Alþýðublaðið - 13.07.1990, Síða 8
•••• •••• •
• • • •
•••• •••• •
• • • •
• • • • • • •
• • • •
• • • • • • • • • •
• • • • • • • • • • •
LONDON: Breskur ráð-
herra dró í gær til baka um-
mæli sín þess efnis að Vest-
ur-Þjóðverjar stefni að yfir-
ráðum í Evrópu og það að
fórna fullveldi landsins til
að ganga í Efnahagsbanda-
lag Evrópu mætti líkja við
það að gefast upp fyrir Ad-
olf Hitler. Nicholas Ridley,
viðskipta og iðnaðarráð-
herra landsins, sem er í op-
inberri heimsókn í Ung-
verjalandi, dró þessi ummæli til baka í gær til þess
að lægja þann mikla pólitíska óróa sem ummælin hans
hafa valdið. Margarét Thatcher hafnaði kröfu stjórnarand-
stæðinga um að reka Ridley.
DAMASKUS ! Vonir manna um að lausn vestrænna gísla
sem eru haldi hryðjuverkasamtaka sé í sjónmáli eru tekn-
ar að dofna þar sem ekkert hefur enn heyrst frá mannræn-
ingjunum. íranska fréttastofan IRNA sagði um síðustu
helgi að mannræningjar hefðu tekið ákvörðun um að veita
evrópskum gíslum frelsi.
STOKKHOLMUR : írakar hengdu á miðvikudag sænsk-
an ríkisborgara sem sakaður var um njósnir i þágu Israels-
manna að sögn Stens Andersson, utanríkisráðherra Svía.
Svíar hafa kvatt sendiherra sinn í Irak heim til viðræðna
og utanríkisráðherrann hefur fordæmt aftökuna.
MANAGUA : Tíu daga verkfalli verkamanna sem fylgja
Sandínistum að máli lauk í gær. Verkföllin hafa leitt til mik-
illa átaka á götum höfuðborgar landsins, Managua, og er
talið að þau séu eitt erfiðasta verkefnið sem stjórn Violettu
Chamorro hefur þurft að glíma við frá því hún tók við
stjórnartaumum.
SEOUL: Forsætisráðherrar Norður- og Suður-Kóreu
munu hittast síðar á þessu ári. Þetta er í fyrsta sinn síðan
skaganum sem ríkin tvö standa á var skipt. Ráðherrarnir
munu ræða leiðir til að draga úr spennu milli ríkjanna með
það fyrir augum að einhvern tímann verði hægt að sam-
eina jrau að nýju.
HOUSTON : Fundi leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims lauk
á miðvikudag. A fundinum iýstu leiðtogarnir yfir stuðningi
við sovésk stjórnvöld og vilja til að vinna að opnun mark-
aða en ekki tókst að leysa ágreining milli þeirra um efna-
hagsaðstoð við Sovétríkin. Niðurstaða fundarins varð sú
að hverri þjóð væri frjálst að aðhafast það sem hún kysi til
að koma Míkhaíl Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna, til
hjálpar.
FREETOWN : Líberískir uppreisnarmenn höfnuðu í gær
tillögum um vopnahlé til að binda enda á borgarstyrjöld
sem geisað hefur í landinu að undanförnu en þúsundir
manna hafa fallið í bardögum. Uppreisnarmenn búa sig nú
undir að gera síðustu árásina í þeim tilgangi að koma for-
seta landsins, Samuel Doe, úr valdastóli.
LONDON: Breski rithöfundurinn Salman Rushdie mun
bráðlega gefa úr tvær nýjar bækur að sögn útgefanda
hans. Rushdie hefur verið í felum síðan Ayatollah Kho-
meini lýsti hann réttdræpan.
BAGHDAD: Aðskilnaðar-
sinnaðir skæruliðar Kúrda
sögðu í gær að þeir hefðu
fellt 179 íranska hermenn í
fyrstu árás af mörgum í til-
efni þess að nú er ár liðið
frá morðinu á leiðtoga
þeirra Abdolrahman Qass-
emlu.
SOWETO, Suður-Afríka: Hópur blökkukvenna tók það
ráð í neyð sinni í gær að afklæðast og standa naktar fyrir
framan jarðýtur til að koma í veg fyrir að þær gætu fram-
kvæmt skipun suður-afrískra stjórnvalda um að rífa niður
hrörleg heimili þeirra. Lögregla beitti síðan táragasi til að
tvístra hópi ungmenna sem grýttu steinum að lögreglu og
verkamönnum.
