Alþýðublaðið - 12.09.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.09.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 12. sept. 1990 MENNING 5 Danskan hreinsuð Mörgum Islendmgum þykir ósköp litíð til Dnna og Danmerkur koma — að mivmsta kosti ó yfirborðinu. Mörg hundruð óra nýlendukúgun og ekki sist lög- boðin dönskukennsla, þar sem misjafnlega hæfir kennarar stefna sálarheil sinni i voða við að inn- ræta unga fólldnu málfræði, orðskýringar, stila og dularfullan framburð, hafa skilið eftir sin ör hjá þjóðinni. Unga fólkið sér að sjálfsögðu sjaldnast neitt vit i dönskukennslunni; þeirra heimur er harð- ur, spennandi og ensk-ameriskur og hefur ekkert sameiginlegt með þvi sem gerist i dönskutimunum. En eitt er þó það við danska tungu sem flestir ná að skynja: máfið er ótalandi og yfirfult af útlendum slettum. Og það er lika cdveg rétt. Bjarni Þorsteinsson skrifar Ut með enskuna_____________ Um þessar mundir hafa danskir málverndarmenn grafið upp stríðsöxina og vilja stöðva innrás enskra orða í dönsku, en likt og á hinum Norðurlöndunum hafa enska og ensk áhrif náð að sá sér og jafnvel festa rætur í tungumál- inu. í Danmörku eru það samtökin Modersmáls—Selskabet sem hyggjast verja danska tungu. En það er víðar barist gegn enskunni en í Danmörku; í Noregi hefur Norsk Sprákrád hafið herferð gegn enskum áhrifum og í Svíþjóð er Svenska Spráknámnden í start- holunum með sína herferð. Þótt allt bendi til að Danir séu litlir málverndarmenn mælt á ís- lenskan mælikvarða, hafa þó ver- ið gerðar ýmsar tilraunir í gegnum aldirnar til að hreinsa blessaða dönskuna. Allt frálokum 17. aldar hafa öðru hvoru skotið upp kollin- um einstaklingar og samtök sem af mismunandi ástæðum og með mismunandi aðferðum hafa viljað stöðva eða takmarka strauminn af útlenskum orðum inn í dönsku. Þetta er oft á tíðum hið gáfaðasta fólk, innblásið skapandi hugsjón- um. Þó svo að það megi tína til nokkur hundruð nýyrði sem af- rakstur langrar baráttu, verður það að viðurkennast að uppsker- an er ansi mögur. Það hefur ekki tekist að umbreyta dönsku yfir í tungumál án erlendra orða eða tungumál þar sem forðast er að taka upp erlend orð. Fengid að láni_____________ úr ýmsum áttum_____________ Danska líkist flestum öðrum evrópskum tungumálum að því leyti til að hún hefur fengið að láni orð úr öðrum tungumálum þegar þörf hefur verið á. Þeir sem ristu rúnir á steina til forna voru óhræddir við að láta erlend orð standa við hliðina á dönskum, og á miðöldum voru Danir svo stór- tækir í að taka að láni orð úr þýsku, að í samanburði við nútím- ann eru hin ensku áhrif í dag hreinir smámunir. Á 17. og 18. öld var það franskan sem leitað var í til að auðga málið og allt frá dög- um Haralds blátannar á 10. öld hafa grísk og latnesk orð átt greiða leið inn í dönsku. Það kann að vera erfitt fyrir margan Islendinginn að skilja hvernig svona lagað getur átt sér stað; málvernd og nýyrðasmíð telst til þvílíkra dygða á íslandi að málnotkun menguð erlendum orðum telst hinn versti subbuskap- ur, ef ekki hreinlega úrkynjun. Það þarf þó ekki að leita lengra en til upphafs nítjándu aldar til að verða vitni af gífurlegum subbu- skap í íslensku ritmáli þar sem danskan blómstraði og hinn for- skrúfaði kansellístíll var fyrir- myndin. Sjálfstæðisbaráttan og þjóðernisrómantíkin stöðvuðu þessa dönsku innrás, og með Fjölnismenn í broddi fylkingar voru gerðar stórhreingerningar í íslensku máli. Tungumálið varð mikilvægt vopn í sjálfstæðisbarátt- unni og hefur æ síðan verið eitt af Danskir málverndarmenn hafa búist til varnar gegn enn frekari innrás enskra orða í dönskuna. Hins vegar eru þeir margir sem telja enskuskotna dönsku eðlilega þróun og hið besta mál. Dariir, einkum menntamenn, ofnota erlend orö til ad gera mál sitt gáfulegra og óskiljanlegra. En þad eru ekki adeins menntamenn sem finnst sjálfsagt aö nota œ enskuskotnari dönsku; mörgum finnst máluernd heyra fortídinni til og skera upp herör gegn málverndar- mönnum. haldreipum íslendinga til að við- halda menningarlegu sjálfstæði sínu og frægari þjóðrembu. Sinn er siður_______________ i hverju landi______________ Þótt