Alþýðublaðið - 10.10.1990, Blaðsíða 5
5
Miðvikudagur 10. okt. 1990
tónust
Söngglaðír Seltírningar
Tónleikar Selkórsins á Hvolsvelli sunnudaginn 30.09.90. Stjórnandi: Friðrik
Guðni Þorleifsson.
Ætli það sé ekki lýðum Ijést, að eina beina þótt-
taka almennings i islenzku tónlistarlifi er fólgin i
kórstarfseminni. Slikt er dæmigert fyrir þjóð, sem
enn stendur á þróunarstigi hvað varðar opinber
framlög til tónlistarstarfsemi áhugafólks. Kórstarf
hefur lágt startgjald. Allir sem hafa lag geta sungið
i kór án undangenginnar sérmenntunar, ef kórstjór-
inn veldur sinu. Sveitarfélagið þarf aðeins að leggja
til æfingahúsnæði (stundum ekki einu sinni það),
einhvers staðar fyrirfinnst jafnan Ijósritunarvél til
að hagræða nótnakostnaði, mannskapurinn mætir
einu sinni i viku á æfingu, og — voila! — eftir hálfan
til heilan vetur getur hver sem er farið að höndla
tónlistarperlurnar milliliðalaust. Að minnsta kosti
hinar smærri.
Annað mál er svo, að fyrir löngu
er kominn tími til, að stærstu þétt-
býliskjarnarnir fari að styðja við
bakið á spilamennsku áhuga-
manna, líkt og þegar mun rótgróið
með grannþjóðum okkar, og raun-
ar stórfurðulegt að ekkert skuli
hafa gerzt í þá veru síðan sinfónía
Garðars Cortez leið, miðað við ört
vaxandi fjölda hálf- og kvartskól-
aðra hljóðfæraleikara í kjölfar
óðafjölgunar tónlistarskóla upp úr
1970. Ekki sízt ef haft er í huga,
hversu ódýr slík aðstoð í raun og
veru er (salur tvisvar á viku,
kaup/lán/leiga á nótum, laun eins
leiðbeinanda fyrir kannski 30
þátttakendur að meðaltali, er
mundi svo allt jafnast niður með
hóflegu þátttökugjaldi.)
Það mundi æra óstöðugan að
ætla sér að fylgjast með starfsemi
allra áhugamannakóra landsins.
Eins og gefur að skilja er gæða-
ramminn þar á ofan mjög víður,
og þar sem um mennska flytjend-
ur er að ræða en ekki tölvuraða og
trommuheila, er ákaflega mikið
happdrætti í því að veðja fyrir
fram á útkomu einstakra tónleika,
eða a.m.k. þegar sex eða sjö kór-
arnir á toppnum eiga ekki hlut að
máli.
Samt sem áður er eitt af því sem
kryddar tilveruna að róa ekki allt-
af á vísan. Tónlistarskriffinnum
hættir til að gleyma ánægjuhlið-
inni fyrir faglegan metnað, sem
mundi í hinztu lög leiða til laun-
helga, meinlætis og andlegs
svartadauða. Gledin má ekki
gleymast — heldur ekki hjá at-
vinnu- og ríkisstarfsmönnum.
Seltjarnarnesbær er meðal bezt
stæðu sveitarfélaga landsins og
ætti án mikilla útsvarsfórna að
vera þess megnugur að byggja
upp myndarlega áhugastarfsemi í
tónlistarlífi sínu, eins og reyndar
virðist þegar vera kominn vísir að
með hinni nýtilkomnu kammer-
sveit, án þess að mér sé kunnugt
um stærðargráðu framlagsins til
þessa verðuga framtaks. Forsenda
fyrir því kvað hafa skapazt með til-
komu Neskirkju og framgöngu
hins dugmikla tónlistaruppalanda
Sigursveins K. Magnússonar. Ef að
sama skapi er stutt við bakið á Sel-
kórnum, er ekki að efa, að áður
óþekktir möguleikar blasi við í
menningarlífi Seltirninga, því að
af frammistöðu kórfélaga og hins
nýja stjórnanda þeirra á Hvolsvelli
á sunnudaginn var má ætla, að
leiðin ligggi beint upp á við, ef bú-
ið er vel að kórnum.