KAIRO : Hafez al-Assad, forseti Sýrlands, mun halda í sína
fyrstu opinberu heimsókn til Egyptalands síðan 1976 á
laugardag. Hosni Mubarak tekur á móti forsetanum í Kaíró
en fylgir honum síðan til hafnarborgarinnar Alexandríu
þar sem Assad mun dvelja.
ERLENDAR FRÉTTIR
Umsjón: Laufey E. Löve
Sovétríkin:
Flokkurinn klofnar
(MOSKVA, Reuter) Boris
Jeltsín, forseti Sovétlýð-
veldisins Rússlands, lýsti
því yfir í gær á 28. flokks-
þingi sovéska kommún-
istaflokksins sem nú
stendur yfir að hann hygð-
ist segja sig úr flokknum.
Skömmu síðar tilkynnti
fulltrúi Lýðræðisvett-
vangs, eins af flokksbrot-
um sovéska kommúnista-
flokksins, að Lýðræðis-
vettvangur væri genginn
úr kommúnistaflokknum
og hefði í hyggju að stofna
nýjan flokk.
Það var Vladímír Shosta-
kovsky, leiðtogi Lýðræðis-
vettvangs, sem tilkynnti
þessa ákvörðun á flokksþing-
inu í gær um að kljúfa flokk-
inn og stofna nýjan stjórn-
málaflokk. Um 100 þingfull-
trúar 'tilheyra Lýðræðisvett-
vangi af þeim 4700 sem sitja
þingið. Ekki var þó talið fuíl-
víst að allir þeirra myndu
styðja þessa ákvörðun. Áður
en þingið hófst höfðu með-
limir Lýðræðisvettvangs lýst
því yfir að þeir hefðu í hyggju
að kljúfa sig út úr flokknum ef
róttækar breytingar yrðu
ekki gerðar á stofnunum
hans.
Jeltsín sagði eftir að hann
hafði tilkynnt úrsögn sína úr
flokknum að hann hefði tekið
þessa ákvörðun til að geta
einbeitt sér að störfum sínum
sem forseti stærsta lýðveldis
Sovétríkjanna, Rússlands.
Hann lýsti því jafnframt yfir
að í starfi sínu gæti hann ekki
eingöngu tekið mið af hags-
munum flokksins við ákvarð-
anatöku, því væri eðlilegt að
hann segði skilið við flokk-
inn.
Flokksþingið sem er það
28. í röðinni er talið mjög
mikilvægt sérstaklega fyrir
valdastöðu forseta landsins,
Míkhaíl Gorbatsjov, sem átt
hefur við að etja mikla erfið-
leika innanlands. Kjör Vlad-
ímírs ívashkos, fyrrum forseti
Sovétlýðveldisins Úkraínu, til
embættis fulltrúa aðalritara á
miðvikudag er talið vera
mikill sigur fyrir Gorbatsjov.
En embætti fulltrúa aðalrit-
ara er næstvaldamesta emb-
ætti innan sovéska kommún-
istaflokksins. Gorbatsjov
hafði mælt með Ivashko í
embættið gegn harðlínu-
manninum Jegor Lígatsjov.
Embætti fulltrúa aðalritara er
að skipuleggja daglegt starf
innan flokksins og fylgjast
með því.
Innanlandsátök hafa sett
svip sinn á flokksþingið því
að á miðvikudag fóru náma-
verkamenn í helstu náma-
héruðum landsins í sólar-
hringsverkfall. Kröfðust
verkamennirnir þess meðal
annars að stjórn Nikolajs
Ryzhkovs forsætisráðherra
Sovétríkjanna segði af sér.
Einn talsmaður verkfalls-
manna sagði réttast að kalla
verkfallið verkfall gegn
flokksræðinu.
Forseti stærsta lýðveldis Sov-
étrikjanna, Rússlands, Boris
Jeltsín, lýsti því yfir í gær að
hann hygðist ganga úr Sov-
éska kommúnistaflokknum.
Sviþjód:
Sviar framselja flugræningja
(STOKKHOLMUR, Reuter)
Sænsk yfirvöld lýstu því
yfir í gær að ákvörðun
hefði verið tekin um að
framseija 17 ára gamlan
sovéskan flugræningja,
Dmítrí Semjonov, til Sovét-
ríkjanna. Ákvörðunin er
að sögn stjórnvalda tekin í
von um að hún megi verða
til þess að draga úr þeirri
miklu bylgju flugrána sem
gengið hefur yfir að und-
anförnu, en eftir að Semj-
onov rændi flugvélinni
hafa fimm aðrar sovéskar
farþegarflugveiar verið
neyddar til að lenda á
sænskri grundu.
