Alþýðublaðið - 13.07.1990, Síða 4
4
VIDHORF
Föstudagur 13. júlí 1990
MmnBLtmii
Ármúli 36 Simi 681866
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Auglýsingastjóri:
Dreifingarstjóri:
Setning og umbrot:
Prentun:
Blaö hf.
Flákon Flákonarson
Ingólfur Margeirsson
Jón Birgir Pétursson
Hinrik Gunnar Hilmarsson
Sigurður Jónsson
Leturval, Ármúla 36
Oddi hf.
Áskriftarsíminn er 681866
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakið
SMÁNARBLETTUR
Alþýðublaöiö birti í vikunni frásögn af ömurlegri stööu fang-
elsismála á íslandi.
I helsta fangelsi okkar, Litla Hrauni, er hrúgaö saman þeim
sem afplána refsingu fyrir afbrot, hvaöa nafni sem afbrotin
nefnast, sem refsaö er fyrir, og óháö því hvernig komiö er fyrir
afbrotamönnum. í fangelsinu eru geðveilir menn, síbrota-
menn og unglingar, sem mestar líkur eru á aö forherðist viö
þær aðstæður sem þeir búa við. Eiginkona afbrotamanns
segir í viðtali viö Alþýðublaðiö aö manni hennar sé ekki gef-
inn kostur á aö aölagast samfélaginu. Hann hafi framið Ijótt
brot í „dóprugli", en séð fjölskyldu sinni farborða í þau tvö ár
sem hann hefur beöið afplánunar. Nú þegar hann taki út refs-
ingu sé hann innan um geðveika menn sem reyni aö gera
honum allt til miska. Ekki sé tekiö tillit til þess að maöurinn
vilji vinna sig inn í samfélagið eftir glæpinn.
Y firmönnum fangelsismála er vel kunnugt um aðstæðurnar,
og sætta sig ekki viö, án þess þó aö nóg sé aðhafst. Haraldur
Jóhannessen, forstöðumaður Fangelsisstofnunar ríkisisins,
segist margoft hafa bent á aö ekki sé hægt aö sætta sig viö
aö geðveikir menn séu á Hrauninu. „Ég spyr, er ekki ástæöa
til aö vista geðveika menn á sjúkrastofnunum?" spyr Harald-
ur í viðtali viö Alþýðublaðið á þriðjudag. Um þessar mundir
sé ástandið mjög slæmt.
Lög og reglur ber skilyrðislaust að virða. Afbrot eru afbrot og
þeim sem fremja afbrot er refsað. Nær undantekningarlaust
eru vímuefni höfð um hönd þegarfólskuverk eru unnin. Sem
beturfer bæta margir ráð sitt, og taka fjölmörg félagasamtök
þátt í að koma fyrrverandi afbrotamönnum á réttan kjöl. Rík-
isvaldið hefur setið eftir í þeim málum. Þar eru fangelsismálin
smánarblettur.
FÖSTUDAGSSPJALL
Pósitíf ur Kvennalisti
Samkvæmt ákvörðun
nýlegs fundar Kvenna-
listans er hann nú á já-
kvæðu nótunum. Fund-
arkonur komust að
þeirri niðurstöðu að i
gegnum árin hefðu þær
sent frá sér alltof nei-
kvæðar bylgjur. Nú væri
þjóðin orðin bjartsýn og
þá yrðu stjórnmála-
flokkarnir að fylgja.
Áhætta______________________
Kristín Einarsdóttir alþingis-
maður skrifaði á dögunum grein í
Morgunblaðið og hafnaði stóriðju-
áformum ríkisstjórnarinnar. Þótt
greinin hljóti að hafa verið skrifuð
í anda hins nýja pósitífisma, er því
ekki að leyna að nokkurt þung-
lyndi læddist að manni við lestur-
inn og vissara var að hafa valíum-
ið nærri.
