Alþýðublaðið - 11.07.1990, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.07.1990, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 11. júlí 1990 Mógilsármálid: „TORTRYGGNI OG VANMETAKENND" — segja sérfrœdingar á Mógilsá um orsök uppsagnar forstööumanns. Tólf af þrettán starfsmönnum á rannsóknarstöðinni á Mógilsá hyggjast hætta störfum við stöðina ffyrir eða um næstu mánaðamót. Sumir eru þegar hættir. Ástæð- an er að sjálfsögðu styr sá sem staðið hefur um stöðina að undanförnu og náði hámarki i þvi að landbúnaðar- ráðherra vék úr starfi forstöðumanni stöðvarinnar. i bréfi til landbúnaðarráöherra lýsa starfsmennirn ir yfir þessari ætl- an sinni en bjóða jafnframt aðstoð sína við að tryggja framgang þeirra verkefna sem nú eru í gangi við stöðina. Þorbergur Hjalti Jónsson og Úlfur Oskarsson, sérfræðingar við Mógil- sárstöðina, sögðu við Alþýðublaðið að ástæðan sem ráðherra hafi gefið fyrir uppsögn forstöðumannsins, Jóns Gunnars Ottósonar, hafi verið sú að ekki hefði verið hægt að lynda við hann. Hálfkveðnar visur „Okkur gekk vel að lynda við hann," sagði Þorbergur Hjalti. „Jón Gunnar átti mikið og gott sam- starf við okkur, þannig að ég held að þetta sé heldur rýr málflutningur hjá ráðherra." „Þetta eru nú meira og minna hálfkveðnar vísur hjá ráðherranum og þegar búið er að botna þær þá munu þær nú snúa alveg hinseginn. Þær verða botnaðar fyrir hann á næstunni," sagði Þorbergur. „Jón Gunnar var kallaður fyrir allsherjarnefnd Alþingis þegar ver- ið var að mynda nýja umhverfis- ráðuneytið og þar lýsti hann þeirri skoðun sinni að honum fyndist eðli- legt að rannsóknarstöðvar, land- græðslan og hluti af RALA (Rann- sóknarstöð landbúnaðarins), heyrðu undir umhverfisráðuneytið frekar en landbúnaðarráðuneytið." sagði Úlfur. Jón Gunnar eini sem þorði „Já, hann var eini maðurinn sem þorði að koma með það, því Svein- björn Dagfinnsson ráðuneytisstjóri er nú vanur að stjórna þessum mál- um öllum saman, hann gefur bara línuna og henni er fylgt. Nema Jón Gunnar var sá eini sem var á því að eftirlitshlutverkið færðist yfir til um- hverfisráðuneytisins, en beinar framkvæmdir væru hjá landbúnað- arráðuneyti," sagði Þorbergur. „Þetta féll i grýtta jörð hjá land- búnaðarráðuneytinu, því eins og við sjáum þetta þá eru þeir skít- hræddir við að missa yfirráðin yfir íslandi. Síðan eru það deilur innan Skógræktarinnar, þær eru nú gaml- ar en það hentaði að nota þær núna." Peilur innan skógræktar „Fyrir u.þ.b. tveimur árum var eiginlega búið að vinna stöðinni hérna sjálfstæði, það eina sem við áttum sameiginlegt var starfs- mannahald. Stöðin var á sértökum fjárlögum óháð Skógrækt ríkisins þannig að það eina sem þeir sáu um var ráðning starfsmanna og launa- seðlar, sem fóru í gegnum alveg ótrúlega flókið apparat hjá Skóg- ræktinni." „Deilurnar innan Skógræktarinn- ar byggjast á tortryggni og vanmeta- kennd hjá mönnum sem sjá ofsjón- um yfir þeim hlutu m sem við höfum áorkað hér.“ „Við höfum verið að boða þá stefnu hér að ríkið ætti fyrst og fremst að sjá um eftirlit og rann- sóknir, en ætti ekki að vera svo mik- ið í beinum framkvæmdum heldur eftirláta þær fyrirtækjum, einstak- lingum, félögum og bændum," sagði Þorbergur. Merkilegf rannsóknar- verkefni_______________________ „Það að þetta kemur upp í vor hefur kannski með það að gera að við erum með viðamikið verkefni í gangi sem byggir á þessum hug- myndum. Við höfum kallað það iðn- viðarverkefnið eða asparverkefnið eftir atvikum. Það varð þannig til . . .Fldkksstarfið Frá skrifstofu Alþýðuflokksins Jón Baldvin Hannibalsson veröur meö viötalstíma föstudaginn 13. júlí frá kl. 10.00—12.00. Alþýöuflokkurinn, s. 29244. Frá skrifstofu Alþýðuflokksins Sumarferö Alþýöuflokksins veröur farin í Breiöa- fjaröareyjar laugardaginn 11. ágúst. Pantiö tímanlega. Alþýöuflokkurinn, s. 29244. $>$>Q Félagsmiðstöö jafnaðarmanna Hverfisgötu 8—10 Sími15020 Næstkomandi föstudags- kvöld verður Jón Baldvin Hannibalsson gestur kvöldsins í Rósinni og spjallar á léttu nótunum við gesti og gangandi. Munið aö Rósin er opin öll föstudags- og laugardags- kvöld frá kl. 19.00—24.00. Léttar veitingar, spil og töfl. Höfum þaö notalegt saman í Rósinni. Allir jafn- aöarmenn velkomnir. Nefndin. Þorbergur Hjalti Jonsson og Úlfur Óskarsson, sérfræðingar viö rannsóknar- stöðina að Mógilsá. A-mynd: E.