Hæstiréttur Svíþjóðar
hafnaði á miðvikudag beiðni
Semjonovs um landvistar-
leyfi í Svíþjóð og var ákvörð-
un dómstóla að sögn byggð á
aldri og andlegu ástandi
hans. í gær tóku síðan stjórn-
völd endanlega ákvörðun um
að senda Semjonov til síns
heima og var þar farið að
mati hæstaréttar. Semjonov
neyddi sovéska farþegaflug-
vél með 121 farþega innan-
borðs til að lenda á sænskri
grundu þann 9. júní síðastlið-
inn. Ógnaði hann áhöfninni
með gervihandsprengju.
Semjonovs hefur verið
vandlega gætt af sænskum
fangavörðum vegna hótana
hans um að fremja sjálfsmorð
verði honum ekki heimiluð
landvist. Flugræningjans
unga getur beðið allt að 10
ára fangelsisvist í Sovétríkj-
unum. Enn hefur ákvörðun
ekki verið tekin um hvenær
Semjonov verður sendur til
Sovétríkjanna en að sögn
Lars Magnusson, talsmanns
sænska utanríkisráðuneytis-
ins, verða smáatriði framsals-
ins nánar rædd við sovéska
embættismenn.
Búist er við því að Svíar
taki á næstunni ákvörðun um
að vísa tveim öðrum sovésk-
um flugræningjum úr landi
sem nú eru í gæslu sænsku
lögreglunnar. Magnusson
sagði þessar ákvarðanir þó
ekki þýða að Svíar myndu
hafna öllum siíkum beiðnum
um landvist í framtíðinni.
Albanía:
Um 4500 flóttamenn
ó leið til italiu
(BÚDAPEST, Reuter) Fimm
skip með rúmlega 4500 al-
banska flóttamenn innan-
borðs eru væntanleg til
hafnar í Adríahafi á föstu-
dag. Flóttamennirnir sem
hafa hafst við í vestrænum
sendiráðum í höfuðborg
Albaníu, Tírana, að undan-
förnu eru að flýja stalín-
ískt stjórnarfar heimafyr-
ir.
Líkur eru taldar á að um 40
flóttamönnum í sendiráði
Ungverja verði heimilað að
slást í för með þeim 4500 AI-
bönum úr vestrænum sendi-
ráðum sem munu fara sjóleið-
ina frá Albaníu. Búist var við
að skipin sem flytja munu
flóttamennina kæmu til al-
bönsku hafnarborgarinnar
Durazzo í gær. Þaðan verður
farið með flóttamennina til
ítölsku hafnarborgarinnar
Brindisi og er búist við fyrstu
skipunum þangað snemma á
föstudag.
Miklum fjölda tjalda hefur
verið slegið upp í borginni
Brindisi sem er í suðaustur-
hluta Italíu og mun fólkið haf-
ast þar við fyrst um sinn.
Ákvarðanir um framtíðar-
dvalarstað fólksins verður
tekin síðar.
Atburðirnir í Tírana hafa
þótt minna mjög á það þegar
fjöldi fólks leitaði í sendiráð
Vestur-Þjóðverja í Aust-
ur-Þýskalandi á síðasta ári
skömmu fyrir fall Berlínar-
múrsins. Embættismaður í
ungverska utanríkisráðu-
neytinu lýsti því þó yfir í gær
að líkur væru á að albönsk-
um stjórnvöldum myndi tak-
ast að einangra þennan at-
burð og komast þannig hjá
verulegum þjóðfélags og
stjórnarfarsbreytingum líkt
því sem urðu í Áustur-Evrópu
á síðasta ári.
BROTTFOR FLOTTAFOLKS FRA ALBANIU
J Ú G Ó S L A V i A,
FÖSTUDAGURINN 13. JÚLÍ
Siglt með 2000 Crý'g j
flóttamenn frá _
'i Durazzo til Bríndisi
BULGARIA
ÞRIÐJUDAGUR 10. JULI
\ 51 flóttamaður
J flýr til Prag
TÍRANA
ALBANIA
--------------------------------- . ^-----------------------------------------------------------------------
í BRINDISI Or.rtrliíir
Þar verður dvalið í ortnuts^
tjaldborg áður en © s
haldið verður til Æ®?*- _. ...
SSii Vestur-Þvskalands :s: Otranto©
' GRIKKLAND ,
%■■.
' 'v-v ; \'
Flóttafólkið ráðgerir að haida
til Bandaríkjanna og
Ástraiíu
ÞRIÐJUDAGUR 10. JULI
; Sex flóttamenn komast :
: til Otranto með bát
MIÐJARÐARHAF
km 200 REuTSR