Aðstæður voru ekki sem beztar.
Satt bezt að segja var Selkórinn
umrætt sunnudagssíðdegi veru-
lega lemstraður vegna karla-
skorts, er aftur stafaði af veikinda-
forföllum og fleiri kringumstæð-
um, er leiddu til, að kórstjórinn
var í þeirri lítt öfundarverðu stöðu
að þurfa að tefla fram ellefu kven-
röddum á móti aðeins tveim ten-
órum og tveim bössum. Karla-
skortur er að vísu sígilt vandamál
í mörgum blönduðum kórum —
ekki sízt tenóraskortur — og þó að
hafi heyrzt furðumikið a.m.k. í
bössunum tveimur í fremur litlum
„Að öðrum flutningi ölöstuðum
kom á óvart, hvað Sonetta Jóns Ás-
geirssonar skilaði sér vel í þessum
fremur fámenna kór með of mikla
kvenraddayfirvigt," segir Ríkarður
Örn Pálsson m.a. í tónlistarumfjöll-
un sinni.
sal nýja skólahúsnæðis Tónlistar-
skóla Rangæinga á Hvolsvelli, þá
er ljóst, að stjórnandinn verður að
grípa til einhverra ráða sem duga,
ef viðunandi jafnvægi á að nást. Ef
ekki þarf að herða mætingaraga
um stundarsakir, þá dettur mér
helzt í hug, að Friðrik Guðni fari
ögn of hægt í sakirnar með að
auka erfiðleikagráðu viðfangsefn-
is, einkum og sérílagi ef hann er
svo „óheppinn" að vera með hrað-
læsari karlaraddir en kvenna.
Auðvitað getur svo fleira spilað
inn í, sem manni er með öllu
ókunnugt um, fyrir utan það að
undirritaður hefur enga beina
reynslu af kórstjórnun sjálfur til að
miða við, en til að skjóta á eitt-
hvað, gæti manni dottið í hug, að
reynsla stjórnandans í dreifbýli
Suðurlands svo og af tónmenntar-
kennslu barna þar og í höfuðborg-
inni snúist á vissan hátt í höndum
hans, þegar óþolinmótt fullorðið
fólk í skarkala þéttbýlisins á í hlut,
er e.t.v. vill færast meira í fang á
skemmri tíma, og vafalaust meira
en það ræður við.
Þetta skot úr myrkri byggi ég að
vísu nokkuð á eigin fordómum
gagnvart hluta efnisskrárinnar, er
bar keim af hefðbundnu efnisvali
roskinna dreifbýliskóra. Þar sem
undirritaður hefur ekki alizt upp
hér á landi, er honum örðugt um
vik að benda nákvæmlega á
hvaða lög eiga við, en lög í stíl við
Nú leikur allt í lyndi, Nú blandast
vornóttin, Syngdu medan sólin
skín og þar fram eftir götunum
ættu að gefa hugmynd um hvað
við er átt. Ekki svo að skilja, að
þau henti ekki kórnum á núver-
andi stigi getu og meðalaldurs, en
mér er ekki grunlaust um, að bæði
fleiri madrigalar, negrasálmar og
jafnvel enn „swingaðra" efni (þótt
val sé þar erfitt og háskalega stutt
yfir í fíladelfíska flatneskju) ætti að
laða yngra fólk að kórnum. Þó að
lög af þessu tagi séu ágæt fyrir
sinn hatt og hentug á byrjunar-
stigi, er dálítið farið að slá í þýzk-
skandinavísku ungmennafélags-
rómantík millistríðsáranna.
