Alþýðublaðið - 02.02.1985, Síða 1

Alþýðublaðið - 02.02.1985, Síða 1
alþýöu in Fu1 Tl■ mm Félagsmálaráðherra tekinn á beinið Laugardagur 2. febrúar 1985 23. tbl. 66. árg. Seðlabankinn hefur ekki hlustað á mig sagði Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra efnislega á fundi um húsnæðismál að Hótel Hofi í fyrrakvöld, er hann viður- kenndi hrikalegt ósamræmi milli iauna og lánskjara. Á fundinum benti Bjarni Pálsson Frumvarp þingmanna A Iþýðuflokksins: Misgengi lánskjara og launa verði leiðrétt Þau Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Baldvin Hannibalsson og Karvel Pálmason, liafa lagt fram fruin- varp, sem íyrirbyggja á að versn- andi lífskjör auki greiðslubyrði verðtryggðra lána langt umfram eðlilega greiðslugetu fólks. í frum- varpinu er gert ráð fyrir að tillit sé tekið til þess við útreikninga verð- tryggðra lána ef lífskjör fara versn- andi og verðmæti vinnulauna fylgja ekki verðgildi annarra verð- mæta í þjóðfélaginu. Til að tryggja þetta á að fresta greiðslu á þeim hluta verðtrygging- ar, sem er umfram almennar launa- hækkanir í landinu með því að lengja lánstímann þannig að hækk- un árlegrar greiðslubyrði sé ekki meiri en nemur hækkun almennra launa á sama tímabili. Jóhanna Sigurðardóttir flutti þetta frumvarp árið 1982 en þá náði það ekki fram að ganga og því end- urflytur Alþýðuflokkurinn þetta frumvarp nú óbreytt. I greinargerð með frumvarpinu segir, að með tilkomu verðtrygging- arákvæðanna, sem sett voru 1979, hafi verið fyrirsjáanlegir erfiðleikar fyrir almenning á lánsfjármarkaði, þ. á m. gerbreyttur hugsunarháttur „Hverjir eiga ísland? Nœstu ellefu fundarstaöir u Eins og skýrt var frá í Alþýðu- blaðinu í gær munu næstu fundir formanns Alþýðuflokksins, „Hverjir eiga ísland?“ verða fyrir austan fjall næstkomandi sunnu- dag. í fréttinni í gær var ruglingur hvað varðar tímasetningar fund- anna, en réttar eru þær sem hér segir: Þorlákshöfn kl. 13. Eyrar- bakki klukkan 17 og Stokkseyri klukkan 21 á sunnudagskvöld. Á þessum fundum verða auk Jóns Baldvins, þau Jóhanna Sigurðar- dóttir og Magnús H. Magnússon. Á mánudagskvöld verður síðan fundur á Selfossi og þar verða þeir Jón Baldvin og Magnús H. Magnússon. Sandgerði verður viðkomu- staður formanns Alþýðuflokksins á þriðjudagskvöld og Karl Steinar Guðnason verður einnig á fundin- um. Næstkomandi fimmtudag 7. febrúar verður fundur á Hvamms- tanga, á föstudag á Blönduósi og á laungardaginn 9. febrúar verður fundur kl. 13. á Skagaströnd og klukkan 17. á Hofsósi. Á fundun- um í Norðurlandi vestra verður Jón Sæmundur Sigurjónsson með Jóni Baldvini. Sunnudaginn 10. febrúar verða tveir fundir; á Dalvík og Ólafs- firði. gagnvart skuldasöfnun, þar sem ekki var lengur hægt að treysta á hjálp verðbólgunnar við að eyða skuldunum. Þrátt fyrir þetta dró lít- ið úr eftirspurn eftir lánum. Skýr- ingin á því er sú að í kjölfar verð- tryggingarákvæðanna jókst veru- lega framboð á lánsfé og lánastofn- anir kynntu verðtryggðu lánin með lægri afborgunarkjörum og vaxta- greiðslum fyrstu árin heldur en gilti um gömlu lánin. Samkvæmt lögunum átti að lengja lánstímann samhliða verð- tryggingunni, en stjórnvöld hafa heykst á, að gera það þó einstaka lífeyrissjóðir hafi lengt lánstímann. Þá segir að í því óðaverðbólgu ástandi, sem ríkt hefur um árabil, hafi það sýnt sig að ógerningur er að gera langtímaáætlanir um fjár- skuldbindingar. Sá sem tekur verð- tryggt lán til langs tíma veit í raun mjög lítið um hvaða skuldbinding- ar hann er að leggja á sínar