Alþýðublaðið - 03.04.1984, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.04.1984, Blaðsíða 3
3 Þriðjudagur 3. apríl 1984 ,,Nú er ég mjög reiður út íverslunarstéttina...” lOljWl , n starfar í dag, endurskoöun á sem innflytjandinn gerir. Inn- jendum er gert aö skila inn full- knaöri tollskýrslu, ef eitthvað itar er hún send til baka. Ef þeir na ekki villu i henni og hún nst i gegn og svo ætlar rikis- durskoöun aö fara aö inn- imta einhvern mismun, þá segi nfti bpsRii vprður aö hrevta Ff Albert í Verslunartíðindum: Mjög reiður út í verslunarstéttina Allur stjórnmálaferill Alberts í baráttu fyrir verslunarstéttina! „Ég hef eytt öllum mínum stjórnmálaferli í baráttu fyrir verslunarstéttina, svo það yrðu vonbrigði fyrir mig, nú þegar ég er í aðstöðu til að hafa áhrif á minnkandi tilkostnað fyrir stétt- ina, að hún komi ekki til móts á þeim hraða, sem ég hef gert mér í hugarlund. Þetta þýðir það að ef verslunarstéttin kemur ekki til móts við aðgerðir ríkisstjórnar- innar, styttir hún líf stjórnarinnar og stuðlar að sósíölsku þjóðfélagi með höftum og verðbólgu." Þannig kemst Albert Guð- mundssyni fjármálaráðherra að orði í viðtali við Verslunartíðindi sem nýverið komuút. Þar segir Albert hreinskilnislega frá því að hann er nú verslunarstéttinni (sem hann hefur barist fyrir allan sinn pólitíska feril) mjög reiður fyrir að lækka ekki vöruverð sitt vegna Útboð Tilboð óskast í tæki fyrir hjartarannsóknarstofu (angiographic work) Landspítalans í Reykjavík. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri Borgar- túni 7. Tilboö verða opnuð á sama stað 3. maí 1984, kl. 11.00 f.h. ItiNKAUPflSTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Forstaöa teikskóla Forstöðumaður óskast hjá leikskóla Ólafsvíkur frá 1. júní 1984. Til greina kemur að ráða í 50% starf sé þess ósk- að. Fóstrumenntun áskilin. Umsóknarfresturertil 20. apríl 1984. Bæjarstjórinn í Ólafsvik Útboð Tilboð óskast í að ganga frá lóð við dagheimili, leikskóla og skóladagheimili við Hraunberg fyrir byggingadeild borgar- verkfræðings. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík gegn 1500 krónaskilatryggingu. — Til- boð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 11. apríl n.k. klukkan 11 fyrirhádegi. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Tökum að okkur hverskonar verkefni í setningu, umbrot og plötugerð, svo sem: Blöð í dagblaðaformi Tímarit Bækur o.m.fl. Ármúla 38 — Sími 81866 minnkandi tilkostnaðar i minnk- andi verðbólgu. Albert lætur margt flakka i ítarlegu viðtalinu um hin ýmsu málefni. Um sérstakan skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði, sem Albert lofaði á sínum tíma að afnerna, segir hann nú: „Eins og ástatt er í dag er ekki hægt að fella skattinn niður. Tollar af nauð- synjavörum hafa verið lækkaðir, þessi skattur situr á hakanum núna, einfaldlega vegna þess að það yrði efalaust óvinsælt að fella hann niður en halda sköttum á almenningií1 Arndís Björnsdóttir kaupmað- ur, sem tekur viðtalið, spyr Albert álits á „innrás“ SÍS í höfuðborg- inni og gífurlegan aðstöðumun í samkeppninni. Albert viðurkenn- ir að ekki hafi náðst samstaða, en hann vilji ekki að við níðum niður eða jafnvel drepum, „þá and- stæðinga sem við óttumst mest . . “ „við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að þeir sem eru í einkarekstri taka meira út úr fyrirtækjum sínum persónu- lega en gert er í samvinnufélögun- um.