Tíminn - 22.06.1968, Page 9

Tíminn - 22.06.1968, Page 9
LAUGARDAGUR 22. júni 1968. TIMINN iwbm Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framikvæmdastjórl: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórartnn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlseon Aug- Iýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusimi: 12323. Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300 Áskriftargjald kr 120.00 á mán tnnanlands — I lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjna EDDA h. f. Rekstrarhallinn hjá SÍS Það var upplýst á aðalfundi Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga, sem var haldinn í Bifröst nú í vikunni, að mikill halli varð á rekstri þess á síðastliðnu ári. SÍS er í þessum efnum engin undantekning, því að áður hefur verið skýrt frá rekstrarhalla á síðastl. ári hjá öðrum helztu stórfyrirtækjum hér, eins og Eimskipafélaginu, flugfélögunum, Síldarverksmiðjum ríkisins o.s.frv. Samkvæmt niðurstöðum rekstrarreiknings var tekju- hallinn hjá SÍS á árinu 1967 39,8 millj. króna eftir að færðar höfðu verið til gjalda fyrningar að upphæð 22,4 milljónir króna, gengishalli vegna erlendra vörukaupa- lána og skipagjalda að upphæð 15,2 millj. króna og opinber gjöld að upphæð 17,1 milljón króna. Erlendur Einarsson forstjóri gerði ítarlega grein á aðalfundinum, fyrir helztu orsökum taprekstursins. Erfiðleikar frystihúsanna og sjávarútvegsins komu hart niður á Sambandinu og kaupfélögunum. Erfitt árferði til sveita hafði í för með sér versnandi lausafjárstöðu sambandsfélaganna. Tvö verkföll á árinu ollu skiparekstr- inum verulegu tjóni og einnig var gengistap Sambandsins í erlendum skuldum mjög tilfinnanlegt. Það kom einnig fram, að slæm afkoma Sambandsins á að nokkru leyti rætur að rekja til erfiðari afkomu hjá sambandsfélögunum. Á vegum Sambandsins og kaupfélaganna er nú unnið að umfangsmiklum skipulagsbreytingum og aukinni rekstrarhagkvæmni í því skyni að lækka kostnað við reksturinn. Hjá SÍS hafa ýmsar greinar, sem gáfu slæma rekstrarafkomu ,verið drengnar saman eða lagðar niður og starfsfólki hefur verið fækkað, voru í árslok 1967 starfandi 145 eða 11% færri hjá Sambandinu en í árs- byrjun. Forstjórinn sýndi fram á það í ræðu sinni, að þótt þannig væri gætt ýtrustu hagsýni, væri bilið milli tekna af vörusölunni og kostnaður við hana, þó orðið breið- ara en svo að þess sé að vænta að það verði brúað fljót- lega með endurbótum á rekstrinum einum saman. En þá þjónustu sem kaupfélögin veita samvinnufólkinu víðs vegar um land við hin erfiðustu skilyrði verður fólkið að greiða. Það verða félagsmenn jafnan að hafa í huga og stilla kröfum sínum til félaganna í samræmi við það. Erlendur Einarsson benti á, að þrátt fyrir skakka- föllin, sem íslenzkt atvinnulíf hefði orðið fyrir, væri Sambandið og samvinnuhreyfingin fjárhagslega öflug, en vegna ástandsins yrði að breyta um stefnu. Sýna yrði meiri aðgæzlu í fjármálum en áður, lánsverzlun væri nú orðin svo áhættusöm og lausafjárstaðan hefði versnað til þeirra muna, að samvinnufélögin yrðu nú að stórminnka og í sumum tilfellum stöðva með öllu lánsverzlun. Taka yrði upp