Alþýðublaðið - 02.03.1984, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.03.1984, Blaðsíða 3
Föstudagur 2. mars 1984 3 Formaður FBM: Við náum engu með góðu Félag bókagerðarmanna stend- ur nú í kjarasamningum við við- semjendur sína einsog fjölmargir aðrir Iaunþegahópar, sem heild- arsamningar ASÍ og VSÍ ná ekki til. í Sæmundi, blaði SÍNE (Sam- bands íslenskra námsmanna er- lendis), er heilsíðuviðtal við for- mann FBM, Magnús Einar Sig- urðsson. Þar er hann m.a. spurður um stöðu mála um þessar mundir og sennilegt framhald. Formaður bókagerðarmanna er þar ómyrk- ur í máli. í viðtalinu segir Magnús E. Sig- urðsson m.a.: „Ef verkalýðshreyf- ingin eða einstök félög innan ASÍ og utan grípa ekki til þeirra ráða sem ein duga töpum við slagnum og kjaraskerðingin heldur áfram. Ég held að við náum engu fram með góðu. Annaðhvort verða á- tök á vinnumarkaði og við náum einhverju fram eða það verða gerðir huldusamningar sem koma engum að notum“ Flvort þetta veit á harða af- stöðu og hugsanleg verkfallsátök hjá prenturum í yfirstandandi samningum skal ósagt látið, en víst er reitt hátt til höggs hjá for- manni FBM. Guðmundur Einarsson spyr heilbrigðisráðherra: Hvernig eru einkamál sjúklinga varðveitt Guðmundur Einarsson þing- maður Bandalags jafnaðar- manna hefur lagt fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um sjúklingaskrár, þar sem hann varpar fram nokkrum spurning- um um það, hvernig einkamá! sjúklinga eru varðveitt innan heil- brigðisstofnana. Guðmundur spyr um eftirfar- andi: 1. Flvaða reglur gilda um varð- veislu upplýsinga um sjúkling á opinberum heilbrigðisstofnun- um? 2. Hverjir hafa aðgang að þeim upplýsingum í daglegu starfi stofnana? 3. Hvernig er háttað eftírliti með því að reglur séu haldnar? 4. Eru uppi áform um tölvu- skráningu á upplýsingum um sjúklinga? 5. Ef svo er, hvaða reglur munu gilda um meðferð upplýsinga? Kristján t bandalagsins. Heildarsamtökin gera samning við ríkið og við teljum það þýðingarmikið að þessu sé ekki blandað saman, að í raun sé numið úr gildi lagaákvæði um þettaý — Nú hafa kennarar viðrað and- stöðu sína við samninginn. Hverju spáir þú um viðtökur einstakra fé- laga? „Samningurinn er auðvitað undir- ritaður með fyrirvara um samþykki í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal ríkisstarfsmanna. I okkar samtök- um eru um 10 þúsund ríkisstarfs- menn og atkvæðagreiðslan mun fara fram í einu lagi. Það er meiri- hlutinn sem ræður. Ég vona að þetta verði samþykkt, það er auð- vitað reynslan við alla samninga sem gerðir eru að það eru skiptar skoðanir. Ég þori engu að spá, en ég vona vegna hagsmuna okkar félags- manna að samningurinn verði sam- þykkturþ sagði Kristján. Karl___________________£ sókn komið hvað verst út úr saman- burði í þessum efnum. VSI hefði gætt þess vel að ríki og bær semdu ekki við þessi félög um samræm- ingu. Öðru vísi væri að staðið víða úti á landi. Hann minnti á að nú hefði Al- þýðusambandið skrifað fjármála- ráðherra bréf þar sem farið væri fram á yfirlýsingu gagnvart aðildar- Foreldrafélag barna sem læra norsku í stað dönsku, og Námsflokkar Reykjavíkur, efnatil námskeiðs í norsku fyrir börn 7—10 ára. Námskeiðið verður haldið í Miðbæjarskólanum á föstudag frá kl. 17.30—19.00 í stofu N. Þátttaka tilkynnist í síma 14469 (Anne Berit). Tilkynning um aðstöðugjald í Reykjavík Ákveðið erað innheimta í Reykjavi'k aðstöðugjald á árinu 1984 samkvæmt heimild í V. kafla laga nr. 73/1980 um tekjustofna sveitarfélaga og reglu- gerð nr. 81/1962 um aðstöðugjald. Samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar verður gjald- stigi eins og hér segir: A) 0,33% af rekstri fiskiskipa og flugvéla B) 0.65% af rekstri verslunarskipa og fiskiðnaði C) 1,00% af hvers konar iðnaði öðrum D) 1,30% af öðrum atvinnurekstri