“ Albert boðar meðal annars að frumvarp um virðisaukaskatt verði lagt fram á Alþingi „næstu daga“ og hann vonist til að það nái fram að ganga. Loks má geta þess að Albert er eitthvað súr yfir því að verkalýðs- hreyfingin skuli vera að skipta sér af kreditkortavæðingunni og sendir henni eftirfarandi: „ . . . hér er bara verkalýðshreyf- ingin að skipta sér af þessu, þetta er ekki hennar mál. Verkalýðs- hreyfingin áttar sig ekki á að hún er ekki valdastofnun í þjóðfélag- inu, hún er bara kosin til að gæta hagsmuna félagsmanna sinnaí* UPPÞVOTTAVÉL 1/3 út °9 afgangurinn á 7 mánuðum Verslunin Borgartúni 20. \ Auglýsing m á —i i* um áburðarverð v L7 sumarið 1984 Heildsöluverö fyrir hverja smálest eftirtalinna áburðartegunda er ákveðið þannig: Við skips- hlið á ýmsum höfnum Afgreitt á umhverfis bila i iandid Gufunesi Kjarni 33 %N Kr. 7.400,- Kr. 7.540,- Magni 1 26%N + 9%Ca Kr. 6.100,- Kr. 6.240,- Magni 2 20%N_+ 15%Ca Kr. 5.300,- Kr. 5.440,- Græðir 1 14 % N -18 % P205-18 % K20 + 6 % S Kr. 8.980,- Kr. 9.120,- samsvarar 14 % N-8 % P-15 % K + 6 % S Græöir 1A 12 % N -19 % P205-19 % K20 + 6 % S Kr. 8.840,- Kr. 8.980,- samsvarar 12%N-8,4%P-15,8%K + 6%S Græóir 2 23 % N -11 % P2Os-11 % K20 Kr. 8.440.- Kr. 8.580,- samsvarar 23% N-4,8%P-9,2% K Græðir 3 20 % N-14 % P205-14 % K20 Kr. 8.500,- Kr. 8.640.- samsvarar 20%N-6%P-11,7%K Græðir 4 23 % N -14 % P2Os-9 % K20 Kr. 8.840,- Kr. 8.980,- samsvarar 23%N-6%P-7,5%K Græðir 4A 23% N-14 % P205-9% K20 + 2%S Kr. 8.980,- Kr. 9.120,- samsvarar 23%N-6%P-7,5%K + 2%S . Græðir 5 17% N -17 % P205-17 % K20 Kr. 8.700,- Kr. 8.840,- samsvarar 17%N-7,4%P-14%K Græðir 6 20 % N -10 % P205-10 % K20 + 4 % Ca + 1 % S Kr. 8.300,- Kr. 8.440,- samsvarar 20%N-4,3%P-8,2K + 4%Ca+ 1%S Græöir 7 20%N-12% P205-8% K20 + 4%Ca + 1 %S Kr. O.440.- Kr. 8.580.- samsvarar 20%N-5,2%P-6,6%K + 4%Ca + 1 %S Græðir 8 18% N -9 % P205-14% K20 + 4%Ca + 1 %S Kr. 8.100,- Kr. 8.240,- samsvarar 18%N-3,9%P-11,7%K + 4%Ca + 1 %S NP 26-14 26 % N -14 % P205 Kr. 8.700.- Kr. 8.840.- samsvarar 26%N-6,1%P NP 23-23 23% N-23% P2Os Kr. 9.660,- Kr. 9.800,- samsvarar 23%N-10%P Þrífosfat 45%P205 Kr. 7.560,- Kr. 7.700.- samsvarar 19,6%P Kalíklóríó 60%K2O Kr. 5.220,- Kr. 5.360,- samsvarar 50 %K Kalisúlfat 50%K2O Kr. 6.480,- Kr. 6.620,- samsvarar 41,7% K + 17,5%S Uppskipunar- og afhendingargjald er ekki innifaliö i ofangreindu verði fyrir áburð kominn á ýmsar hafnir. Uppskipunar- og afhendingargjald er hinsvegar innifalið í ofangreindu verði fyrir áburð, sem afgreiddur er á bila i Gufunesi. Áburðarverksmiðja ríkisins Auglýsing um aöalskoöun bifreiða og bifhjóla í Kjósar- Kjalarnes- og Mosfells- hreppum og á Seltjarnarnesi 1984. Skoöun fer fram sem hér segir: Kjósar- Kjalarnes- og Mosfellshreppur: Mánudagur 9. apríl þriðjudagur 10. apríl miðvikudagur 11. apríl fimmtudagur 12. apríl Skoðun fer fram viö Hlégarö í Mosfellshreppi. Seltjarnarnes: Mánudagur 16. apríl þriðjudagur 17. apríl miövikudagur 18. apríl Skoöun fer fram við félagsheimilið á Seltjarnar- nesi. Skoðað verður frá kl. 8.15—12.00 og 13.00—16.00 alla framantalda daga á báðum skoðunarstöðun- um. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilriki fyrir því, að bifreiðagjöld séu greidd, að vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi og að bifreiðin hafi verið Ijósastillt eftir 1. ágúst s.i. At- hygli skal vakin á því að skráningarnúmer skulu vera læsileg. Vanræki einhver aö koma ökutæki sinu til skoð- unar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og ökutækið tekiö úr umferð hvar sem til þess næst. Þetta tilkynnist öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu, Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi 29 mars 1984. Einar Ingimundarson Ökum jafnan á hægri rein á akreinaskiptum vegum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.