sparnað í rekstri á öllum svið- um og yrði samvinnufólkið í landinu að standa saman um félögin og sýna fullan skilning á þeim brýna vanda sem nú væri við að etja í atvinnurekstrinum. Með sam- stöðu samvinnufólksins mundu samvinnufélögin geta mætt erfiðleikunum. Forstjórinn sagði að lokum, að árið 1967 hefði yfirleitt verið mjög erfitt fyrir allan rekstur og mikill halli hefði orðið í flestum greinum atvinnulífsins. Stærsta verkefnið framundan væri að skapa atvinnulífi þjóðar- innar raunhæfan rekstrargrundvöll, um það þyrfti þjóðin að sameinast, ef girða ætti fyrir samdrátt og atvinnu- leysi. Samvinnufélögin væru fús til að taka höndum sam- an við alla þá aðila sem að þessu vildu vinna af raunsæi og réttsýni. / v ERLENT YFIRLIT Mikilvægur sigur McCarthys viö fulltrúakjörið í New York Demókratar verða að taka fyllsta tillit til stefnu hans. SÍÐASTLIÐINN þriðjudag fór fram kosning á meginþonra þeirra fulltrúa, er munu mæta fiyrir New York-ríki á flokks- þingi demofcrata, þar sem for- setaeíni þeirra verður valið. AIls munú mœta 190 fulltrúar fi'á New York-ríki á flokksþing- imu. Af þedm eru 123 kosnir beint í sérstökum kjördœmum, en 67 eru síðan valdir af flokks stjórninni. Það var kosning hinna 123 fulltrúa, sem kjörn- ir eru beint, sem fór fram á þriðjudaginn var. í flestum kjördæmanna liafði veriö stillt upp þremur listum, einum studdum af fylgismönn- um MoCarthys, öðrum af fylgis mömnum Roberts Kennedys og þeim þriðja af fylgismönnum Johnsons, er síðar lýstu sig fylgismenn Humphreys eftir að Johnson hafði dregið sig L hlé. Beán prófkosning fer ekki fram milli forsetaefna í New York- ríki, en fylgi þeirra má hins vegar róða af þvi, hvernig stuðn ingsmönnum þeirra gengur áð ná kosningu á flokksþingið. Þedr McCarthy og Roibért Kennédy höfðu búið sig undir það, að lokalbaróttan milli þeirra færi fram í New York ríki, þegar flokksþingsfulltrú- arnir væru valdir. Þáðan ætl- uðu þeir að halda að loifcnu prófkjörinu í Kaliforníu. Þótt New York-ríki væri heimaríki Kennedys, var hann talinn hafa fremur erfiða stöðu þar. Mc- Garthy átti miklu fylgi að fagna í New York-borg, þar sem demokratar eru róttækir, en Johnson og Humphrey í hinum svokölluðu upphéruðum, þar Nsem demokratar eru íhaldssam ir. Til þessara átaka milli þeirra þremenninganna kom hins vegar ekki í New York- ríki sökum hins évænta frá- fall-s Kennedys. &tuðningsmenn Kennedys drógu samt ekki framiboð sín til baka, heldur lýstu flestir yfir þvi, að þeir myndu hafa óbundna afstöðu, ef þedr næðu kjöri á flokks- þirngið. Margir treystu því, að minningin um hinn fallna leið- toga yrði þeim drjúg til fylgis. Bftir fráfall Kennedys höfðu þeir McCarthy og Humphrey sig lítið í frammi í New York. Kjóseridurnir fengu því að velja án verulegs áróðurs sein- ustu dagana. SAM’KVÆMT frásögn Alistair Cooke í „The Guardiarí1 var það almenn spá, að morgni kosningadagsins. áð Humphrey myndi fá um 80 fulltrúanna, McCarthy um 12 og um 30 yrðu óháðir fyrrv. stuðnings- menn Kennedys. Úrslitin urðu hins vegar þau samkvæmit bráðabirgðaniðurstöðu, sem voru fyrir hendd á miðvikudags kvöldið, að McCarthy hafði fengið 58 fuiltrúanna og