Alþýðublaðið - 12.10.1990, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 12.10.1990, Blaðsíða 10
10 FORYSTA TIL FRAMTÍÐAR Föstudagur 14. sept. 1990 f y Samstarf okkar forystumanna Alþýduflokksins byggist á gagnkvœmu trausti og vináttu, sem eru hert í mörgum raunum og styrkt af langri vaktavinnu. i i — Nú em sex ár liðin frá því þú tókst við forystu Alþýðuflokks- ins á flokksþingi haustið 1984. í aðdraganda formannskosning- anna greip Vestfirðingurinn í þér oft til líkinga úr sjómanna- máli: Þú talaðir um kallinn í brúnni og sagðir þá fiska sem róa. Nú mætir þú senn til þíns fjórða flokksþings sem formað- ur og spurt er: Hafa gæftir tregð- ast að undanfömu? „Aflasæld í pólitískri útgerð mæl- ist í raunverulegu fylgi flokka í kosn- ingum, en t.d. ekki í skoðanakönn- unum milli kosninga. Spurningu þinni verður því ekki svarað fyrr en i næstu kosningum, hvenær sem þær verða. Ég hef notið þess heið- urs að leiða Alþýðuflokkinn í þrenn- um kosningum á s.l. sex árum. Ég get ekki kvartað undan árangrin- um. Arið 1986 vann Alþýðuflokkur- inn sinn stærsta sigur í sveitarstjórn- arkosningum á lýðveldistímanum. í sveitarstjórnarkosningunum s.l. vor héldum við og samstarfsaðilar okk- ar okkar hlut mun betur en spáð var og reyndumst þá vera næststærsti flokkur þjóðarinnar. I Alþingiskosn- ingunum 1987 jókst fylgi flokksins um 50%, þótt klofningur Sjálfstæð- isflokksins og stofnun Borgara- flokksins kæmi á seinustu stundu í veg fyrir þann stórsigur, sem þá stefndi í. Aðaiatriðið er þó það að við höfum allan þennan tíma haldið vel á okkar spilum, unnið vel úr kosningaúrslitum og reynst trausts- ins verðir bæði í sveitarstjórnum og í ríkisstjórn. Við höfum þess vegna með starfi okkar lagt traustan grundvöll að framtíðarvelgengni Alþýðuflokksins og jafnaðarmanna. Nú þegar aftur er að birta til í þjóðlíf- inu eftir langvarandi og sársauka- fullt samdráttarskeið, eru sóknar- færi jafnaðarmanna af mörgum ástæðum meiri en oftast áður. Spurningin er fyrst og fremst til okk- ar sjálfra, á flokksþinginu og í kosn- ingabaráttunni, sem framundan er, hvernig okkur tekst til að nýta þau tækifæri sem nú bjóðast." Hin stóru málin_________________ „Flokksþingið framundan mun einkennast af því að við jafnaðar- menn erum að undirbúa kosninga- baráttu, um leið og við leggjum mat á störf okkar í ríkisstjórn s.l. 3 ár. Flokksþingið mun staðfesta að vel hefur verið unnið í ríkisstjórn á þessu tímabili. Málefnaleg staða Al- þýðuflokksins er sterk um þessar mundir og mun styrkjast fram að kosningum. Við munum láta verkin tala og væntum þess að verða dæmdir af verkum okkar. Á næsta kjörtímabili verður óvenju stórum málum, sem móta framtiðarþróun okkar þjóðfélags fram á næstu öld, ráðið til lykta. Þar ber hæst samninga við Evrópu- bandalagið, aðlögun okkar atvinnu- og efnahagslífs að innri markaði Evrópu, sem við þurfum að fram- kvæma sjálfra okkar vegna. Stór- framkvæmdir við nýtingu orkulind- anna. Endurskipulagning sjávarút- vegs- og landbúnaðarstefnu. Þétting byggðar í kjölfar breyttra atvinnu- hátta og kröfunnar um aukna sam- keppnishæfni atvinnulífisins. End- urskipulagning á ríkisrekstri og auk- in hagræðing innan velferðarkerfis- ins til þess að draga úr áhrifum for- stjóra- og sérfræðingaveldis, en efla það félagslega öryggi, sem velferð- arkerfinu er ætlað að tryggja. Þetta eru ýmist mál sem Alþýðu- flokkurinn hefur haft forystu um á þessu kjörtímabili (Evrópumálin, stóriðjumálin, félagsmálin) eða þar sem sérstaða hans er afdráttarlaus; þar sem hann gætir hagsmuna al- mennings og neytenda gegn sér- hagsmunum hinna fáu. Undir sléttu yfirborði eru þungir undirstraumar, sem munu knýja á um breytingar á styrkleika flokka á næstu árum.