ÓI. haustið 1988 að fengum tilmæli frá Islenska járnblendifélaginu um þaö að þeir væru að skoða möguleika á að fá innlent hráefni í verksmiðj- una.“ „Það hefur komið í ljós að það bætir reksturinn hjá þeim að nota viðarkurl sem hvata í framleiðsluna. Þá vorum við komnir á lokastig með skylt verkefni fyrir austan, sem gekk að vísu ekki upp, en við vorum búnir að kynna okkur niðurstöðurn- ar þannig að þarna myndaðist ákveðinn möguleiki í stöðunni." „Arið eftir var gerð ríkisstjórnar- samþykkt um fimm ára þróunar- verkefni þar sem a'tti að láta reyna á þetta. Við byrjuðum á tilraunum og fengum fimm bændur með okkur og sjá þeir um að rækta 700 þúsund aspir af völdu jarðefni. Einnig lögð- um við grunninn að því að það væri hægt að hefjast handa við fulla framleiðslu eftir fimm ár ef þetta gæfi góða raun.“ Tvöfalt meiri rækfun en hjá Skógrækt rikisins „Við erum farnir út í samstarf við kanadíska háskóla um umhverfis- áhrif ræktunarinnar og allt er farið að ganga mjög vel.“ „Þess má geta að sú gróðursetn- ing sem átti að vera í ár við þetta litla þróunarverkefni okkar er u.þ.b. tvöfalt meiri en gróðursetning Skóg- ræktar ríkisins undanfarin ár og kostar miklu minni fjármuni. Það gæti verið ein ástæða þess að við fengum ekki að klára þetta." „Niðurstöður verkefnisins hefðu getað opnað augu manna fyrir því sem við höfum verið að segja.“ „Skógræktin fékk vald til þess að segja til um hvað við mættum birta og því sögðum við upp starfi okkar frá og með fyrsta október. Hálfum mánuði siðar var Jón Gunnar rek- inn. Við teljum að það hafi verið til þess að koma í veg fyrir að hann gæti farið héðan með heiðurinn af því að hafa gert eitt lítið rannsókn- arverkefni að umsvifameiri skóg- rækt en allt framkvæmdaapparat Skógræktar ríkisins." Mikill verðmunur „Við sömdum við bændurna um að plantan kostaði frá þeim tólf krónur. Samskonar planta kostar átján krónur frá Skógrækt rikisins. Bændurnir eru þokkalega ánægðir með sinn hlut.“ „Við höfum ákveðna háttsetta að- ila grunaða um það að hafa engan áhuga á að landgræðsla og skóg- rækt kæmist á raunverulegt skrið. Eina raunhæfa lausnin til að koma í veg fyrir frekari gróðureyðingu er að setja búfénað inn í girðingar," sagði Þorbergur Hjalti að lokum. Yfirmannaskipti í flotastööinni: „Sakna laxveiðanna" Yfirmannaskipti voru hjá Flotastöðinni á Keflavíkurflug- velli. Þá tók James I. Munsterman kaft- einn við starfi yfirmanns flotastöðv- arinnar af Richard E. Goolsby kaft- eini sem gegnt hefur því starfi frá 1. júlí 1988. Goolsby kafteinn sagði í viötali við Alþýðublaðiö að hann kæmi til með að sakna íslands, því hér hefði hann eignast marga vini. Áður en Goolsby kom hingað til að gegna starfi yfirmanns flota- stöðvarinnar, hafi hann starfað hér áður frá árinu 1985—1987 og kaus hann að koma hingað á ný því hon- um hafði líkað vel. „Eg á margar góðar minningar héðan, þrátt fyrir hinn mjög svo harða vetur sagði Goolsby. Á þeim tíma sem ég hef verið hér hefur margt verið gert til að bæta varnarstöðina og ég hef haft ánægju af því að taka þátt í því.“ „Ég mun einnig sakna laxveiði- ferðanna sem ég hef farið í, þær hafa verið indælar. Einnig hefur Richard E. Goolsby kafteinn utan við skrifstofu sína á Miðnesheiði. veðrið í sumar verið óvenju gott. Ég vona að það haldist,” sagði Goolsby að lokum. Hann er Texasbúi og mun nú taka við skólastjórn herskóla í Norður Virginíu í Bandaríkjunum. Yfirmaður flotastöðvarinnar er einskonar bæjarstjóri Varnarliðsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.