því hvetjum við þig eindregið til
þess að kynna þér vel frambjóðend-
ur í prófkjörinu og gæta þess að hafa
hugsmuni heildarinnar að leiðar-
ljósi við val frambjóðenda. Við er-
um að vinna að sameiningu afla en
ekki sundrungu. Við viljum ekki
flokkadrætti, viö viljum einingu.
Við biðjum þig um að vera með og
láta drauminn rætast.
Heill og óskiptur Alþýðuflokkur
er forsenda þess að vel takist til.
Með flokkskveðju,
Bjarni P. Magnússon.
Upplýsingar um Guðmundu
Helgadóttur fangavörð féllu nið-
ur í blaðauka Alþýðublaðsins sl.
miðvikudag þar sem kynntir
frambjóðendur í opnu prófkjöri
Alþýðuflokksins í Reykjavík,
Samtaka um nýjan vettvang,
Reykjavíkurfélaginu, Félagi
ungra alþýðubandalagsmanna
og óháðra frambjóðenda.
Upplýsingar um Guðmundu eru
sem hér segir:
Nafn: Guðmunda Helgadóttir
Fædd: 1933
Fyrri störf: Formaður Starfsmanna-
félagsins Sóknar 1973—76. Fyrsti
varamaður Alþýðubandalagsins í
borgarstjórn 1974—78. Sat í um-
hverfismálanefnd. Var varamaður í
barnaverndarnefnd 1978—82. Hefur
starfað í fjölmörgum nefndum Starfs-
mannafélags ríkisstofnana. Hefur
starfað sem fangavörður frá 1979.
Guðmunda Helgadóttir.
I sömu kynningu misritaðist nafn
eins frambjóðandans, Olínu Þor-
varðardóttur. Prentvillupúkinn
rangfeðraði Ólínu og nefndi Þor-
valdsdóttur. Þær Ólína og Guð-
munda eru beðnar velvirðingar á
þessum mistökum og lesendur enn-
fremur.
RAÐAUGLÝSINGAR
Alþingi
ÍSLENDINGA
FRÁ ALÞINGI
íbúð fræðimanns í
húsi Jóns Sigurðssonar
Ibúð fræðimanns í húsi Jóns Sigurðssonar í Kaup-
mannahöfn er laus til afnota tímabilið 1. september
1990 til 31. ágúst 1991.
Fræðimenn sem hyggjast stunda rannsóknir eða
vinna að verkefnum í Kaupmannahöfn geta sótt um
afnotarétt af íbúðinni. I íbúðinni eru fimm herbergi
og fylgir þeim allur nauðsynlegasti heimilisbúnað-
ur. Flún er látin í té endurgjaldslaust. Dvalartími í
íbúðinni skal eigi vera skemmri en 3 mánuðir en
lengstur 12 mánuðir, en venjulega hefur henni verið
ráðstafað til þriggja mánaða í senn.
Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist til skrifstofu
Alþingis eigi síðar en 30. maí nk.
Umsækjendur skulu gera grein fyrir tilgangi með
dvöl sinni í Kaupmannahöfn, svo og menntun og
fyrri störfum. Þá skal tekið fram hvenær og hve
lengi óskað er eftir íbúðinni, svo og fjölskyldustærð
umsækjanda. Tekið skal fram að hússtjórn ætlast til
að dvalargestir nýti úthlutaðan tíma sinn að fullu
við störf í Kaupmannahöfn.
Sérstök eyðublöð er hægt að fá á skrifstofu Alþing-
is í Alþingishúsinu í Reykjavík og í sendiráðinu í
Kaupmannahöfn.
I KÍ ]
Kennarasamband íslands auglýsir
styrki til rannsókna og þróunarverkefna
úr verkefna- og námsstyrkjasjóði KÍ
Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að úthluta styrkjum til
kennara sem vinna að rannsóknum, þróunarverk-
efnum eða öðrum umfangsmiklum verkefnum í
skólgm.
Um er að ræða styrkveitingar skv. b-lið 6. greinar
um Verkefna- og námsstyrkjasjóð KÍ frá 15. febrúar
1990.
Umsóknum ber að skila á eyðublaði sem fæst á
skrifstofu Kennarasambands íslands, Grettisgötu
89, 105 Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 10. maí 1990.
Frambjóðendur
Alþýðuflokksins
í prófkjörinu um helgina og stuðningsmenn þeirra,
verða með opið hús í Félagsmiðstöð jafnaðar-
manna, Flverfisgötu 8—10, á laugardag og sunnu-
dag frá kl. 10—22.
Frambjóðendur Alþýðuflokksins.
Vorfagnaður
Laugardaginn 28. apríl, boða jafnaðarmenn í Kópa-
vogi, til „hattaballs" í Félagsheimili Kópavogs,
Fannborg 2, 1. hæð.
Flúsið opnar kl. 21.20.
Miðnætursnarl.
Verðlaun verða veitt fyrir frumlegasta höfuð-
skrautið.
Vinir og stuðningsmenn velkomnir.
Skemmtinefndin.
Utanríkisnefnd SUJ
heldurfund nk. Iaugardag7. apríl kl. 11.00, að Flverf-
isgötu 8—10.
Prófkjör A-listans
á Akranesi
verður haldið í Röst, Vesturgötu 53, föstudaginn 6.
apríl kl. 16—20 og laugardaginn 7. apríl kl. 10—17.
Stuðningsmenn!
Notið rétt ykkar og takið þátt í eina prófkjörinu sem
haldið er á Akranesi.
Frambjóðendur prófkjörslistans.
Drögum úr hraða &>■
-ökum af skynsemi!
gJUMFEROAR