Burtséð frá þessu var lagaval
fjölbreytt og raunar skylt að geta
þess, að tvö íslenzk verk voru þar
sama og frumflutt, Sonnetta Jóns
Ásgeirssonar (við texta FGÞ) er
auk þess útsetti gamla enska radd-
söngsiagið Tapster, drinker, svo og
Siglir dýra súdin mín eftir dr. Hall-
grím Helgason, er annars mun
aðeins hafa heyrzt erlendis. Klass-
ískir endurreisnargimsteinar eins
og Now is the month Morleys,
Comeagain Dowlands, „leiguliða-
lokka" Lassos, Matona mia cara,
Tanzen und springen Ha/3lers,
Innsbruck lsaacs voru á sínum
stað, auk rómantískra perla eins
og Vaaren eftir Grieg.
Að öðrum flutningi ólöstuðum
kom á óvart, hvað Sonnetta Jóns
Ásgeirssonar skilaði sér vel í þess-
um fremur fámenna kór með of
mikla kvenraddayfirvigt, sem
bendir til þess að Friðrik Guðni
eigi hiklaust erindi við nýja ís-
lenzka tónlist, þegar hann verður
búinn að koma jafnvægismálum í
lag.
Það þarf ekki að fara í neinar
grafgötur með það, að Friðrik
Guðni veit hvað hann er að gera
fyrir framan kór. Tempóval er í alla
staði sannfærandi, þó að það sé
ekki alls staðar hefðbundið, bend-
ingar og innkomumerki skýr og
ákveðin og styrkleikabreytingar
músíkalskar. Miðað við marg-
nefnda hlutfallaskekkju söng kór-
inn víða fallega, og auðheyrt var,
að ekki sízt kvenfólkið státaði af
mörgum ómþýðum barka. Inn-
raddir mættu þó oft heyrast betur;
enda þótt lítt hafi verið ráðið við
tenórinn, hefðu sex dömur í allt
mátt koma ögn betur fram. Full-
hár meðalaldur gæti svo hugsan-
lega farið að segja til sín á næstu
misserum, þótt ekki virðist hann
til vanza enn með óhóflegu
víbratói.
Selkórinn fer vel og rólega af
stað, og ætlar sér greinilega ekki
um of. Spurningin er hins vegar,
hvort stjórnandanum fari ekki
senn að verða óhætt að stíga fast-
ar á benzíngjöfina.
Ríkarður Örn Pálsson
skritar
BÍLASTÆÐASJÓÐUR REYKJAVÍKUR
Bílastæðasjóður Reykjavíkur vill að
gefnu tilefni vekja athygli á 109 gr.
umferðalaganna nr. 50 frá 1987, en
þar stendur m.a. „Gjald sem lagt hef-
ur verið á skv. 1. mgr. 108 gr., hvílir á
þeim, sem ábyrgð bar á stöðvun
ökutækis eða lagningu. Eigandi öku-
tækis eða umráðamaður ber einnig
ábyrgð á greiðslu gjaldsins, ef það
greiðist ekki innan tilskilins frests,
nema sannað verði að ökumaður hafi
notað ökutækið í algjöru heimildar-
leysi. Gjaldið nýtur lögtaksréttar og
lögveðs í viðkomandi ökutæki."
Samkvæmt framansögðu þá er
skráður eigandi ábyrgur fyrir þeim
stöðubrotagjöldum sem á bifreiðina
kunna að falla. Mjög algengt er að
seljendur ökutækja vanræki að til-
kynna sölu bifreiða sbr. 20. gr. rgj. um
skráningu ökutækja nr. 523 frá 1988
þar sem segir m.a.: „Nú verða eig-
endaskipti að ökutæki og skal þá
bæði hinn fyrri og hinn nýi eigandi
innan 7 daga senda Bifreiðaskoðun
skriflega tilkynningu um eigenda-
skiptin, en hinn fyrri eigandi skal
standa skil á tilkynningunni. Sama
á við um breytingu á skráningar-
skyldum umráðum ökutækis."
Eigendaskipti skal tilkynna á eyðu-
blaði sem gert er samkvæmt fyrir-
mælum dómsmálaráðuneytisins og
Bifreiðaskoðun lætur í té. Forðist
óþægindi og greiðslu gjalda sem aðr-
ir eiga sök á, með því að sinna lög-
boðnum tilkynningum um eigenda-
skipti strax og sala bifreiða fer fram.
GATNAMÁLASTJÓRINN í REYKJAVÍK