Alþýðublaðið - 11.07.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.07.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 11. júlí 1990 5 Illa gengur aö leigja tveggja herbergja íbúöiryfir 30 þúsundum, segir Jón, frá Pálmholti, formaöur endurreistra Leigjendasamtaka i viötali viö Alþýöublaöiö. Þaö er lítið rúm fyrir siðfræði af einhverju tagi á íslandi. Húsaleiguviðskiptin á Islandi eru brot á ákveðnu siðferði, sagði Jón formaður Leigjenda- samtakanna. ENGIN SIDFRÆ Ðl A LEIGUMA RKA D! Leigjendasamtökin hafa verið endurreist. Hags- munasamtök leigjenda haf a verið i dvala i f jögur ár. Samtökin voru stofnuð 1978 og ráku skrifstofu til 1986. Þá gerðisf það hvort tveggja að dotnaði yfír starfínu — skipt hafði verið um formann 1985 sem hafði einhver áhrif — og styrkir duttu niður sem samtökin höfðu fengið frá hinu opinbera. Styrkirnir voru á fjárlögum Félagsmálaráðuneytisins. Á síðasta ári var farið í gang aftur. Þá var haldinn aðalfundur og kos- in ný stjórn. í haust og vetur var reynt eftir megni að fá rekstrar- grundvöll undir samtökin, bæði með því að tala við ráðherra og fjárveitinganefnd, einnig var haft samaband við BSRB og ASÍ, verkalýðsfélög, neytendasamtök- in og fleiri félög. Á fjárlögum fengu loks Leigjendasamtökin peninga og fjárstuðning frá BSRB. Svörin frá verkalýðsfélögunum drógust nokkuð á langinn og það var m.a. til þess að endurreisn samtakanna tók tíma: „Síðan var ekki um annað að ræða enn að fara út í þetta af full- um krafti eða sleppa því. Við feng- um húsnæði á leigu í Hafnarstræti 15 og hófum starfsemina að nýju, sagði Jón Kjartansson, frá Pálm- holti, formaður Leigjendasamtak- anna. Borgar 30 þúsund — gefur upp 12 Komið hefur fram að ákveðnir aðilar geti leigt íbúð sína, 60 fer- metra, fyrir 80 þúsund, gefið upp 30 þúsund og stolið undan 50 þús- undum, er þetta möguleiki? „Þetta er hugsanlegt dæmi en ég held að það séu ekki margir sem gætu leigt íbúð sína fyrir 80 þúsund hér á landi. Ég hef fengið hér inn á borð til mín eitt dæmi þar sem leigt er fyrir 55 þúsund án þess að nokkuð sé gefið upp. Það er erfitt um vik þegar menn fá ekki leiguna frádregna frá skattin- um þá hafa þeir í raun engra hags- muna að gæta. Leigusalinn getur setið í súpunni ef illa fer. Ég kann- ast við það að maður leigði íbúð sína fyrir 30 þúsund og gaf ekki upp nema 12 þúsund. Síðan kom upp ágreiningur þá gat hann ekki sannað meira en þessar 12 þús- undir. Meira framboð leigu- húsnæöis en fyrr_____________ Það sem af er þessu ári hefur verið meira framboð af leiguhús- næði en ég man eftir,” sagði Jón. ,,Og það er óhætt að segja að leig- an á markaðnum hafi ekki hækk- að. Frekar hefur leigan farið lækk- andi. Það fer nú samt eftir stað- setningu leiguhúsnæðisins hvar leigan hefur mest lækkað. í út- hverfunum er framboðið mest, því hefur leigan lækkað þar töluvert meira en í kjarnanum." Hvert er meðalverð leigu á tveggja herbergja íbúðum? „Ef ekki er um að ræða ein- hverja sérstaklega vinsæla staði hefur mönnum gengið illa að leigja tveggja herbergja íbúðir á mikið hærra verði 30 þúsund. Ég veit um íbúðir, a.m.k. uppi í Árbæj- arhverfi, þær gengu ekki út ef leig- an fór upp í 35 þúsund eða meira. Leigan er hins vegar hærri hér ná- lægt miðju