Alþýðublaðið - 10.10.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.10.1990, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 10. okt. 1990 INNLENDAR FRÉTTIR 3 FRÉTTIR í HNOTSKURN SOVÉTMENN VILJA FJÖLBREYTTARI VIÐ- SKIPTI ! Sendinefnd sex íslenskra þingmanna er nýkomin heim úr 6 daga heimsókn til Sovétríkjanna. Átti nefndin viðræður við Lukjanov, forseta Æðsta ráðsins, Lapetev, forseta fulltrúadeildar ráðsins, og Kotljar sjávarútvegsráð- herra. íslensku þingmönnunum voru kynntar þær víð- tæku umbætur sem nú eru að verða á sovésku þjóðfélagi. Viðskipti Islands og Sovétríkjanna voru að sjálfsögðu rædd. Kom fram að áhugi er á því af hálfu Sovétmanna að auka innflutning sinn frá íslandi og gera hann fjölbreyttari en nú er, þ.e. fleira en prjónlesið okkar og saltsíldina. Þing- menn sem sóttu heim Sovétríkin voru þau Jón Helgason, Halldór Blöndal, Rannveig Guðmundsdóttir, Geir Gunnarsson, Málmfríður Sigurðardóttir og Guð- mundur Ágústsson. ÍSLENSK BÚÐ í LENÍNGRAD? Sendinefnd þing- manna okkar til Sovétríkjanna fór í heimsókn til Leníngrad og átti þar viðræður við Anatolí Sobtsjak forseta borgar- ráðs. Þar í borg er unnið af krafti að umbótastarfinu og stefnt að sem mestu sjálfstæði borgarinnar um málefni hennar. Þeir í Leníngrad sækiast mjög eftir erlendri fjár- festingu og bauð Sobtsjak íslendingum að koma og reka þar í borg eigin verslun með útflutningsvörur þær sem við viljum leggja áherslu á að selja Sovétmönnum. SÝNIR í ÁSMUNDAR- SAL: Hjördís Frímann opnar málverkasýningu í Ásmundarsal við Freyju- götu og Mímisveg á laugar- daginn kl. 14. Hún sýnir 13 akrílmálverk sem öll eru unnin á striga á síðasta ári. Hjördís stundaði nám í Reykjavík og í Boston, en hún er Akureyringur að uppruna. Þetta er þriðja einkasýning Hjördísar. NORRÆNIR KENNARAR FUNDA: í gær og í dag fundar Norræna kennararáðið á Hótel Holiday Inn. Nord Lár eru samtök kennarafélaga á Norðurlöndunum og eru innan samtakanna um 90 þúsund kennarar sem vinna í framhaldsskólum og við efstu bekki grunnskóla. Rætt verður um niðurstöðu könnunar um vinnutíma kennara, en einnig um nemenda- og kennaraskipti milli Norður- landa. Að sjálfsögðu munu fulltrúar Hins íslenska kennara- félags kynna stöðu félags síns í ljósi bráðabirgðalaganna. SVISSNESKUR RÁÐHERRA RÆÐIR EB-EFTA: Svissneski efnahags- og viðskiptaráðherrann, Jean-Pasc- al Delamuraz, en hann er formaður ráðherraráðs Frí- verslunarsamtaka Evrópu — EFTA — fram til áramóta, var hér á ferð á mánudag og þriðjudag. Tilgangur heimsókn- arinnar var að ræða við utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, um stöðuna í samningaviðræðum EFTA-ríkjanna og Evrópubandalagsins. Auk þess átti hann fundi með forseta íslands, forsætisráðherra, sjávarútvegs- ráðherra, viðskipta- og iðnaðarráðherra og fjármálaráð- herra. KONUR 0G VÖLD: Stjórnunarfélag Islands hefur fengið Ninu L. Col- will , doktor í sálarfræði og prófessor við viðskipta- deild Manitoba-háskóla í Winnipeg, til að halda fyrir- lestur sinn undir heitinu Konur og völd. Prófessor- inn kom hingað til lands fyrir 2 árum og vakti mikla athygli nemenda sinna, sem síðan hafa haldið hóp- inn og hist reglulega. Námskeið prófessorsins að þessu sinni verður haldið 16. og 17. nóvember frá 9—17 og fram- haldsnámskeið fyrir hópinn sem var hjá Ninu Colwill fyrir 2 árum verður 18. október á sama tíma. Námskeiðið hent- ar einkum konum í stjórnunarstörfum og þeim konum sem hug hafa á slíkum störfum. Innritun hjá Stjórnunarfélag- inu. Sinfóníuhljómsveitin hefur tónleikaför í Tammerfors. Á þridja hundraö íslendingar halda í austurveg Viðamikil islands- kynning i Finnlandi Viðamesta kynning á ís- landi og íslenskri menn- ingu sem hefur farið fram í Finnlandi verður haldin dagana 19.