Alþýðublaðið - 27.04.1990, Page 3

Alþýðublaðið - 27.04.1990, Page 3
Föstudagur 27. apríi 1990 3 Lafontaine, kanslaraefni vestur-þýskra jafnaöarmanna á batavegi eftir morötilrœöi Heldur kosninga- baráttunni áfram (KÖLN, Reuler) Garðar Sveinn Árnason látinn Garðar Sveinn Árnason, fyrrum framkvæmdastjóri Álþýðuflokksins er látinn. Garðar Sveinn var 46 ára að aldri er kallið kom á föstu- daginn var, langt um aldur fram. Garðar Sveinn hóf ung- ur að starfa að hugsjónum jafnaðarmennskunnar, sat m.a. í stjórn Sambands ungra jafnaðarmanna og í fiokks- stjórn Alþýðuflokksins. Garðars Sveins verður minnst nánar í Alþýðublaðinu á morg- un, laugardag. Útför hans verð- ur gerð frá Fríkirkjunni í Reykja- vík á mánudaginn kemur." Oskar Lafontaine, kansiara- efni vestur-þýskra jafnaðar- manna er á batavegi eftir að kona réðst að honum á mið- vikudagskvöld og stakk hann í hálsinn með 20 sm langri breddu. Lafontaine, hefur ákveðið að halda áfram baráttunni gegn Helmut Kohl, kanslara Vest- ur-Þýskalands, um kanslarasætið í kosningunum í desember, að sögn Hans-Jochen Vogel, formanns Jafnaðarmannaflokksins. Árásarmaðurinn, Adelheid Streidel, 42 ára kona sat kosninga- fund vestur-Þýskra jafnaðar- manna í einni helstu samkomu- höll Kölnar, Stadthalle. Konan sem var með fangið fullt að blómum fór upp á svið undir því yfirskyni að fá eiginhandaráritun Lafonta- ine, en fyrr en nokkurn varði dró hún fram hníf og réðist á kansl- araefið sem hné blæðandi niður. Flogið var með Lafontaine á há- skólasjúkrahúsið í Köln þar sem hann undirgekkst tveggja klukku- stunda uppskurð. Talsmaður sjúkrahússins sagði iíðan hans góða miðað við aðstæður í samtali við blaðamenn í gærmorgun og að hann hefði jafnvel haft í flimt- ingum þegar hann ræddi við sam- starfsmenn sína um morguninn. Lítið er enn vitað um árásar- manninn eða af hvaða ástæðu hún framdi ódæðisverkið. Að sögn vestur-þýsku lögreglunnar eru þó einhverjar líkur taldar á að morð- tilraunin tengist pólitískum hrær- ingum í Vestur-Þýskalandi, en vildi ekkert frekara láta hafa eftir sér um það. Þess má geta að hefði Streidel tekist ætlunarverk sitt, að myrða Lafonteine kanslaraefni jafnaðar- manna eru hverfandi líkur taldar á að pólitískum andstæðingum Kohls, kanslara hefði tekist að velta honum úr sessi í kosningun- um í desember. OSCAR LAFONTAINE í Reykjavík síðasta sumar, en hingað kom hann i boði Alþýðuflokksins. Karl Helgason varð 150.000 krónum ríkari eftir að úrslit i samkeppni um handrit að barnabók á vegum Vöku-Helgafells. Eins og í hin fjögur skiptin fékk verðlaunin höfundur sem er að þreyta frumraun sína við ritun barnabókar. karl heldur á ein- taki af bók sinni sem kom út i gær. Barnabókaverdlaun Vöku-Helgafells Karl Helga- son hlaut verðlaunin Karl Helgason hlýtur Barna- bókaverðlaunin sem Vaka-Helgafell stendur fyrir í ár. Karl fær verðlaunin fyrir fyrstu bók sína, I pokahorninu sem segir frá ungum dreng sem dreymir um að verða hetja, hann hefur orðið undir í samkeppn- inni við félagana en að því kem- ur að hann verður að reyna að gera drauma sína að veruleika. Verðlaunaféð nemur 150.000 krónum. Alls bárust 29 handrit