Prentun og útgáfa dagblaða skal þó vera undan- þegin aðstöðugjaldi. Aðstöðugjaldsskyldir aðilar skulu skila skatt- stjóra sérstakri greinargerð um aðstöðugjalds- skyldan rekstrarkostnað í því formi sem ríkis- skattstjóri ákveður. Greinargerð þessari skal skila með skattframtali framtalsskyldra aðila samkvæmt lögum um tekjuskatt og eignarskatt, en þeir, sem undanþegnir eru þeirri framtals- skyldu, skulu fyrir 31. maí n. k. skila greinargerð þessari ásamt ársreikningi til skattstjóra í því um- dæmi þar sem þeir eiga lögheimili. Reykjavík, 1-mars 1984, Skattstjórinn í Reykjavik félögunum þannig að þau geti hvert um sig gert ráðstafanir til ieiðrétt- ingar. Einkunr væru það Framsókn og Sókn sem þyrftu þess með að mati Karls. „Ég spyr fjármálaráðherra. Er hann reiðubúinn til að verða við til- mælum ASÍ? Er ekki sjálfsagt að uppræta hvarvetna það ntisræmi sem á sér stað í þessum efnum? Ég treysti því að hin ríka réttlætis- kennd ráðherrans njóti sín í þessum efnum. Þá er ástæða til að for- dæma þau viðbrögð sem átt hafa sér stað í stjórnarherbúðunum gagnvart þessu samkomulagi. Al- menningur í landinu undrast þessi viðbrögð og spyr: Ætlar Sjálfstæð- isflokkurinn að taka fram fyrir hendurnar á ráðherra?" spurði Karl Steinar. Þjóðin 1 væru margir. ítrekaði hann að þjóðin ætti kröfu á skýrum svörum við nokkrum grundvallar spurning- um í þessu máli: Hvað ætiar ríkis- stjórnin og stjórnarflokkarnir al- mennt að gera við fjármálaráð- herra? „Fær hann alvarlega áminningu með alvarlegum augum? Gult spjald eins og í.fótboltanum. Síðast en ekki síst er ástæða til að spyrja hver stefna ríkisstjórnarinnar sé í þessum efnumý sagði Kjartan. Tilboö óskast í eftirtaldar bifreiöir I tjónsástandi: 1. Toyota Corolla diesel, árg. 1983. 2. Mazda 323 1500 SAL, árg. 1983. 3. SAAB 900 GL, árg. 1981. 4. BMW 518, árg. 1982. 5. Mazda 323, árg. 1980. 6. Mazda 929 L, árg. 1979. 7. Daihatsu Charade Runabout, árg. 1980. 8. Mitsubishi L-1300, árg 1982. 9. A.M.C. Hornet, árg. 1977. Bifreiðirnar veröa til sýnis að Melabraut 26, Hf., laugardaginn 3. mars frá kl. 1-5. Tilboðum sé skilað til aðalskrifstofu, Laugavegi 103, fyrir kl. 5 mánudaginn 5. mars. Brunabótafélag íslands. Samband ungra jafnaðarmanna Fræðsluráð Alþýðuflokksins Starfsemi ungra jafnaðarmanna á íslandi Fundarstaður: Alþýðuhúsið í Hafnarfirði. Ráöstefna 3. mars 1984 Ráðstefnustjóri: Bjarni P. Magnússon Dagskrá: Kl. 10.00 Setning Kynning á starfsemi Sambands ungra jafnað- armanna: Snorri Guömundsson, formaður SUJ. Starfsemi FUJ-félaganna: Svana Steinsdóttir, Reykjavík. Hauður Helga Stefánsdóttir, Kópavogi. Elín Harðardóttir, Hafnarfirði. Þáttur Alþýðuflokksfélaganna i starfi ungra jafnaðarmanna: Jón Gröndal, Grindavlk. Haukur Helgason, Garðabæ. Hreinn Erlendsson, Selfossi. Karl Steinar Guðnason, Keflavík. Alþjóðasamstarf ungra jafnaðarmanna: Guðmundur Árni Stefánsson, Hafnarfirði. Viðar Scheving, Reykjavík. Vigfús Ingvason, Reykjavtk. Hugmynd um fræðslustarf ungra jafnaðarmanna: Helga Kristinsdóttir, Húsavík. Jóna Ósk Guðjónsdóttir, Hafnarfirði. Hvernig er unnt að koma til móts við unga óflokksbundna jafnaðarmenn: Pálmi Pálmason, Akranesi. Tryggvi Gunnarsson, Akureyri. Árni Gunnarsson, Reykjavík. Alþýðuflokkurinn og unga fólkið: Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokks- ins. Kl. 12.00 Hádegisverðarhlé. Kl. 15.30 Hópvinna/kaffi. Kl. 17.00 Starfshópar skili niðurstöðum. Kl. 18.00 Umræður. Kl. 20.00 Kvöldverður I veitingahúsinu Gaflinn, Hafnar- firði. Kvöldvaka. Ráðstefnuslit. Þátttökugjald er kr. 600. Hádegisverður, kaffi, kvöldverður, efni lagt fram á ráð- stefnunni innifalið í þátttökugjaldi. Þátttakendur tilkynni sig sem allra fyrst i sima 29244 á skrifstofu Alþýðuflokksins, kl. 13—17.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.