Alþýðublaðið - 11.09.1990, Side 5

Alþýðublaðið - 11.09.1990, Side 5
Þriðjudagur 11. sept. 1990 VIDTAL 5 Kóreumenn kváðu niður GOLÍATHANDBOLTA Erwin Lanc, fforseti Alþjóðahandknattleikssam- bandsins, IHF, dvaldist hér á landi um vikutima en hann kom með liði sinu, WAT-Margareten ffrá Vin. Hann er fyrrverandi ráðherra i Austurriki og heffur ffengist við ýmislegt um ævina. Alþýðublaðið ræddi við hann skömmu áður en hann hélt aff landi brott til að ffræðast frekar um hver maðurinn væri. Hann blandaðist ávænt inn i pólitiskt deilumál i Kópavogi, þ.e. byggingu iþróttahallarinnar ffyrir HM i hand- bolta árið 1995. Hann var spurður um hvort ffyrir- huguð höll stæðist ekki þær kröffur sem gerðar eru til að leika þar úrslitaleik HM. VIÐTAL: TRYGGVI HARÐARSON „Ég get ekki dæmt um teikning- arnar vegna þess að ég hef aldrei séð þær. Bæjarstjórinn í Kópavogi og forseti bæjarstjórnar buðu mér til fundar að ræða þessi mál og um þá aðstöðu sem þar þyrfti að vera til staðar. Ég svaraði þeim eftir bestu getu og lagði áherslu á að Alþjóðahandknattleikssamband- ið, IHF, hefði samþykkt að halda keppnina hér á landi á grunvelli tilboðs um að hér skyldi rísa íþróttahöll sem tæki 7.000 áhorf- endur. Því sagði ég þeim að ég gæti ekki fallist á þeirra tilboð um 5.000 manna höll.“ — Hvert var tilefni þessarar heimsóknar til ísiands nú? „Félagslið mitt, WAT-Margare- ten, var þátttakandi í fjögurra liða móti hér sem var hugsað sem und- irbúningsmót fyrir næsta keppnis- tímabil. Ég notaði éinnig tækifær- ið til að skoða landið og ræða und- irbúning heimsmeistarakeppni í karlahandbolta árið 1995.“ — Varstu ánægður með mót- ið og frammistöðu liðs þíns? „Hér var um undirbúningsmót að ræða eins og ég sagði, hugsað til'að reyna nýja hluti, prófa leik- menn gefa liði og leikmönnum aukna reynslu fyrir komandi keppnistímabil. Því segir útkoma í slíkum mótum ekki endilega mik- ið um hinn raunverulega styrk- leika einstakra liða. Hvað varðar mitt lið, WAT-Marg- areten, þá var mótið mjög gagn- legt og okkur fór fram með hverj- um leik. Við enduðum á að vinna franska liðið með 9 marka mun eftir að það hafði unnið bæði ís- lensku liðin. Með tilliti til þess er ég ánægður. Eins er ég .mjög ánægður með þá gestrisni sem gestgjafar okkar sýndu, jafnt HSI, félagsliðin, FH og Stjarnan, og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og Garðabæ." Sffarffsemi ffélagsins var bönnuð________________________ — WAT-Margarete á sér langa sögu, er ekki svo? „Jú, það var stofnað sem íþróttafélag árið 1894 og er elsta verkalýðsíþróttafélag á svæði nú- verandi Austurríkis en WAT er skammstöfun fyrir íþróttafélög verkamanna sem éru fjölmörg í Austurríki. Handboltaiðkun hófst hjá félaginu eftir fyrri heimstyrj- öldina en þá var leikið á stórum velli líkt og í fótbolta með ellefu leikmönnum. ' Þá varð hlé á starfsemi félagsins árið 1934 í kjölfarborgarastyrjald- ar, þar sem íýðræðið var þurrkað út og jafnaðarmenn voru útilokað- ir frá stjórnmálum, menningar- málum og íþróttafélög þeirra bönnuð. Við lékum því undir merkjum annarra til 1938 þegar Hitler hertók landið og eftir það höfðu menn öðrum hnöppum að hneppa en leika handboita. Starfsemi félagsins hófst aftur strax að loknu stríðinu árið 1945 og þar á meðal handboltinn. Við lékum um árabil í deildakeppni Vínarborgar en fyrir um tíu árum komumst við í B-deildina og þrem- ur árum sefnna í A-deildina semvið köllum ,,þjóðardeildina.