Alþýðublaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 4
Útgefandi: Blað h.f.
Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Guðmundur Arni Stefánsson.
Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson.
Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir.
Auglýsingar: Eva Guömundsdóttir.
Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæð.
Sími:81866.
Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38.
Laugardagur 2. febrúar 1985 Prentun: Blaðaprent, Síöumúla 12.
alþýóu
Áskriftarsíminn
er 81866
Karl Steinar Guðnason:
Er atviimuleysi fiskverkun-
arfólks „eðlilegt“
Karl Steinar Guðnason tók til máls utan dagskrár á Alþingi nú í vikunni
í tilefni hrikalegs atvinnuleysis á Suð-vesturlandi um þessar mundir. Benti
hann þingmönnum á að sjávarútvegur á þessu svæði væri að koðna niður
og ekkert gert í málinu, heldur þætti það þvert á móti tíðindalítið þótt
hundruðir manna væru atvinnulausir vikunum saman. ræða Karls Steinars
birtist hér að meginhluta.
„Frá því um miðjan desember
hefur vinnsla fisks á Suðvesturlandi
verið afar takmörkuð, hundruð og
aftur hundruð verkafólks hafa
bæst í hóp atvinnulausra og er talið
að 75% af þessu vinnuafli séu kon-
ur. Á Suðurnesjum hefur ástandið
verið sýnu verst en þar voru fyrstu
vikuna í janúar allt fram til þessa
dags á sjötta hundrað manns at-
vinnulausir. Þetta sama fólk hefur
að stærstum hluta verið án atvinnu
frá því um mánaðamótin nóvem-
ber/desember. í Hafnarfirði hafa
rúmlega 200 manns verið atvinnu-
lausir frá 6. okt. sl., í Reykjavík
misstu 236 verkakonur atvinnu á
Þorláksmessu og eru margar þeirra
atvinnulausar enn. Á sama tíma og
fjöldi kvenna í fiskiðnaði i Reykja-
vík er atvinnulaus eru dagblöðin
full af auglýsingum frá hvers konar
þjónustuaðilum þar sem óskað er
eftir starfsfólki til vinnu. Það þýðir
ekki að fiskvinnslufólk eigi greiðan
aðgang að þeirri atvinnu, enda oft
erfitt fyrir rosknar konur eða ein-
stæðar mæður að skipta yfir í versl-
unar- eða þjónustustörf á skömm-
um tíma. Þar kemur til sú staðreynd
að fólk sem unnið hefur lengi í fiski
hefur aflað sér sérþekkingar sem
hvergi nýtist nema í fiskiðnaði. Það
er oft líka þannig að bönd rnilli
almenns verkafólks og sjávarútvegs
eru sterk eftir áratuga þjónustu,
bönd sem erfitt er að slíta þrátt fyrir
erfiða afkomu.
Eðlilegt ástand?
Þessar atvinnuauglýsingar sýna
hins vegar hvað þrífst best þessa
dagana, þ. e. verslun og hvers konar
þjónustustarfsemi. Þær sýna líka
hversu fiskiðnaðurinn hefur sett
niður að sjávarútvegur er á fallanda
fæti. Á Suðurnesjum er hins vegar
svo komið að atvinnuauglýsingar
berja menn ekki augum. Reyndar er
svo komið á því landsvæði að á
undanförnum árum hefur mikil
þensla átt sér stað á sumrin en strax
að hausti og út veturinn hefur at-
vinnuástandið verið afleitt.
Ástandið hefur þó ekki orðið erfið-
Karl Steinar Guðnason: Er réttlœt-
antegt að kvótinn njörvi suma
landshluta niður í atvinnuleysi á
meðan ofþensla er slík annars stað-
ar?
ara en einmitt nú. Þar hefur ríkt
óþolandi atvinnuleysi sem verður
að bæta úr.
Ég verð að játa að það er nöturleg
staðreynd að það þykja ekki tíðindi
Iengur þegar hundruðir, jafnvel
þúsundir verkafólks er atvinnu-
laust. Það er gjarnan sagt: Já, þetta
er tímabilið, þetta fylgir þessum
árstíma o. s. frv. Það er skelfilegt
þegar sú hugsun kemur fram að
þetta ástand sé eðlilegt. Það eru
mannréttindi að hafa atvinnu og
það er í fyllsta inæli óeðiilegt þegar
þau mannréttindi eru ekki fyrir
hendi. Ég minni líka á að ástandið
er nú mun verra í þessum efnum en
fyrr.
Öryggi fiskverkunarfólks
Lengi hefur verkalýðshreyfingin
barist fyrir auknum réttindum fisk-
verkunarfólks. Það hefur stundum
tekist að stíga fetið fram á við en
aldrei nóg. Nú vill svo til að á borð-
um alþingismanna liggur frumvarp
til laga um uppsagnarfrest sem
Guðmundur J. Guðmundsson og
JóhannaSigurðardóttiro. fl. flytja.
