Tíminn - 27.06.1968, Síða 5

Tíminn - 27.06.1968, Síða 5
FMMTUDAGUR 27. júní 1968 TIMINN Hér kcmur fiyrst tíim'a'bær fyrirspurn: Yfirfull samkomuhús Mig lamgar tii að koima hér á framfæri dáMtiMd fyxirspurn til siökkvistj órans í Reykja- vík og brunavarnaeftirlitsins um land allt Þessi fyrirspurn er í sambandi við forsetakosn ingarnar sem nú eiga fram að fara á næstunni. Yfir lands- lýðinm hafa dunið fréttir af mjög fjölmennum fundum beggja framibjóðlenda, og þar á meðal frá mjög fjölmennum fundum í Háskólabíói. Nú langar mig til að spyrja, hvort það sé í samræmi við reglur um brunavarnir að yfirfylla samk-omu'hús svona. Hvað myn-di aenast ef eldur kæmi upp í þessurn stóru yfinfullu samkomulhúsum. Hvað myndi gierast, aðeins ef brunahræðsia gripi um sig meðal fólksins, vegna reykjalyiktar, eða ein- hvers slfks. Mér þætti værnt um, að bruiniavaimayfirvöld wildu svara þessu, og þá sérstak- lega ef einhver einn yfirmað ur gæti gefið um þetta yfir- lýsin'gu. B'amakarl. Athugasemd til ríkisst j órnarinnar Hermóður Guðmundsson skrifar: Föstudaginn 22. marz s. 1. var flutt í ríkisútvarpinu kvöld- vaka „Bændavikunnar“, sem Búnaðarsamband Suður-Þingey- inga var beðið að sjá um að þessu sinni. í sambandi við efn isval á þessa kvöldvöku var leitazt við að útvega sem fjöl- breytilegast efni, m. a. þáttur úr gamanleiknum „Leirhaus- inn“ eftir Starra Björgvinsson í Garði við Mývatn. Sökum þess, að hér var leitað eftir nýjum þætti, umfram það sem áður hefur tíðkazt á hlið- stæðum kvöldvökum á vegum bændasamtakanna, var gerð fyrirspurn um það til ríkisút- varpsins, hvað langan tíma bún aðarsambandið gæti fengið til umráða á kvöldvökunni. Var því fyrst svarað til, að dag- skráin mætti í heild taka 70 mínútur. Áætlað efnisval var síðan við þetta miðað og leik þættinum ætlaðar 15 mínútur. Nokkru síðar kom í ljós, að Mývetningar töldu sig ekki geta flutt leikþáttinn á skemmri tíma en 25—27 mínútum. Sýnishorn af leiknum væri útilokað á skemmri tíma. Leikþátturinn yrði því ekki látinn af hendi, ef þessi tími fengist ekki tryggð ur. Af þessu tilefni var aftur snúið sér til ríkisútvarpsins og því skýrt frá því, að leikurinn fengist ekki nema að dagskrár tíminn fengist lengdur um 10 —15 mínútur. Lofaði dagskrár stjórinn Haraldur Ólafsson því, án nokkurs fyrirvara. í samræmi við þetta loforð var kvöldvakan síðan undirbú in og dagskráin tekin upp af tæknimanni frá útvarpinu, sem áætlaði dagskrána um 80 mín- útur. Til frekari öryggis um hugs- anlega styttingu á efni kvöld vökunnar, gaf undirritaður leyfi fyrir 2—3ja mínútna stytt ingu á sínum héraðsþætti, ef dagskrárefnið reyndist of langt í flutningi, miðað við hinn lof aða tíma. En hvað skeður við flutning kvöldvökunnar? Leik- þátturinn styttur verulega á- samt kvartettsöng og heildar tími vökunnar færður niður í 74 mínútur án nokkurs samráðs eða leyfis þeirra er sáu um efn ið á hana. Að vísu var hringt á síðustu stundu frá útvarpinu og skýrt en jafnframt tekið fram að ekki væri um neina breytingu að ræða úr því sem komið væri. - Um það tvennt var því aðeins að velja, að láta kyrrt liggja, eða þá að stöðva flutning kvöld vökunnar allrar, væri það þá hægt eins og komið var. Fyrri kosturinn var valinn í trausti þess, að