í sam- keppnina sem nú er efnt til í 5ta sinn. Jafnoft hafa verðlaunin fallið í skaut höfundi sem er að stíga sín fyrstu skref á rithöfundarbrautinni. Olafur Ragnarsson formaður stjórn- ar Verðlaunasjóðsins afhenti Karli verðiaunin í gær og jafnframt fyrsta eintak bókarinnar sem kom út í gær. FOSTUDAGSSPJALL Er Davið Oddsson sósialisti? Nú er Davíð búinn að kaupa Hótel Borg. Hann virðist ætla að keppa viö Laufdal um hásæti skemmtanakóngsins, því fyrir á borgin gamla Broadway og skopparakringluna. En af hverju vill Davíð efla hinn opinbera atvinnurekstur? Auk hótela og skemmtistaða, sem borgin kemur til með að eiga, rek- ur hún t.d. rörasteypu og malbik- unarstöð og heldur úti umfangs- miklum vinnuvélarekstri. Þannig hafnar Davíð Oddsson stefnu Sjálfstæðisflokksins, eins og hún a.m.k. kemur fram á þingi. Forysta flokksins þar þolir varla að ríkið eigi skrifborð og stóla Guömundur Einarsson skrifar handa starfsfólki sínu heldur þarf að bjóða það allt út. Þessi forysta, að vísu, þolir starfsfólk ekki held- ur og krefst þess yfirleitt að það sé borið út. En forystan í borginni vill opin- beran rekstur í sem mestum mæli. SÍS út, borgin inn Það veitir raunar ekki af að ein- hver taki nú við af Sambandinu í félagslegum rekstri. SÍS hefur um árabil verið með atvinnurekstur á öllum sviðum þjóðlífsins. Þeir reka allt frá sultugerð, dagblöðum og allt upp í stjórnmálaflokk. Á sama tíma og Sambandið snýr baki við hinu félagslega rekstrar- formi og brýtur og bramlar sig nið- ur í hlutafélög, byggir Davíð upp hinn opinbera rekstur borgarinn- ar. Af hverju borgarsósíalisma? Skýringar á sósíalisma Davíðs gætu verið fjölmargar. Kannski að hcinn er listfengur og langflestir listamenn eru kommar. Kannski er hann framsóknar- maður þ.e. góðviljaður athafna- sinni, sem finnst aðSÍS, borgin eða ríkið eigi að sjá fyrir öllu sem er gott og fólki kæmi vel að hafa. Kannski er hann eins og Kvennalistinn sem ekki þoiir að einstaklingar græði á góðum möguleikum því gróði er vondur. Kannski er hann bara eins og AA mati greinarhöfundar, eru kaup Daviös Oddssonar borgarstjóra á Hótel Borg, enn eitt dæmiö um aö borgar- stjóri vilji efla allan opinberan atvinnurekstur í borginni. Daviö fari þannig þvert á stefnu Sjálfstæöisflokksins sem vill minnka opinberan atvinnurekstur. gömlu karlarnir úr öllum flokkum sem sögðu: „Okkur vantar Land- smiðju, Sementsverksmiðju og Áburðarverksmiðju. Einstakling- ar eiga ekki pening, er ekki treyst- andi og hafa ekki áhuga á svoleið- is þjóðþrifamálum. Við látum hið opinbera redda málinu." Þetta sögðu þeir í gamla daga. Nú er búið að selja Landsmiðjuna einstaklingum, verið að breyta Sementsverksmiðju í hlutafélag, svo ríkið eigi hægara með að selja hluti og Davíð sjálfur hefur heimt- að að ríkið hætti með áburðarfa- brikkuna, enda sé hún ekki hag- kvæm. Eða bara sjálfstæðismaður? Kannski er Davíð bara eins og venjulegur sjálfstæðismaður frá því fyrir Eimreiðarhóp, sem er til í að láta hið opinbera standa í at- vinnurekstri á meðan af því hlýst ágóði. En er ekki Alþýðubandalagið með sömu afstöðu?

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.