í fyrsta lagi kom auðvitað fram
að það fylgir því óskapleg áhætta
að byggja virkjanir og þoka lífs-
kjörum fram á veginn. Þar lýstu
sér hjá Kvennalistanum sömu já-
kvæðu búhyggindin og hjá ágæt-
um bónda austur á landi. Sonur
hans hafði keypt dráttarvél til bús-
ins og sló stærri bletti í einu en
gamli bóndinn hafði vanist. Þá
gekk hann fyrir Ijá sonar síns og
sagði: „Ef þetta fýkur, hvar stönd-
um við þá?“
Óvissa
í greininni kom líka fram að það
er óvissa um marga þætti í ál-
samningum. Það er vissilega
greindarlegt af Kvennalistanum
að benda á þetta, enda er enn
ósamið endanlega um orkuverð,
staðsetningu og fleira.
Kvennalistinn talar reyndar af
mikilli reynslu um óvissu og al-
menn óþægindi þess að standa í
samningum sbr. síendurteknar
stjórnarmyndunarviðræður
þeirra á þessu kjörtímabili. Það er
miklu þægilegra að hætta sér aldr-
ei út í svona samningabrall. Bónd-
inn að austan sagði líka eitt sinn:
„Ef ég held bara kjafti þá segi ég
þó enga vitleysu."
Lokið útidyrunum
Þegar hér er komið í grein Krist-
ínar er gott að taka tvær valíum.
Það kemur t.d. í ljós að eftirspurn
á áli fer minnkandi, vegna aukins
kærleika og friðar í heiminum, því
nú þarf ekki að búa til eins margar
vígvélar og áður.
Kvennalistinn reiknar þó greini-
lega ekki með að friðnum fylgi
neitt uppbyggingarstarf í Austur-
Evrópu og Sovétríkjunum. Ekki
eru þær á jákvæðu nótunum um
heimsþróunina. Og það er líka
vissara að læsa útidyrunum og
leggjast í rúmið því Kristín upplýs-
ir að ótímabær ellihrörnun, Alz-
heimer-sjúkdómurinn, fylgi álinu.
Það er eins gott að þessi grein er
skrifuð eftir að Kvennalistinn
ákvað að vera á jákvæðu nótun-
um.
Guðmundur Einarsson
skrifar
RADDIR
*
Hvernig er aö vera feröamaöur á Islandi?
Celine Fuentes og frá Aix en Pro-
vence í Frakklandi:
Okkur líkar mjög vel að vera hér
en maturinn er ofboðslega dýr.
Við erum skátar og höfum sótt
skátamótið og ferðast um landið.
Landslagið líkist oft á tíðum tungl-
inu og hitastigið er ólíkt lægra en
það sem við höfum vanist frá Suð-
ur-Frakklandi.
Marie Adamson, frá Altadena í
Kaliforníu, USA:
Okkur finnst frábært hér á ís-
landi, sérstaklega í dag þegar
veðrið er svona gott. Bærinn er
einstaklega fallegur og garðar
húsanna skemmtilegir. Okkur
finnst allt mjög dýrt en kaupum
ekki mikið. Það eina sem við höf-
um keypt eru nokkur dásamlega
falleg kort og frímerki.
Hanjo Erkamp frá Amsterdam í
Hollandi:
Hér er frábært að vera en verð-
lagið á öllu er mjög hátt. Við tók-
um mikið af mat með okkur frá
Hollandi því hér er allt um þrisvar
sinnum dýrara en þar. En borgin er
hrein og mikið hægt að skoða.
Kathy Hudack, 42 ára, hjúkrunar-
kona, frá Youngstown í Ohio
USA:
Þetta er búið að vera yndislegt.
Fólkið er viðkunnanlegt en verðið
á öllum hlutum er hneyksli. Við
höfum mjög gaman að því að
versla en hér er allt svo dýrt. Ef
eitthvað annað mætti bæta þá
væri það helst að fjölga veitinga-
stöðum og minjagripum.
Magnús Oddsson, ferðamála-
stjóri:
Eg get nú ekki svarað þessu
beint 'þar sem ég er ekki ferða-
maðui hér á landi. Það fer mikið
eftir því hvaða ferðamenn þú
spyrð hvernig þeim finnst t.d.
verðlagið. Hugsanleg ástæða
þess að ferðamönnum finnst allt
svo dýrt á íslandi er kannski sú að
vissir nlutir sem eru ódýrir í þeirra
heimalandi eru dýrir hér þó svo að
ekki sé svo mikill munur á verði
annara hluta.