stytting leikþáttarins hefði verið smávægileg og sam viskulega framkvæmd. Því mið ur var þesu þveröfugt farið, — Afbragðsgóðum samtalsþætti úr leikþættinum sleppt, ásamt endaþætti og gerði þetta leik inn til muna áhrifaminni í flutn ingi. En með þessu er ekki öll sagan sögð. Felld niður Við endurflutning kvöldvöku „Bændavikunnar“ þann 31. marz kom í ljós, að leikþáttur inn var algjörlega felldur nið- ur, án nokkurra skýringa, þrátt fyrir það að endurflutningurinn hafði verið auglýstur sem „lít ið eitt styttur“. Fyrir þá, sem ekki höfðu fylgzt með fyrri kvöldvökuflutningnum var það sjálfsögð kurteisi að skýra frá þeim atriðum er ekki væru end urflutt og hvaða ástæður lágu til þess. Ekki hvað síst af þessum á- stæðum, varð ekki hjá því kom ist að gera opinberlega athuga semd við alla þessa framkvæmd ríkisútvarpsins á flutningi kvöld vökunnar og krefjast þess, að stofnunin biðjist opinberlega af sökunar á þessari lítilsvirð- andi framkomu, er hlutaðeig- endum hefur með þessu verið sýnd. Er það sannarlega ekki til of mikils mælst fyrir alla þá einskisvirtu fyrirhöfn og fórnfýsi í starfi, er viðkomandi aðilar hafa sýnt við hin erfið ustu skilyrði ófærðar og snjó kyngi, í þeirri góðu trú, að þeir væru að leggja fram sinn skerf til þess að gera einu kvöld vöku bændasamtakanna á árinu sem fjölbreyttasta og skemmti legasta, fyrir útvarpshlutendur, sem svo oft hafa kvartað yfir því að mikið skorti á skemmti efni hjá útvarpinu utan af lands byggðinni. Þetta er þeim mun athyglis- verðara vegna ummæla sjálfs framkvæmdastjóra útvarpsdag skrárinnar, er hann viðhafði skömmu áður en þessi kvöld vaka var flutt, í þættinum póst hólf 120, en þá sagði hann, ef ég man rétt, að útvarpið væri allt af vilja gert að útvega sem flesta skemmtiþætti sem víðast að, en vandinn væri bara sá að ná í þetta efni. Útvarpið mismunar landsmönnum En hvernig er svo farið með hinn dýrmæta tíma ríkisútvarps ins, oft á tíðum? í mörgum til fellum gengur flutningur dag skrár langt inn á kvöldfrétta- tímann, þegar leikfélög höfuð- borgarinnar, eða aðrir Reyk víkingar eiga hlut að máli. Og ekki nóg með þetta, í frétta- aukum eru jafnvel hálf er- indi stjórnmála- og mennta- manna endursögð, eins og t. d. átti sér stað um hina nýju og fáránlegu örnafnakenningu eins háskólaprófessors í Reykja vík, nú fyrir skömmu. Það virðist því mega draga þá ályktun af þessu, að hinn dýrmæti tími ríkisútvarpsins sé ekki öllum landsmönum jafn heimill. — Sé það hins vegar svo, að um mistök sé að ræða í sambandi við flutning kvöld- vöku „Bændavikunnar" 22. marz s. 1., þá er ríkisútvarp- inu jafn skylt að biðjast afsök unar, fyrir sína hönd, á því sem hér hefur miður farið, um leið og skýrt er frá því að endur- flutningur leikþáttarins hafi ver ið bannaður af Mývetningum, nema að hann yrði fluttur að öllu leyti eins og þeir gengu frá honum, en útvarpið hafði ekki getað orðið við þessari sjálfsögðu kröfu, sökum þess að það hafði eyðilagt stytting una á leikþættinum. Er það mál margra, að slík misþyrming á útvarpsefni, sem látið er af hendi til flutnings brjóti í bág við lögverndaðan höfundarrétt. Hitt er svo algert aukaatriði, þótt ríkisútvarpið telji sér sæma að greiða allt efni kvöld vökunnar, ásamt