—24. október nk. Vigdís Finnbogadóttir forseti verður útnefnd heiðursdoktor við Tamm- erfors-háskóla, Sinfóníu- hljómsveitin og þjóðdans- arar koma fram, sungin verður hámessa og efnt verður tii mikilla bóka- og listkynninga. Það eru Islandsvinafélagið Islandia og nýja ráðstefnu- húsið í Tammerfors sem standa að hátíðahöldunum. Á vegum Norræna hússins í Reykjavík verður m.a. sýning á íslenskri grafík og Ijós- myndasýning um hernáms- árin. Ýmislegt efni hefur ver- ið þýtt sérstaklega á finnsku, t.d. ritgerðir Þórs Whiteheads um heimsstyrjöldina og mat- aruppskriftir. Fagurbók- menntir síðustu þriggja ára verða á boðstólum og þær þýðingar sem til eru úr ís- lensku á finnsku og á íslensku úr finnsku. Fimm íslenskir rit- höfundar munu kynna verk sín í Finnlandi og taka þátt í rithöfundadagskrá og ferðast milli skóla í Finnlandi. í sér- stöku kaffihúsi, „Kaffe Reykjavik,” verður íslenskur matur á boðstólum. Samtals munu á þriðja hundrað íslendingar halda í austurveg. Sinfóníuhljóm- sveit íslands hefur Norður- landaför með hljómleikum í Tammerfors, en borgin er bernskuslóðir Petris Sakari, aðalhljómsveitarstjóra. Lang- holtskirkjukórinn syngur við hámessu í dómkirkjunni í Tammerfors og 20 manns úr Þjóðdansafélagi Reykjavikur munu stíga dans úti sem inni. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, verður gerður að heiðursdoktor við Tammer- forsháskóla. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hittir koll- ega sinn að máli, en sérstök ráðstefna um viðskipti land- anna verður haldin. Svavar Gestsson menntamálaráð- herra verður og gestur á ís- landskynningunni, en á ann- að hundrað finnskir nemend- ur munu dvelja á íslandi á sama tíma og íslandskynn- ingin stendur yfir í Tammer- fors. Skoðanakönnun DV um fylgi flokkanna Alþýðuflokkur i sókn - ihaldið tapar stórlega DV hefur birt niðurstöð- ur nýrrar skoðanakönn- unar. Þessi skoðanakönn- un gefur sterka vísbend- ingu um að á einu ári hafi „óvinsælasta ríkisstjórn lýðveldissögunnar" stór- lega bætt stöðu sína. Mið- að við 155 þúsund atkvæði (90% kosningaþátttaka, 2,25% fjölgun atkvæða frá 1987) blasir við: Á einu ári hefur fylgis- mönnum ríkisstjórnarinnar fjölgað um 16.800 (45,8%), andstæðingum hennar hefur fækkað um 29.000 (31,2%) og óákveðnum hefur fjölgað um 12.300 (49%). Ef miðað er við þá sem taka afstöðu gefur þetta ákveðna vísbendingu um að uþb. 26.500 kjósendur hafi söðlað um og gerst fylgismenn stjórnarinnar. Það er ekki síst Alþýðu- flokkurinn sem hefur aukið fylgi sitt á síðasta árinu. Hann mældist með 5,9% fylgi með- al þeirra sem afstöðu tóku fyrir ári, sem samsvarar lið- lega 9.000 atkvæðum, en fylgið nú, 14,4%, samsvarar 22.300 atkvæðum. Fylgis- aukningin er nálægt 13 þús- und atkvæðum, eða 144%. Samkvæmt DV hefur þing- „Aðeins stórátak í bygg- ingu félagslegs húsnæðis, bæði hér í Hafnarfirði og annars staðar á höfuð- borgarsvæðinu getur komið í veg fyrir áfram- haldandi húsnæðiseklu,“ segir í ályktun frá stjórn Verkamannafélagsins Hlífar. Mikið hefur verið byggt af félagslegum íbúðum í Hafn- mannastyrkurinn um leið aukist úr 3 þingmönnum í 9. Á sama tíma hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins (afstaða) minnkað úr 59% í 48%, eða sem svarar úr 91.600 atkvæð- um í 74.200 atkvæði. Sam- drátturinn hjá Sjálfstæðis- arfirði á undanförnum árum. Það dugir þó hvergi nærri til og kemur fram í ályktun stjórnar Hlífar að um 300 óaf- greiddar umsóknir um félags- legar íbúðir liggi fyrir hjá hús- næðisnefnd Hafnarfjarðar. Nú er alls óvíst hvort hægt verður að hefja byggingu nýrra félagslegra íbúða á næsta ári eins og fram hefur komið í málflutningi Jó- flokki er því gífurlegur — 17.400 atkvæði, eða um 19%. í fyrsta skiptið frá því um vor- ið 1989 mælir DV Sjálfstæðis- flokkinn með minnihluta þingmanna. hönnu Sigurðardóttur félags- málaráðherra en samtals var veitt leyfi fyrir byggingu 800 félagslegra íbúða á þessu ári. í niðurlagi ályktunar stjórnar Hlífar er ítrekuð ábyrgð stjórnvalda. Þar segir: „Það er stjórnvalda að hafa frum- kvæði til lausnar þessum mikla vanda sem varðar allt launafólk." Hlíf ályktar um félagslegt húsnœði Stórátaks er þörf

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.