“ Staða Hokkanna________________ „Svipumst um: Fylgi Sjálfstæðis- flokksins mælist mikið í skoðana- könnunum og hann vann stórsigur í síðustu sveitarstjórnarkosningum, einkum á suðvestur hluta landsins. Ég hef ekki trú á því að Sjálfstæðis- flokkurinn fái neitt viðlíka fylgi í næstu þingkosningum. Veikleikar flokksins eru verulegir. Elsti þing- flokkur Evrópu, sem hefur náð litl- um árangri í stjórnarstörfum allt frá því að viðreisnarstjórninni lauk. Fylgi hans mun ráðast mjög af því hvernig til tekst um endurnýjun á frambjóðendasveit flokksins. Framsóknarflokkurinn er þekkt stærð. Hann hefur nú verið í ríkis- stjórn í tvo áratugi. Við vitum því hvers hann er megnugur, og hvers ekki. Með allri virðingu fyrir þeim Framsóknarmönnum eru þeir ekki manna líklegastir til að hafa frum- kvæði að knýjandi þjóðfélagsum- bótum í augsýn nýrrar aldar. Framtíð Alþýðubandalagsins er viðvarandi stórt spurningamerki. Klofnar flokkurinn formlega fyrir eða eftir kosningar? Því að þetta eru tveir flokkar, sem eiga ekki samleið. Afturgöngur fortíðarinnar ríða þar húsum. Einangrunarhyggja, ótti eða sjúkleg hræðsla gagnvart samstarfi við erlenda aðila á jafnréttisgrund- velli, tregða við opnun þjóðfélags- ins, úrelt landbúnaðarpólitík, veru- leikafirring sem nú ásækir suma for- ystumenn AB og veldur þeim and- köfum t.d. í álmálinu — allt mun þetta ýta á raunverulega jafnaðar- menn, sem af sögulegum ástæðum eru þarna enn til húsa, um að segja skilið við þá og leggja okkur jafnað- armönnum lið. Kvennalistinn virðist af ýmsum ástæðum ekki hafa staðið undir peim vonum, sein ýmsir vildu við hann tengja og fylgi hans fer hjaðn- andi í samræmi við það. Borgara- flokkurinn naut í upphafi mikils fylgis í því tilfinningaumróti, sem brottvísun Alberts Guðmundssonar úr Sjálfstæðisflokknum vakti upp. Stofnun Borgaraflokksins fyrir kosningar 1987 tók þá talsverðan vind úr seglum Alþýðuflokksins. Nú eru menn reynslunni ríkari. Pólitísk skyndikynni fólks með gerólíkar skoðanir og lífsviðhorf eru ekki vænleg til árangurs í stjórnmálum. Ég hef því ekki trú á því að sú saga endurtaki sig. Að öllu samanlögðu eru sóknar- færi Alþýðuflokksins veruleg í næstu kosningum. Flokksþingið mun staðfesta þetta. Málefnastaðan er sterk. Sérstaða Alþýðuflokksins í hinum stærstu málum er skýr. Flokkurinn hefur staðið vel að verki í ríkisstjórn á kjörtímabilinu. Við munum láta verkin tala í kosninga- baráttunni. Þegar litið er yfir flóru íslenskra stjórnmála sýnist mér Ai- þýðuflokkurinn eiga að vera væn- legur kostur fyrir fjölda fólks, sem ekki hefur fylgt flokknum að málum áður, bæði frá hægri og vinstri. Ég minni á að vígstaða flokksins var talin veik í seinustu sveitarstjórnar- kosningum. Þegar talið var upp úr kjörkössunum kom hins vegar á daginn að Alþýðuflokkurinn reynd- ist vera næststærsti flokkurinn í þeim kosningum. Það er góður grunnur að byggja á.