þéttbýlis." Borgar sig ekki að__________ spenna bogann of hátt íbúðir ganga yfirleitt vel út nema sett sé á þær óheyrilegt verð. I leigusamningum segir að leigan eigi að fylgja ákveðnum vísitöluhækkunum. Jón segir Leigjendasamtökin koma því til skila við leigusala að það borgi sig ekki að spenna bogann of hátt því reynslan er sú að þeir fá yfirleitt betri leigjendur með því að halda leigunni í skefjum. Bæði bera þá menn meiri virðingu fyrir hús- næðinu og leigusalanum ef þeir vita að hann er sanngjarn. Oft kemur það fyrir að fólk getur ekki borgað þá leigu sem er uppsett. Fólk sem hefur litla ábyrgðartil- finningu á það til að taka íbúðir á leigu, hvað sem þær kosta, og get- ur svo ekki borgað. í lögum um húsaleigusamninga eru settar ákveðnar skorður við fyr- irframgreiðslu þar sem miðað er við leigutímann. Leigutakinn verður ekki krafinn um leigugreiðslu síð- ar á leigutímanum til lengri tíma en þriggja mánaða. Óheimilt er krefjast leigugreiðslu fyrirfram til lengri tíma en fjórðungs umsam- insleigutíma. En lögum húsaleigu yfirleitt eru ekki til á íslandi. Nú stendur til hjá félagsmálaráðu- neytinu að endurskoða lög um húsaleigusamninga og verið er að skipa nefnd í það mál. Það er m.a. gert vegna þess að í þinglok voru samþykkt ný húsnæðislög. Jón sagði Leigjendasamtökin hafa áhuga á því að færa þessi lög nær því sem tíðkast á Norðurlöndun- um. Að sverja af sér___________ upprunann__________________ Á Norðurlöndunum er komin löng hefð fyrir þessu og þar er gert ráð fyrir sérstökum leigumarkaði. Þar er ekki sá skammtímaleigu- markaður sem er hér á landi og því ekki tekið mið af því: „Það eru orðin nokkur ár síðan Pétur Blön- dal, formaður húseigendafélags- ins, sagði að það borgaði sig alls ekki lengur að geyma peningana í húsi. Það er af sem áður var þeg- ar bankarnir brenndu upp pen- inga fólks og fólk reyndi hvað það gat til að rífa út einhvers staðar peninga og breyta þeim í húsnæði. Þessi gjaldþrotamál hér á landi eru meðal annars angi af því. Menn ganga oft lengi með gömul forrit í hausnum og eru lengi að skilja breytingarnar. Jón Baldvin Hannibalsson túlkaði þennan hugsunarhátt ágætlega á dögun- um í útvarpsviðtali. Hann var spurður að því hvers vegna hér á landi hafi aldrei verið til stór jafn- aðarmannaflokkur eins og á Norðurlöndum. Hann sagðist sjálf- ur hafa spurt háaldraðan mann að þessu fyrir nokkrum árum, sá maður hafði verið einn af stofn- endum Alþýðuflokkins. Gamli maður spurði hvort hann vissi þetta ekki, þetta væri helvítis snobbið hjá Islendingum. Þegar fóru að myndast hér þéttbýli voru hér tómthúsmenn, vinnubúðar- menn o.fl. sem komu úr skúrum og torfkofum. Þegar þeir fóru að koma sér upp húsnæði hér í þétt- býlinu var þeirra fyrsta hugsun að sverja af sér upprunann. Þeir not- uðu öll tiltæk ráð til að koma sér upp úr þeirri stétt sem þeir höfðu tilheyrt.” Engin siðfræði til á leigumarkaði En er engin siðfræði í gangi um leigumarkaðinn þó lítið fari fyrir lögunum? „Mér finnst þjóðféiagið á íslandi vera þannig að lítið rúm er fyrir siðfræði af einhverju tagi. Húsa- leiguviðskiptin á íslandi yfirleitt eru brot á ákveðnu siðferði, sagði Jón formaður Leigjendasamtak- anna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.