Alþýðublaðið - 03.04.1984, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.04.1984, Blaðsíða 1
alþýöu blaðið Þriöjudagur 3. apríl 1984 66. tbl. 65. árg. HBBBBBE8EI8BDHRB9HEEHEBHHB3BB3! Borgarmálaráð Alþýðuflokksins Borgarmálaráðið er hvatt saman til fundar á venjulegum fundarstað að Austurstræti 16, 3. apríl kl. 4 e.hád. Fjalakötturinn og fleiri áríðandi mál á dagskrá. Formaður Geislavirk efni í Austur-Grcenlandsstraumnum.: Stjórnvöld verða að gera ráðstafanir þegar í stað! Frétt Alþýðublaðsins á laugar- dag þess efnis, að geislavirk efni hefðu fundist i Austur-Græn- iandsstraumnum hefur vakið mikla athygli. í fréttinni kom fram, að danskir og sænskir vís- indamenn hefðu mæit caesium- mengun í Austur-Grænlands- straumnum, sem væri rakin til Sellafield-stöðvarinnar á Bret- landseyjum, sem er endurvinnslu- stöð fyrir kjarnorkuúrgang. Þótt mengunin sé fyrir neðan hættumörk, er þessi frétt svo al- varleg, að íslenskum stjórnvöld- um ber að gera nauðsynlegar ráð- stafanir þegar í stað. Þetta eru hættumerki, sem íslendingar verða að taka fullt mark á. Aust- ur-Græniandsstraumurinn kemur hér upp að landi og greinist í tvo megin-strauma, sem síðan fara sinn hvoru megin við landið. I fréttum hér í blaðinu í dag kemur fram, að rannsóknir á mengun hafsins við ísland hafi hingað til verið fremur takmark- aðar, og tæpast hægt að tala um nokkrar markvissar athuganir á mengun sjávar hér við land. — Einnig kemur fram, að Siglinga- málastofnun getur iítt sinnt þess- um málum sökum mannfæðar og sífellt þrengri fjárhags. Bréf siglingamálastjóra frá 5. janúar 1983: Mengunarmál sjávar ekki leyst með staðfestingu alþj óðasamþykkta Erfitt að fylgjast með sökum mann- fœðar og sífellt þrengri fjárhags. í árslok 1982 ritaði Árni Gunnarsson, þáverandi alþingis- maður, siglingamálastjóra Hjálmari Bárðarsyni, bréf, og óskaði eftir upplýsingum um ýmsa þætti, er tengjast mengun sjávar við ísiand. Þetta bréf var sent eftir að nokkrar umræður höfðu farið fram á Alþingi um ferðir kjarnorkuknúinna skipa í nágrenni íslands, og mengunar- hættuna, sem af þeim kynni að stafa. Þröngur fjárhagur í svari siglingamálastjóra frá 5. janúar 1983 kemur giögglega fram hvernig að þessum málum hefur verið staðið. í bréfi hans má greina talsverðar áhyggjur vegna þess, að Sigiingamálastofnunin hefur ekki tök á að fylgjast nægi- iega vel með þessum málum sök- um mannfæðar og sífellt þrengri fjárhags. Hjálmar R. Bárðarson, sigl- ingamálastjóri, hefur veitt Al- þýðublaðinu heimild til að birta bréf það, er hann sendi Árna Gunnarssyni og þau gögn, senr vísað er til í bréfinu: Alþjóðasamþykktir Þökk fyrir bréf þitt dagsett 16. des. 1982. Það er ánægjuefni að alþingismaður sýni áhuga á þeim vandamálum, sem tengd eru framkvæmd alþjóðasamninga um varnir gegn mengun sjávar. Því miður hefur það oft sýnsf svo, að allt of inargir virðast telja, að öli mál slík séu leyst, þegar Island hefur staðfest alþjóðasamþykkt, en því fer að sjálfsögðu fjarri. Þótt mengun sjávar sé ekki mikil af eigin vöidum vegna mannfæð- ar okkar islendinga, og að efna- iðnaður er hér lítill og engin kjarnorkuver, sem losna þurfa við úrgang, þá er okkur nauðsynlegt að vera vel á verði að þvi er varðar mengun hafsins af völdum annarra þjóða,. svo mikilvægt sem hafið er okkur hér á landi. Skal því reynt að gera litillega grein fyrir þeim atriðum, sem þú nefnir í bréfi þínu. Varðandi losun úrgangsefna í hafið frá skipum og flugvélum, þá gilda um það tvær alþjóðasam- þykktir. Önnur þeirra nær yfir tak- markað hafsvæði, Norðaustur Atlantshafið; hin nær tii allra heimshafa, og er hún nefnd London Dumping Convention. Báðar þessar alþjóðasamþykktir eru vistaðar hér á