Alþýðublaðið - 12.10.1990, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.10.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 12. október 1990 3 BNNLENDAR FRÉTTIR ÖNNUR ÚRVALSBÓKIN ER KOMIN ÚT, I HELGREIPUM HATURS, EFTIR MAURICE GAGNON. Fyrsta bókin, Flugan á veggnum, er að seljast upp! Tryggðu þér eintak á næsta bóka- og blaðsölustað. Bókin kostar aðeins 691 krónu. ÚRVALSBÆKUR MÁNAÐARLEGA frá sér eftirfarandi orðsendingu: „íslensk stjórnvöld fordæma manndráp ísraelskra öryggissveita í Jerúsalem sL mánudag og skora á stjórnvöld í ísrael að sjá til þess að slíkir atburðir endurtaki sig ekki. Framangreindir atburðir eru ljóst dæmi um hve brýna nauðsyn ber til að ná fram heildarlausn á málefnum Palestínumanna", segir í fréttatil- kynningu ráðuneytisins. Yfir stjórnvöld í ísrael hefur síð- ustu dagana rignt ámóta mótmæl- um flestra menningarþjóða neims. tilefni af 50 ára afmæli Nessókn- ar í þessum mánuði. Meðal við- staddra verður Vigdís Finnboga- dóttir, forseti íslands. Biskup- inn, herra Ólafur Skúlason préd- ikar og sóknarprestar Neskirkju þjóna fyrir altari. Til sýnis verður listskreyting úr steindu gleri sem komið hefur verið fyrir í suðurglugga kirkjunnar og var listaverkið hannað af Gerði heit- inni Helgadóttur. Síðan tekur við samfeild dagskrá í tali og tónum til kl. 18 í safnaðarheimili og kirkju. Reykjavíkur innan skamms sem þýddi að almennt fargjald hækk- aði úr 55 í 60 krónur. Stjórn SVR hefur samþykkt að leggja til við borgarstjórn að þessari hækkun verði komið á vegna hækkunar á gasolíu. Lagt er til að stór farmiðaspjöld kosti áfram eitt þúsund krónur en yrðu með 24 miðum í stað 26. Lítil spjöld yrðu áfram á óbreyttu verði, eða 300 krónur fyrir sex miða. Aldr- aðir fengju stór spjöld með 24 mið- um á hálfvirði, eða 500 krónur. Fullorðnir gestir Lögregludagsins fá afhent eintak af blaði Landssam- bands lögreglumanna sem hefur að geyma fróðlegar greinar og upplýs- ingar. Löggan með opið hús Það má búast við fjölmenni á lögreglustöðvum landsins á sunnudaginn. Ástæðan er þó ekki sú að fjöldahandtökur séu í aðsigi heldur verður þá haldinn sérstakur lögregludagur í fyrsta sinn hérlendis. Tilgangurinn er að vekja athygli almennings á löggæslutengdum málefnum. Yfirskrift dagsins að þessu sinni „Lögreglan og almenningur". Al- menningi verður boðið að heim- sækja lögreglustöðvar um allt land milli kl. 14 og 18 og skoða aðstöð- una á hverjum stað. Þar verður fólki kynnt hlutverk og starf lögreglunn- ar, sýndur búnaður og tæki og tæki- færi gefst til að ræða við lögreglu- menn. í Reykjavík verður aðallögreglu- stöðin opin á fyrrgreindum tíma og er farið inn um eystri inngang Hverfisgötumegin. Hverfastöðvarn- ar verða einnig opnar. Lögreglukór- inn ætlar að taka lagið í anddyri lög- reglustöðvarinnar við Hverfisgötu klukkan 15 og ættu áhugamenn um söng ekki að láta þetta tækifæri fram hjá sér fara. Hægt er að skoða fangageymslur og kynna sér búnað lögreglubíla og mótorhjóla. Einnig má berja augum hluta af þeim vopn- um sem lagt hefur verið hald á. Full- orðnir fá eintak af Lögreglumannin- um, blaði Landssambands lögreglu- manna, en börnin fá lögreglu- stjörnu í barminn og jafnvel eitt- hvert góðgæti. Vöruskipta- jöfnudurinn: Óhagstæður um 600 milliónir i úgúst í ágústmánuði voru fiuttar út vörur fyrir tæpa 7,4 milljarða króna en inn fyrir liðlega 7,9 milijarða. Vöruskiptajöfnuður- inn í ágúst var því óhagstæður um nær.,600 milljónir, en var hagstæður um 1.800 milljónir króna í ágúst í fyrra á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn fyrstu átta mánuði þessa árs var hins vegar hagstæður um 3,6 milljarða króna. Þá voru fluttar út vörur fyrir 62,1 milljarð króna en inn fyrir 58,5 milljarða. Á sama tíma í fyrra var vöruskiptajöfnuðurinn hagstæður um sjö milljarða á sama gengi. Sjáv- arafurðir voru um 78% alls útflutn- ings og voru um 10% meiri én á sama tíma í fyrra. Útflutningur á áli var 12% minni og útflutningur kísil- járns var 34% minni. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu átta mánuði ársins var 10% meiri en á sama tíma í fyrra. Þetta stafar meðal annars af miklum flugvéla- kaupum á árinu. Verðmæti innflutn- ings til stóriðju var 26% meiri og verðmæti olíuinnflutnings var 15% meiri en á sama tíma í fyrra. ísland fordæmir manndráp íslensk stjórnvöld hafa látið í ljós vanþóknun sína vegna at- hæfis ísraeiskra byssumanna í Jerúsalem í byrjun þessarar viku, sem óhug hefur vakið um veröld víða. Utanríkisráðuneytið hefur sent Nessókn 50 ára Hátíðarguðsþjónusta verður í Neskirkju á sunnudaginn kl. 14 í Hækkar i strætó? Búast má við 8,2% hækkun á fargjöldum Strætisvagna

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.