herðar, nema honum séu tryggð jafnverð- mæt laun á lánstímanum, því þá verður lánið ávallt sama hlutfall af árstekjum hans. Eins og sjá má í annarri frétt hér á síðunni, þá hafa aðgerðir núver- andi ríkisstjórnar leikið launþega mjög grátt. Þar er lánskjaravísital- an borin saman við launataxta al- menns launafólks. Greiðslubyrðin af láni, sem tekið var 1. júní 19^9, er nú 50% hærri en þá og stefnir í að verða 60% hærri 1. september í ár, að öllu óbreyttu. Verðtryggingarákvæðin voru á sínum tíma sett til að koma í veg fyrir það ranglæti sem ríkt hafði, að menn fengu lán sín nánast gef- ins. En á sama hátt og það er rétt- lætismál að ntenn greiði jafnmikil verðmæti og þeir fá að láni er það líka sanngirniskrafa að þjóðfélagið Framh. á bls. 2 á að fólk sem tók verðtryggð lán vegna húsnæðis 1979—1983 hefði vitað hvað það var að gera og út- reikningar um greiðslubyrðina lágu fyrir þannig að fólkið sá fram á að „vaða í skuldum upp að ökklum eða hnjám“, en að það myndi sull- ast í land með sæmilegu móti. Nú aftur á móti vaknar fólk við það að skuldirnar ná því upp að hálsi eftir aðgerðir þessarar ríkisstjórnar. Bentu Bjarni og fleiri fundarmenn félagsmálaráðherra á, að forsendur lánskjaravísitölunnar væru rangar, þær reiknuðu hærri verðbætur en ætti að vera. Stefán Ingólfsson verkfræðingur hjá Fasteignamati ríkisins benti á að lánskjaravísital- an væri nú um 45% umfram launa- þróun, en ef lánin væru bundin byggingarvísitölu, sem væri eðli- legra, væri þetta hlutfall 26%. I Ráðherra viðurkenndi að hann hefði tekið eftir þessu, en að Seðla- Framh. á bls. 2 Launin og lánskjaravísitalan á 5-6 áru/n: Greiðslubyrðin nú 50% þyngri Misræmið milli þróunar kaup- taxtavísitölunnar og lánskjaravisi- tölunnar undanfarin ár hefur lcitt til þess að greiðslubyrði lána er fyrir almennt launafólk um þessar mundir um 50% þyngri en hún var fyrir 5—6 árum. Frá 1. júní 1979 til febrúar 1985 hefur vísitala kauptaxta launafólks farið úr 100 stigum í 705,9 og vísi- tala fiskvinnslutaxta (efsta þrep) farið í 761 stig, á rneðan lánskjara- vísitalan hefur á sama tíma farið í 1050 stig. Vísitala geiðslubyrðar- innar miðað við fiskvinnslutaxta er því um þessar mundir um 45% hærri, en miðað við kauptaxta launafólks almennt tæplega 50% hærri. Að óbreyttu stefnir greiðslubyrð- in í að verða í júní 1985 um 55% þyngri en 6 árum áður og í septem- ber um 60% þyngri, en þá fyrst gefst almennu launafólki tækifæri að ná fram kjarabótum er dregið geta úr greiðslubyrðinni. Að öðrum kosti stefnir í að greiðslubyrðin verði miðað við vísitölu kauptaxta 65% þyngri á sarna tíma á næsta ári, en í júni 1979. Með öðrum orðum er það nú fyr- ir almennt launafólk helmingi erf- iðara í dag að borga lán en fyrir 5—6 árum. Þannig hefur óstjórnin leikið hið almenna launafólk, þegar haldið hefur verið aftur af kaup- lagsvísitölunni, á meðan lánskjara- vísitalan hefur rokið upp. Kjara- samningarnir í november á síðasta ári dróguúr misræminu þannig að greiðslubyrðin fór úr því að vera 55% þyngri í að vera 40% þyngri, en það hefur aftur farið á skrið og stefnir eins hátt og áður sagði í að verða 60% þyngri í september að óbreyttu hjá almennu launa- fólki. 