Danir líti á sig sem fámenna þjóð í litlu landi hafa þeir ekki þurft að leita stuðnings í tungu- málinu til að geta litið á sig sem sjálfstæða þjóð í menningarlegum skilningi. Þróun dönskunnar sýnir að Danir hafa alltaf talið sig háða evrópskum menningarsamfélög- um. Ofan á það bætist að hinn flókni nútími hefur krafist nýrra orða yfir hugtök og hluti sem ekki þekktust áður. Það hefur því verið mjög nærtækt fyrir Dani að leita í önnur tungumál eftir nýjum orð- um. Danskir málfræðingar líta flestir öðrum augum á tungumál sitt en íslenskir. Á íslandi eru ýmiss kon- ar málverndarsjónarmið ríkjandi hjá málfræðingum og mikið lagt í að brýna fyrir alþýðunni að tala rétt mál, bæði hvað varðar hinar ríkjandi reglur í málinu og orða- notkun. I stað þess að taka að láni orð úr erlendum tungumálum er föndrað við að hanna íslensk orð yfir ný hugtök og nýja hluti, og nær þessi árátta oft á tíðum langt inn í hin ýmsu fagmál, þar sem er- lend orð, oft á tíðum latnesk eða grísk, eru ríkjandi í flestum öðrum tungumálum. Dönskum málfræðingum er tamara að líta á sitt mál sem lifandi fyrirbæri sem þróast í órjúfanleg- um tengslum við menningar- þróun í landinu. Málfræðingurinn Erik Hansen, sem er formaður dönsku málnefndarinnar (Dansk Sprognævn) og prófessor í dönsku við Hafnarháskóla, hefur gagn- rýnt baráttu Modersmáis-Selskab- ets gegn enskum áhrifum í dönsku. Hann bendir 'á flest orð í dönsku séu ekki dönsk í þeim skilningi að þau hafi alltaf verið í dönsku og komi ekki inn í málið úr erlendum tungumálum, og að auk þess sé fjöldi enskra orða í dönsku alls ekki eins mikill og margir telja; kannanir í Svíþjóð og Dan- mörku hafa sýnt að ensk orð eru aðeins um '/2% af orðunum í venjulegu dagblaði. Þó svo Han- sen líti á hin nýju ensku orð sem vítamínsprautu sem geti auðgað tjáningarmöguleika innfæddra, fer hann ekki í neinar grafgötur um það að sums staðar sé ensk- unni slett fullmikið; það sé þó ekki sök almennings heldur þeirra sem stjórna málþróuninni á viðkom- andi sviði. Hann nefnir tískuheim- inn og dægurlagabransann sem dæmi, en bætir við að það sé jafn- vænlegt til árangurs að reyna að reka enskuna burt af þessum svið- um þjóðlífsins og að gera latínu brottræka úr hinni kaþólsku kirkju. Aukin upplýsing og kreddulaus skoðun á tungumálinu og hlutverk þess er að mati Han- sens hollara en málhreinsanir og bannfæringar; einstaklingurinn geti síðan valið þau erlendu orð sem hann hefurþörf á og látið hin óþörfu ónotuð. Að skreyta sig með__________ gáfulegum orðum_____________ Útlendu orðin verða oft sem framandi krydd í munni Dana, með það hlutverk að fá orðaflaum þeirra til að renna ljúflegar inn um eyru viðmælenda sinna. Fyrir óhörðnuðum íslendingi hljóma þessar yfirkrydduðu romsur sem óskiljanleg latína — sem þær oft á tíðum eru — auk þess sem tungu- málaspjöll af þessu tagi teljast menningarfjandsamleg málvillu- mennska skv. íslenskri málvitund. Á meðal Dana — sérstaklega þó danskra menntamanna — er ofur- notkun erlendra orða víðtekin að- ferð til að gera mál sitt gáfulegra og óskiljanlegra; það telst t.d. mun meira intelligent að nota latn- eska tökuorðið konsumtion en hið perudanska og velskiljanlega forbrug þegar um er að ræða neyslu. Til að gera ringulreiðina algjöra leitast Danir við að halda í upp- runalegan framburð á þeim út- lendu orðum sem þeir taka upp í sig. Þetta gerir að sjálfsögðu hlust- endum oft á tiðum erfitt að hant- éra þessi útlendu orð og því holl- ast að vefja tungu um tönn og hugsa sig vel um áður en orðinu er hleypt út; mistök af þessu tagi, t.d. enskur framburður á orði úr frönsku, teljast á mörgum stöðum nær ófyrirgefanleg málvilla. Eins og mörgum er kunnugt eru Danir húmoristar mikjir og taka oft létt á málum sem íslendingar eru vanir að líta alvarlegum aug- um. Og tungumálið er engin und- antekning. Vísnasöngvarinn Pavl Dissing var því ekki að fremja nein helgispjöll þegar hann hóf upp hina rámu raust sína og með orð- um besta vinar síns, Benny Ander- sen, líkti móðurmáli sínu við þrautseiga portkonu: Hun er en gammel luder — men hun hold- er stadig ud.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.