landi hjá Sigl- Framhald á bís. 2 Mengun sjávar er mál sem snertir Islendinga mjög, enda sjávarútvegur- inn undirstaða góðrar afkomu landsmanna. Eða hver vill kaupa geisla- virkar fiskafurðir? Magnús Jóhannesson, settur siglingamálastjóri: „Tæpast hægt að tala um markvissar athuganir á mengun sjávar við landið“ í bréfi þvi frá Hjálmari R. Bárðarsyni, sem birt er á öðrum stað í blaðinu, er vísað til greinar- gerðar eftir Magnús Jóhannes- son, efnaverkfræðing, nú settan siglingamálastjóra, þar sem hann fjallar um mengunarrannsóknir í hafinu hér við land. — Þessi greinargerð fer hér á eftir. Rannsóknir á mengun hafsins við ísland hafa hingað til verið fremur takmarkaðar og tæpast hægt að tala um nokkrar mark- vissar athuganir á mengun sjávar hér við land. Þess vegna er mjög erfitt að fullyrða nokkuð um það, hvort mengun sjávar hafi hér vax- ið á síðustu árum eins og viða annars staðar í heiminum, staðið í stað eða jafnvel minnkað. Helst er rætt um mengun í sjó sem mjög staðbundið fyrirbæri, svo sem mengun einstakra hafna og/eða mengun frá verksntiðjum (sbr. grútarmengun frá fiskimjölsverk- smiðjum). Að vísu eru, vegna krafna frá erlendum kaupendum fiskafurða héðan framkvæmdar reglulegar mælingar á tilvist þungmálma, kvikasilfurs og kadmíums í fisk- afurðum. Má segja að þessar mælingar eigi að gefa nokkra vís- bendingu yfir lengra tímabil, um breytingar á tilvist þessara efna í hafinu, ef um slíkt er að ræða, þar eð slíkt ætti að koma fram í breyttu innihaldi þeirra í fiskaf- urðum. Þessar mælingar, sem hófust að marki 1974, ieiða í ljós að litlar breytingar hafa orðið á tilvist þessara efna í helstu fiskafurðum okkar á þessu tímabili. Á vegum aðildarríkja tveggja alþjóðasamninga um varnir gegn mengun hafsins þ.e. svonefndrar Osló-samþykktar um varnir gegn losun úrgangsefna í hafið frá skipum og flugvélum (1972) og svonefndrar Parísar-samþykktar um varnir gegn mengun sjávar frá landstöðvum (1974), eru nú að hefjast skipulagðar mælingar (monitoring program) í norðaust- ur Atlantshafi. í þessum mæling- um er lögð áhersla á að taka sjávarsýni, botnsýni og ákv. fisk- tegundir til athugunar. Vonast er til, að ísiand geti orðið virkur þátttakandi í þessari starfsáætl- un, sem væntanlega mun, er fram líða stundir, varpa frekara ljósi á mengun sjávar hér við land. í þeim tilgangi að draga úr los- un olíuúrgangs i sjó, hafa farið fram nokkrar athuganir á mynd- un oliuúrgangs hér á landi. í skýrslu frá Siglingamálastofnun ríkisins í janúar 1977 er komist að þeirri niðurstöðu að Iíkleg mynd- un olíuúrgangs við strendur landsins sé á bilinu 3500—5500 tonn á ári. Frá árinu 1976 hefur verið unnið að því að bæta mót- töku á olíuúrgangi i landi og mót- takendur olíu haldið skrá yfir alla móttekna olíu. Lætur nærri, að frá upphafi skráningar til þessa dags, hafi skráð söfnun úrgangs- olíu tvöfaldast. Árið 1980 var móttekið olíumagn þessara aðila um 1.200 tonn. í nokkrum höfn- um á landinu hafa þegar verið settir upp sérstakir olíugeymar fyrir olíuúrgang frá skipum og er unnið að þvi að konta upp slíkum geymum víðar. Annars staðar hafa íslensku olíufélögin ýmist sótt olíuna til skipanna í tómar tunnur eða á tankbíla. Þá hefur nokkuð aukist, að einstaklingar eða fyrirtæki safni úrgangsolíu og nýti til varmaframleiðslu sérstak- lega á stöðum úti á landi. Til þess að auka enn frekar söfnun úrgangsolíu, hefur Sigl- ingamálastofnun ríkisins kynnt sér ýmsar leiðir til nýtingar úr- gangsolíu og komið fróðleik og hugmyndum á framfæri við hlut- aðeigandi aðila. Erfitt er að meta áhrif þessa þáttar sérstaklega á bætta söfnun úrgangsolíu hér hin síðari ár.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.