Alþýðublaðið - 13.07.1990, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 13.07.1990, Qupperneq 7
Föstudagur 13. júlí 1990 NÆSTAFTASTA SÍÐAN 7 Lárétt:1 yrkja, 5 varga, 6 uppi- staöa, 7 sting, 8 saur, 10 árr, 11 þjóta, 12 mjög, 13 auðugar. Lóörétt: 1 hangsa, 2 inntak, 3 skóli, 4 heillrar, 5 rotnar, 7 fé, 9 kvendýr, 12 kúgun. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 glæps, 5 hlíf, 6 rek, 7 sá, 8 einatt, 10 ið, 11 lóu, 12 kurr, 13 skari. Lóðrétt: 1 gleið, 2 líkn, 3 æf, 4 slát- ur, 5 hreins, 7 stóri, 9 alur, 12 KA. DAGFINNUR Afkonum> dvergum og stjórnmálamönnum Þannig er mál með vexti að ég er gamall ungmennafélagsmaður. Ekki svo að skilja að aldurinn spilli nokkru enda er ég í blóma lífsins, vörpulegur á velli, góður í geði og uppfylli því öll þau helstu skilyrði sem þarf. Nú verður það að viðurkennast að ég hef ekki sinnt ungmenna- hreyfingunni sem skyldi síðustu áratugina en þegar ég frétti að nú ætti að halda landsmót UMFÍ í Mosfellsbæ beið ég ekki boðanna en rauk af stað með konu og króga. Ég hlakkaði mikið til enda minnti mig að auk allra venjulegra íþrótta væri keppt í samræmdu sporti fornu. hað var eins og mig minnti endilega að hápunktur mótsins væri hin forna keltneska íþrótt sem kallast dvergakast. Nafnið skýrir sig sjálft. Þegar ég loks mætti á staðinn sá ég hvergi merkt fyrir velli undir þessa göfugu íþrótt. Ég reyndi að spyrjast fyrir en skipuleggjendur mótsins komu algerlega af fjöll- um. Engin virtist kannast við að keppt hefði verið í þessari íþrótt og konan sagði þetta alveg týpískt fyrir mig. Ég hefði örugglega séð þetta í sjónvarpinu og orðið svo heillaður að það hefði blandast æskuminningunum. Út vil ek, frussaði ég út úr mér, fullur yfirlætis og ættjarðarástar, viss í minni sök. Þegar við keyrðum gegnum Mosfellssveitina hélt konan yfir mér háværan reiðilestur. Hvernig dytti mér eiginlega svona vitleysa í hug. Dvergakast, ekki nema það þó. * Eg reyndi aftur á móti að koma samræðunum upp á ögn vitrænna plan. „Hvað er svona fáránlegt við það?“, sagði ég og reyndi að halda stillingu minni. ,, Það myndi enginn fást í þetta," sagði hún og augun skutu gneist- um, ,, og auk þess eru þeir mis- þungir svo að keppnin yrði ójöfn. Þeir sem fengju létta dverga hefðu forskot." Allt í einu skaut eitursnjallri hug- mynd í kollinn á mér. „ Við látum þá bara dvergana vera og köstum stjórnmálamönnum í staðinn. Þeir sem hafa minnstu pólitíska vigt hafa þá forskot á hina. Þá gengur það kannski loksins eftir sem spáð var og hinir síðustu verða loksins fyrstir." Konan horfði á mig með óræð- um svip en fór svo allt í einu að flissa. Mér leið ónotalega því ég var ekki viss um hvort hún væri að hlæja að heimsku minni eða snilli. Mér varð hugsað til orða Shake- speares: „ Hverflyndi, nafn þitt er kona.“ Fallið frá ákæru á hendur Khasoggi Bandaríkjastjórn hefur fellt niður ákæru á hendur saúdí-arabíska vopnasalanum Adnan Khasoggi. Hann var ákærður fyrir fjármálam- isferli og fyrir að hjálpa Imeldu Marcos að dylja eignarhald á fjár- festingum í New York. Khasoggi var einn af rikustu mönnum heims en veldi hans hefur farið ört hnignandi. Hann neyddist til að selja snekkjuna sína og kaup- andinn var enginn annar en Donaid Trump en sá er nú kominn í miklar fjárhagskröggur. Khasoggi er talinn hafa hjálpað Imeldu Marcos, ekkju Ferdinands Marcosar fyrrum ein- valds á Filippseyjum, að dylja eign- arhald á fasteignum í New York, að- allega