Alþýðublaðið - 13.07.1990, Side 5

Alþýðublaðið - 13.07.1990, Side 5
T Föstudagur 13. júlí 1990 5 LANDSMÓT l BLÍÐSKAPARVEÐRI Nú stendur yfir 20. landsmót UMFÍ i Mosfellsbæ. Það stendur ffró 12. til 15. júli. Hér er um heilmikið mót að ræða þar sem innan Ungmennafélags ís- lands eru um 40.000 félagsmenn. Þeir starfa i 240 ungmennafélögum viðast hvar ó landinu og samein- ast i 19 héraðssamböndum. Landsmót eru haldin á 3ja ára fresti og fór það síðast fram á Húsavík árið 1987. í Mosfellsbæ er öll keppnisaðstaða mjög góð og mótshaldið allt til fyrirmyndar. Alls keppa um 1998 manns á mótinu og keppnisgreinarnar eru margar og af ýmsum toga. 1 dag verður t.d. háð keppni í pönnu- kökubakstri og hefst hún klukkan 15.00. Af öðrum íþróttum má nefna knattspyrnu, körfubolta, frjálsar íþróttir, siglingar, skák, bridge, hestaíþróttir, júdó, dráttar- vélaakstur, karate, borðtennis og sund svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þegar blaðamaður og ljósmynd- ari Alþýðublaðsins mættu á móts- stað í gær var mikið líf og fjör og veðrið lék við mótsgesti. Við hittum fyrst fyrir fimm hressar stúlkur úr UDN, Ung- mennasambandi Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga, en þær höfðu þá nýlokið að keppa við UMSK, Ungmennasamband Kjal- arnesþings. Þær vildu sem minnst láta hafa eftir sér um úrslit en létu það ekki spilla góða skapinu. Við litum næst inn í skúr sem virtist draga að sér mikinn mann- fjölda. í ljós kom að hann hýsti íþróttavöruverslun og er það versl- unin Austurbakki sem sér um þann rekstur. í herbergi þar innaf stóð tæki sem vakti undrun okkar og við hlið þess stóð Ólafur Guð- mundsson frá fyrirtækinu Stoð í Hafnarfirði en það sérhæfir sig í stoðtækjasmíði. Hann upplýsti okkur um að tækið væri kallað hlaupaband og væri notað til að athuga hlaupastíl fólks. Fólk hleypur eftir bandinu en verknað- urinn er tekinn upp á myndbands- spólu. Þá er hægt að athuga hvort eitthvað megi bæta t.d. með inn- leggi í skóm eða álíka hjálpartækj- um. Úti við hlaupabrautina sat kona sem var greinilega niðursokkin í vinnu sína. Þegar við tókum hana tali kom í Ijós að hún heitir Susan Nemeth, er fædd í Ungverjalandi og þjálfar frjálsíþróttadeild HSH á Snæfellsnesi. Hún er menntuð í íþróttafræðum i Búdapest og eyddi fjórum árum í Kuwait við þjálfun. Hún hrósaði vellinum í Mosfellsbæ og sagði að krökkun- um líkaði mjög vel á mótinu. Margir viðmælenda okkar kvörtuðu þó yfir nálægðinni við höfuðborgina og sögðu stemmn- inguna ekki vera eins góða og áð- ur. Hvað um það. Skipulagðir eru miklir rokktónleikar þar sem Stjórnin, Sálin hans Jóns míns, Síð- an skein sól, Ný dönsk, Stuðmenn og Styrming sjá um fjörið. Þessi ungi Mosfellingur lét sig ekki vanta á Landsmótið en hann heitir Reynir Ingi Árnason og er fimm ára. Þessar ungu stúlkur úr UDN létu engan bilbug á sér finna þó að ekki hefði gengið sem skyldi Susan Nemeth, hinn ungverski þjálfari HSH, var niðursokkin i vinnu sina þar sem hún sat á í fótboltanum gegn UMSK. Þær heita (talið frá vinstri): Pálína Jóhannsdóttir, Fríða Ólafsdóttir, áhorfendapöllunum. Hanna Jóhannsdóttir og Ragnheiður Bæringsdóttir. Þessir bridge-spilarar gætu kallast fulltrúar hinna þöglu íþrótta. Stulkurnar í HSK og UMFK drógu hvergi af sér í handboltanum. A-myndir: Kr.B.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.