Af því tilefni leyfi ég mér að spyrja
sjávarútvegsráðherra hvort hann
muni beita sér fyrir samþykkt þessa
frumvarps, hvort hann muni á þann
hátt slást í lið þeirra sem vilja auka
öryggi fiskverkunarfólks á vinnu-
markaðnum.
En það eru fleiri spurningar sem
leita á. Ég spyr ráðherra: Hvernig
stendur á því að á sama tíma og
leyft er að flytja hundruð útlend-
inga til starfa r fiskiðnaði á Vest-
fjörðum eru hundruðir verka-
kvenna og verkamanna án atvinnu
á Suðurnesjum, Reykjavík og
Hafnarfirði? Hvað um aflamiðlun?
Er réttlætanlegt að kvótinn njörvi
suma landshluta niður í atvinnu-
leysi á meðan ofþenslan er slík
annars staðar? Á Suðurnesjum er
nú svo komið að hvert skipið á fæt-
ur öðru er selt af svæðinu vegna
rekstrarerfiðleika. Talið er að níu
þúsund tonna kvóti hafi þannig á
skömmum tíma verið fluttur frá
Suðurnesjum. Eftir situr verkafólk-
ið verkefnalaust, atvinnulaust.
Fiskvinnslufyrirtækin sem eftir eru
skortir hráefni og viku eftir viku
koma til með að falla niður vinnslu-
dagar vegna hráefnisskorts ef að
líkum lætur.
Ég spyr sjávarútvegsráðherra: Er
það staðföst ætlun hans að láta
kvóta fylgja skipi hvernig sem
atvinnuástandið er á því svæði sem
skipið kemur frá? Eru það úígerð-
armenn skipa sem einir eiga fiskinn
í sjónum, á verkafólkið engan rétt?
Mér er það ljóst að sjávarútveg-
urinn á í erfiðleikum, þrátt fyrir að
síðasta ár var eitt það fengsælasta í
sögu þjóðarinnar. Ástæðan er sú
helst að sjávarútvegurinn er fórnar-
dýr efnahagsstefnu ríkisstjórnar-
innar. Margir útvegsmenn hafa
freistast til að flytja fisk út ferskan
í gámum í þeirri von að fá meira
verð fyrir fiskinn eða til ^ð fá bein-
harða peninga strax í reksturinn. Ég
veit að oft tekst að fá gott verð og
það væri afturhaldssemi að leggjast
alfarið gegn þeirri þróun eða þeim
nýjungum sem nú eru mögulegar
með nýrri flutningatækni. En slíkar
breytingar verða að taka mið af at-
vinnuástandi sem er í Iandinu
hverju sinni.
Á Suðurnesjum er mikið um að
fiskur er fluttur út í gámum. Mér er
kunnugt um af viðtölum við menn
í sjávarútvegi á Suðurnesjum að í
mörgum tilfellum fæst lægra verð
fyrir fisk sem fluttur er út í gámum
en elia mundi fást. Ég spyr sjávarút-
vegsráðherra: Er fylgst með því á
hvaða verði gámafiskurinn er seld-
ur? Hefur verið kannað, hvort það
er alltaf hagkvæmara að selja fisk-
inn ferskan, þar sem verkamanns-
höndin kemur hvergi nálægt eða
selja hann fremur til frystingar hér
heima?
Gera þarf átak
Ég fullyrði að sjávarútvegur er
verr kominn á Suðurnesjum en
annars staðar á landinu, sem rekja
má til ýmissa orsaka. Um skeið
guldu Suðurnesin svokaliaðrar
byggðastefnu, þar sem Fram-
kvæmdastofnun neitaði að veita
fyrirtækjum á Suðurnesjum sömu
fyrirgreiðslu og tíðkaðist annars
staðar. Þá er það staðreynd, að
skreiðarverkun hefur verið afar
mikil á svæðinu og sitja menn nú
uppi með mikið af óseljanlegri
vöru, sem vissulega hefur óheyri-
legan kostnað í för með sér. Sú stað-
reynd að fjöldi skipa hefur nú verið
seldur af svæðinu án þess að
nokkuð komi í staðinn segir sína
sögu. Það segir þá sögu, að fyrir-
tæki annars staðar á landinu eru
betur í stakk búin til að reka útgerð,
hafa efni á að kaupa sér ný skip
fremur en aðrir. í ljósi þessa tel ég
að taka þurfi málefni sjávarútvegs á
Suðurnesjum sérstökum tökum.
Gera þarf sérstakt átak til að útgerð
og fiskvinnsla á þessu svæði haldi
ekki áfram að koðna niður. Ég
minnist þess að í málefnasamningi
síðustu ríkisstjórnar var ákvæði um
atvinnuuppbyggingu eða átak í at-
vinnumálum á Suðurnesjum.
Reyndar var þetta stefnuatriði sett í
kaflann um utanríkismál svo að
ljóst má vera að höfundar þess hafa
haft litla hugmynd um það að út-
gerð og fiskvinnsla eru aðalat-
vinnuvegur Suðurnesjamanna.