byggingum og listaverkum. Ekki fara i safari i Kenýa Bandarísk yfirvöld hafa varað þegna sína við að ferðast um Kenýa en þar hafa verið mikil róstur und- anfarið. Til átaka hefur komið milli lög- reglu og mótmælenda en þeir berj- ast m.a. gegn einflokkskerfinu í landinu. Nú hafa rósturnar komist á það stig að ekki þykir lengur öruggt að ferðast um landið. Ferðamanna- iðnaðurinn er stærsta gjaldeyris- tekjulind landsins en um 600,000 ferðamenn lögðu leið sína til lands- ins árið 1988. Síðastliðinn mánudag breiddust óeirðirnar út frá höfuð- borginni Nairobi til nágrannasveita. Mótmælendurnir berjast fyrir fjöl- flokkakerfi en þjófar og skemmdar- verkamenn hafa nýtt sér ástandið og stunda iðju sína af miklum móð. Lögfræðingur að nafni Gibson Kamau Kuria leitaði hælis í banda- ríska sendiráðinu í Nairobi en hann hefur háð hatramma baráttu fyrir lýðræði og mannréttindum í land- inu. Kenísk yfirvöld hafa sakað bandarísk stjórnvöld um að skipta sér af innanríkismálum en banda- ríski sendiherran lætur engan bil- bug á sér finna og hefur fullan stuðning Bandaríkjastjórnar til að verða við þeirri ósk Kuria að flytja úr landi. Carter boðar frið í Afríku Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir það nauðsyn- lega forsendu fyrir friði í Afríku að leiðtogar ríkja álfunnar stöðvi borg- arastyrjaldir þær sem geisi í löndun- um. Þetta kom fram í ræðu sem hann hélt á ársþingi Samtaka um einingu Afríku í Addis Ababa. Borgarastyrj- aldirnar standa einna helst í vegin- um fyrir bættum lí fskjörum í þessari fátækustu álfu heims. Carter sagði flest alþjóðleg samtök á borð við Sameinuðu þjóðirnar máttlítil til að taka á þessum málum. „ÖIl viðleitni í þá átt að bæta lífskjörin og bjarga lífum barnanna er drepin niður af þessum stanslausu borgarastyrjöld- um sem þjaka álfuna," sagði Carter á þinginu í Addis Ababa. Carter hefur ásamt Juliusi Nyer- ere, forseta Tanzaníu, reynt að miðla málum í hinu langvarandi borgarastríði sem geisar í Eþíópíu milli stjórnarhersins og skæruliða- hreyfingar sem berst fyrir sjálfstæði Erítreu. Undirbúningsviðræður fyr- ir friði hófust í fyrra en skæruliðarn- ir hafa neitað að snúa aftur að samn- ingaborðinu. Carter er mjög óánægður með hvernig viðræðurn- ar sigldu í strand og hyggst hitta for- seta Eþíópiu, Mengistu Haile Mari- am, að máli eftir fundinn í Addis Ababa. Mila Fitzgerald lögð á spitala Tónleikar jazzsöngkonunnar Ellu Fitzgerald, sem halda átti á Norður- sjávarjazzhátíðinn i á Hollandi, féllu niður vegna veikinda. Talsmaður hátíðarinnar sagði orsök veikind- anna vera vatnstap úr líkama Ellu. Ella er orðin 72 ára og samkvæmt síðustu fréttum var ástand hennar bærilegt en hún sá sér ekki fært að vera við opnunarathöfn jazzhátíð- arinnar. Hún veiktist síðastliðinn mánudag eftir að hafa borðað og drukkið of lítið. Hún var tafarlaust flutt á nærliggjandi sjúkrahús og lögð inn á gjörgæslu. Hún flýgur aft- ur til Bandaríkjanna strax og heils- an leyfir. Myndatexti: Hin heimsfræga jazzsöngkona Ella Fitzgerald var lögö inn á sjúkrahús í Hollandi DAGSKRÁIN Sjónvarpið 17.50 Fjörkálfar 18.20 Unglingarnir í hverfinu 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Poppkorn 19.25 Reimleikar á Fáfnis- hóli 19.50 Maurinn og jarðsvínið 20.00 Fréttir og veður 20.30 Lands- mót UMFÍ í Mosfellsbæ 21.30 Berg- erec 22.20 Póker-Alice 23.50Út- varpsfréttir í dagskrárlok. Stöð 2 16.45 Nágrannar 17.30 Emilía 17.35 Jakari 17.40 Zorro 18.05 