“ — Víkjum nú að gagnrýni Sjálfstæðismanna á störf Al- þýðuflokksins í ríkisstjórn. Eftir að upp úr slitnaði í stjórnarsam- starfi undir forustu Sjálfstæðis- manna hefur gætt beiskju af hálfu sumra þeirra í garð Al- þýðuflokksins, svo sem lesa má í greinaskrifum þeirra frambjóð- enda, sem nú eru að búa sig und- ir prófkjörsslag í Sjálfstæðis- flokknum. Þungamiðjan í þeirri gagnrýni er sú, að í stað þess að moka Framsóknarflórinn, eins og Alþýðuflokkurinn boðaði fyr- ir kosningar 1987, sért þú nú orðinn yfir-fjósamaður á því heimili. Hvernig svararðu þess- ari gagnrýni? „Þetta er nú fyrst og fremst hefð- bundinn pólitískur skætingur, sem stenst ekki þegar málin eru sett í sitt rétta samhengi. En það er sjálfsagt að svara þessu. Skipbrot ríkisstjórn- ar Þorsteins Pálssonar haustið ’88 olli óvæntum umskiptum í íslenskri pólitík. Það er að vísu merkilegt, að eftir að viðreisnarsamstarfi Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks lauk um 1970 hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki starfað í ríkisstjórn nema með Framsóknarflokknum. Ég minnist þess ekki að þeir hafi kvartað undan fjósalyktinni þá. Helmingaskipta- stjórnir Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks hafa yfirleitt þótt held- ur ólánlegar. Sérstaklega er áber- andi að yfirlýst stefna Sjálfstæðis- flokksins hefur yfirieitt átt erfitt uppdráttar í slíkum ríkisstjórnum. í ljósi þess er það merkileg tvíhyggja, að Sjálfstæðismenn tala um stefnu- brigð, ef Alþýðuflokkurinn starfar með Framsókn, en kallar það í besta falli neyðarbrauð, ef þeirra eigin flokkur gerir það. Þetta bendir til þess að Sjálfstæðismenn, eins og reyndar fleiri, geri meiri kröfur til Alþýðuflokksins en síns eigin flokks. Látum það vera. En ásakanir af þessu tagi eru þess eðlis að það er æskilegt að ræða þær rækilega og setja málin í sitt rétta samhengi." Stjórnariwyndunin '87 „A árunum 1984—87 náði Al- þýðuflokkurinn sterku málefnalegu frumkvæði í stjórnarandstöðu við ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálf- stæðisfiokks. Fylgisvonir flokksins styrktust mjög. Við lýstum því óhik- að yfir, að við værum reiðubúnir til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í nýrri viðreisnarstjórn ef kosninga- úrslitin gerðu það kleift, eins og allt benti til. Þessir tveir flokkar virtust hafa verulega málefnalega sam- stöðu. Framsóknarflokkurinn hafði verið samfellt 17 ár í ríkisstjórn og milli okkar og þeirra voru uppi stór ágreiningsmál. Alþýðubandalagið var úr leik vegna hugmyndafræði- legrar uppdráttarsýki enda logaði þar allt í illdeilum. Kvennalistinn reyndist ekki vera undir það búinn að axla ábyrgð af ríkisstjórnarþátt- töku. Kosningaúrslitin 1987 útilokuðu hins vegar möguleika á tveggja- flokka stjórn Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks. Ástæðan var einfald- lega klúðrið í kringum brottvísun Alberts Guðmundssonar úr Sjálf- stæðisflokknum. Sjálfstæðisflokkur- inn fékk þá lélegustu kosningu, sem hann hefur fengið í sögu sinni og stofnun Borgaraflokksins tók mjög vind úr seglum Alþýðuflokksins. Til- raunir til að fá Kvennalistann til stjórnarþátttöku báru engan árang- ur. Alþýðuflokkurinn fékk rúmlega 15% atkvæða í þessum kosningum. Það var að