Reyndin varð sú að ekkert var gert
með þetta ákvæði, hvorki á sviði
sjávarútvegsmála, iðnaðar eða í
öðru. Og áfram hallar undan fæti í
sjávarútvegsmálum á þessu svæði,
og svo mun enn verða ef ekkert
verður að gertí* '
MOLAR
Menn, heslar og hundar
á Skaganum
í Skagablaðinu, sem gefið er út á
Akranesi er sagt frá því að á sl. ári
hafi mönnum fækkað í fyrstasinn
í áratug. Frá því í fyrra hefur íbú-
um á Akranesi fækkað unt 60. En
þar sem Skagamenn eru í bðli sinu
bjartsýnir voru þeir snöggir að
finna ljósa punktinn við þessa
fækkun. Fækkunin þýddi jú
meira rými fyrir hina, sem eftir
eru á Skaganum. Ekki má mis-
skilja þetta svo að Akurnesingum
hafi þótt þröngt urn sig í bókstaf-
legri merkingu, heldur hefur veriö
erfitt ástand í atvinnumálum á
staðnum, einsog á fleiri stöðum,
sem byggja afkoniu sína að miklu
leyti á útgerð. Snarpar umræður
urðu um atvinnumálin á bæjar-
stjórnarfundi og sýndist sitt
hverjum. Sjálfstæðismenn voru
að vonum all ánægðir með
ástandið og töldu það síst verra nú
en áður. Hinsvegar fannst þeim
umfjöllun bæjarblaða um at-
vinnuástandið ol' neikvæð og
vildu þeir að blöðin fjöllliðu um
þessi mál af meiri bjartsýni.
Spunnust miklar umræður um
þátt bæjarblaðanna í atvinnu-
ástandinu og voru menn langt frá
því að vera á einu nráli um hann.
Kom sú hugmynd fram að rneiri-
hlutinn léti frá sér fara greinar-
gerð um atvinnuástandið og yrði
hún birt í bæjarblöðunum með
mynd af öllum bæjarfulltrúunum
skælbrosandi, fyrst allt væri i
svona góðu lagi.
En ýmislegt annað ber á góma
á bæjarstjórnarfundum á Skag-
anum. Til að mynda hafa miklar
deilur sprottið um reiðgötur. Ein
vinsælasta reiðleið hestamanna á
Akranesi hefur verið upp með
Berjadalsá að hlíðum Akrafjalls.
Þar sem þetta er rétt hjá sorp-
haugunum eru oft glerbrot og rusl
á veginum, getur þetta valdið slys-
um. Ódýr og góð lausn þykir að
ýta slóð meðfram veginum.
Fannst þó sumum slíkt mikil til-
ætlunarsemi af hestamönnum,
fannst þeir vel geta séð um sínar
reiðgötur sjálfir. Einum bæjar-
fulltrúanna fannst nær að leggja
gangstéttir fyrir vegfarendur.
Annar kallaði slíka skoðun
dæmalausa þröngsýni og endir-
inn varð sá að málinu var vísað frá
til bæjarráðs.
En það eru fleiri skepnur en
hestar senr koma upp á borð hjá
bæjarstjórnarfulltrúunum og
valda deilum, því hundahaldið
hefur vakið úlfaþyt þar sem á
mörgum öðrum bæjum. Vildi
einn bæjarfulltrúinn láta kjósa
um hundahald í næstu bæjar-
stjórnarkosningum. Því var and-
mælt og það kallað fáránlegt, það
tjóaði ekkert að kjósa urn slíkt,
hundahald yrði alltaf leyft með
einhverjum undantekningum.
Ástæðan fyrir því að deiit er um
þetta mál nú ku vera sú að mikið
hefur verið um að hundar gangi
Iausir og þó sérstakur hundaeftir-
litsmaður hafi verið ráðinn á stað-
inn hefur ekki tekist að fram-
fylgja reglum um hundahald.
Ástæðan fyrir þvi ntun einkum sú
að geymsla fyrir fangaða hunda
væri mjög ófullnægjandi.
Lækningatónlist
Það hefur lengi verið vitað að tón-
list getur haft róandi áhrif á fólk,
eða æsandi, allt eftir eðli þeirrar
tónlistar sem hlustað er á. Þetta
hafa sálfræðingar í Bandaríkjun-
um nú ákveðið að notfæra sér við
lækningu á streitu og þunglyndi.
Hafa þeir fengið sænska þunga-
viktarmanninn í rafeindatónlist,
Ralph Lundsten til liðs við sig, til
að setja saman tónlist á kasettu.
Verða þær síðan leiknar fyrir
sjúklingana og er bara að vona að
þessi tilraun gefist vel, því óneit-
anlega hljómar það betur ef hægt
er að lækna þá af þessu meini með
ljúfum tónurn en sterkum lyfjum.
Ralph þessi er annars þekktastur
fyrir tónverk sitt við skáidverkið
„Lord of the rings“, eftir Tolkiene.
Hann hefur líka sanrið tónverk
við þátt Gunnars á Hlíðarenda i
Njálu, svo eitthvað sé nefnt.