Ævintýri á Kýþeríu 18.30 Bylmingur 19.19 19.19 20.30 Ferðast um tímann 21.20 Heilabrot (The Man with two Brains 22.50 í Ijósaskiptunum 23.15 Pyttur- inn og pendúllinn 00.35 Gildran 02.40 Dagskrárlok. Rós 1 06.45 Veðurfregnir. Bæn 07.00 Fréttir 07.03 í morgunsárið 09.00 Fréttir 09.03 Litli barnatíminn: „Litla músin Píla pína" eftir Kristján frá Djúpalæk 09.20 Morgunleikfimi 09.30 Innlit 10.00 Fréttir 10.03 Þjónustu- og neyt- endahornið 10.10 Veðurfregnir 10.30 Á ferð 11.00 Fréttir 11.03 Samhljóm- ur 11.53 Á dagskrá 12.00 Fréttayfirlit 12.01 Úr fuglabókinni 12.20 Hádeg- isfréttir 12.45 Veðurfregnir. Dánar- fregnir. Auglýsingar 13.00 í dagsins önn 13.30 Miðdegissagan: „Vatn á myllu kölska" eftir Ólaf Hauk Símon- arson 14.00 Fréttir 14.03 Ljúflingslög 15.00 Fréttir 15.03 Á puttanum milli plánetanna 16.00 Fréttir 16.03 Að ut- an 16.10 Dagbókin 16.15 Veðurfregn- ir 16.20 Barnaútvarpið 17.00 Fréttir 17.03 Tónlist á síðdegi 18.00 Fréttir 18.03 Sumaraftann 18.30 Tónlist. Auglýsingar. Dánarfregnir 18.45 Veðurfregnir. Auglýsingar 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Auglýsingar 19.32 Kviksjá 20.00 Gamlar glæður 20.40 Suðurland — Njála 21.30 Sumarsag- an: „Dafnis og Klói'' 22.00 Fréttir 22.07 Að utan 22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins 22.25 Úr fuglabókinni 22.30 Danslög 23.00 Kvöldgestir 24.00 Fréttir00.10Samhljómur01.00 Veðurfregnir 01.10 Næturútvarp. Rás 2 07.03 Morgunútvarpið 08.00 Morg- unfréttir 09.03 Morgunsyrpa 11.03 Sólarsumar 12.00 Fréttayfirlit. Aug- lýsingar 12.20 Hádegisfréttir 14.10 Brot úr degi 16.03 Dagskrá 18.03 Þjóðarsálin 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Söðlað um 20.30 Gullskífan 21.00 Á djasstónleikum 22.07 Nætursól 01.00 Næturútvarp. Byigjan 07.00 Hallur Magnússon og Kristín Jónsdóttir 09.00 Fréttir 09.10 Páll Þorsteinsson 11.00 Ólafur Már Björnsson 12.00 Hádegisfréttir 14.00 Helgi RúnarÓskarsson 16.00 íþrótta- fréttir 17.00 Síðdegisfréttir 17.15 Reykjavík síðdegis 18.30 Kvöld- stemmning í Reykjavík 22.00 Á næt- urvaktinni 03.00 Freymóður T. Sig- urðsson. Sfjarnan 07.00 Dýragarðurinn 09.00 Á bakinu í dýragarðinum 10.00 Bjarni Haukur Þórsson 12.00 Hörður Árnarson og áhöfn hans 15.00 Snorri Sturluson og sögurnar 18.00 Kristófer Helga- son 21.00 Darri Ólason á útopnu 03.00 Jóhannes B. Skúlason. Aðalstöðin 07.00 Kominn tími til 09.00 Á nýjum degi 12.00 Á hádegi 13.00 Með bros á vör 15.00 Rós í hnappagatið 16.00 í dag, í kvöld 19.00 Við kvöldverðar- borðið 20.00 Undir feldi 22.00 Kerta- Ijós og kavíar 02.00 Næturtónar. Bíræfnir blómasalar Ungir blómasalar hringdu dyra- bjöllum í Hamrahverfi í Grafarvogi á dögunum og buðu kurteislega blómvendi til sölu, til að styrkja Rauða krossinn, sögðu börnin. Ein- hverjir karlmenn keyptu vendi til að gleðja sína betri helminga. En svo kom á daginn að blómin voru reyndar tekin úr skrautgörðum heimila i hverlinu. Fréttablaðið Grafarvogur segir að blómasalarnir hafi Iæðst í skjóli kvöldkyrrðar og skilað aftur peningunum inn um bréfarifur í húsum þar sem blóm höfðu verið keypt. Blaðið bendir foreldrum á þá skyldu þeirra að brýna fyrir börnum það grundvall- aratriði eignarréttarins að slíta ekki blóm í blómabeðum á lóðum fólks. Einn með kaffínu Eiginkonan: —Hvað viltu í af- mælisgjöf, elskan? Eiginmaðurinn: — Hvað með tveggja mínútna þögn? KROSSGÁTA N □ 1 2 3 4 5 ■i 6 □ 7 8 10 , ■ 11 ■ 12 13 □

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.