vísu veruleg fylgisaukn- ing frá 1983, en ekki nægileg til þess að knýja fram róttæk pólitísk um- skipti. Sjálfstæðisflokkurinn hefur trúlega verið meira í sárum og veik- ari innbyrðis eftir útreiðina, en við áttuðum okkur á. Þrátt fyrir tiltölulega veika stöðu tókum við Alþýðuflokksmenn frum- kvæði í þessum stjórnarmyndunar- viðræðum. Það er ekkert launung- armál að stefnuyfirlýsing ríkis- stjórnar Þorsteins Páissonar var mestan part skrifuð af okkur. Enda góður texti. Og eitt vil ég hafa á hreinu. Við ráðherrar Alþýðufiokks- ins unnum af fullum heilindum í því stjórnarsamstarfi, enda heyrði ég aldrei neitt annað frá samstarfs- mönnum okkar — fyrr en eftir á.“ Stjórnarslit '88__________________ „Það er ekki nema satt og rétt að þetta stjórnarsamstarf reyndist vera erfitt. Stjórnarslitin ollu vonbrigð- um og skildu eftir sig sárindi af beggja hálfu. Staðreyndin er sú að stjórnarsamstarfið þoldi ekki það álag, sem snöggt samdráttarskeið í efnahags- og atvinnumálum olli. Það kom upp alvarlegur ágreining- ur um, hvernig skyldi bregðast við, — ágreiningur sem ekki tókst að leysa. Inn í þetta spilaði sterklega að viðskilnaður fyrri ríkisstjórnar Sjálf- stæðis- og Framsóknarmanna var miklum mun verri en vitað var fyrir- fram. Eftir mesta góðæri íslandssög- unnar, tímabil mikillar þenslu og fjárfestingargleði, voru fyrirtækin svo skuldsett, að þau þoldu ekki hin snöggu umskipti til hins verra. Menn stóðu frammi fyrir víðtækri stöðvun í sjávarútvegi og hættu á stórfelldu atvinnuleysi. Skuldabyrði fyrirtækjanna útilokaði hefð- bundna gengiskollsteypu sem skammtíma bjargráð. Um þetta var ágreiningurinn. Þáverandi forsætisráðherra hafði leitað til forystumanna í atvinnulíf- inu (forstjóranefndin undir forystu Einars Odds sem síðan hefur gengið undir viðurnefninu bjargvætturinn) til að freista þess að ná samkomu- lagi um leiðir. Forstjóranefndin hafnaði meiriháttar gengisfellingu og mælti með niðurfærsluleið. For- kólfar atvinnulífsins þ.á m. innan Sjálfstæðisflokksins mæltu með þeirri leið. Við vorum reiðubúnir að freista þess og Framsóknarmenn sömuleiðis. Sjálfstæðisflokkurinn var í reynd klofinn í afstöðu sinni. Sumir heimtuðu gengisfellingu, aðr- ir niðurfærslu. f þessari stöðu voru tillögur Sjálfstæðisflokksins sýndar- tillögur sem einfaldlega voru óá- sættanlegar og urðu ekki á þeim tíma túlkaðar á annan veg en þann að þeir vildu finna sér útgönguleið. Við Alþýðuflokksmenn vorum í sérstaklega erfiðri aðstöðu á þess- um tímapunkti. Égbar ábyrgð á rík- isfjármálum, sem formaður Alþýðu- flokksins. Hið snögga tekjufall sam- dráttarskeiðsins var við það að færa ríkisfjármálin úr böndunum. Þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins hafði hafnað aukinni skattheimtu og drap á dreif tillögum mínum um veruleg- an niðurskurð í ríkisfjármálum. Við þessar kringumstæður var þess eng- inn kostur að við Alþýðuflokks- menn gætum fallist á tillögur Sjálf- „Þaö er merkilegt, að eftir að viðreisnarsamstarfi Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks lauk um 1970 hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki starfað i ríkisstjórn nema með Framsóknarflokknum. Ég minnist ekki að þeir hafi kvartað undan fjósa- lyktinni þá."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.