'RITSTJORNARGREIN' Hvað gerist á landsfundi? Hvað ætlarÞorsteinn Pálsson formaðurSjálf- stæðisflokksins að gera á landsfundi flokks- ins? Hverjar verða tillögur hans um útgöngu- leið Sjálfstæðisflokksins úr þeirri úlfakreppu sem flokkurinn og forysta hans eru í? Hvert verður innlegg ráðherra flokksins á landsfund- inum? Þessar spurningar og aðrar í svipuðum dúrhafaveriðmjög ræddarmannaámeðal upp á síðkastið. Flestir reikna með kosningum á þessu ári. Og í því sambandi ganga margir út frá því að á landsfundinum verði kaflaskilin; þarverði sam- þykkt að rjúfa stjórnarsamstarfið og efna til nýrra kosninga. Almennt ætla menn, að Þor- steinn Pálsson eigi þann kost einan að leggja til að sjálfstæðismenn stokki upp spilin, fari úr stjórninni og leggi í það hættuspii að fara í kosningar. Á hinn bóginn eru þeirtil, sem segja svo afdráttarlausar línur ekki í anda formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann hafi sýnt það í sinni formannstíð að málamiðlanirog „mjúkar línur“ eru hans ær og kýr. Það sé því alls ekki still Þorsteins að láta sverfa til stáls á lands- fundinum. Þess vegna eru þeir til sem telja að Þorsteinn muni stefna að þvi að landsfundur- inn samþykki einhverja almenna ályktun, þar sem skorað væri á forystu flokksins að hrista uþþ i stjórnarsamstarfinu, bæði hvað varðar menn og málefni. Þar með væri brautin greið fyrir Þorstein inn í ríkisstjórnina, eins og hann hefurdreymt um síðustu misseri. En þótt álitið sé að formaður Sjálfstæðis- flokksins hafi það nokkuð í sinni hendi hvaóa línur verði lagðar á landsfundi flokksins, þá er ástæðulaust að vanmeta áhrif ráðherra flokks- ins og þeirra lið. Má benda á að þrfr ráðherr- anna, MatthíasÁ. Mathiesen, Matthías Bjarna- son og Sverrir Hermannsson eru sterkir í sín- um heimakjördæmum, Reykjanesi, Vestfjörð- um og Austfjörðum, og frá þeim verður fjöl- mennt lið á landsfundi. Sömuleiðis hefur Albert Guðmundsson sem fyrr umtalsverðan hóþ að baki sér. Það er því ekki jafnborðleggj- andi og ýmsir ætla að formaður flokksins geti vaðið yfir ráðherrana á landsfundinum með alla skaþaða hluti. Vitað er að meðal ráðherr- anna er lítill vilji fyrir stjórnarslitum og upp- stokkunum á ráðherraliði, enda þótt þeir sjái það sem allir sjá, að ríkisstjórnin er komin að fótum fram. En með þetta til hliðsjónar er ekki fjarlægt að ætla að Þorsteinn Páisson guggni á því að leggja til atlögu við ráðherragengið. Málamiðlun af einhverju tagi er því ekki eins ólíkleg niðurstaða og menn gætu haldið við fyrstu sýn. Hitt er svo annað mál, þegar velt er uþp möguleikum ánýjum kosningum fyrreðasíðar, að ekki er það endilega sjálfgefið að það verði Sjálfstæðisflokkurinn sem slíti. Staðan er nú þannig, að það yrði þeim stjórnarflokknum til tekna sem gengur á undan og verður til að bindaendi á þessaóvinsælu ríkisstjörn. Það er því ekki fjarri lagi að Framsókn bíði eftir ein- hverju góðu máli til að brjóta á. Húsnæðismál- in hafa verið nefnd sem hugsanlegur kostur í þeim efnum. Það er aftur borðleggjandi staðreynd að báðir stjórnarflokkarnir átta sig á því að rikisstjórnin hefur ekki kraft né aðstöðu til að taka með festu á fjölmörgum þeim málum sem á þjóð- inni brenna. Fyrir það fyrsta eru komnir þver- brestir í samstarf flokkanna; traustið þeirra á milli ferþverrandi með hverjum deginum. í ann- an stað er meirihluti kjósenda lítt trúaður á þessa rikisstjórn og hún hefur ekki það svig- rúm lengur hjá þjóðinni, sem var í upphafi valdaferilsins. Stjórnin er strand, en stjórnar- flokkarnir reyna hvor fyrir sig aö bjarga sér á flóttanum. Næstu mánuðir munu því vafalaust einkenn- ast af taugastríði milli stjórnarflokkanna. Báðir vilja út, en þora varla. Báðir bíða færis hinnar réttu tímasetningar á stjórnarslitum. Og á meðan sigur þjóðarskútan. — GÁS.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.