Hump- hrey 5—6. Aðrir voru taldir ó- háðir en höfðu flestir áður fylgt Kennedy. Fylgi McCarthys McCarthy reyndist eklki aðeins mikið í New York-iborg, heidur í öllu rákinu. Fylgi Humphreys reynd ist hins vegar furðu lítið og kom það ekki sízt á óvart í upphéruðunum, þar sem fylgis- menn hans höfðu verið taldir sigurvissir. Sigur MoCarifihys varð þó enn meiri í samibandi við valið á framibjóðenda demókrata við kosningu á ölidungadeildarþinig- manni, sem fer fram í byrjuin nóvemiber. Þrír menn kepptu um fraiiniboðið eða beir Eug- ene Nickerson, sem hafði verið studdur af Kennedy, Joseph Resnidk. sem var studdur af Johinson og Humphrey, og Paul 0‘ Dwyer, sem var studdur af McCarthy. Samkvæmt spá- dómum og skoðanakönnunum stóð aðalibaráttan miUi þeinra' tveggja fyrstnefndu, en 0‘Dwy er átti ekki áð koma til greina. Úrslitin urðu þau, að hann bar sigur úr býtum. Það er álitið eingöngu að þakka því, að hann lýsti fylgi sínu við stefnu McCarthys. Litlar líkur eru hins vegar taldar á því, að 0‘Dwyer nái kosningu, því að hann verður að keppa við Javits, er nú skipar þingsæt- ið, sem keppfi er um. Javits hefur reynzt flestum sigursælli 1 kosningum í New York- ríki og er andstæður stefnu Johnsons og Humphreys í Viet namstríðinu. Það er því talið vonlaust að reyna að sigra hann. JAFNFRAMT því, sem þessi úrslit hafa orðið meginsigur fyrir McCarthy, hafa þau orðið höfuðósigur fyrir Humphrey. Málin virðast nú standa þannig, að Humphrey sé viss um út- nefningu á flokksþingi demó- * krata, þvi að flokkssamtökin styðja hann. En hann þefur reynzt hafa sáralítið fylgi, þeg ar um kosningar eða prófkjör hefur verið að ræða. Hann verð ur því talinn útnefndur af flokksvélinni, en ekki fólkinu. Þetta er öfugt með Nixon, sem hefur sigrað í prófkjörunum. Sú tilfinning virðist eiga rík ítök í Bandaríkjunum um þess ar mundir að sætta sig ekki við frambjóðendur, sem flokkarnir útnefna, án samráðs við kjós- endurnar. Þess vegna er hætt við, að það reynist Humphrey óyfirstíganleg torfæra í kosn- ingunum, ef það álit skapast, að hann sé frambjóðandi, sem sé valinn af þröngri flo-kksklí'ku til að vera merkisberi stefnu Johnsons. Ef Humphrey ætlar að verða sigursæll frambjóð- andi, verður hann að sýna <í verki og sýna það fljótt, að hann hafi eitthvað annað fram að færa en að vera bergmál Johnsons, eins og hann hefur verið síðan hann varð vara- forseti. Sigrar McCarthys benda hik- laust til þess, að bandarískir kjúsendur vilji ekki fyrst og fremst nýja menn, heldur nýja stefnu. Sigrar McCarthys byggj ast á stefnunni, sem hann hefur boðað. Þeir em fyrst og fremst málefnalegir. Vel miá vera, að flokkssamtökum demókrata tak ist að útiloka framboð hans. En sigurhorfur þeirra verða ekki miklar í forsetakosningun um, ef þeir taka ekki upp stefnu hans að meira eða minna leyti. Og Humphrey er dæmdur til að tapa fyrir Nix on, nema hann hristi af sér okið, sem varaforsetaembættið hefur reynzt honum, og gangi til lerks með nýjar hugsjónir og ferskleika, líkt og hann gerði, þegar hann braust til sigurríkrar og gifturíkrar for ustu í Minnesota á sínum tíma. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.