““ Lék með liðinu til___________ ffimmffugs___________________ — Lékst þú sjálfur hand- bolta? „Ég hóf að leika handbolta í skólanum á stríðsárunum en það var tilviljunarkennt. Ég byrjaði raunverulega að leika keppnis- handbolta þegar ég var 17 ára, ár- ið 1947, og lék til 1980 Síðasti leik- ur minn var daginn áður en ég varð fimmtugur. Síðan hef ég að- eins leikið mér til skemmtunar og ánægju með öldungaliðinu." — Við hvað vinnur þú fyrir utan það að vera forseti IHF? „Ég er bankamaður og vinn hjá þriðja stærsta viðskiptabanka Austurríkis og hef unnið þar frá ár- inu 1959, með hféum þó. —Hefur þú alla tíð verið bankamaður? „Nei, ég byrjaði sem húsgagna- sali. Vann síðan í félagsmálageir- anum, að vandamálum þeirra sem fóru illa út úr stríðinu og þeirra sem lifðu af útrýmingarbúðir Hitl- erstímabilsins. Síðan tók ég að mér að skipuleggja Samtök far- fuglaheimila Austurríkis uns ég gerðist bankamaður í lok sjötta áratugarins." Þingmaður og ráðherra — Þú hefur einnig tekið þátt í stjórnmálum? „Ég starfaði með ungum jafnað- armönnum frá árinu 1946 og tók m.a. þátt í starfi Alþjóðasambands ungra jafnaðarmenna, IUSY. Ég var kosinn í borgar^tjórn Vínar- borgar þegar ég var þrítugur og sat þar í 6 ár. Þá var ég Kosinn á Sambandsþingið og var þingmað- ur frá árinu 1966—1983. Eg var ráðherra á áraunum Í973—1984. Fyrst var ég samgönguráðherra, þá innanríkisráðherra og loks ut- anríkisráðherra. Ég tek ennþá virkan þátt í flokksstarfi bæði i mínu héraði og á landsvísu." — Nýtist reynsla þín af ai- þjóðastjórnmálum ekki í emb- ætti þínu sem forseti IHF? „Það er ávallt margt líkt í hvaða alþjóðlegum samtökum sem er, hvort sem þau eru á sviði stjórn- mála, viðskipta eða íþrótta. Það Erwin ásamt konu sinni Christiane. Erwin þykir fengur í að fá isienska landslidid í undankeppni HM í Austurriki. þarf stundum að samræma ólík sjónarmið og ólíka hagsmuni aðil- arfélaga og einstaklinga. Við- fangsefnin eru því um margt lík innan alþjóðasambanda. Það verður að leggja ákveðnar línur og afla þeim fylgis hjá einstökum aðilarfélögum til að um verði að ræða hópvinnu. Það er ekki alltaf létt innan handboltans þrátt fyrir að menn ættu að vera vanir hóp- vinnu. Eftir því sem ég hef heyrt stöndum við að þessu leyti betur að vígi en mörg önnur alþjóða- sambönd." — Hver er staða handknatt- leiks í heiminum? Er hann að- allega íþrótt Evrópuþjóða? „Hann var Evrópuíþrótt lengi en það hefur orðið breyting þar á síðustu 10 árin að minnsta kosti. Sérstaklega á það við um kvenna- bolta en einnig hjá körlum. Ýmsar Asíuþjóðir, og þá sérstaklega Suð- ur-Kórea, hafa leitað leiða til að ná Evrópuþjóðunum að getu. Þeir þróuðu þvi mjög hraðan hand- bolta, sem krafðist góðrar þjálfun- ar, mikils hraða og mikillar leik- tækni hvað varðar boltameðferð. Þeir komu með nýja vídd í hand- boltann, þeir kváðu niður „Golíat- handbolta" og gáfu „Davíðunum" nýja möguleika. Likamsstyrkur og___________ tæknilegir hæf ileikar — Hvað finnst þér um ís- lenskan handbolta? „Ég held að hinir löngu vetur séu hér íslenskum handbolta til framdráttar. íþróttamenn ykkar eru neyddir til að stunda íþróttir innandyra stóran hluta ársins. Ég held að það hljóti að vera kostur hvað varðar handboltann. Það sést strax að leikmenn ykk- ar, jafnvel þeir yngri, hafa frábæra tækni og eru vel þjálfaðir. Þeir hafa rétta hugarfarið i hraðan, harðan, og hreina bolta, ekki of flókinn, heldur byggist hann á lík- amsstyrk og tæknilegum liæfileik- um. Mjög flókinn bolti gengpr iðu- lega ekki upp, því að þó hlútirnir kunni að ganga upp á „gfæna borðinu", getur það reynst érfitt þegar út í leik er komið. Mér finnst íslenskur handbolti hrífandi og ég, persónulega og þá frekar sem forseti Austuríska handboltasambandsins en al- þjóðasambandsins,_ er mjög ánægður með að íslenska lands- liðið keppir í undankeppninni í Austurríki árið 1992. Það mun verða eitt þeirra liða sem hvað mest aðdráttarafl koma til með að hafa í keppninni," sagði Erwin Lans að lokum.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.