endurflutningi, með heilum 6 þúsund krónum, sem er ámóta greiðsla og einn reykvískur óperusöngvari tek ur fyrir að syngja nokkur lög á einni skemmtisamkomu úti á landi. :c,-: I! nim sttiiiijiDaua í LAUGARDALSHÖLLINNI fimmtudaginn 27. júní kl.21:00 Dagskrá: Fundurinn setfur, Gunnar Friðriksson, formaður samtaka stuðningsmanna Gunnars Thoroddsens Eggert G. Þorsfeinsson Oddur Ólafsson Jóhanna Sigurðardóttir örlygur Hálfdónarson Ólafur B. Thors Hermann Guðmundsson Oddur Jóhanna örlygur Ólafur B. VlÐAVANGl Kosninganóttin og talning atkvæða Ljóst er nú, að yfirkjör- stjórnir munu ekki verða við þeim tilmælum dómsmálaráðu neytisins að fresta talningu atkvæða eftir forsetakosning- arnar á sunnudaginn kemur. Greinilegt er, að almenning- ur lét í ljós megna óánægju er kvisaðist um tilmæli dóms- málaráðuneytisins. Menn vilja ekki láta ræna sig kosninga- nóttinni, sem hefur unnið sér hefð í hugum almennings. Hvar vetna í menningarlöndum er einskis látið ófreistað til að hraða sem mest talningu at- kvæða að loknum kosningum. Það væri því furðulegt, ef við færum að stíga skref aftur á bak í þessu efni. Heildarúrslit í kosningum hér á landi eru kunn mildu síðar en í öðrum löndum. Þyrftum við því að gera gangskör að því að hraða talningunni, en ekki hið gagn- stæða. í alþingiskosningunum í fyrra voru heildarúrslit og þar með það, hvort ríkisstjórn in héldi velli — ekki kunn fyrr en rúmum sólarhring eft- ir að kjörfundi lauk. Það var ekki fyrr en aðfaranótt þriðju dags, sem endanleg úrslit kosn inganna láu fyrir. Samgöngu- erfiðleikar eru reyndar meiri hérlendis en víðast hvar ann- ars staðar. Þarf víða að fara langan og erfiðan veg með kjörgögn úr afskekktum byggð arlögum til þeirra staða, þar sem talning fer fram í kjör- dæminu og þessir erfiðleikar mögnuðust að sjálfsögðu mjög með tilkomu hinna stóru kjör- dæma. En með þeirri sam- göngutækni, sem nú er ráðið yfir, á að vera unnt að yfir- stíga þessa erfiðleika. Yfirkjör stjórn Vestfjarðakjördæmis gaf þar mjög gott fordæmi í kosningunum í fyrravor. Sam- göngur eru óumdeilanlega erf- iðastar í Vestfirðingafjórðungi Samt urðu Vestfirðingar næst- ir Reykvíkingum og Suður- nesjamönnum að ljúka taln- ingu atkvæðanna og talning- hófst þar fyrr en í hinum dreif býliskjördæmunum. Það var Suðurlandskjördæmi, sem þá rak iestina. Nú mun kjör- stjórn Suuðrlandskjördæmis hafa áhuga á því að meiri hraði verði á talningunni en í fyrra og mun m.a. hafa í hyggju að fá þyrlu til að flytja atkvæðakassa frá Vestmanna- eyjum til Hvolsvallar, þar sem talning mun fara fram. Vafa- Iaust má telja, að verði þeirri samgöngutækni, sem við ráð- um yfir, beitt með skynsam- legum hætti, megi hefja taln- ingu atkvæða í öllum kjör- dæmum á kosninganóttina eða snemma morguns á mánudag. Erfiðleikarnir eru ekki meiri en svo, að flýta má talning- unni verulega frá því sem ver- ið hefur. Fáránlegt er að leggja til að talningunni i Reykjavík og í Reykjaneskjör- dæmi, þar sem talning atkvæða hefur undanfarið hafizt þegar að (oknum kjörfundi kl. 11, verði seinkað tram á mánu- dag. Og sem betur fer bendir nú allt til þess, að þeirri hug- mynd, að ræna menn kosn- inganóttinni, hafi nú verið bægt frá.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.